Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995
Sérstæð sakamál
x>v
Skuggi örlaganna
Móðir Philips, Maud, með manni sínum, Robert (fyrir miðju), á brúðkaupsdegi þeirra.
Rosalind og Philip á brúðkaupsdaginn.
Maud Tinsley Millar var ekki
hrifm þegar Philip, sautján ára
sonur hennar, ákvað að ganga í
flotann. Hún gat ekki með nokkru
móti gleymt því þegar tveir menn
frá útgerðarfélaginu sem maður
hennar var hjá höfðu barið að dyr-
um hjá henni dag einn þrettán
árum áður þess aö segja henni að
hún væri orðin ekkja. Þá var hún
aðeins tuttugu og sjö ára.
Maud Tinsley bjó i Plymouth á
Englandi. Maður hennar, Robert
Millar, hafði farið á kaupskip þegar
hann var sextán ára, og þegar hún
missti hann hafði hann verið þriðji
stýrimaður í langri sjóferð. Þá
höfðu þau verið gift í sex ár og son-
ur þeirra, Philip, var íjögurra ára.
Á spánskri krá
Maud var raunsæ kona. Þótt Ro-
bert hefði heitið því að vera trúr
henni vissi hún að hann átti.„vin-
konur“ í höfnum erlendis. Oft leið
langt milli þess sem skipin sem
hann var á komu í höfn, og stund-
um mánuðir án þess að hún sæi
hann. Maud lét sér þetta lynda, en
engu að síður brá henni mikið þeg-
ar mennirnir tveir frá útgerðarfé-
laginu tilkynntu henni að Robert
hefði verið stunginn til bana í
spænskri krá eftir deilu um stúlku.
Maud varð lítil huggun í að heyra
aö Spánverjinn, sem ráðið hafði
mann hennar af dögum, hafði verið
handtekinn og átti langa fangavist
fyrir höndum.
Eftir þetta helgaði Maud sig syn-
inum, Philip. Hún gat ekki hugsaö
sér að giftast aftur, og var viss um
að hún myndi geta séð fyrir hon-
um.
Aðvörun Maud
Philip, sem var fæddur í hafnar-
borginni Plymouth, fékk snemma
áhuga á sjómennsku, og hann var
ekki orðinn hár í loftinu þegar
hann fór að hafa orö á því við móð-
ur sína að hann langaði til að ganga
í flotann. Það gerði hann svo sautj-
án ára gamall.
Þremur árum síðar hitti Philip
Rosalind Tappenden, nítján ára
stúlku. Þau trúlofuðu sig eftir
þriggja ára kynni, og ári eftir það
gengu þau í hjónaband. Þá var
Philip nýkominn í land eftir langa
sjóferð til Kingston á Jamaíka.
Allt frá þeim degi þegar Philip
kom fyrst heim í matrósafótum
breska flotans hafði móðir hans
varaö hann við þeim hættum sem
leyndust í erlendum höfnum. Hún
var að sjálfsögðu að hvetja hann til
að fara varlega í allri umgengni við
stúlkur, og nefndi í því sambandi
það sem hún kallaði „ófrávíkjan-
legt náttúrulögmál". Erlendir karl-
menn væru oft skapofsamenn, og
því gæti það verið beinlínis lífs-
hættulegt fyrir breska sjóliða að
sýna áhuga á stúlkum í hafnar-
borgum úti um heim.
ÁArkRoyal
Áhyggjur Maud minnkuðu nokk-
uð þegar Philip kvæntist Rosalind.
Philip hafði alltaf reynst traustur,
og ef til vill var hættan á að hann
sýndi erlendum stúlkum áhuga
ekki eins mikil og hún hafði stund-
um óttast að orðið gæti. Vonandi
biði sonar hennar langur og árang-
ursríkur starfsferill í flotanum.
Ungu hjónin keyptu sér lítið hús
í einni útborga Plymouth, Buck-
land, skammt þar frá sem Maud
bjó. Rosalind virtist glöð og ánægð
yfir að vera gift manni í hinum
konunglega breska flota, þótt það
hefði í for með sér að hann væri
langtímum saman að heiman. Fað-
ir hennar hafði verið í flotanum,
og því vissi hún vel hvað hennar
beið þegar hún gekk í hjónabandið.
Philip var á Ark Royal, og meðal
vina hans um borð voru nokkrir
sem þekktu Rosalind. Eitt sinn, er
skipið var í höfn, létu þeir þau orð
falla við hana að Philip hefði ekki
alltaf verið henni trúr erlendis.
Hann hefði nokkrum sinnum sýnt
erlendum stúlkum áhuga, og að
minnsta kosti tvívegis hefði hann
sofið hjá þeim.
Óróleiki
Rosalind var að sjálfsögðu ekki
ánægð með að fá þessar fréttir. Hún
hafði lengst af verið einmana eftir
að maður hennar fór á sjóinn, og
vitneskjan um að hún gæti ekki
treyst honum létti henni ekki ein-
veruna á heimilinu. Þar var hún
oftast því henni hafði ekki tekist
að fá vinnu. Ein af fáum dægra-
dvölum hennar var því sú að heim-
sækja foreldra sína og tengdamóð-
ur til skiptis.
Um hríð hugsaði Rosalind ráð
sitt, en sá svo að hún yrði að gera
átak til að fá sér vinnu. Það eitt
yröi til þess að hún sæti ekki ein
heima með hugsanir sínar. Hún
hafði beppnina með sér og fékk
hlutastarf í krá. Þar kynntist hún
að sjálfsögðu mörgum mönnum, og
fór hún heim með einum eða tveim-
ur þeirra.
