Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRIL 1995 13 Fréttir Rafveita Hafnarflarðar kaupir sjónvarpssendi og leigir hlutafélagi: Stjórnarmenn í bæjarstjórn og tengdir bæjarf ulltrúum Rafveita Ilafnarfjarðar hefur að und- irlagi rafveitustjórnar afráðið að festa kaup á sjónvarpssendi sem hún hyggst leigja áfram til Hafnfirskrar fjölmiölunar. Rafveitan rekur þegar kapalkeríi, sem reynst hefur hafa takmarkaða möguleika, í Hvamma- hverfi og Setbergshverfi og segir Magnús Jón Árnason bæjarstóri að hugmyndin sé að útvíkka kapal- reksturinn með kaupum á sjón- varpssendinum, sem kostar nálægt því milljón krónur, og ná þannig til allra bæjarbúa. Aðspurður hvort ekki væri eðli- legra að Hafnfirsk íjölmiðlun keypti sjónvarpssendinn þar sem það fyrir- tæki yrði aðalnotandi á honum í stað þess að rafveitan væri að hlaupa undir bagga sagði Magnús Jón það spurningu út af fyrir sig, ákvörðunin hefði verið réttlætt með þvi að þegar hefði verið kostað nokkru til með lagningu kapalkerfis og þetta væri, eins og fyrr sagði, útvíkkun á því. Athygli vekur að í^stjórn Hafn- firskrar fjölmiðlunar sitja meðal annarra Lúðvík Geirsson, bæjarfull- trúi í Hafnarfirði, og aðrir menn venslaðir eða tengdir bæjarfulltrú- um meirihlutans. Fjórir höfrungar hafa gert sig heima- komna í höfninni í Þorlákshöfn. Þetta eru tvö stór og tvö lítil dýr sem hafa verið að koma og fara undanfarinn mánuð. Að sögn starfsmanns hafn- arinnar er þetta áður óþékkt fyrir- brigði. Hér má sjá einn höfrunganna i höfninni. -rt/DV-mynd Guðmundur Jensson Ólafsfjöröur: Snjómokst- urspening- ar búnir Helgi Jónsson, DV, ÓlaMröi: Nú er staðan orðin sú hjá Ólafsfirð- ingum að peningum sem verja átti til snjómoksturs fyrir allt árið 1995 hefur hreinlega verið mokað í burtu. Ekki króna eftir. Fyrir páskana var búið að eyða þeim 5,3 milljónum sem áttu aö duga fyrir allt árið í snjómokstur innan- bæjar - reyndar búið að eyða 8.147 kr. fram yfir. Á sama tíma var búið að eyða 445.734 krónum í snjómokst- ur í sveitinni af þeim 900.000 kr. sem voru til ráðstöfunar fyrir þetta ár. Það er ljóst að gífurlegum fjármun- um er varið til snjómoksturs hér í Ólafsfirði. í vetur hefur mikill mokstur skilað sér í því að fólk hefur ekki fundiö eins mikið fyrir þunga vetrarins. „Mér er fullkunnugt um að í stjóm Hafnfirskrar íjölmiðlunar situr Lúð- vík Geirsson. Mér er einnig full- kunnugt um að þar situr Sæmundur nokkur sem er mágur Jóhanns G. Bergþórssonar og einnig Erling Kristinssen, sem er formaður Al- þýðuflokksfélags Hafnarfjarðar. Loks situr þar fjórði maður sem er líklega blásaklaus af því að vera orð- aður við nokkurn af þeim sem situr í bæjarstjórn í dag. Þetta er eins og alltaf er. Þarna er það rafveitustjórn- in sem velur þessa leið og engar at- hugasemdir voru gerðar við hana af henni, hvorki af fulltrúum meiri- hluta né minnihluta," segir Magnús Jón. - -pp Blákaldar ' 'X j " staðreyndir og samanburður á kjörum staðfesta kosti TM trygginga Lækkun iðgjalda á fasteigna- og fjölskyldutryggingum. Viðskiptavinir TM fá endurgreiðslu frá og með 1. apríl 1995. Hækkun á bónus. Hæsti bónus kaskótrygginga hækkar úr 40% í 50% frá og með 1. maí 1995. Ef kaskótjón verður útvegar TM bílaleigubíl í allt að 5 daga. Tveir gjalddagar og engin sjálfsábyrgð. Greiðslur á ábyrgðar- tryggingum ökutækja skiptast niður á tvo gjalddaga á ári og sjálfsábyrgð er engin. Prósentur segja ekki allt, staðreyndir og samanburður leiða í ljós að TM tryggingar eru hagkvæmar tryggingar. Kynntu þér góð kjör á tryggingum hjá TM. Lækkun iðgjalda á fasteigna- og fjölskyldutryggingum Hækkun á bónus i kaskótrvggingum NC' Tveir gjalddagar og engin sjálfsábyrgð í TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reynir! s > ábyrgðartryggingum ökutækja > Aðalstræti 6-8,101 Reykjavík, sími 26466. í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.