Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Síða 8
8
LAUGARDAGUR 11. MARS 1995’ -f
Vísnaþáttur__________
Glettur Glosa
Guðmundur Þorláksson fæddist
á sumardaginn fyrsta 22. apríl 1852
að Ystu-Grund i Blönduhlíð í
Skagafirði. Bjuggu þar foreldrar
hans, þau Þorlákur Jónsson og Sig-
ríður Hannesdóttir, skálds á Ríp.
Létust þau bæði þá Guðmundur
var enn barn að aldri. Sigríður
móðir hans lést 1862 en Þorlákur
faðir hans 1864. Snemma hneigðist
Guðmundur að bókinni og varð það
úr að hann gekk menntaveginn.
Sóttist honum námið vel og lauk
stúdentsprófi vorið 1874, þá 22 ára
að aldri. Var hann dux scholae,
efstur í efsta bekk við röðun í des-
ember 1873 en annar í stúdents-
prófi um vorið. Guðmundur hóf
nám við háskólann í Kaupmanna-
höfn haustið 1874. Hóf hann nám í
málvisindum en breytti að nokkr-
um tíma liönum um námsefni.
Hvarf hann að því að lesa norræn
og íslensk fræði og lauk meistara-
prófi í júní 1881 frá Kaupmanna-
hafnarháskóla. Sinnti hann rit-
störfum og fræðimennsku á næstu
árum í Höfn. Vann hann m.a. að
útgáfu á Skírnisárganginum 1876
og bjó til prentunar fyrir Bók-
menntafélagið íslenskar fomsögur,
1. b„ er út komu í Höfn 1880 og einn-
ig Gyöingasögu, Kh. 1881. Guð-
mundur kom til landsins aftur 1896
pg vann fyrst um sinn á skrifstofu
ísafoldar og síðan á árunum 1899-
1906 vann hann að uppskrift hand-
rita í Landsbókasafni. í ársbyijun
1906 fluttist meistari Guðmundur
til bróðursonar síns, Magnúsar
Gíslasonar á Frostastöðum, og
dvaldi hann hjá honum til æviloka,
en hann lést þann 2. apríl 1910.
Sigurður Þórðarson, kaupfélags-
stjóri og alþingismaður, og Ari
Arason frá Víðimýri fengu senda
kveðju í vísnaformi frá Glosa, en
það var viðurnefni meistara Guð-
mundar.
Vísu þessa kvað hann til Ara:
Einlæg sú mín óskin sé;
aldráha iifðu þrenna,
vanti þig hvorki vit né fé,
veri þér létt til kvenna.
Til Sigurðar kvað hann að skiln-
aði:
Vertu kvaddur, vinur minn,
viö þér gæfan brosi,
fagur verði ferill þinn
fram, þess óskar Glosi.
Benedikt S. Þórarinsson, kaup-
maður og bókabéus, verslaöi á
Laugavegi 7 og var ákafur safnari
bóka. Var hann vísnafróöur mjög
og þyrsti hann er þjóðleg fræði og
fornar menntir voru annars vegar.
Var vinskapur meö þeim Glosa og
Benedikt. Hafa fleiri höfðingjar átt
vinskap við Benedikt og sótt hann
heim. Mikinn dikt yrkir Þorsteinn
Erhngsson Bensa fimmtugum og
nefnir Þorsteinn þar einnig Jón
Ólafsson, Valdimar Ásmundarson
og líkast til hefur Guömundur
skólaskáld verið í þessari akadem-
íu. í kvæði Þorsteins eru höfðingj-
amir nefndir Þórsskáldin fjögur.
Tekur Þorsteinn og til þess hversu
liðlegur hann hafi verið við skáldin
sín. Þennan vitnisburð ritar Bene-
dikt efdr Glosa eitthvert sinn:
Brennivínssalanum Ben. S Þór
brugðið verður ei um gjöfli.
Ófleginn drekkur enginn bjór
inni hjá þeim djöfli.
Þessi vísa er einnig til Benedikts
send frá Glosa.
Vertu góður, vinur minn,
við þá menn, sem hrasa,
því að hinsti hjúpur þinn
hefur öngva vasa.
