Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáídsögur: 1. Frederick Forsyth: The Fist of God. 2. Anne Rice: Interview with the Vampire. 3. Peter IHoey: Miss Smilla's Feeling for Snow. 4. Mary Wesley: An Imaginative Experience. 6. Elizabeth George: Playing for the Ashes. 6. Sebastian Faulks: Birdsong. 7. Anne Rice: The Wampire Lestat. 8. Edith Wharton: The Buccaneers. 9. Michael Crichton: Disclosure. 10. Katie Fforde: Living Dangerously. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. R. Bauval & A. Gilbert: The Orion Mystery. 3. Jean P. Sasson: Daughters of Arabía. 4. Andy McNab: Bravo Two Zero. 5. N.E. Thing Enterprises: Magic Eye. 6. Konrad Spíndler: The Man in the lce. 7. R. Phillips 8. L. Land: The 3.000 Mile Garden. 8. Quentin Tarantino: Pulp Fiction. 9. Lyndall Gordon: Charlotte Bronté. 10. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love. (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk Skáldsögur: 1. Michaei Crichton: Afsloringen. 2. Jorn Riel: En arktísk safari og andre skroner. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 5. Jette Kjærboe: Rejsen til kærlighedens o. 6. Jung Chang: Vilde svaner. 7. Anne Rice: En vampyrs bekendelser. (Byggt á Politiken Sondag) Sagan í sviðs- ljósið að nýju Franska skáldkonan Francoise Sagan er enn á ný í sviðsljósinu. Að þessu sinni fyrir að neyta kókaíns. Hún var dæmd á dögunum í ríflega hálfrar milljónar króna sekt fyrir neyslu þessa fíkniefnis og hlaut að auki eins árs skilorðsbundið fangelsi. Þetta er reyndar í annað sinn sem Sagan er dæmd fyrir slíkt brot. Fyrir sjö árum fékk hún þunga sekt og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyr- ir sömu sakir. Það er einkennandi fyrir afstöðu Sagan til hlutanna að hún tjáði rann- sóknardómara þá skoðun sína að það væri algjörlega hennar mál hvað hún gerði við líf sitt. „Ég tel mig hafa rétt til að eyðileggja sjálfa mig ef ég skaða ekki áðra í leiðinni. Ef mig langar til að drekka glas af vítissóda þá er það mitt mál.“ Heimsfræg 18 ára Francoise Sagan varð heimsfræg fyrir fyrstu skáldsögu sína, einungis 18 ára að aldri. Það tók hana sex vik- ur að skrifa „Bonjour Tristesse!" sem kom út árið 1954 og seldist í einni milljón eintaka í Frakklandi einu. Sagan var þýdd á fjölda tungumála og naut gífurlegra vinsælda. Einhver orðaði það svo að efni þessarar sögu væri persónulegur harmleikur í lúxusklæðum. Sagan íjallaði þannig um ást, afbrýðisemi og frjálslyndi í ástamálum aö bæði almenningur og gagnrýnendur báru iof á hana. Það vakti einnig athygli að þessi unga stúlka sem fjallaöi svo opinskátt um ástina var tiltölulega Francoise Sagan. Umsjón Elías Snæland Jónsson nýkomin úr klausturskóla. Metsöluhöfundurinn Sagan lifði strax lífi hinna ungu ríku. Hún keypti sér Ferrari og brunaði til St- Tropez þar sem hún naut hins ljúfa lífs. Jafnframt hélt hún áfram að skrifa skáldsögur í svipuðum dúr: „Un certain Sourie“ (1956), „Dans un Mois, dans un An?“ (1958), „Aimez- vous Brahms?" (1959) og „Les mer- veilleux Nuages" (1961). Nýskáldsaga Frægð Sagan sem rithöfundar hvíl- ir á þessum fyrstu skáldsögum henn- ar en hún hefur engu að síður haldið áfram að skrifa. Þannig sendi hún frá sér nýja skáldsögu í fyrra. Sú heitir „Un chagrin de passage“ og er um margt öðruvísi en fyrstu verk skáld- konunnar. Nýja sagan fjallar um dauðann og viðbrögð manna við honum. Sögu- hetjan, arkitektinn Matthieu, fær á fyrstu blaðsíðu þau tíðindi frá lækni sínum að hann sé meö lungnakrabba á háu stigi og eigi einungis sex mán- uði eftir ólifaða. Sagan segir svo frá einum sólar- hring í lífi Matthieu eftir að hann fær þessi óvæntu tíöindi. Hann gengur stefnulaust um götur Parísarborgar. Sterkar tilfinningar takast á í hjarta hans: vonleysi, reiði og allt þar á milli. En svo fer hann að átta sig á raunverulegri stöðu sinni í samfélag- inu og meöal vina og vandamanna sem taka fréttum hans með ólíkum hætti - en flestir þannig að hann finnur í fyrsta sinn til raunverulegr- ar einsemdar mannsins. Um efni sögunnar segir Sagan í nýlegu viötali: „Viö lifum einsömul, við deyjum einsömul - en allt lífið reynum við að sannfæra sjálf okkur um að því sé öðruvísi farið.“ Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. T. Clancy & S. Pieczenik: Tom Clancy's Op-Center. 2. Danielle Steel: Accident 3. Allan Folsom: The Day after tomorrow. 4. Clive Cussler: Inca Gold 5. LaVyrie Spencer: Famíly Blessings. 6. Dean Koontz: lcebound. 7. John Sandford: Night Prey. 8. Roger M. Allen: Ambush at Corellia. 9. Phillip Margolin: Heartstone. 10. Lilian Jackson Braun: The Cat Who Came to Breakfast. 