Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAOAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 1 50 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Gegn fólki og framtíð Stjómmálin á Alþingi og í ríkisstjórn í vetur hafa sýnt, aö þaö er fleira, sem sameinar íslenzku stjómmálaflokk- ana en sundrar þeim. Oft hefur komið í ljós víötæk sam- staöa um mál, sem sýna, aö stjórnmálaflokkarnir eru ekki einu sinni hræddir viö almenning á kosningavetri. Alhr þingmenn þjóðarinnar, frá framsóknarflokkun- um stóm yfir í Jóhönnu Siguröardóttur, vildu, að ráð- herra heföi frjálsar hendur um aö setja mörg hundruð prósent tolla á innflutt matvæh og aö þessi ráðherra skyldi einmitt vera hagsmunaráðherra landbúnaöarins. Þessar hömlur gera matvæh á íslandi nokkmm mihj- öröum króna dýrari en þau þyrftu aö vera, sennilega rúmlega tíu mihjöröum dýrari. Samt telur ekki einn ein- asti þingmaður koma th greina aö taka hið minnsta tihit th almannahagsmuna gegn sérhagsmunum í landbúnaði. Alþingi lauk störfum í vetur án þess að gera bragarbót í jöfnun atkvæðisréttar. Þegar á reynir, em stjómmála- flokkamir hjartanlega sammála um, að núverandi mis- rétti eftir búsetu sé hæfilegt, jafnvel þótt sumir þykist hafa aöra skoðun. Verkin tala og ekki síöur verkleysan. Stjórnmálaflokkarnir höföu aht kjörtímabilið th að koma sér saman um jöfnun atkvæöisréttar eða mark- tæka minnkun á misrétti kjósenda. Þeir gerðu ekkert í málinu fyrr en undir jól, er þeir komu saman th mála- mynda í kosningalaganefnd, sem starfaði lítið og iha. Alþingi lauk störfum í vetur án þess að skera úr um, að þjóðin sjálf ætti auðlindir hafsins. Á sama tíma er að myndast hefð fyrir eignarhaldi sægreifa. Þeir geta meira að segja arfleitt aðra að auðhndunum og farið í skaða- bótamál, ef ríkið reynir að skerða eignarhald þeirra. Stjórnmálamenn fuhyrða margir hverjir, að þeir séu hlynntir eignarhaldi þjóðarinnar á fiskimiðunum. Þegar þeir komast á Alþingi, svo ekki sé talað um ríkisstjóm, sýna verk þeirra samt, að þröngir sérhagsmunir sæ- greifa standa þeim nær hjarta en almannahagsmunir. Ár eftir ár og ríkisstjóm eftir ríkisstjóm standa stjóm- málamenn landsins að aukinni álagningu á skattgreið- endur landsins th að styðja við bakið á sérhagsmunum af ýmsu tagi. Landbúnaðurinn einn fær á hverju ári marga mihjarða króna úr vösum skattgreiðenda. Stjórnmálamenn flokkanna segjast flestir horfa th framtíðar. í rauninni eru þeir svo fastir í verndun fortíð- arinnar, að þeir draga úr útgjöldum til menntamála, svelta háskóla þjóðarinnar og lyfta ekki htla fingri th eflingar stafrænna hátekju-atvinnuvega framtíðarinnar. Ár efdr ár og ríkisstjóm eftir ríkisstjóm auka stjóm- málamenn skuldabyrði afkomenda okkar. Grunntónn flárlaga og lánsQárlaga er, að afkomendur okkar skuh borga brúsann af sukki líðandi stundar og að þeim verði jafnframt ekki sköpuð aðstaða th þess að geta það. Mál af þessu tagi sýna póhtíska sátt á Alþingi og í ríkis- stjóm um að taka sérhagsmuni fram yfir almannahags- muni, frysta fortíðina th að hindra framtíðina, efla ójöfn- uð og minnka jöfnuð. Þessi þverpólitíska sátt er studd skipulögðum og fjáðum þrýstihópum sérhagsmunaaðila. Með aðhd verkalýðsrekenda