Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1995 15 Varð tilvísunar- kerf ið úrelt? Eftir aö hafa fylgst með deilum heilbrigðisráöherra og sérfræði- lækna um réttmæti tilvísunarkerf- isins hefur skotið upp í huga min- um þeirri spurningu hvers vegna tilvísunarkerfiö var á sínum tíma lagt niður. Við upphaf síðasta áratugs var orðið ljóst að heimilislæknakerfið í Reykjavík var við að springa þar sem fjöldi heimihslækna á íbúa var ófullnægjandi. Til þess að mæta þessum skorti heimilislækna í Reykjavík létu borgaryfirvöld gera áætlun um uppbyggingu heilsu- gæslukerfis. Þegar kom að því að samþykkja þessa áætlun náðist ekki póhtísk samstaða um hana í borgarstjórn. Eftir því sem borgin stækkaði versnaði aðgangur fólks að heimihslæknum. Þegar starfsmönnum heilbrigðis- ráðuneytisins varð ljóst að heimil- islæknakerfið í Reykjavík var þess vanbúið að takast á við þau verk- efni sem því var ætlað þurfti það að útvega Reykvíkingum fullnægj- andi læknishjálp án tafar. Ráðuneytinu var hér vandi á höndum þar sem ekki var hægt að gera viðunandi úrbætur á heimilis- læknakerfinu á þeim tíma sem til stefnu var. Það gat í raun ekki brugðist við nema á einn veg th Kjallarinn Guðmundur Skúli Johnsen stjórnmálafræðingur þess að létta á heimihslæknakerf- inu og það var með því að opna sérfræðilæknum leið inn í almenn- ar lækningar. Þessi leið skilaði árangri en líkt og allar skyndilausnir var hún dýr og óhagkvæm. Hún var dýr vegna þess að sérfræðiþjónusta kostar meira en almenn þjónusta. Hún var óhagkvæmari vegna þess að ríkið gat ekki lengur haft eftirht með „Andstaöa sérfraeöinga hefur verið svo öflug að ekki hefur tekist aö koma til- vísanakerfinu á fyrr en nú. Röksemdir sérfræðinga gegn þessu kerfi hafa eink- um verið að sjúklingurinn eigi að hafa val um það til hvaða læknis hann fer án afskipta ríkisins.“ „Tilvísunarkerfið var í raun aldrei úrelt heldur urðu tímabundnar aðstæð- ur til þess að ekki reyndist unnt að nota það.“ notkun sérfræðiþjónustunnar. Of- an á þetta bættist að upplýsinga- flæði um sjúkhnga versnaði milh lækna, er leiddi til ófuhkomnari skýrslna um sjúkrasögu manna er varð í sumum tilfehum til þess að sami maðurinn gat þurft að undir- gangast sömu rannsóknina oft að þarflausu. Þýddi þetta aukinn kostnað fyrir ríkið að þarflausu. Fjárhagsleg andstaða Þegar leið að lokum síðasta ára- tugar var deginum ljósara að af- nám tilvísunarkeriisins hafði kost- að ríkið of mikið og fyrirsjáanlegt var að það átti eftir að kosta enn meira. Það reyndist hins vegar ógerningur fyrir heilbrigðismála- ráðuneytið að koma tilvísunarkerf- inu á að nýju vegna mikilar and- stöðu sérfræðhækna er vörðu hagsmuni sína af hörku. Andstaða sérfræðinga hefur ver- ið svo öhug að ekki hefur tekist að koma thvísunarkerfinu á fyrr en nú. Röksemdir sérfræðinga gegn þessu kerfi hafa einkum verið að sjúklingurinn eigi að hafa val um það til hvaða læknis hann fer án afskipta ríkisins. Einnig hefur ver- ið látið í það skina að sérfræði- læknisþjónusta sé betri en sú sem almennir læknar veita og það eigi ekki aö neita fólki