Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1995 Afmæli Sigurbjörg Hreiðarsdóttir, húsmóð- ir og húsvörður í íbúðum aldraðra að Vesturbrún 18 á Flúöum, varð sjötug á laugardaginn var. Starfsferill Sigurbjörg fæddist í Grafarholti í Mosfellssveit og ólst þar upp og að Engi í Mosfellssveit. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1942. Sigurbjörg fór sautján ára í vinnu austur í Hrunamannahrepp og var síðan í eitt ár við verslunarstörf við verslunina Pfaff í Reykjavík. Eftir að hún gifti sig átti þau hjón- in fyrst heima að Hvammi í Hruna- mannahreppi meðan þau byggðu sér íbúðarhús í landi Hvamms. Þangað fluttu þau 1946 og nefndu bæinn Garð. Bjuggu þau síðan í Garði og ráku þar garðyrkjubýli í fjörutíu ogþijúár. Auk þess að vera húsfreyja og garðyrkjubóndi tók Sigurbjörg mik- inn þátt í félagsstörfum, í kvenfé- lagi, kirkjukór, leikstarfsemi, söng- starfi og skógræktarfélagi. Hún flutti frá Garði ári eftir að maður hennar dó 1986 og hefur síðan átt heima að Vesturbrún 18 á Flúðum. Fjölskylda Sigurbjörg giftist 23.10.1943 Einari Emi Hallgrímssyni, f. 26.2.1922, d. í júní 1986, garðyrkjubónda. For- eldrar hans voru Hallgrímur Hall- gríms, kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Guðrún Sesselja Einarsdóttir húsmóður. Börn Sigurbjargar og Einars Am- ar eru Helga Ragnheiður, f. 19.3. 1944, húsmóðir og verslunarmaður á Selfossi, gift Sigurdóri Karlssyni húsasmíðameistara og eiga þau þrjú böm; Örn, f. 28.3.1945, garðyrkju- maður í Silfurtúni í Hrunamanna- hreppi, kvæntur Marit Anny Ein- arsson húsfreyju og eiga þau saman tvö börn auk þess sem Örn á dóttur frá því áöur; Björn Hreiðar, f. 7.2. 1948, húsasmíðameistari að Rein í Hrunamannahreppi, kváentur Margréti Óskarsdóttur skrifstofu- manni og eiga þau þrjá syni; Hall- grímur, f. 7.2.1948, vélamaður í Vogum á Vatnsleysuströnd, en sam- býhskona hans er Elísabet Reynis- dóttir húsmóðir og eiga þau tvö böm auk þess sem Hallgrímur á tvö börn frá þvi áöur. Fóstursonur Sigur- bjargar er Eiður Öm, f. 24.5.1954, vélvirki í Vogum á Vatnsleysu- strönd, kvæntur Hrönn Sigurðar- dóttur hárgreiðsludömu og eiga þau tvö börn. Systkini Sigurbjargar eru Krist- rún, f. 24.6.1923, ekkja í Reykjavík; Gunnfríður, f. 6.1.1932, skrifstofu- maður á Akureyri; Sigurður Hreið- ar, f. 28.3.1938, blaðamaður, búsett- uríMosfellsbæ. Foreldrar Sigurbjargar vom Hreiðar Gottskálksson, f. 9.4.1896, d. 27.6.1975, lengst af b. á Engi í Mosfellssveit og á Hulduhólum, og k.h., Helga Sigurdís Björnsdóttir, f. 4.11.1896, d. 26.8.1971, húsfreyja. Ætt Hreiöar var sonur Gottskálks, b. á Vatnshóh í Landeyjum og síðar formanns í Vestmannaeyjum, Hreiðarssonar, b. í Stóm-Hildisey, Hreiðarssonar, b. í Skarðsseli, Hreiðarssonar. Móðir Hreiðars var Sigurbjörg Sigurðardóttir, b. í Hvammi, Sigurðarsonar og Dýr- finnu Kolbeinsdóttur. Helga var dóttir Björns, alþm. í Grafarholti, Bjarnarsonar, b. í Vatnsholti í Skorradal, Ey vindsson- ar. Móðir Björns í Grafarholti var Sólveig, systir Árna, langafa Bjöms Th. Bjömssonar listfræðings. Sól- veig var dóttir Bjöms, prests á Þing- völlum, Pálssonar, prests á Þing- völlum, bróður Jóns, skálds og prests á Bægisá, Þorlákssonar. Móð- ir Bjöms Pálssonar var Sigríöur Stefánsdóttir, prests á Breiðaból- stað, Presta-Högnasonar, Sigurðs- sonar. Móðir Helgu var Kristrún Eyj- ólfsdóttir, b. á Stuðlum í Reyðar- firði, Þorsteinssonar, bróður Þor- bjargar, langömmu Arnþórs, föður Vals bankastjóra. Móðir Eyjólfs var Freygerður Eyjólfsdóttir ísfeldts, skyggna, trésmiðs á Syðra-Fjalli, Ásmundssonar. Móðir Kristrúnar var Guðrún, langamma Hallgríms, Sigurbjörg Hreiðarsdóttir. föður Geirs forsætisráðherra, og langamma Páls Stefánssonar, aug- lýsingastjóra DV. Guðrún var systir Páls á Sléttu, afa Páls, afa Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Harðar Ein- arssonar. Guðrún var dóttir Jóns silfursmiðs á Sléttu, hálfbróður Sveins læknis og náttúrufræðings, Pálssonar. afmælið 18. apríl 80 ára Guðjón Bárðarson, Fossheiði 48, Selfoss 75 ára Una Þorgilsdóttir, Ólafsbraut62, Snæfellsbæ. EyþórGislason, Miklubraut64, Reykjavík. Guðlaug P. Hersir, Holtsgötu 13, Reykjavík. Hún verður að heiman. Óiafur Halldórsson, Álíaskeiði 96, Hafnarfirði. 