og atvinnurekenda verð- ur úr þessu ein ahsherjar þjóðarsátt um, að ekki skuh hætta að brenna peningum almennings og að magna skuh lífskjaramuninn í þjóðfélaginu. Slíkar þjóðarsættir um fátækt hafa verið næsta árvissar um nokkurt skeið. í ljósi stjómmála vetrarins er raunar merkhegt, að rúmlega helmingur kjósenda skuh þegar hafa gert upp hug sinn og vahð mihi keimlíkra stjómmálaflokka. Jónas Kristjánsson Tölvuflæðið ræður á millj - arðamörkuðum Sviptingarnar á peningamarkaöi og í verðbréfaviðskiptum hafa ver- iö stórbrotnar upp á síökastið. Á rúmum tveimur mánuöum hefur mexíkanski pesoinn fallið í verði um 40 af hundraði. Til að gera Mexíkó fært að standa við fjárhags- skuldbindingar rak Bandaríkja- stjórn með offorsi saman 47 millj- arða dollara alþjóðlegan viðlaga- sjóð henni til handa og lagði sjálf í púkkið 20 milljarða af eigin gengis- varasjóði. Við það tók Bandaríkja- dollar að síga niður á við. Fyrir rúmri viku kom svo í ljós að einn verðbréfamiðlari í útibúi í Singapore hafði sett elsta íjárfest- ingarbanka Bretlands á hausinn; valdið honum tapi sem nemur um milljarði sterhngspunda. Stórfréttirnar af því máh viku þó brátt af forsíöum heimsblaðanna fyrir mesta hrapi Bandaríkjadoh- ars á síðari árum. Hefur verðgildi hans rýrnað frá áramótum gagn- vart þýsku marki og japönsku jeni sem nam á annan tug prósenta þegar verst lét. Orsakasamhengi er ekki milli gjaldþrots Barings-banka og svipt- inganna í gengisskráningu sem á eftir fóru en sömu aðstæður gera bæði fyrirbærin möguleg. Tölvu- vædd viðskipti um hnöttinn allan sólarhringinn út í gegn eru komin á það stig i hraða og umfangi að ógerlegt er fyrir aðila sem ábyrgð bera eða eftirlit eiga að hafa að fylgjast með því sem fram fer og grípa í tauma áður en meiriháttar skaði er skeður. Nicholas Leeson, tuttugu og sjö ára gamall verðbréfamiðlari, velti 233 ára gömlum máttarstólpa í fjár- málaheimi City í London án þess nokkur fengi að gert, af því að gömlu mennirnir í bankastjóminni báru ekki nægilegt skynbragð á tölvuvædd viðskipti með afleiðslu- bréfin nýstarlegu til að gera sér grein fyrir því sem var að gerast. Á sama hátt komu tilraunir seðlabanka allra helstu iðnríkja, með þann bandaríska og þann jap- anska í fararbroddi, til að hefta fall dollarans fyrir ekkert, af því að gjaldeyriskaupmenn og sjóðir í gjaldeyrisviðskiptum velta marg- fóldum upphæðum á við þær sem seðlabankarnir hafa yfir að ráða og geta meö örskotshröðum tölvu- viðskiptum hirt gróða í hvert skipti sem bankastjórnirnar þrýtur örendið í dýfingunum. Afleiðslubréf eru tiltölulega nýr flokkur verðbréfa sem eiga verð- mæti sitt undir verðþróun annarra bréfa. Barings fór flatt á því að Leeson hafði veðjað á hækkun Nik- kei- verðbréfavísitölunnar í Tokyo, en' hún féll í staðinn hraðar en áður eftir jarðskjálftann í Kobe. Fyrir Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson hhðstæð mistök varð eitt auðug- asta hérað Bandaríkjanna, Or- ange-sýsla í Kaliforníu, gjaldþrota í fyrra. Þar hafði Robert Citron gjaldkeri varið sjóðum sýslunnar í kaup á afleiddum bréfum, sem áttu gildi sitt undir því að vextir færu lækkandi, en reyndin varð aö þeir hækkuðu. Vaxtahækkunin var verk