Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. MÁRS 1995 Talaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR ASPRAUTUN Sviðsljós Auðbrekku 14, sími 64 21 41 Haust- og vetrartískan 1995 á fjölunum í Mílanó: Buxurnar og pilsin berjast um athyglina VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 ai 5 0 4.869.523 r\ 4 af 5 fr Plús ^ wL 491.420 3. 4af 5 125 6.780 4. 3af 5 3.977 490 Heíldarvinningsupphæö: 8.157.173 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR 9 9 - 1 7 5 0 Verö kr. 39,90 mín. Taktu þátt. Þú gætir unnið Ijúffenga fjölskyldu- veislu fyrir sex. Munið aö svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgdi DV síðasta föstudag. S. 588-8585 Þaö var glatt á hjalla í herbúðum tískuhönnuðanna Dolce og Gabbano um helgina að lokinni sýningu haust- og vetrartísku þeirra 1995. Hér eru þau Isabella Rossellini leikkona, Stefano Dolce tiskuhönnuður, Naomi Camp- bell ofurfyrirsæta og Domenico Gabbana tískukóngur. Símamynd Reuter Þessi hversdagslegi klæðnaður kemur úr smiðju tískuhönnuðarins Callag- hans sem sýndi við góðar undirtektir í Mílanó um helgina. Simamynd Reuter 15% staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur Hringdu núna - síminn er 563-2700 Opið: Virka daga kl. 9 - 22, laugardaga kl. 9 - 14, sunnudaga kl. 16 - 22. Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum AUGLÝSINGAR „Þessa stundina snýst tískan ekki um pilsasídd. Hún snýst miklu held- ur um síðbuxur og viðhorf.“ Þessi spöku orð mælir Tom Ford, aðalhönnuður ítalska tískufyrirtæk- isins Gucci, sem hélt heljarinnar tískusýningu um helgina. Þar fengu konur og karlar að sjá hvemig þau eiga að klæðast á komandi hausti og vetri. Við sem erum ekki enn búin að henda vetrarfotunum inn í skáp! Það var allavega nóg af buxunum hjá þeim á sýningunni, þrönguum buxum og ekki svo þröngum, úr flau- eli, satíni og hlýlegum ullarblöndum. Stórglæsilegar sýningarstúlkurnar liöu um göngubrautina eins og loft- verur, vaggandi lendunum og sveif- landi klútum og slæöum svo kliður fór um salinn. En ekki var buxunum fyrir að fara á annarri stórmerkri sýningu í Mílanó þessa helgina hjá fyrirtækinu Dolce og Gabbana. Þar var pilsaþyt- urinn allsráðandi og allt gert í nafni yfirmáta kvenleika. „Klæönaður okkar upphefur kven- líkamann, leggur áherslu á brjóstin, mittið og mjaðmirnar," segja þeir Dolce og Gabbana. Sýningarstúlkurnar þeirra voru með sígaretturnar hangandi í munn- vikinu, í snyrtilegum drögtum með stuttum pilsum og aðskornum jökk- um, og með ermum fram fyrir oln- boga. Domeico Dolce og Stefano Gabbana segja aö mikið hafi verið lagt upp úr saumaskapnum að þessu sinni og þeir eru stoltir af handbragðinu, sér- staklega á gagnsæju fótunum þar sem hver einasti saumur sést. JohnTravoIta á uppleið: Eftirsóttasti karlinn í Hollywood Sú var tíðin að John Travolta þótti ekki sérlega merkilegur pappír í Hollywood, gamall brilljantínsjar- mör á dansskóm og ekki góður leik- ari í þokkabót. Þeir dagar eru þó Uðn- ir og nú er Travolta einhver eftirsótt- asti karlleikarinn í Hollywood, allt Reyfara eða Pulp Fiction Quentins Tarantinos að þakka. Hann þykir líka sterkur kandídat fyrir óskars- verðlaunin. Eins og allir markaðshyggjumenn vita fylgja hærri laun aukinni eftir- spurn og í þeirri deild þarf John svo sannarlega ekki að kvarta. Fyrir leik sinn í Reyfaranum fékk hann „að- eins“ 150 þúsund dollara en fyrir næstu mynd, Brotnu örina, fær hann hvorki meira né minna en sjö millj- ónir dollara. „Ég hafði aldrei fengið meira en þrjár milljónir dollara og ég held að ég hafi fengiö það svona flmm sinn- um,“ segir Travolta og bætir við að allir stórleikararnir fái svona svim- andi há laun. John Travölta er hress með kaup- hækkanirnar að undanförnu. Hér sést að hann var góður dansherra. Strákurhjá Þéttholda gamanleikkonan Roseanne Barr gekk í hjónaband á Valentínusardaginn, 14. febrú- ar, eins og frægt er orðið. Hún er þegar farin að tala um stork- ana og gagnsemi þeirra og segir að framtíðarbarn sitt sé drengur. Hann á að heita Buck, í höfuðið á afa eiginmannsins sem er fýrr- um lífvörður hennar. Hún ætlar að nota hvert tækifæri til að tala um dreng. Loksins Evita Þeir sem voru orðnir lang- þreyttir á biðinni eftir kvikmynd um hana Evitu, eftir samnefnd- um söngleik, geta nú tekið gleði sína á ný. Ðisney-félagið hefur ákveðið að leggja fram töluvert fé tii að gera hana og verður það hneykslunarhellan Madonna sem fer með aðalhlutverkið, Alan Parker leikstýrir. Trumpí viðræðum Donald er maður sem aldrei fúlsar við sviðsljósinu. Þessa dag- ana á hann i ströngum samninga- viðræðum við sjónvarpsstöðina NBC sem hefur áhuga á að gera framhaldsmyndaflokk sem kenndur yrði við og á að gerast í Trump-turninum í New York þar sem fallega og ríka fólkið býr og kaupir sér failega og dýra muni. Allir vita að einhvers staðar í æðum leikarans vinsæla Burts Reynolds leynist pínulítið indí- ánablóð. Hann veit það alveg eins og allir hinir og því hefur hann tekið að sér að lesa undir tónlist Bobbys Goldsboros, Ancient Whispers, sem samin var fyrir tilstuðlan menningarsjóös indí- ána. Hagnaður á að renna til frumbyggjahópa um víða veröld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.