11. Robin Cook: Fatal Cure. 12. E. Annie Proulx: The Shipping News. 13. Margaret Atwood: The Robber Bride. 14. Sandra Brown: The Thrill of Victory. 15. Julie Garwood: Prince Charming. Rit aimenns eðlis: 1. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Thomas Moore: Care of the Soul. 3. Jerry Seinfeld: Seinlanguage. 4. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 5. Thomas Moore: Soul Mates. 6. Sherwin B. Nuland: How We Die. 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 8. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. 9. Newt Gingrich, D. Armey o.fl: Contract with America. 10. M. Hammer og J. Champy: Reengineering the Corporation. 11. Karen Armstrong: A History of God. 12. Elizabeth M. Thomas: The Hidden Life of Dogs. 13. Maya Angelou: Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 14. Maya Angelou: I Know Why the Caged Bird Sings. 15. M. Scott Peck: Further Along the Road Less Traveled. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Strandlengjan hopar Aralvatnið skreppur saman Aralvatnið var eitt sinn fjórða stærsta fersk- Túrkmenistan: vatnsstöðuvatn í heimi en nú er það eitthvert Eyðimerkurland sem er algerlega háð vatni úr Amú Darja-ánni. Túrk- menar hafa ráðist í nýja áveitu til að rækta 1,6 milljón hekt- ara lands. versta umhverfisslys jarðarinnar Si]r Darja og Amú Darja-árnar: Rúmlega 50 milljónir manna eru háðar vatni úr þesum tveimur stórám. Aralvatn: Leifar af þurru salti og efnum úr landbúnaði, sem verða eftir þegar vatnið hörfar, eitra allt umhverfið. Barnadauði hefur aukist og fjöldi kvenna sem látast af barnsförum hefur , þrefaldast frá árinu 1984 til ársins 1989. Tapað vatns- magn Araivatn, sem eitt sinnþakti 65.000 ferkm., hefur minnkað að magni til um tvo þriðju hluta á siðustu þremur áratugum. Karakúm-skurðurinn: 1.270 km langur skurður vargerður árið 1954 til að veita vatni á bómull, hrís- grjón og melónur í eyði- mörkinni miklu REUTER Heimild: National Geographic Dánarvottorðið undirritað Býflugum- atr telja Tilraunir tveggja þýskra vis- indamanna við Frjálsa háskól- aim i Berlín benda til þess að býflugur geti talið og að þær noti ýmis kennileiti til að rata eftir. Þjóðverjarnir létu flugurnar fljúga milli fæðustöðvar og bús síns. Þeir settu upp alls kyns kennileiti, svo sem tjöld, á leið- inni og færðu svo fæðustööina til að kanna hvort ilugumar notuðu kennileitin til að rata. Þá færðu þeir kennileitin einnig til og frá og fjölguðu þeim. Ný sprengi- stjarna Kanadiskir áhugamenn um stjörnufræði skýrðu frá því fyrir skömmu að þeir heíðu fundiö nýja sprengistjömu. Er það sjötta slíka stjarnan sem finnst á árinu. Sprengistjaman. sem hér um ræðir, sprakk fyrir 76 milljónum ára í fiarlægu stjörnukerfi. Kanadamennimir voru búnir að skoða himininn í 55 klukku- stundir með stjörnusjónauka þegar þeir uppgötvuöu sprengi- stjömuna. Stjarnan hefur lilotið nafniö 1995-F. Óalgengt er að áhugaraenn geri svona uppgötv- anir. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Umhverfisverndarsinnar undirrit- uðu nýlega dánarvottorð Aralvatns í Miö-Asíu og hættu öllum tilraunum til aö bjarga því. Aralvatn var eitt sinn það fjórða stærsta í heimi en hefur minnkaö um tvo þriðju á tutt- ugu árum. Það var þó ekki fyrr en á miðjum síðasta áratug að menn viö- urkenndu að algjört ófremdarástand ríkti í vistkerfi þess. Þar sem áður var vatn eru nú lög af salti og skordýraeitri sem vindar bera hundruð kílómetra, meö til- heyrandi slæmum áhrifum á heilsu íbúanna. Mígreni og heila- blóðfall Fólki sem þjáist af mígrenihöf- uðverkjum er hættara við að fá heilablóðfall en öörum. Frekari rannsóknir em hins vegar nauö- synlegar til að komast að því hvernig tengslunum þarna á milli er háttaö. Vísindamenn í Chicago notuðu gögn um heilsufar 22 þúsund lækna af karlkyni og leiddi könn- un þeirra í ljós aö þeir sem áttu vanda til að fá mígreni voru í 80 prósent meiri hættu á að fá heiia- blóðfall. Tæplega 1500 læknar sögðu frá mígreniköstum og af þeim fengu 1,3 prósent heilablóðfall. Dýrasvif minnkar Dýrasvif í sjónum undan Kali- fomíuströndum hefur minnkað umtalsvert og er getum leitt að því að gróðurhúsaáhrifunum svokölluðu sé um að kenna. Dýrasvifið er mjög mikilvægur hlekkur neðst í fæðukeðjunni. Yfirborðshiti sjávar undan ströndum Suður-Kalifomíu hef- ur hækkað um eina gráðu á sels- íus á undanfömura 42 árum og er það talíð eiga sinn þátt í þróun- inni. Ekki er hins vegar vitað hvort sjórinn lxefur hlýnað af völdum mannanna verka eða hvort hækkunin er hluti eölilegra sveiflna í náttúrunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.