stjórn- ar Federal Reserve, bandaríska seðlabankans. Ein ástæðan sem færð er fyrir fahi dollarans undan- farið er að menn úr seðlabanka- stjórninni höfðu gefið í skyn að frekari vaxtahækkana væri ekki að vænta, og einn meira að segja hagað þannig orðum sínum að skilja mátti sem menn þar á bæ létu sér gengislækkunina i léttu rúmi hggja. Auk þess er bent á að japönsk fyrirtæki geri nú mikið að því aö breyta dollaraeignum í jen vegna þess aö ársuppgjör þeirra miðast við marslok. Alvarlegustu afleiðingar gengis- umrótsins til þessa eru þó gengis- lækkanir gjaldmiðla Spánar og Portúgals. Af þeim hefur síðan hlotist þrýstingur á gengi belgíska frankans, sænsku krónunnar, ít- ölsku lírunnar og meira að segja franska frankans. Styrkur þýska marksins er þann- ig háskalegur fyrir gengisstöðug- leika hjá öðrum ríkjum í Evrópu- sambandinu. Þetta veldur ekki að- eins vandkvæðum í svipinn, sem ríkin sem í hlut eiga hafa brugðist við með því að hækka vexti. Meiru skiptir að ósamræmið í gengisþró- un ríkja ESB gerir torveldara að stefna á samruna gjaldmiðla aðild- arríkja, sem uppfylla sett skilyrði, í einn áriö 1999, svo ekki sé tálaö um 1997 eins og átti að koma til greina. En jafnframt sýnir gengisókyrrð- in að sameiginlegur gjaldmiðhl er óhjákvæmilegur ef kjölfesta á að vera í ESB til langframa. Að sama skapi fækkaöi tækifærum fyrir spákaupmenn að græða á því að raska gengi nátengdra en formlega sjálfstæðra gjaldmiðla einstakra ríkja. Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar ESB, lýsir yfir við „fjármála- morgunverð" í Kauphöll Brussel að áform um sameiginlegan gjaldmið- il aðildarrikja standi óhögguð þrátt fyrir umrótið á gjaldeyrismarkaði. Skoðaiúr annarra Stöðvum geimferðimar „Stjórnmálamenn í Washington fínkemba fiárlögin í leit að liöum th að skera niður og það má því heita furðulegt að enginn skuli leggja th að hætt verði við mannaðar geimferðir. Geimvísindastofnunin eyðir rúmlega fimm milljörðum dollara á ári til að fljúga geimskutlum sínum og til að byggja geimstöð sem ekki þjónar neinum thgangi." Úr forustugrein New York Times 7. mars. Sælir em hófsamir „Þegar laun æðstu stjórnenda hækka mhh ára um það sem aðrir verða aö gera sér að góðu í árslaun, verður óhjákvæmilega erfiðara að ná þeim hófsömu launasamningum sem við erum stöðugt háð, þegar th lengri tíma er htið, í viöleitni okkar til að skapa betra og tryggara efnahagslíf. Formaður alþýðusam- bandsins hefur vakið athygh á því að vinnuveitendur verða að vera jafn hófsamir þegar þeir ákveða laun yfirmanna og þeir ætlast til að launþegasamtökin séu í launakröfum sínum.“ Úr forustugrein Aftenposten 9. mars. Á réttri leið „Þeir aðstoðarmenn í Hvita húsinu sem vilja slaka aðeins á stefnunni gagnvart Kúbu eru á réttri leið. Að leyfa kúbverskum útlögum aftur að senda ætt- ingjum sínum heima á Kúbu peninga mundi draga úr þjáningum þeirra. Að gera Bandaríkjamönnum auðveldara að ferðast th Kúbu er einungis staðfest- ing á grundvallarrétti þeirra. Clinton forseti hafði enga góöa ástæðu til að koma þessum takmörkunum á í ágúst. Það eru ærnar ástæður til að afnema þær nú.“ Úr forustugrein Washington Post 9. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.