um betri læknis- þjónustu á grundvelh efnahags. Þessar staðhæfingar eiga þó ekki rétt á sér í raunveruleikanum þar sem tilvísunarkerfið er ekki til þess að hefta fólk í að fá góða læknis- þjónustu heldur er það til þess að leiðbeina fólki til réttra aðha svo að fjármunir sparist. Kjósi fólk annað er líka réttlætanlegt að það borgi fyrir það. Thvísunarkerfið var í raun aldrei úrelt heldur urðu tímabundnar aðstæður th þess að ekki reyndist unnt að nota það. Guðmundur Skúli Johnsen Samstaða með menning- arstéttum eða örríkjum? Alþjóðlegt umhverfi íslands hefúr breyst í kjölfar kalda stríðsins. Nú stendur val íslendinga ekki um fylgi við rauðu eða bláu blokkina í stjóm- málum, heldur um það hvaða aðra þætti ríkja við vhjum taka okkur th fyrirmyndar. Er það t.d. Evrópusam- bandið, eða fiskveiðiþjóðir almennt, önnur eyríki, smáþjóðir, eða ein- hvetjar thteknar þjóðfélagsstéttir eða menningarhópar sem við eigum að einbeita okkur að? Utanríkisráöherra telur að Alþýðu- flokkurinn eigi að hafa inngöngu í ESB á stefnuskrá sinni, th að knýja íslendinga th að taka einhverja markvissa stefnu í utanrikismálum. Hann er því að bjóða íslendingum að taka í fóstur hugsjónina um sam- evrópskt efnahagskerfi. En ætla má að aðrar fyrirmyndir séu ekki síður hohar fyrir okkur. Þannig var norrænt samstarf th skamms tíma raunhæfari hugsjón, áður en Evrópusambandinu tókst að kljúfa þá samstöðu. Norðmenn, félagar okkar i EES, eru okkur góö fyrirmynd, svo fremi sem ein smá- þjóð getur verið, þótt það nái skammt. Einnig er þröngsýnt að einblína á aðrar fiskveiðiþjóðir eingöngu því vaxtarbroddur framtíðarinnar er ekki í fiskveiðum. Ekki er heldur treystandi á stóriðju eða fiskeldi sem höfuðfyrirmynd. Mér sýnast tvenns konar fyrir- myndir Uggja beinast viö: Annars vegar litlar en mikhvægar stéttir KjaUaiinn Tryggvl V. Líndal þjóðfélagsfræðingur innan þjóða almennt, svo sem vis- indafólk eða listafólk, og hins vegar að við reynum að skapa okkur for- ystuímynd meðal þjóða sem eru enn minni en við erum. Hvort tveggja hefði þá kosti að við værum ekki að leyfa fjölþjóða- samböndum stórþjóða að gleypa okkur. Efling skapandi stétta Sú hugmynd gæti leitt okkur th aukins þroska með því að koma okkur til aö efla rannsóknir, t.d. í sjávarlíffræöi, umfram aðrar þjóð- ir, eða með því að styðja sem flesta listamenn okkar við að gera verk sín að arðbærri útflutningsvöru. Hin hugmyndin er að virkja sam- takamátt sjálfstæðra smáþjóða, í leit að sjálfsímynd og eigin úrræö- um. Af sjálfstæðum smáþjóðum sem eru mannfærri en íslendingar, má nefna fjölbreytilegt safn; aðal- lega suðurhafseyjar: Antígva og Barbúda, Belís, Brún- ei, Dóminíka, Kíribati, Maldíveyj- ar, Marshaheyjar, Míkrónesía, Mónakó, Nárú, Páfagarður, Salóm- onseyjar, Sankti-Kristófer (St. Kitts)-Nefis, Sankti-Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíneyjar, San Marínó, Saó Tóme og Prinsípe, Seychelleseyjar, Súrínam, Tonga og Vanúatú. Ætti samanburður milli svo ólíkra ríkja að leiða th ferskra hug- mynda, t.d. í sjávarútvegi og sjálf- stæðismálum. Samstaða skapandi