Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar. 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Ný ríkisstjórn? Stjómarmyndunarviöræöur tóku heldur betur óvænta stefnu yfir páskana. Davíð söölaöi um og skipti um hest. í staö viðræöna við Alþýðuflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf hefur Davíð gert samkomulag viö Hall- dór Ásgrímsson um stj ómarmyndunarviðræður með.þaö fyrir augum að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gangi í eina sæng. Hver átti von á þessu? Ekki þeir kjósendur sem greiddu atkvæði með vísan til þeirra stóm yfirlýsinga í kosning- unum að þær snemst um það hvort stjómin og stöðug- leikinn héldist. Ekki þjóðin sem fylgdist með því í of- væni alla kosninganóttina hvort ríkisstjórn Davíðs og Jóns Baldvins stæðist atlöguna. Ekki þingmenn stjómar- flokkanna sem samþykktu einum rómi, strax eftir kosn- ingar, að láta á það reyna hvort samstarfið héldi áfram. Ekki fyrrum stjómarandstæðingar sem höföu hlustað á formann Framsóknarflokksins lýsa því yfir, bæði fyrir og eftir kosningar, að hans fyrsta verk yrði að reyna að mynda vinstri stjóm. Ekki heldur framsóknarmenn inn- an þings og utan sem hafa talið Davíð Oddsson sinn helsta andstæðing í póhtíkinni. Satt að segja var ekkert í myndinni sem gat komið í veg fyrir áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, nema eins atkvæðis meirihluti á þingi. Sá meirihluti er ekki sterkur, það verður að viðurkenna, en eins atkvæðis meirihluti dugði gömiu viðreisnar- stjóminni og hann var í raun ekki meiri á síðasta kjör- tímabili ef tillit er tekið til þeirra uppreisnarseggja sem stóðu að stjórnarsamstarfinu í íjögur ár. Auk þess hefur verið bent á þann möguleika að Sjálf- stæðisflokki og Alþýðuflokki hefur staðið til boða að bjóða Kvennalistanum til samstarfs. Menn geta velt því fyrir sér hvort Davíð eða Halldór, eða þeir báðir saman, hafi leikið tveim skjöldum síðustu sólarhringana. Svo flatt kemur þessi nýjasta vending upp á þjóðina og jafnvel þá sem best fylgjast með. En í pólitík er ekki spurt um leikreglur. Sá einn sigrar sem á síðasta orðið. Og sá einn tapar sem lætur leika á sig. í dag mun Davíð Oddsson biðjast lausnar fyrir ráðu- neyti sitt en hann og Halldór Asgrímsson munu jafn- framt mæla með sjálfum sér til nýrrar stjómarmyndun- ar. Með því að stíga það skref taka þeir báðir áhættu sem getur ekki endað á annan veg en stjómarmyndun þess- ara tveggja flokka. Þeir hafa kastað teningunum og það er ekki aftur snúið. Víst hafa þessir tveir flokkar sterka stöðu meðal kjós- enda. Meirihluti þeirra á þingi er sömuleiðis yfirgnæf- andi. Þar með er ekki sagt að slík stjóm mæhst vel fyrir enda má fuhyrða að kjósendur þessara tveggja flokka séu einmitt kjósendur annars þeirra vegna andstöðunnar við hinn. Þjóðin hefur ekki góða reynslu af samstjórn Sjálfstæð- is og Framsóknar. Hér hefur áður verið sagt að það sé ríkisstjóm helmingaskipta, hagsmuna og kvóta. Hún verður íhaldssöm í eðh sínu og kjósendur geta htlar von- ir gert sér um breytingar í þeim málum sem mestur ágreiningur hefur verið um. Er þar átt við fiskveiðimál, landbúnaðarmál, Evrópumál og atkvæðisréttinn, svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar er ástæðulaust og ótímabáert að lýsa slíka stjóm óalandi og óferjandi og báðir hafa þeir Davíð og Hahdór sýnt það og sannað á ferh sínum og í kosninga- baráttunni að þeir em sterkir foringjar og til margs lík- legir. Spumingin verður einfaldlega sú hvort forysta þeirra verði tregðulögmálinu yfirsterkari. Ehert B. Schram íslendingar hafa lengi tileinkað sér nýjungar fljótar en aðrar þjóðir, til góðs og til ills. íslensk tunga og umheimurinn í janúar var í Atlanta í Georgíu- fylki í Bandaríkjunum haldið mik- iö þing málvísindamanna. Var þar einkum fjallað um minnihlutamál sem svo eru kölluð. Kom margt merkilegt fram þótt ef til vill vekti það mesta athygli að af 6000 tungu- málum heimsins væru 95% í út- rýmingarhættu. Auk þess ætti um helmingur lifandi tungumála heimsins sér enga lifsvon og myndu þau deyja út á næstu 30 árum af því að enginn læði þau að móðurmáli. Fornmálið islenska íslendingar hafa lengi tekið þaö sem sjálfsagðan hlut að þetta fom- lega móðurmál okkar, íslenska, lifði af öll áfoll og efnahagslegar og menningarlegar þrengingar. Mál hinna ódauðlegu gullaldarbók- mennta eddukvæða og dróttkvæða, íslendingasagna og Sturlungu, Hallgríms, Jónasar og Halldórs Laxness gæti ekki liöið undir lok. Fréttir eins og bárust frá Atlanta á dögunum ýta engu að síður við mörgum og menn spyrja hvað verði um íslenska tungu í framtíð- inni. Einangrun landsins, sem vó þyngst