Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1995 Draumurinn að fara með land- búnaðarmál „Eins og menn vita hef- ur lífsdraumur minn snúist um aö veröa land- búnaöarráö- herra.“ Jón Baldvin Hannibalsson i DV. Engin sameining - engin vinna „Þaö hefur verið sagt við krakk- ana að þeir fái ekki vinnu í sum- ar ef sveitarfélögin veröi ekki sameinuö." Bjarni Guömundsson úr Helgafellssveit i DV. Ummæli Frekar óhittinn „Hann hittir frekar illa af vítalín- unni og það er stundum sagt aö hann gæti staðið á bryggju og myndi samt ekki hitta sjóinn." Friðrik Ingi Rúnarsson um Rondey Robinson i Morgunblaðinu. Ekki pappírsins virði „í mínum huga er þetta lögfræði- áht, sem þeir vitna til, ekki papp- írsins virði. Ég vona þeirra vegna aö þeir hafi ekki borgað mikiö fyrir það.“ Jón B. Jónasson um lögfræöiálit krókabátseigenda i DV. Útstrikanir ekki vísbending um óvinsældir „Þetta veldur mér ekki alvarleg- um áhyggjum. Ég held ekki að þetta sé vísbending um óvinsæld- ir.“ Ólafur G. Einarsson i DV. Michelle Pfeiffer er ein af mörg- um leikkonum sem hafa tekið þátt í fegurðarsamkeppni. Fegurð og leiklist Það er ekki alltaf rétta lausnin til að verða fræg leikkona í kvik- myndabransanum að ganga í gegnum strangan leiklistarskóla. Fegurðarsamkeppni er ein leiðin og nokkrar frægar og verðlaun- aðar leikkonur hafa einmitt hafið leið sína á tindinn í gegnum feg- urðarsamkeppni. Hér veröur rifj- að upp hvernig nokkrar frægar Blessuð veröldin leikkonur komust fyrst á blað. Þegar Laureen Bacall var átján ára gömul 1942 tók hún þátt í Miss Greenwich Village og vann. Claudia Cardinale ólst upp í Túnis. 1957 fór hún í keppni um fegurstu ítölsku stúlkuna í Túnis og sigraði. Vinningurinn var ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes og þar með var ísinn brotinn. Sophia Loren tók þrisvar þátt í fegurðarsamkeppni. í þeirri fyrstu, sem hún vann, var hún aðeins fjórtán ára, en aldurstak- markið var fimmtán. Michelle Pfeiffer var orðin þreytt á að vinna við kassann í stórmarkaði og tók þátt í fegurð- arkeppni sem nefndist Miss Or- ange County. Hún sigraði og í kjölfarið voru henni boðin smá- hlutverk í kvikmyndum. Þegar Debbie Reynolds var sextán ára tók hún þátt í keppni sem hér Miss Burbank. Hún sigr- aði og daginn eftir bauð MGM henni samning. Vaxandi frost í dag verður allstíf norðan- og norð- austanátt á landinu. Bjartviðri verö- ur sunnanlands en él í öðrum lands- Veðrið í dag hlutum. Vaxandi frost verður um allt landið. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustanátt, stinnings- kaldi eða allhvasst í byrjun en hæg- ari þegar líða fer á daginn. Frost verður 0 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.10 Sólarupprás á morgun: 5.43 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.36 Árdegisflóð á morgun: 8.59 Hcimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél -2 Akumes hálfskýjað 1 Bergsstaðir snjókoma -3 Bolungarvík snjóél -A Ketla víkurflugvöllur skýjað 2 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 0 Raufarhöfn sryóél -2 Reykjavik hálfskýjað. -1 Stórhöfði rykmistur -2 Helsinki léttskýjað 5 Kaupmannahöfn haglél 5 Stokkhólmur slydda 5 Þórshöfn snjóél 0 Amsterdam rigning 9 Berlín skúrir 6 Feneyjar þokiunóða 14 Frankfurt rigning 9 Glasgow rigning 8 Hamborg rigning 6 London skýjað 11 LosAngeles heiðskírt 16 Lúxemborg súld 7 Mallorca skýjað 18 Montreal heiðskírt 1 New York léttskýjað 7 Nice hálfskýjað 15 Orlando alskýjað 19 París rigning 11 Róm hálfskýjað 17 Vín léttskýjað 11 Winnipeg þoka 0 * -*£ mM° ‘A i /-4?' Veðrið kl. 12 á hádegi Ása Brynjólfsdóttir lyfjafræðingur • r Maður dagsins Ægir Már Kaiascm, DV, Suðumesjum: „Við höfúm fengið mjög góð við- brögð og margar fyrirspurnir frá stórum erlendum snyrtivörufyrir- tækjum sem styður það að við er- um að gera merkilega hluti hérna," segir Ása Brynjólfsdóttir lyfjaf'ræð- ingur sem hefur yfirumsjón meö vöruþróun hjá Heílsufélaginu við Bláa lónið. Heilsufélagið hefur ver- ið að framleiða og þróa snyrti- og heilsuvörur sem unnar eru úr hrá- efnum úr lónsvatninu. „Þetta eru húðvemdarvörur sem eru bæði fyrir sjúklinga meö húð- vandamál og einnig fyrir þá sem eru með heilbrigða húð. Það er ætlunin að koma upp húðverndarlínu og snyrtilinu þannig að í íramtiðinni er hægt að fá allar vörur sem við- komandi þarf úr náttúmlegum eín- tim, unnum úr Bláa lóninu." Asa Brynjólfsdóttir. Ása hóf störf hjá Heilsufélaginu fyrir um þaö bil tveimur árum og kann ákaflega vel við starfið: „Það er dásamiegt að vinna í þessu um- hverfi. Þessi staður á engan sinn lika. Þegar ég byrjaöi vissi ég lítið um Bláa lóniö, lækningamáttinn, og var í fyrstu dálítiö smeyk. En eftir að ég fór aö sjá árangur líkaði mér alltaf betur og betur við vinn- una.