Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1995 Spumingin Hvaða flokkar heldur þú að myndi næstu ríkisstjórn? Ásgrímur Jörundsson, atvinnulaus: Vona aö það verði Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarílokkuminn. Dóra Guómundsdóttir, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg: Eg held að það verði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Unnur Hjaltadóttir kennari: Ég óttast að það verði þeir sömu. Guómunda Oddsdóttir húsmóðir: Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn. Rolf Tryggvason nemi: Er það ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn? Bjarni Sigurðsson rafvirki: Ætli að það verði ekki Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Lesendur og verkfallið Konráð Friðfinnsson skrifar: Eftir sex vikna þóf við kennara tókst ríkinu loks að ná lendingu sem viðsemjendur þess virðast geta sætt sig við. Ekki er mér kunnugt um hver endanleg niðurstaða er. Hve mikið kaup kennara hækkaði ná- kvæmlega. Né heldur varðandi aðrar breytingar sem gerðar voru með hin- um nýgeröa kjarasamningi á skóla- haldinu almennt. Eitt veit ég þó með vissu. Og þaö er að þessi stétt er ekki ofalin af launum sínum frekar en margar aðrar stéttir eru í þjóðfélag- inu núna. Þegar líða tók á deiluna fór að bera á því, einkum í fjölmiðlum, að nem- endur væru famir að ókyrrast. Ein- hveijir nemar höfðu reyndar hátt og vildu endilega brenna bækur á stétt- inni fyrir framan stjómarráðið. Lög- reglan kom í veg fyrir þann óskapn- að. Var aðgerð þeirra enda vanhugs- uð að mínu mati og kannski bara „grín“. En það sem vakti einna helst at- hygli mína var að þessi svokallaða „ókyrrð“ nemanna náði víst hka til yngstu bekkjanna í grunnskólum landsins. Félagsleg vandamál em til aö mynda tahn hafa komið upp hjá þessum hópi sem mátti rekja beint til hins meinta verkfalls leiðbein- enda. Blessuðum bömunum átti víst að leiðast einhver ósköp vegna þess að þau gátu ekki stundað ilámið sem skyldi. Eg er með þessu ekki að gera lítið úr áhuga barnanna á lærdómnum. Og það gleður mann vissulega að ungviðið í dag skuli hafa svo mikla ábyrgðartihinningu gagnvart því sem það er að fást við. En það verð ég að segja að mórallinn þama hefur heldur betur breyst frá mínum ung- dómsárum. Ég minnist þess alténd ekki að þeir dagar sem ekki var kennt hafi verið einhverjir sérstakir Blessuð börnin eru alltaf eins, segir greinarhöfundur. sorgardagar. Dagar tára og vonleys- is. Þvert á móti gladdist maður hkt og kálfur sem er hleypt úr úr stíu sinni að vori. Og ekki minnist ég þess heldur að hafa heyrt krakkana, jafnaldra mína, kvarta sérstaklega undan þessum aukafrítíma sem gafst. Þeir voru eins og ég að þessu leyti. M.ö.o. himinlifandi. Viö mætt- um enda í skólann eingöngu fyrir kennarana. Ekki fyrir okkur sjálf. Og þetta var á hreinu í huga sumra okkar. Ekki samt allra. Hitt viöur- kenni ég fúslega nú að þessi hugsun okkar var röng, eins og hka mörg önnur var á þessum árum. Og auðvit- að eiga menn aö stunda sitt nám af áhuga og gera það áhugavert og lif- andi, sjálfum sér til heilla. Engu að síður var hugsunin þessi í þann tíð. Og mér segir svo hugur að fátt haíi í raun breyst. Alla vega hvað varðar grunnskólanemana. Börn og ungir krakkar eru nokkuð sjálfum sér lík. Þau eru fegin að fá aö lúra lengur á morgnana. Og þrátt fyrir allar breyt- ingar sem orðið hafa á umhverfinu og aðstæðum manna er samt sumt sem breytist ekki. T.d. bömin. Meðlæti með 1944 réttimimt Magnea Ragnarsd. hjá SS skrifar: í DV fimmtudaginn 30. mars sl. skrifar Þorvaldur meðal annars um ágæti 1944 réttanna frá Sláturfélagi Suðurlands en kom hins vegar með ábendingu um að meira meðlæti vantaði meö réttunum. Fram til þessa hafa réttimir sam- anstaðiö af kjöti og sósu með græn- meti en nú nýlega setti SS á markað 1944 réttina í nýjum umbúðum. Þess- ar umbúðir em tvískiptar og er ann- ar helmingurinn fyrir meðlæti, s.s. kartöflumús með stroganoff og kjöt- bohum og hrísgrjón með kjöti í karrí og súrsætum svínakjötsrétti. Auk þessa er ýmiss konar grænmeti blandað í kjöthluta réttanna. Tveir 1944 réttanna, lasagna og spaghetti bolognese, eru þess eðlis að meðlætiö er í réttinum, þ.e. rétturinn saman- stendur af pasta og kjöti. Hins vegar er þaö rétt hjá Þorvaldi aö auka má vemlega fjölbreytni 1944 réttanna og skapa sér tilbreytingu, meðal annars með því að bera fram brauð eða ferskt salat með þeim. Eins og áður emm við hjá SS alltaf tilbúin til að hlusta á ábendingar sem þessa og þökkum Þorvaldi kærlega fyrir. Verkefni fyrir bílasmiði Skarphéðinn H. Einarsson skrifar: Nýlega sá ég í bresku