í varðveislu málsins, er Íöngu rofin. Samstarf og samvinna ríkja heims á eftir að aukast á næstu árum og áratugum og enska á eftir að taka við sem aðalsam- skiptamál heimsins á nýrri öld. Um þetta er ekkert nema allt gott að segja. Náin samvinna sjálf- stæðra þjóða á eftir að marka líf okkar á næstu öld og heimurinn þarf á einu öflugu samskiptamáli að halda. Hvað sem líður fallegum draumum fyrri manna um tilbúið alþjóðamál er það enska sem hefur sigrað og énginn fær við því gert. Nú tala um 350 milljónir manna ensku að móðurmáli og um hálfur annar milljarður manna talar ensku sem fyrsta erlenda tungumál sitt. Innan tíu ára er haldið að sú tala verði komin upp í tvo milljaröa og innan 25 ára er sagt að um helm- ingur jarðarbúa noti ensku sem aðalsamskiptamál. KjaUarínn Tryggvi Gíslason skólameistari AIDS, aids og eyðni íslendingar hafa lengi tileinkað sér nýjungar, fljótar en aðrar þjóð- ir, til góðs og tíl ills. Enskukunn- átta hér hefur lengi verið mikil enda þótt hana þurfl að stórbæta. Hins vegar þarf einnig og jafnframt að huga að þjóðtungunni, þessu eldforna, klassíska tungumáli sem á sér engan sinn líka í heiminum fyrir það hversu lítið máhð hefur breyst, hversu gagnsætt málið er og hversu mikill frjómáttur þess er. Fyrir nokkrum árum sagöi sænskur prófessor við mig að á meðan Svíar veltu því fyrir sér hvort rita ættf enska skammstöf- unarorðið AIDS með stórum stöf- um eða litlum ræddu íslendingar um það hvert af sjö mismunandi nýyrðum ætti að taka upp um þennan vágest. Málstefna framtíðarinnar Sagt er að siðmenning hverrar þjóðar búi í máli hennar. Mikið og gott starf hefur verið unnið í mál- ræktarstarfi á íslandi undanfama öld og íslensk tunga stendur traust- ar en nokkm sinni. Engu að síður er þörf á að sett séu lög um ís- lenska málsfefnu sem hefur að geyma fimm frumatriði. í fyrsta lagi að leggja meiri áherslu á fjöl- þætta og markvissa móðurmáls- kennslu í skólum landsins í sam- ráði við heimilin og efla íslenska námsgagnagerð. í öðm lagi setja öllum fjölmiðlum strangar reglur um mál og málnotkun á sama hátt og Ríkisútvarpið hefur gert. í þriðja lagi að auka þýðingar úr erlendum málum og koma á fót íslenskri þýð- ingarstofnun í tengslum við Orða- bók Háskóla íslands. í fjórða lagi að endurskoða kennslu í erlendum tungumálum frá grunni - og í fimmta lagi að stofna íslenska aka- demíu þar sem sætu rithöfundar, skáld, málfræðingar og aðrir mál- vísir menn, karlar og konur. Undir stjóm akademíunnar og í sam- vinnu viö Orðabók Háskóla íslands yrði gerð tölvutæk orðabók sem geymdi allt ritað mál íslenskt mál frá upphafi. Þetta yrði annað af tveimur aðal- verkefnum nýkjörins Alþingi ís- lendinga. Hitt að marka vitunandi stefnu í atvinnu- og launamálum þjóðarinnar. Tryggvi Gíslason „Mikiö og gott starf hefur verið unnið í málræktarstarfi á íslandi undanfarna öld og íslensk tunga stendur traustar en nokkru sinni. Engu að síður er þörf á að sett séu lög um íslenska málstefnu sem hefur að geyma fimm frumatriði.“ Skoðanir annarra Davíð og matseðillinn „Sjallinn er með pálmann í höndunum við samn- ingaborðið og getur samið í allar áttír. Davíð Odds- son er fimasterkur eftír að hafa losnað við helstu ólátabelgina úr þingflokknum og hert tökin á þeim sem eftir sitja. Vegur forsætísráðherrans hefur líka vaxið hjá flokksmönnum að lokinni endurvinnslu ráðherrans til líkama og sálar. En Davíð Oddsson hyggst endumýja víðar en á matseðlinum hjá sér og getur látiö kné fylgja kviði á stjórnarheimilinu." Ásgeir Hannes Eiríksson i Timanum 12. apríi. Misheppnuð tilraun „Enn ein tilraunin til að sameina vinstri öflin hef- ur mistekist. Er það ein athyglisverðasta niðurstaðan í þingkosningunum. ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar síöustu áratugina en niður- staðan hefur ætíð verið sú sama. Nýir vinstri flokk- ar hafa náö árangri í skamman tíma en síðan logn- ast út af. Þeir hafa stundum náð fáeinum mönnum á þing og jafnvel átt aðild að ríkisstjóm. En samein- ingarhugsjón vinstri manna hefur jafnan beðið skip- brot.“ Leiðari Mbl. 12. qtpríl. Tregðulögmál „Nú er Ijóst aö alþýðúflokksmenn og sjálfstæðis- menn munu freista þess að endumýja sfjómarsam- starf sitt að kosningum loknum. Líkur eru nokkrar til þess að það takist, því ljóst er að tregðulögmál gildir þegar ráðherrar geta setið í stólunum sínum, fjafnvel þótt með naumum meirihluta sé. Það er hins vegar ekki ljóst hvort þetta verður raunin. Ef flokk- amir eru trúir því sem þeir settu fram í kosningum ættu aö verða langar og strangar umræður um mál- efnasamning." Leiðari Tímans 12. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.