Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1995 Fréttir Unglingspiltur réðst á átta ára dreng í sölutumi: Barði konu, sem kom til hjálpar, í andlitið „Drengurinn litli var nýkominn inn ásamt félaga sínum þegar hurð- inni var skyndilega hrundið upp. Hálffulloröinn maður óð inn, tók í hnakkadrambið á drengnum, lyfti honum upp og gaf í skyn að hann ætti aldeilis eftir að fá fyrir ferðina. Ætlaði hann að fara með hann heim til sín þar sem hann fengi ráðningu. Hann ruddist með hljóðandi dreng- inn út og slengdi honum í dyrastaf- inn í leiðinni. Ég líð ekki svona of- beldi gagnvart börnum og ákvað eðli- lega að skerast í leikinn. Ég kallaði til mannsins að sleppa drengnum en hann sinnti því engu. Ég hljóp þá út á eftir þeim og náði taki á þeim litla. Maðurinn ætlaði ekki að sleppa drengnum svo ég reyndi að slá til hans til að losa hann. Þá umturnað- ist hann alveg og lét höggin dynja á andlitinu á mér. Ég komst þó að lok- um inn í búðina með dauðhræddan Ölvunviðakstur Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur í almennu eftirliti lög- reglunnar á ísafirði aðfaranótt laugardags og var annar þeirra 16 ára og próflaus. Nokkur ölvun hefur verið á ísafirði yfir pásk- ana. -GHS Þrenntáslysa- deildeftirárekstur Gylfl Kmtjánsson, DV, Akureyri: Þrátt fyrir talsverða umferð á Norðurlandi um helgina urðu engin stórslys og ekki þurfti að flytja fólk á slysadeild eftir óhöpp í umferðinni nema einu sinni. Það var eftir árekstur tveggja bifreiöa í Ljósavatnsskaröi í S- Þingeyjarsýslu. Þrennt var flutt á slysadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri en fólkið var ekki alvarlega slasað. Nokkuð var um að fólk ætti í erfiðleikum á Öxnadalsheiði á skírdag. Þar urðu nokkrir árekstrar og í einu tilfellinu mikl- ar skemmdir á bifreið sem var óökufær eftir. í öðrum tilfellum hélt fólk sem var á norðurleiö ferð sinni áfram og gaf skýrslu um árekstrana álögreglustöðinni á Akureyri þegar þangað kom. Óróaseggur „lamaður“ með táragasi Gylfi Krifitjánsaon, DV, Akureyrj: Lögreglan á Akureyri beitti táragasi til að ná yfirhöndinni í baráttu sinni við ölvaöan óróa- segg á Ráöhústorgi aöfaranótt páskadags. Lögreglumenn hugðust hand- taka mann sem var þar i slags- málum þegar annar kom honum til hjálpar og urðu úr nokkur átök. Það var ekki fyrr en lögregl- an greip til táragassins að tókst að ná tökum á mönnunum og voru þeir fluttir í fangageymslu. Upptök ólátanna má rekja til þess að skemmtistaðnum Torg- inu var lokað skömmu eftir mið- nætti en forsvarsmenn þar sögð- ust vera meö einkasamkvæmi í ■ gangL drenginn og hringdi á lögregluna. En maðurinn kom á eftir og lét mjög ófriðlega þar til lögreglan kom og tók hann inn í bíl til sín. Það er óhugur í mér vegna þessa atburðar. Ég skil ekki hvernig fullorðið fólk getur komið svona fram við átta ára barn,“ sagði afgreiðslustúlka í Vídeóborg við Ægisiðu í samtali við DV en hún vildi ekki láta nafns síns getið. Lögregla var kölluð að söluturni og myndbandaleigu á Ægisíðu 123 á skírdag vegna fyrrgreindra átaka. Drengurinn, sem varð fyrir árásinni, er 8 ára gamall en árásarmaðurinn 17 ára. Rétt fyrir atburðinn hafði verið sparkað í hjól yngri systur árásarmannsins sem býr skammt frá. Mun hún hafa bent á drenginn sem fór inn í sjoppuna en samkvæmt því sem vitni segja kom hann hvergi nærri. Afgreiðslustúlkan fékk áverka- vottorð frá lækni og ætlar að leggja fram kæru í dag. Hún bólgnaði mjög í andliti svo annað augað sökk og var blá og marin. Mjög skelfdur Drengurinn litli var mjög skelfdur eftir þennan atburð. Að sögn móður hans þorði hann ekki út á fostudag- inn langa. Hálfeyðilagði atburðurinn páskahelgina fyrir fjölskyldunni. „Sonur minn er búinn að vera mjög hræddur síðan þetta gerðist og mjög upptekinn af þessu. Hann kom ekki nálægt því að sparka í hjól stelpunn- ar heldur horfði á hinum megin göt- unnar. Svo gekk hann bara yfir göt- una og inn í sjoppuna. Hann vissi því ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hurðinni var hrundið upp og hann var dreginn út. Við vorum alveg mið- ur okkar lengi á eftir því að við hug- leiddum hvað hefði gerst ef strákur- inn hefði náð syni mínum áður en hann fór inn í sjoppuna eða komist með hann heim til sín. Þetta á eftir að hafa þær afleiðingar að ég verð mjög hrædd ef ég sé hann ekki í hálf- tíma þegar hann er úti að leika sér,“ sagði móðir átta drengsins við DV. Hún sagði það veröa sitt fyrsta verk í dag að kæra atburðinn. „Við gátum ekki kært strax þar sem einhver skrifstofa var lokuð um páskana. Það