70 ára Einar Theódórsson, Túngötu 21, Grindavík. Benedikt Sigvaldason, Hamrahlíö 31, Reykjavík. Jakob Magnússon, Samtúni, Kleppjárnsreykjum, Reykholtsdalshreppi. 60 ára Þorbjörg Tómasdóttir, Hólabraut 4, Kefiavík. 50 ára Þórdis Þorbergsdóttir, Lækjarbergi 48, Hafharfirði. Sigurbjörg Kristjánsdóttir, yíðivangi 3, Hafnarfirði. Ásla ugur Jeremiasson, Hlíðarvegi 9, Grgndarfiröi. Pétur Baldursson, Holtsbúð99, Garðabæ. Sveinn Elísson, Merkurgötu 10, Hafharfirði. Bóthildur Halldórsdóttir, Aðalgötu 11, Blönduósi. 40 ára Geir Jónsson, Breiðvangi 3, Hafnarfirði. Hilnaar Jóhannesson, Syðra-Langholti III, Hrunamanna- hreppi. Hlöðver Pétur Hlöðversson, Björgum, Ljósavatnshreppi. Ámi Geir Þórmarsson, Dalsbyggð 2, Garðabæ. Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir, Aðalgötu 26, Súöavík. Halldóra Mary Kjartansdóttir, Mógili II, Svalbarðsstrandar- hreppi. Guðbjörg J. Sveinbjörnsdóttir, Úthaga 1, Selfossi. Sigriður Baldursdóttir, Þemunesi 3, Garðabæ. Anna Margrét Guðbjartsdóttir, Austurbrún25, Reykjavík. Gísli Jón Þórðarson, Langholtsvegi 137, Reykjavik. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3 • 105 Reykjavík • Sími 91-632340 • Myndsendir 91-6232.19 Skildinganes 13 - bílskúr Tillaga aö breytingu á staðfestu deiliskipulagi við Skildinganes er auglýst samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Uppdráttur með greinar- gerð verður til sýnis í sýningarsal Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9-16 alla virka daga frá 18. apríl til 30. maí 1995. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en 13. júní 1995. Þeir sem ekki gera athuga- semdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillög- unni. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3 Sigurgeir Halldórsson Sigurgeir Halldórsson fisktækn- ir, Vesturgötu 17, Reykjavík, varð fertugur sl. laugardag. Starfsferill Sigurgeir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann iauk stúdents- prófi frá MT1977, stundaði nám viö Fiskvinnsluskólann 1978-79 og út- skrifaðist sem fisktæknir 1979. Sigurgeir stundaði sjómennskuá menntaskólaámnum en hann hef- ur lengst af unnið við sjómennsku, verkstjórn ogfiskvinnslu. Hann vann við framleiðslustjórn í fisk- iðjufyrirtæki í Bandaríkjunum 1980 og hefur síðan unnið hjá Rann- sóknarstofnun fiskiðnaöarins þar sem hann m.a. vann að útgáfu handbókar um saltfiskvinnslu. Fjölskylda Fyrrverandi eiginkona Sigur- geirs er Pálína Valgerður Kristj- ánsdóttir. Böm Sigurgeirs og Pálínu eru Halldór, sjö ára; Ragna, sex ára; Þórólfur, fimm ára; Ágúst, þriggja ára; Erling Óskar, tveggja ára, auk þess sem Pálína á dóttur frá því áður. Systkini Sigurgeirs: Bjöm Hall- dórsson, f. 5.4.1954, búsettur í Hafnarfirði, og Áslaug Halldórs- dóttir, f. 6.3.1962, húsmóðir. Foreldrar Sigurgeirs eru Halldór Sigurgeirsson, f. 28.3.1927, lögfræð- ingur í Reykjavík, og Þórey Bjöms- dóttir, f.8.7.1930, húsmóðir. Hringiðan Kjörstjórn Helgfellinga í alþingiskosningunum. Frá vinstri: Bjarni Ragnar Guðmundsson, Hólmfríður Júliana Hauksdóttir, sem er að stinga kjörseðli sínum i kjörkassann, og Gísli Angantýr Magnússon. DV-myndir Arnheiður Olafsdóttir, Stykkishólmi Kjörstjómir Helgfellinga Þaö fer ekki milh mála að kjör- stjómir Helgfellinga hafa haft meira að gera síðustu ár og mánuði en aðrar á landinu og komið hefur upp ágreiningur af ýmsu tagi. Með- al annars urðu deilur í Helgafells- sveit nú milli kjörstjórna þingkosn- inganna og kjörstjómar samein- ingar viö Stykkishólms í hvaða herbergjum hvor kjörstjórn skyldi vera í félagsheimilinu Skildi og varð yfirkjörstjóm að skera úr um þaö atriði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.