Einn þeirra sem hún kynntist
þannig var Vernon Watters, tutt-
ugu og átta ára vélaviðgerðarmað-
ur. Ekki leið á löngu þar til sam-
band þeirra var orðið fast.
Það má segja Rosalind til varnar
aö hún var ekki ánægð með fram-
hjáhaldið, en hún reyndi aö vísa
samviskubitinu frá með þeirri til-
hugsun að í raun væri hún aðeins
að gera þaö sem maður hennar
Vernon Watters.
gerði. En þegar Philip var í höfn
reyndi hún allt sem hún gat til að
reyna að fá hann til að hætta í flot-
anum og fá sér starf í landi.
Aðdragandinn
í fyrsta sinn sem Philip kom heim
eftir að Rosalind fór að vinna á
kránni hafði hann verið í óvenju-
langri sjóferö. Hún var heima þeg-
ar hann kom í land og hún nefndi
það ekki við hann þá að hún væri
komin í vinnu.
Eftir nokkra stund heima fór
hann út með félögum sínum til að
fá sér öl, en þegar hann kom heim
aftur var Rosalind ekki þar. Þá
komst hann að því að kona hans
væri farin aö afgreiöa á krá. Hann
varð reiður, fór á krána og krafðist
þess að hún kæmi heim með sér.
Tvær stúlkur voru við afgreiðslu
þegar hann kom á krána og gat
Rosalind því farið að kröfu manns
síns. En þegar þau komu heim kom
til mikils rifrildis milli þeirra.
Krafðist hann þess að hún segði
upp starfinu, en hún neitaði því.
Um það sem svo gerðist er Rosa-
lind ein til frásagnar.
Vörnin
„Við gengum fram í eldhús,"
sagði Rosalind. „Philip var enn
með háreysti og sagðist ekki þola
aö kona hans ynni á krá. Mér væri
ekki treystandi því þangaö kæmu
margir menn.“
Rosalind sagðist þá hafa sagt hon-
um hvað félagar hans hefðu sagt
sér. „Og hvað með það?“ spurði
Philip þá. Hún svaraði því þá til
að þætti honum eðlilegt að hann
gæti átt vinkonur í erlendum
höfnm gæti hann lítið við því sagt
þótt hún ætti kunningja. Og áður
en hún hafði áttað sig hafði hún
látið sér um munn fara að í raun
ætti hún fastan vin.
„Hann sneri sér eldsnöggt við
þegar ég sagði þetta,“ sagði Rosa-
lind. Svo fór hann að berja mig og
ég varð hrædd um að hann ætlaði
að ganga af mér dauðri. Mér tókst
að ná í stóran hníf sem lá á eldhús-
borðinu og í tilraun til að verja mig
rak ég hnífinn út i loftið."
Philip sleppti konu sinni, ram-
baði nokkur skref aftur á bak og
datt á eldhúsgólfið. „Ég sá að ég
hafði sært hann alvarlega," sagði
Rosalind, „og hringdi á sjúkrabíl."
En það var um seinan. Philip var
látinn þegar kotpið var með hann
á sjúkrahús. Þáð sem móðir hans
hafði óttast mest var orðið að veru-
leika. Hann hafði dáið á sama hátt
og faðir hans, að öðru leyti en því
að það haföi ekki gerst í erlendum
hafnarbæ og á hnífnum hafði ekki
haldið blóðheitur útlendingur.
Ákærö
Rosalind var handtekin, og
nokkru síðar var hún ákærð fyrir
manndráp, en hún var látin laus
gegn tryggingu. Hún kom svo fyrir
landsréttinn í Exeter. Þar sagði
dómarinn, Frederick Lawton, með-
al annars eftir að hún lýsti sig seka
um manndráp:
„Ég hef ertga löngun til þess að
setja þessa ungu konu í fangelsi.
Þetta er sorgarsaga af lífsglaðri
ungri stúlku sem þoldi illa að vera
ein langtímum saman. í huga mín-
um er enginn vafi á því að hana
langaði ekki til að vinna manni sín-
um tjón, hvað þá að ráða hann af
dögum.“
Rosalind var að sjálfsögðu fundin
sek um afbrotið sem hún játaði á
sig, og þegar að dómsuppkvaðning-
unni kom sagði Lawton dómari:
„Ég dæmi þig til fangelsisvistar í
eitt ár, en dómurinn verður skil-
orðsbundinn í tvö ár.“ Rosalind gat
því gengiö úr réttarsalnum í þeirri
vissu að kæmist hún ekki í kast við
lögin næstu tvö árin færi hún ekki
í fangelsi.
Hún var því ánægö þegar hún
gekk frá dómhúsinu með foreld-
rum sínum. Við það tækifæri sagði
faðir hennar, Benjamin Tappender,
við blaðamenn: „Nú óskum við
bara eftir að fá frið, svo að Rosalind
geti jafnað sig og byrjað nýtt líf.“
Maud Tinslay Millar bar sorg
sína í þögn. Hún lét hugann reika
tuttugu ár aftur í tímann þegar
tveir menn börðu að dyrum hjá
henni til að tjá henni að maður
hennar væri allur. Þá hafði ótti
gripið hana um örlög sonar síns,
þótt hann væri aöeins fjögurra ára,
og sá ótti varð að veruleika, hversu
ótrúlegt sem flestum hefði fundist
það á þeim tíma.