fólks Þriðja leiöin í leit íslands aö sjálf- skaparhugsjón gæti verið sam- bland af þessu tvennu; að nýta smæð þjóðar til að efla samstöðu alls skapandi fólks; sín á milli, gagnvart almenningi, og milli ríkja. Þannig mætti hugsa sér að ísland stefndi að því að eignast samstíga og meðvitaðan hóp fræði- og Usta- manna af öllu tagi, sem væri af- kastameiri en hjá öhum smærri þjóðríkjum. Páfagarður, með sínum mörgu mannvitsbrekkum gæti þar orðið skæður keppinautur, eða hin vel- lauðuga olíueyja soldánsins af Bru- nei. Tryggvi V. Líndal „Einnig er þröngsýnt aö einblína á aðr- ar fiskveiðiþjóðir eingöngu því vaxtar- broddur framtíðarinnar er ekki 1 fisk- veiðum. Ekki er heldur treystandi á stóriðju eða fiskeldi sem höfuðfyrir- mynd.“ Meðog Hækkun á stöðugjöldum í Kvosogvið Laugaveg Stefén Haraldsson, framkvaemdastjórí Bila- stæóasjóós. Miltog skemmtilegt eftirlit „Við mun- um leggja áherslu á að kynna fólki vel þessar breytingar og fara rólega af stað með eft- irlitið. Þannig verða bha- húsin ókeypis á laugardög- um fyrst eftir gildistöku breyting- anna. Gert er ráö fyrir að gjald- skrárbreytingarnar færi Bíla- stæðasjóði árlega tekjuaukningu upp á 28 mifljónir króna en tekju- aukningin verður um eða innan við 14 mihjónir á þessu ári. Á laugardögtun og mhli 17 og 18 á virkum dögum mun hinn almenni bíleigandi geta gengið að stöðumælum og gjaldmiöastæð- um vísum sem skammtímastæð- um og rekið sín erindi á miðbæj- arsvæðinu gegn okkar venjulega hóflega gjaldi. Skammtímastæð- um í Kvos fjölgar á kostnað lang- tímastæða og það verður auö- veldara fyrir fólk að fá þar bíla- stæði. Langtimanotendur þurfa að flytja sig norður yfir Geirsgötu og ganga svolitiö lengra. íbúakort verða meira virði en áður þó að þau gildi ekki í Kvos og við Laugaveg. íbúarnir geta eftir sem áöur fengið íbúakort á bílastæöum fyrir utan Kvosina og Laugaveg, að minnsta kosti þar sem nætur- og helgarkort í bílahús verða lækkuö verulega." Aðfðrað viðskipt- umá Laugavegi „Við erum ekki ánægðir með þessar thlögur. Við lögðum upp með það aö engin breyt- ing yrði á stöðugjöldum ogviðhöldum fast við það. Þessi mál hafa verið th umræðu og skipuð rabbfundanefnd á vegum borgar- innar og okkar til að finna ein- hveria málamiðlun. Sú mála- raiðlun hefur ekki fundist. Þessi ákvörðun er aigjörlega einhliða pólitísk ákvörðun núverandi meirihluta og ekki gerö í sam- vinnu við Laugavegssamtökin á neinn hátt. Tæplega 9.000 nöfhum var safn- að á undirskriftalista vegna þessa máls og viö afhentum listana á fundi með borgarstjóra. Á þeim fundi ítrekuðum við aö það yrðu engar breytingar og bentiun á að þolendur í þessu máli eru viö- skiptavinirnir. Við teljum að gjaldskrárhækkun Bílastæöa- sjóðs sé fyrst og fremst aðför að þessu viðskiptasvæði. Þegar við bendum á af hverju stöðugjald er ekki hækkað á öðrum viðskipta- svæðum þá segir borgin aö það sé erfitt og við sitjum uppi með það að forsendur á öðrum við- skiptasvæðum hafi verið ööru- vísi.“ -GHS Gunnar formaöur samtakanna. Guójónason, Lougavogs-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.