er auðvitað ótækt og þess vegna fell- ur fólk oft frá kæru í svona málurn." Móðir drengsins segist hafa rætt við fóður árásarmannsins á vett- vangi en hann hafi ekki haft neinn skilning á afskiptum hennar eða af- greiðslustúlkunnar á oíbeldinu gagnvart syni hennar. Frekari við- ræður við hann hafi verið þýðingar- lausar. Sveit Landsbréfa sigraði með óvenjulegum yfirburðum á íslandsbankamótinu i sveitakeppni og skoraöi meira en 21 stig að meðaltali i leik. Frá vinstri eru Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson, Sverrir Armannsson og Sævar Þorbjörnsson. DV-mynd EJ Islandsbankamót í bridge: Miklir yf irburðir sveitar Landsbréfa Sveit Landsbréfa hafði óvenjulega yfirburði á íslandsbankamótinu í sveitakeppni í bridge og hafði 31,5 stiga forystu á næstu sveit þegar yfir lauk og skoraði rúmlega 21 stig að meðaltali í leik. Úrslitakeppnin var spiluð í nýju húsnæði Bridgesam- bandsins að Þönglabakka 1 dagana 12.-15. apríl. Fyrirfram var búist við að sveit Landsbréfa væri sigurstranglegust en fáir bjuggust við svo miklum yfir- burðum sem þessum. Spilarar í sveit Landsbréfa eru Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson, Sævar Þorbjörnsson og Sverrir Ármannsson. Fjórir fyrst- nefndu spilararnir eru í landsliði ís- lands sem fer á Evrópumót í sumar og er sigurinn á mótinu því gott vega- nesti. Sveit Ólafs Lárussonar náði öðru sætinu með góðum endaspretti en sveit VÍB varð í þriðja sæti. Spilarar í sveit Ólafs auk hans eru Hermann Lárusson, Þröstur Ingimarsson, Friðjón Þórhallsson og Erlendur Jónsson. í sveit VÍB eru Örn Arn- þórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Ásmundur Pálsson, Karl Sigurhjart- arson og Hörður Arnþórsson. Mótinu var vel stjórnað af Jýristjáni Haukssyni sem sá jafnframt um að reikna út árangur einstakra para með Butlerútreikningi. Þar urðu efstir Hjalti Elíasson og Páll Hjalta- son með 17,69 í 6 hálfleikjum af 18 en Matthías Þorvaldsson og Jakob Kristinsson komu þar rétt á eftir með 17,68 í 13 hálfleikjum. Lokastaða efstu sveita varð þannig: 1. Landsbréf 191,5 2. Ólafur Lárusson 159 3. VÍB 153,5 4. S. Ármann Magnússon 147 5. Samvinnuferðir/Landsýn 145 Sandkom dv Einafauglýs- ingunumQöl- mörgu fyrir kosningarnar birtistiVíkur- blaðinuáHúsa- vík, heilsíðu- auglýsing sem undirrituðvar af„Vinum Dóra“.Ogþar sem rnynd af HalldóríBlön- dalfylgdiaug- lýsingunni þurftu menn ekki að vera í vafa um við hvaða Dóra var átt. Skemmst er svo frá því að segja að Dóri fékk prýðiskosningu, reyndar fékk listinn sem hann stýrði á Norð- urlandi eystra bestu kosningu allra lista Sjálfstæðisflokksins á landinu. Dóri sem fékk geysimikið af útstrik- unum í kosningunum 1991 fékk nú örfáar slíkar. Það er því óhætt að segja að „Vinum Dóra“ í kjördæminu hafi fjölgað mjög enda þykir ráðherr- ann hafa vaxið mjög af verkum sín- um á síðasta kjörtimabili. Vinsta vorið Alþýðu- bandalagið boðaðiíkosn- ingabaráttunni „vinstravor“ meðblómí haga. Reyndar hafasumír iandsmenn.::: ':::ý a.m.k. þeirsem búaáNorðUr- landi c-kki venð ánægöirmrð voriðveðurf- arslega séð og Hákon Aðalsteinsson hagyrðingur er þeirrar skoðunar að „vinstra vor“ hafi ríkt í veðurfarinu. Hákon settist því niður og útkomuna mátti lesa í V íkurblaðinu á Húsavík ísíðustuviku: Eflaus fellur allt úr hor, illailestumgengur, efaðþettavinstravor varirmikiðlengur. Einföld skýring Þaðerstund- umhaftáorði aðeitthvaðþað skemratíleg- astaviðkosn- hverjusinnisé þegarfram- bjóöendurfara aðtúlkaþau sérlvil.sama hver þau hafi orðið. Flokkar semtapafylgi eiga sér talsmenn sem geta „reikn- að“ það út að í raun og veru hafi þeir unniö sigur. Ragnar Arnalds al- þýðubandalagsmaðursagði t.d. að „miðað viðallaraðstæður" væriút- koma flokks hans ekki svo afleit. Um tap Alþýðubandalagsins á Norður- landi vestra þar sem Ragnar erþing- maður sagði hann að skýringin væri mj ög einfóld, flokkurinn hafi nefni- lega unniö góðan sigur 1 kosningun- uml99i. Þessi úrslit... Ríkisstjómin vareinsog.jó- jó" fyrri liluta f kosninganæt- urinnar,ýmist fallineðaekki fallinn. Dagur á Akureyrisagði afáhugasöm- um kjósanda sem.-ntvið sjónvarpiösift ogortiþegar sþórnin „féll“ Þessiúrslitþakkaber, þitt er fofið, ó Drottinn. Þjóð úr rústum rísa fer. Rikisstjórnin er dottin. Nokkrum minútum síðar komu nýjar atkvæðatölur og þá hélt ríkis- stiómin velli. Hagyröingnum varð þá aðorði: Þessi úrslit ei þakka bcr, þér ber ei lofið, Drottinn, Þjóðin úr rústum ei rísa fer. Ríkisstjórnin er ei dottin. fyrrihlutanætur:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.