“ Ása vann fyrst í apóteki effir að hún lauk námi: „Þetta er mun fjöl- breyttara starf en að vinna hefð- bundið lyfjafræðingastarf í apó- teki. Ég fékk að móta starfið og er það krefjandi og skemmtilegt þegar vel gengur. Núna erum viö á leiö til Þýsklands með vörulínu okkar og er þetta fyrsta tilraun til að markaðssetja vöruna á erlendum markaði. Hér heima er einnig unn- ið að markaössetningu en við höf- um verið með tilraunasölu á ýms- um vörurn." Fyrir utan vinnxma hefur Ása mörg áhugamál og segir þau helstu vera skiði og ferðalög: „Ég mála einnig í frístundum, aðallega þessa stundina til aö skreyta íbúina mína." Myndgátan Verönd Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Víkingur-ÍRí fótboltanum Það var rólegt í innlendum íþróttum um páskana og þau ró- legheit verða áfram. Segja má að stund sé á milli stríða þessa dag- ana, deildarkeppni í handbolta og körfubolta lokið og allir bíða eftir að HM í handbolta byrji. Reykjavíkurmótið í fótbolta held- ur þó sínu striki og er einn leikur íþróttir í kvöld. Á gervigrasvellinum i Laugardal mætast austurbæjar- liðin Víkingur og ÍR og hefst leik- urinn kl. 20.00. Af erlendum íþróttaviðburðum er það helst að frétta aö nú er runnin upp síöasta leikvika í NBA-deildinni í körfubolta og eru sjö leikir á dagskrá í kvöld. Loka- umferðin er á sunnudagskvöld en síðan tekur úrslitakeppnin viö og er ekki að efa að margir munu fylgjast spenntir með viðureign- um sterkustu liðanna í þeirri rimmu. Skák Sveitakeppnir í skák eiga sífellt meiri vinsældum að fagna í löndum Vestur- Evrópu þar sem stórmeistarar tefla gjaman í fleiri en éinu liði. Hér er staða úr austurrísku deilda- keppninni þar sem tveir stórmeistarar eigast við. Robatsch frá Austurríki hafði hvitt og átti leik gegn Þjóðverjanum Hertneck. Með 20. Hxh5 gxh5 21. Dxh5 vinnur hvítur peð þótt sigur sé hæpinn eftir t.d. 21. - Ke7. Stendur hvitum eitt- hvað betra til boða? Hvítum nægði einn leikur til þess að ljúka skákinni. Eftir 20. Dxd5 + ! gafst svartur upp. Ef 20. - exd5 21. He8 mát. Jón L. Árnason Bridge Sveit Landsbréfa er nýkrýndur Islands- meistari í sveitakeppni í bridge en sveitin hafði óvenjulega yfirburði á mótinu sem fram fór dagana 12.-15. apríl. Spilarar í sveitinni eru Jón Baldursson, Sævar Þor- bjömsson, Guðmundur Páll Amarson, Þorlákur Jónsson og Sverrir Armanns- son. Jón var að vinna til þessa titils í 8. sinn, Guðmundur Páll, Þorlákur og Sæv- ar í 4. sinn og Sverrir í 3. sinn. Sveit Landsbréfa var að veija títilinn frá síð- asta ári með sömu spilurunum innan- borðs. Hér er eitt spil frá fimmtu umferð mótsins en þar tókst Gylfa Baldurssyni á ótrúlegan hátt að vinna 5 hjörtu á spil suðurs. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og enginn á hættu: * 62 V 76 ♦ G10753 + KD62 ♦ K985 V Á84 ♦ K8 + Á1043 ♦ Á V KDG10953 ♦ ÁD42 + 9 * UU1UV43 V 2 ♦ 96 -1. r'onc Norður Austur Suður Vestur + Pass 2* 4¥ 44 Pass Pass 5f Dobl p/h Sumir segja að fátt sé erfiðar í vöminni en að fmna réttu afköstin þegar sagnhafi raðar niður slögum í löngum lit. Útspil vamarinnar var í spaða, Gylfi spilaöi trompi, vestur tók á ásinn og spilaði áfram spaða sem Gylfi trompaði og spil- aði laufniunni. Vestur hitti á að setja ásinn og hélt áfram með spaðann en Gylfi renndi þá niður öllum trompunum. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í vöminni því vestur taldi sig þurfa að passa laufið og hélt dauðahaldi í tíuna þriðju. En til þess þurfití hann aö fara niður á kóng blankan í tigli sem féll þar með óvaldaður í ásinn þegar honum var spilaö. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.