Eitthvert sinn kom Glosi snemma
að morgni til Benedikts. Þá stóð svo
á að maður einn var að greiða
kaupmanninum skuld svo að Glosi
varð að bíða, en var sárþyrstur
bæði í bjór og brennivín. Þá kvað
Glosi:
Heyrt hef ég marga menn
milli sín það ræða:
Best er að hafa biðlund enn,
Benedikt er að græða.
Næsta vísa er kveðin í ísafold:
Kölski lá og las í skrá
lygasyndir manna,
sagt er frá hann fyndi þá
flestar ritstjóranna.
Þessa vísu kvað Glosi vera 13.
vísu úr 15. rímu af för Þórs til Út-
garða-Loka en ekki voru þá fleiri
ortar:
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
Aftur á móti ansar Þór,
óttalega hnur:
„Áttu ekki fyrir einum bjór,
elskulegi vinur?“
Hjá því fór ekki að Glosa yrði sitt
valta veraldargengi að angri. Svo
kveður hann:
Drynja élin mörg á mót,
mínum kosti er þröngva,
hrynja þétt um hausamót,
en hreystina ber ég öngva.
Eitthvað hefur meistarinn ekki
verið sáttur við gönguna er hann
kveöur svo:
Ógæfa borgar öll sín gjöld,
alhr þótt við sporni.
En auðnan mætir ekki um kvöld,
ef út er vísað að morgni.
Eins og fyrr var getið fæddist
Glosi á sumardaginn fyrsta 1852 og
þessa vísu yrkir hann um sjálfan
sig eitthvert sinn:
Helst til langa hefur hann töf
haft á þessu landi.
„Sú var lagleg sumargjöf!"
segja þeir hábölvandi.
Vísu þessa sendi Glosi fyrrnefnd-
un Benedikt kaupmanni og má sjá
á henni að skáldið hefur fengið
umbun fyrir kveðskapinn:
Brá sér hingað brennivínshít
Bensa th að finna,
óð hann djúpan aur og skít
eitt staup til að vinna.
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
A
Matgæðingur vikunnar_
Teistuveisla
Esra Jóhannes Esrason.
Gratineraðar hvítlaukskartöflur
Esra Jóhannes Esrason, verkstjóri hjá Frosta hf. í
Súðavík, kveðst hafa gaman af aö elda allan mat. Hann
hefur verið kokkur í afleysingum á Bessa og hefur
eldað og bakað mikið í gegnum tíðina.
Hann býður lesendum DV upp á teistur með hrís-
gijónarétti og hvítlauksgratineruðum kartöflum. Upp-
skriftin er fyrir sex.
Teistur
15 teistur
mjólk
salt og pipar
vhlibráðarkrydd
Fuglarnir eru látnir hggja í mjólk í sólarhring. Eftir
að mesti vökvinn hefur verið þerraður af eru fuglam-
ir kryddaðir og snöggsteiktir á pönnu. Síðan eru þeir
settir í steikingarpott með loki. Hálfur lítri af vatni
er settur á pönnuna og það látið sjóða upp. Vatninu
er síðan hellt yfir fuglana í pottinum. Þeir eru svo
steiktir í ofninum við 200 gráður í 45 mínútur.
Sósa
5 dl síað teistusoð
2 msk. appelsínumarmelaði
2 msk. rifsbeijahlaup
1/2 msk. sósuhtur
Allt látið í pott og suðan látin koma upp. Takið pott-
inn af hellunni og þykkið soðið með hveitijafningi.
Látið sjóða við vægan hita í 5 til 7 mínútur. Saltið og
piprið eftir smekk. Gott er að bragðbæta sósuna með
dálitlum ijóma.
Hrísgrjónaréttur
11/2 til 2 bohar hrísgijón
1 stór laukur
1 Util græn paprika
1 lítil rauð paprika
1/2 dós ananasbitar
1/2 dós sneiddir sveppir
soyasósa
Hrísgrjónin eru soðin í vökvanum af sveppunum og
ananasnum. Svolitlu vatni og hálfri teskeið smjörlíki
bætt í á meðan á suðu stendur. Skeriö niður laukinn
og paprikuna. Laukur, sveppir og ananas steikt á
pönnu þar til það linast. Papriku og hrísgrjónum bætt
út í og öllu blandað vel saman. Kryddað með soyasósu.