Sky-sjón- varpsstöðinni umfjöllun um sjúkra- flutninga þar í landi sem ég fer ekki nánar út í hér en eitt vakti athygli mina. Þeir eru að skipta um tegund sjúkrabíla. Verið hafa í notkun Bed- ford-bílar sem eru kraftlitlir og seinir í fórum. Nú eru að koma á markað- inn sjúkrabílar frá Bandaríkjunum Bréfritari segir ýmsa möguleika vera fyrir hendi í bilasmiði. af Chevrolet-gerð, 6,2 dísil. Þeir þykja betri og fljótari í förum. Einnig munu þeir vera búnir öllum þeim nýjustu og bestu tækjum sem völ er á. Sumir koma fullbúnir frá Bandaríkjunum, öðrum er breytt í Bretlandi. Ég gæti vel hugsað mér að hingað væru fluttir GM-sendibílar með hægri handar stýri að sjálfsögðu. Þeim síðan breytt í fullkomna sjúkrabíla. Síðan færu þeir áfram yfir hafið til Bretlands. Efni og bún- aður yrði að sjálfsögðu að vera und-. anþeginn tollum og öðrum gjöldum en þetta gæti skapað bílasmiðjum mikla vinnu. íslenskir bílasmiðir eru þekktir fyrir aö vera snillingar, hvort sem er við að breyta bílum í fjalla- bíla, sjúkrabíla, lögreglubíla eða aðra björgunarbíla. Einnig hef ég trú á að þeir aöilar fyrir norðan, sem flutt hafa inn htla palllausa bíla frá Bandaríkjunum og síðan breytt þeim í fullkomna slökkvibíla, gætu flutt út sína vöru og um leið islenskt hug- vit. En til að svo megi verða þarf aðstoð frá stjómvöldum. Þarna myndi nefnilega skapast at- vinna og gjaldeyrir. Ég hef séð í Sví- þjóð að hluti af bifreiðakosti lögregl- unnar þar í landi er af bandarískri gerð, Chevrolet eða GMC. Hér hafa menn vahð Ford Econohne þó svo að þeir séu á engan hátt betri en Chevrolet. Nema þeir em sagðir eyða mun meira af dísilohu og em einnig háværari. Engu að síður em það líka góðir bílar. Þjódiníhættu Regína Thorarensen skrifar:' Eggert Haukdal, fyrrv. alþing- ismaður, hélt fjölmennan fund á Hótel Selfossi 2. apríl sl. Heiðurs- gestur var Matthias Bjarnason, fyrrv. alþingismaöur og ráð- herra, og talaði hann fyrstur. Matthías kom víða við og var bæöi skemmtilegur og fræðandi. Á milh ræðuhalda var boöiö upp á skemmtiatriði og m.a. sungu nemendur úr Fjölbrauta- skóla Suðurlands undir stjóm hstamannsins og söngkennarans Jóns Sigurraundssonar. Þá kom einnig fram eftirherman Guð- bjöm Ingóhsson. Fundarmenn vom allir sem einn ánægðir meö samkomuna og það að Eggerí Haukdal skyldi bjóða fram Suðurlandshstann. Það vom hins vegar mikil von- brigði að hann skyldi ekki ná kjöri en þá kröfu ætti að gera til alira sem fára inn á þing að þeir gjörþekki íslenskt atvinnulíf. Þaö er hins vegar voðalegt ef Jón Baldvin og Davíð halda áfram stjómarsamstarfinu. Þá er þjóðin búin að vera. Sigurvegarar kosninganna Kjósandi skrifar: Nú þegar úrslit kosninganna liggja fyrir hefur verið allt að því spaugílegt að fylgjast með for- ystumönnum flokkanna og hvemig þeir túlka niðurstöður þeírra. Fæstir deila um fylgisaukningu Framsóknarflokksins en tals- menn hinna flokkanna hafa sagt að útkoma þeirra sjálfra sé mikill varnarsigur. í íþróttunum þykir það ekki líklegt til afreka að liggja í vöm. Með því er ekki hægt að skora mörk og þá um leiö að vinna sigur! Þessi viðbrögð koma svo sem ekki neitt á óvart. íslenskir stjómmálamenn hafa aldrei vilj- aö fjalla um sannleikann enda er þeirn fyrirmunað að segja satt. Gottkosninga- sjónvarp G.S. skrifar: Ég má til með aö hrósa forráða- mönnum Sjónvarpsins fyrir frammistöðu sína í kosningun- um. Stofnunin stóð sig mjög vel þegar umfjöllun um stjórnmálin var annars vegar og ekki var kosningasjónvarpið þeirra síðra. Allir fréttamenn Sjónvarpsins stóðu sig með mikih prýði, hvort sem þeir vora i myndverinu á Laugavegi eða á talningarstöðun- um úti um landið. Á engan er þó hallað þó minnst sé sérstaklega á Helga Má. Þar fer afar vandaöur sjónvarpsmaður sem ávallt virð- ist vel undirbúinn fyrir útsend- ingar og gætu margir kohegar hans ýmislegt af honum lært Gallað kerfi Sigríður L. hringdi: Það kom berlega í ljós í þessum kosningum að kosningakerfið er meingallað. Þaö er löngu vitað aö vægi atkvæða á milli kjördæma nær engri átt. Þó unnið hafi verið aö ýmsum lagfæringum vantar mikiö upp á. Það er líka galh að þeir sem ekki bjóða fram ahs staðar á landinu skuli gjalda þess. Hvaða sanngirni er í því að kratar ía einn þingmann á Suöurlandi en ekki S-listinn sem fékk mun fleiri átkvæði. Verst af öllu er þó að ríkisstjómin hélt vehi en hana styður minnihluti þjóðarinnar. Kvennalistinn tímaskekkja Karlmaður hringdi: Merkustu skilaboöin í þessum kosningum eru að Kvennalistinn er tímaskekkja. Meira að segja langflestar konur era þeirrar skoðunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.