Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1995 Fréttir HaUdór Ásgrímsson: Ekki grundvollur fyrir vinstri sljórn „Það er rétt að við Davíð Oddsson höfum ræðst við í dag og í gær. Síðan mun framhaldið skýrast á morgun," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við DV í gær um stjómarmyndunarvið- ræður við Sjálfstæðisflokkinn eftir að viðræðum við Alþýðuflokkinn var slitið um áframhaldandi stjómar- samstarf. Aöspurður um yflrlýsingar sínar fyrir kosningar um samstarf vinstri flokkanna sagði Halldór: „Strax eftir kosningamar ræddi ég við fulltrúa Alþýöubandalagsins og Kvennalistans og í framhaldi af því talaði ég við formann Alþýðuflokks- ins. Það var mitt mat, að loknu því samtali, að þaö væri ekki grundvöll- ur fyrir áframhaldandi viðræðum við þá aöila. Það lá alveg fyrir að slík stjórn verður ekki mynduð nema með aðild Alþýðuflokksins. Alþýðu- flokkurinn hafði að loknum kosning- um meiri trú á öðra stjórnar- mynstri." Aðspurður vildi Halldór ekkert tjá sig um möguleg ráðherraefni Fram- sóknarflokksins, ef af stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn verður, eða að öðru leyti um málið. Jón Baldvin Hannibalsson: Davíðvirtiekki leikreglur „Ég óskaöi eftir fundi með Davíð Oddssyni í morgun vegna þess að mér sýndist augljóst að það fylgdi enginn hugur máli í þessum viðræð- um. Þetta voru málamyndaviðræður en ekki málefnaviðræður. Við höfð- um hist á laugardagskvöld í því skyni að ræða málefnin. Það var rætt laus- lega um stöðu ríkisíjármála en fljót- lega kom á daginn að forsætisráð- herra haíði engan áhuga á því. Ég óskaði eftir fundinum í morgun til að binda enda á þennan leikaraskap. Á fundinum tilkynnti Davíð mér að hann hygðist biöjast lausnar fyrir ríkisstjómina í fyrramálið,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur Alþýðuflokksins, við DV í gær um stjórnarslitin. Jón Baldvin sagði að sér hefði kom- ið á óvart að á sama tíma og viðræð- ur við Sjálfstæðisflokk fóru fram heíði það komið á daginn að Davíð Oddsson hefði hafið viðræður við Framsóknarflokkinn. „Ég átti ' samtal við Halldór Ás- grímsson í dag þar sem ég tilkynnti honum ákvörðun Davíðs. Um leið spurði ég Halldór hvort hans áform um myndun vinstri stjómar væru óbreytt. Halldór sagði að margt hefði breyst í vikunni. Hann sagðist hafa heimildir fyrir því að Alþýðubanda- lagið heíði gert Sjálfstæðisflokknum stjómarsamvinnutilboð. Hann hefði því staðið 1 þeim sporum að þurfa að ákveða hvort Framsóknarflokk- urinn yrði dæmdur til stjórnarand- stöðu eða að taka upp viðræður við Sjálfstæöisflokk." - Kom aldrei upp sá möguleiki að fá t.d. Kvennalistann til samstarfs við ykkur í ríkisstjóminni? „Það var rætt á fundinum á laugar- dagskvöldið. Þá spurði ég Davíð Oddsson, í framhaldi af þvi að hann taldi margvíslega veikleika vera inn- an þingflokka stjómarinnar, hvort ekki væri rétt að bregðast við því með því. að stjómarflokkamir styrktu stjómina með t.d. atbeina Kvennalistans. Hann hafnaði því og tók það ekki í mál.“ - Ertu svekktur með niðurstööu mála? „Það er fátt sem kemur mér á óvart í stjómmálum. Ég gekk þess ekki dulinn að það væm áhrifamenn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem væruandvígiráframhaldandistjórn-. arsamstarfi. Það er líka ljóst að mik- ill meirihluti þingflokks Sjálfstæðis- flokks væri því fylgjandi. Ég hafði því ástæðu, til að ætla að menn vildu láta á þetta reyna í alvöru með því að ræða stór mál og ágreiningsmál til niöurstööu. Það eina sem kom mér á óvart var að formaður Sjálfstæöis- flokksins yirti ekki leikreglurnar. Þ.e.a.s. aö hann skyldi bregða á það ráð að taka upp viðræöur viö aðra á sama tíma ög viðræður fóru fram milli stjómarflokka í hans eigin rík- isstjóm. Ég þykist vita að Davíð Oddsson hefði haft hörð orð um þannig framkomu." Laxfoss bundinn í Sundahöfn i gær vegna farmannaverkfallsins. DV-mynd JAK Verkfall stöövar farskip: Annað verkfall ef ekkert gerist - segir Jónas Garðarsson Sex sólarhringa verkfall farmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur hófst um helgina. Nær verkfallið til allra hafna á Faxaflóasvæðinu og til um 170 farmanna. Engar samningavið- ræður eru boðaðar í vikunni en búist er við viðræðum strax að loknu verk- fallinu. Verkfallið hefur þegar stöðv- aö Laxfoss, skip Eimskipafélagsins, og mun einnig stöðva siglingar Reykjafoss og Dettifoss. Á vegum Kristín Ástgeirsdóttir: Kemur mér mjög áóvart „Það kemur mér mjög á óvart aö þessi staða skuh vera komin upp og, ef rétt reynist, það skuli ekki vera vilji hjá Framsóknar- flokknum til að reyna myndun vinstri stjórnar. Halldór Ás- grímsson lýsti því yfir fyrir kosn- ingar að hann vildi reyna mynd- un vinstri stjórnar og við í Kvennalistanum teljum það eðli- legt ef þessi ríkissljórn heldur ekki áfrarn," sagði Kristín Ást- geirsdóttir, þingkona Kvennalist- ans, áður en hún gekk á fund sem Kvennalisti, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur höfðu óskað eftir með Halldóri Ásgrímssyni í Al- þingishúsinu í gærkvöldi. Samskipa hefur Lómur stöðvast en hann var dreginn til hafnar í gær- kvöld, auk þess sem Mælifell og Úr- anus stöðvast í vikunni. Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, segir að meginkrafa farmanna sé 12 þúsund króna hækkun grunnkaups. Auk þess séu ýmsar sérkröfur á borðinu. Samningar hafa verið lausir frá því um áramót. Jónas segir að ekkert Davíð Oddsson verður forsætis- ráöherra og Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks sem hugsanlega verður mynd- uð í lok þessarar viku. Ráðherrar verða tíu og veröur jafnræði með flokkunum, hvor flokkur fær fimm ráðherra. Ekki mun frágengið um skiptingu ráðuneyta að ööru leyti en líklegt er talið að fjármálaráðuneyti verður áfram í höndum sjálfstæðis- manna. hafi miðað í samningaviðræðum og því verið boðað til þessa verkfalls. - Eigið þiö von á að þetta verkfall hafi tilætluö áhrif? „Við eigum ekki von á áð það hafi sérstök áhrif en ef ekkert gerist verð- ur að boöa annaö verkfall. Með verk- falli sýnum við hvers við erum megn- ugir en verkfall er eina vopnið sem við höfum á hendi." Samkvæmt heimildum DV er lík- legast að ráöherrar Sjálfstæðisflokks verði hinir sömu og í fráfarandi rík- isstjórn, að því undanskildu að óvissa ríkir um framtíð Ólafs G. Ein- arssonar. Víki hann úr ríkisstjórn er talið sennilegast að Björn Bjarna- son taki við af honum. Auk Halldórs Ásgrímssonar er tal- ið að ráöherrar Framsóknarflokks veröi Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Páll Pétursson og Guð- mundur Bjarnason. Væntanleg stjóm Sjálfstæöis- og Framsóknarflokks: Hvor flokkur fær f imm ráðherra Alþýðubandalagiö: Ekkerttilboð til Sjálfstæðis- flokksins - segir Ólafur Ragnar „Þetta er ekki rétt. Það liggur alveg skýrt fyrir að það hefur ekkert tilboð um ríkisstjómarsamstarf farið frá Alþýðubandalagi til Sjálfstæðis- flokks. Ég vil fá að ræða við Halldór Ásgrímsson augliti til auglitis um það hvað hann hefur sagt og ekki sagt. í rauninni vil ég ekkert tjá mig um þetta mál fyrr en ég er búinn að tala við Halldór," segir Ólafur Ragn- ar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, hefur eftir Halldóri Ásgrímssyni í DV í dag að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið búinn að gera Davíð Oddssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, tilboð um ríkisstjómarsamstarf Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks. „Ég er aðeins búinn að tala við Halldór í síma en ég vil fá tækifæri tfl að ræða betur við hann,“ segir ÓlafurRagnar. GHS Jóhanna Sigurðardóttir: Vonandiekki niðurstaðan „Þetta kemur mér á óvart vegna þess að Framsóknarflokkurinn, með Halldór Ásgrímsson í broddi fylking- ar, lýsti því yfir að hann myndi láta reyna á vinstri stjórn. Þótt Halldór hafi rætt við Jón Baldvin á meðan viðræðumar við Sjálfstæðisflokk fóm fram tel ég að hann hefði átt að láta reyna á þetta áfram. Vonandi verður þaö ekki niðurstaðan að Sjálfsœðis- flokkur og Framsóknarflokkur nái saman,“ sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir, formaður Þjóðvaka, við DV um stjómarslitin og næstu ríkisstjórn. Aöspurð sagði Jóhanna enn mögu- leika vera á félagshyggjustjórrf er möguleiki ef Framsóknarftókkur stendur við það sem hann hefur sagt. Ég tel fimm flokka ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokkinn í stjómarandstöðu vera ágætan kost sem menn eigi að skoða. Þaö gefur líka möguleika á sam- vinnu félagshyggjuflokkanna sem yrði grundvöllur fyrir sameiningu þeirra fyrir næstu kosningar. Ég minni á að slík rikisstjóm, árið 1988, lagði grunn að þeim stöðugleika sem við búum við i dag.“ Stuttar fréttir Nýsjönvarpsstöð Áform era uppi um nýja sjón- varpsstöð sem stofnuð yrði á ís- landi af svissneskum nýaldar- sinnum, samkvæmt Stöð 2. Gróði hjá Byggðastofnun Byggðastofhun skilaði 15 millj- óna króna hagnaöi á síöasta ári eftir 370 milljóna tap árið 1993. Afskriftir síðasta árs námu 390 milljónum króna og styrkveitíng- ar vora 60 miHjónir. Fjönfluginu Fjögur erlend flugfélög veröa með áætlunarflug til og frá'ís- landi í sumar. Samkvæmt frétt Mbl. verður vikulegt sætafram- boð um eitt þúsund sæti. PáskaprófíMR Skriflegt stúdentspróf i sögu fór fram í Menntaskólanum í Reykjavik í gær, 2. í páskum. Þetta kom fram á Sjónvarpinu. Menning í Þy skalandi íslensk menningarhátíð fer fram í fjórum þýskum borgum í sumar, samkvæmt frétt Mbl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.