12 meðalstórar kartöflur
1 súputeningur
1/2 lítri af ijóma
hvítlaukssalt eða
pressaður hvítlaukur
aromat
rifinn ostur
Kartöflurnar eru afhýddar hráar og skornar niður
í þunnar sneiðar. Eldfast mót smurt og hvítlauknum
stráð innan í mótið áður en kartöflurnar eru settar í
þaö.
Súputeningurinn er leystur upp í rjómanum sem
síðan er heht yfir kartöflurnar. Kryddið með aromati
og hvítlaukssalti. Bakist í ofni í 45 til 60 mínútur við
200 stiga hita. Þegar kartöflurnar eru bakaðar í gegn
er rifnum osti stráð yfir og bakað við háan hita þar
th osturinn er gullinbrúnn. Kartöflumar og teisturnar
eru haföar samtímis í ofninum.
Að mati Esra er rifsberjahlaup ómissandi með teist-
unum auk hrásalats. Sykurbrúnaðar kartöflur era th-
valdar ef einhver borðar ekki hvítlaukskartöflur. Esra
segir nauðsynlegt að taka slatta af þohnmæði meö sér
í teistuveisluna því hann taki fuglakjötið ekki af bein-
unum heldur láti hann gestina hafa fyrir því. „Þetta
skapar góða stemningu, sérstaklega þegar nýja gesti
ber að garði.“
Hann skorar á Oddnýju Bergsdóttur, húsmóður í
Súðavík, aö vera næsti matgæðingur.
Eftir helgi má fá uppskriftina í Símatorgi DV.
Hinhliðin
Langar mest til að
hitta O. J. Simpson
- segir Sigrún Hreióarsdóttir, sterkasta kona íslands
Iþróttir eiga allan hug Sigrúnar
Hreiðarsdóttur, sterkustu konu ís-
lands. Hún hefur æft þær af kappi
í 13 ár, fyrst sund í 7 ár og svo frjáls-
ar íþróttir í 6 ár. Hún stefnir að því
að kenna íþróttir og lýkur í vor
námi í íþróttakennaraskólanum á
Laugarvatni.
Fullt nafn: Sigrún Hreiðarsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 7. nóvember
1970.
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin.
Starf:Nemi í íþróttakennaraskól-
anum á Laugarvatni og þjálfari í
fijálsum íþróttum þjá Ungmenna-
félaginu Samhygð.
Laun: Misjöfn.
Áhugamál: Fyrst og fremst íþróttir
en einnig útivera og samvera með
góðum vinum.
Hefur Jjú unnið í happdrætti eða
lottó? Eg hef fengið þrjá rétta í lottó.
Hvað flnnst þér skemmtilegast að
gera? Að æfa, þar fær maður útrás.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að taka til.
Uppáhaldsmatur: Bakaöur fiskur í
ofni að hætti mömmu.
Uppáhaldsdrykkur: Kók.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Magnús Scheving.
Uppáhaldstímarit: Iþróttablaðiö.
Sigrún Hreiðarsdóttir.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð? Ég ætla bara að hafa það fyrir
mig.
Ertu hlynnt eða andvig rikisstjórn-
inni? Hlutlaus.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? O.J. Simpson. Það er
ýmislegt sem mig langar að spyija
hann um.
Uppáhaldsleikari: Eddie Murphy.
Uppáhaldsleikkona: Jodie Foster.
Uppáhaldssöngvari: Kurt Cobain í
Nirvana.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Steingrímur Hermannsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Snoopy.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi
lítið á sjónvarp. Þaö eru helst
íþróttir sem ég horfi á.
Úppáhaldsmatsölustaður: H M
Café á Selfossi.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Bibhuna. Ég hef aldrei lagt í meira
en fyrstu síðu.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Bylgjan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn
sérstakur.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar ,
Ragnarsson. *
Uppáhaldsskemmtistaður: H M
Café.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: UMF
Selfoss.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Aö bæta mig sem per-
sónu.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég stefni að því að vinna í
garðyrkjudeild Selfossbæjar eins
og í fyrrasumar.