Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1995 Fréttir Herraskór Teg. 2694 Svart og brúnt nubuk-leður St. 39-46 Stolinn bfLl kom í leitimar ári eftir þjófnað: Evans svart rúskinn St. 35-46 Kr. 2.990 Dakar svart nubuk- leður St. 35-46 Kr. 3.495 Teg. 7218 Brúnt og svart leður St. 36-41 Kr. 5.510 Kr. 4.990 Glæsiskórinn Glæsibæ, s. 812966 Póstsendum samdægurs Skipt um verksmiðju númer og bíllinn í sprautun fyrrum eigandi haíði stolið bílnum „Bíllinn hafði verið tekinn allur í sundur og skipt um verksmiðjunúm- er á honum. Það var maður sem var að undirbúa að sprauta hann fyrir austan fjall og hann veitti því at- hygli að litanúmerið á bílnum stóðst ekki og jafnframt fannst honum verksmiðjunúmerinu undarlega komiö fyrir,“ segir Ólafur Gunnars- son, eigandi Lancer-bifreiðar sem stolið var 1. maí 1994. Bíll Ólafs fannst nýlega þegar mað- ur sem var að vinna við bílinn veitti því athygh sem fyrr er nefnt. Maður- inn hringdi í Bifreiðaeftirlitið og fékk upplýsingar um verksmiðjunúmerið á bílnum. í ljós kom að það átti við bíl sem hafði verið afskráður og enn fremur fékk hann upplýsingar um að bíl sömu tegundar hefði verið stol- ið. Hafði hann samband við Rann- sóknarlögreglu ríkisins, sem fór með rannsókn málsins, og fékk grun sinn staðfestan. Ólafur grunaði alltaf fyrri eiganda bílsins um þjófnaðinn, en hann hafði nýverið keypt hann, og nú fyrir skömmu fékk hann grun sinn stað- festan. Hafði fyrrum eigandi stohð bílnum við fjórða mann enda hafði hann allan tímann lykil að bílnum. Ólafur hefur nú fengið bílinn í sínar hendur. Guðmundur Guðmundsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins, sagði í sam- tali við DV að hér væri ekki um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Hann mundi eftir öðru svipuðu til- viki fyrir um hálfu ári og því væri hér um tvö einangruð dæmi að ræða. -PP Olafur Gunnarsson við bílinn i gær. Eins og sjá má er búið að búa hann undir sprautun. Á innfelldu mynd- inni má sjá bílinn eins og hann leit út áður en honum var stolið. DV-mynd ÞÖK Sýslumaður neitaði sjúklingi um að kjósa innandyra á Borgarspítala: Vildu flytja 75 ára lungnasjúkl ing á milli húsa í hjólastól Asta Steingrímsdóttir, á Borgar- spítalanum. DV-mynd GVA Séra Birgir Ásgeirsson: Mjög undrandi „Ég er satt að segja mjög undrandi á þessu. Mér finnst það undarlegt fyrirkomulag að sjúkhngar skuli ekki geta kosið fram á síðasta dag,“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur á Borgarspítalanum, vegna utan- kjörstaðakosningar á spítalanum sem stóð aðeins í einn dag; átta dög- um fyrir kjördag. -rt treysti sér ekki og fékk ekki að kjósa „Eg vildi svo sannarlega kjósa og mér finnst þetta vera mikil skerðing á mannréttindum. Ég veiktist eftir að kjörstofunni hér á spítalanum var lokað og átti því enga möguleika að kjósa annars staðar en á spítalan- um,“ segir Ásta Steingrímsdóttir, 75 ára gömul, sem hggur á Borgarspít- alanum með lungnabólgu. Ásta var lögð inn á spítalann þriðjudaginn fyrir kosningar og ósk- aði þá eftir því aö fá að kjósa þar innandyra. Þrátt fyrir aö það gengi maður undir manns hönd til að koma því í kring fékk hún ekki að kjósa á spítalanum. Á kosningadaginn var henni boðið upp á hjólastól og að hún yrði flutt í kjördeild úti í bæ. „Ég er með lungnabólgu og rúm- lega 38 stiga hita og ég treysti mér ekki til þess að fara á milli húsa. Ég var afskaplega óánægð með þetta en mér er svo sem sama núna,“ segir hún. Sjúkhngum á Borgarspítalanum var getlnn kostur á að kjósa á spítal- anum þar til á fóstudeginum, viku fyrir kosningar, þá var kjördeildinni lokað. „Þegar ákveðið var aö leggja mig inn á þriðjudaginn í síðustu viku sagði ég við heimilislækninn, meira í gamni en í alvöru, að nú ætti ég eftir að kjósa en það hlyti að vera hægt að gera það á spítalanum. Það var svo ekki hægt og ég veit um flelri hérna sem lentu í því sama og fengu ekki að kjósa. Það er greinilega ekki gert ráð fyrir að fólk veikist í vik- unni fyrir kosningar,“ segir Ásta. Ekki tókst að ná í neinn sem máhð snerti hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Hjá embættinu vísaði hver á annan. -rt er nú notaður við vinnu á svæðinu þar sem fiotkviin, sem Akureyrarbær hefur keypt frá Litháen, verður, á athafnasvæði Slippstöðvarinnar Odda. Geysilega miklu jarðefni verður ekið í burtu og á myndinni má í baksýn sjá sanddæluskipið Perlu sem vinnur við dýpkun aðsiglingarinnar að flotkviarsvæðinu. DV-mynd gk I SUMARBUSTAÐINN GASOFNAR Innrauður gasofn með þremur hitaflötum og -stillingum. Eldsneyti: Propan-flöskugas Varmaorka: 1500/3000/4500 W Gaseyðsla: 120-350 gr./kl'st. Ytri mál: H=44 D=39 B=72 cm. Frábært verð 1 3.990,- staðgr. EINNIG RAFMAGNSÞILOFNAR Á AFAR HAGSTÆÐU VERÐI. ipomx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.