Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Page 6
6 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 Stuttar fréttir Barist um hvert atkvæð! Samkvæmt óopinberum skoðanakönn- unum fyrir for- setakosning- arnar í Frakk- landi hefur .Jacques Chirac 52 prósenta fylgi á móti 48 prósenta fylgi sós- íalistans Lionels Jospins. Mikil óvissa ríkir um úrslitin á sunnu- dag og er hart barist um hvert atkvæði. Króatar sýknaðir Sendimenn Evrópusambands- ins hreinsuðu króatíska herinn af ásökunum um að hafa fariö illa með serbneska stríðsfanga. Hörð átök brutust á sama tima út í noröurhluta Bosníu þar sem Bosníu-Serbar svöruðu árásum á Króatíu-Serba. Blöð Silf urbiblíu fundin Sænska lögreglan fann stolnar blaðsíður og kápu ómetanlegrar silfurbiblíu í skáp á lestarstöö- inni i Stokkhólmi. Blaðsíðunum og kápunni var rænt af háskóla- bókasafninu i Uppsölum í síðasta mánuöi. Fimm verkamenn myrtir Múslímskir öfgamenn í Alsír drápu fimm erlenda verkamenn í árás á olíuleiðslufyritæki. Striðshetja minnst Elisabet Eng- landsdrottning minntist þeírra sem létust í seinni heims- styrjöldinni og hvatti Evr- ópubúa til að halda uppi minningunni um þá sem fómuðu lifi sinu til aö sigur ynnist. Hunguriírak Matarskortur og alþjóðiegur ágreiningur ógnar lifí. meira en einnar milljóna manna i írak. Banvæn fjölskyldudeila Hatrömm deila tveggja íjöl- skyldna í þorpi í suöurhluta Egyptalands endaði í vopnaskaki sem varð 24 að bana og særði 18. Grófuvitlaustlík Pólverjar grófu vitlaust lík þeg- ar þeir töldu sig vera að grafa lík- amlsleifar rithöfundarins Witki- ewicz. Tóku þeir á móti likams- leifunum af Rússum í góðri trú. Tyrkirhættirstríði Tyrkir hafa hætt stríðsrekstri sínum gegn Kúrdum í norður- hluta íraks og kallað hersveitir sínar heim. Aögeröir Tyrkja stefndu samskiptum þeirra við Evrópusambandið i voða. Reutcr Bensínverð á heimsmarkaði: Ekki hærra í 8 mánuði Bensínverð á heimsmarkaði hækk- aði nokkuð í vikunni og hefur ekki verið hærra í 8 mánuði. Ástæðan er fyrst og fremst stóraukin eftirspum. Þannig er 98 okt. bensín komið yflr 200 dollara markið fyrir hvert tonn. Reiknað er með enn hærra verði á næstunni þannig að hækkun inn- lendu olíufélaganna í gær ætti ekki að koma svo mikiö á óvart. Uppgangurinn á Wall Street hélt áfram í vikunni. Dow Jones hluta- bréfavísitalan fór í fyrsta sinn í sög- unni yfir 4.400 stig á fimmtudag en hafði lækkaö um nokkur stig þegar viðskipti hófust á ný í gærmorgun. Hlutabréfaverð í öðmm helstu kaup- höllum heims hefur hækkað lítillega í vikunni en lokað hefur verið í Tokyovegnahátíðarhalda. -Reuter Útlönd r>v Breskir íhaldsmenn sleikja sárin eftir kosningatap: Major heldur ótrauður áfram „Ég hef aldrei á ævinni hlaupið frá erfiðum verkefnum og ætla ekki að gera það núna. Viö höfum tekið margar erfiðar ákvarðanir. Ég er reiöubúinn aö verja stefnu okkar og ég mun gera það fram að næstu þing- kosningum, sem ég trúi að við mun- um vinna," sagði John Major, forsæt- isráðherra Bretlands og formaður íhaldsfiokksins, eftir að stórtap íhaldsmanna í sveitarstjómarkosn- ingunum í Englandi og Wales var staðreynd. Með orðum sínum batt Major enda ávangaveltur um aö tap íhaldsmanna væri upphafið að enda- lokum hans sem formanns íhalds- flokksins. íhaldsflokkurinn fékk einungis 25 prósent atkvæða í kosningunum, sem eru verstu kosningaúrslit flokksins frá upphafi. Verkamanna- flokkurinn hrósaði hins vegar bestu kosningaúrshtum í 30 ár, með 48 pró- sentum atkvæða. íhaldsmenn eru með meirihluta í aðeins 8 af346 sveit- arfélögum en Verkamannaflokkur- inn í 143. Ef úrslit kosninganna eru yfirfærð til þingkosninganna eftir tvö ár þýddi það að Verkamannaflokkurinn fengi 444 þingsæti, íhaldsflokkurinn 104 og Frjálslyndir demókratar 77. Margir hinna rúmlega tvö þúsund íhaldsmanna, sem töpuðu sæti sínu í kosningunum í gær, létu í ljós þá skoðun að Major ætti að víkja fyrir nýjum formanni. Formannskosning- ar geta hins vegar fyrst orðið í nóv- ember og létu leiðandi íhaldsmenn þá skoðun í ljós að enginn væri betri til starfans en Major. Tony Blair, formaður Verka- mannaflokksins, sagði að íhalds- menn græddu ekkert á formanns- skiptum. John Major væri ekki vandamál íhaldsflokksins heldur væri íhaldsflokkurinn vandamál Johns Majors. Sú skoðun virðist einnig sterk innan íhaldsflokksins þar sem raddir eru uppi um að fá nýtt blóð í ríkisstjórnina og standa mun betur að kynningu óvinsælla stefnumála. Talið er að íhaldsflokk- urin hafi liðiö fyrir skattahækkanir, sundrungu þingmanna í Evrópumál- um, viðskipta- og einkalífshneyksli þingmanna og þá útbreiddu skoðun að flokkurinn sé þurrausinn hug- myndum eftir 16 ár í meirihluta. „íhaldsmenn hafa ekkert nýtt til málanna að leggja. Þeir eru reikandi og stefnulausir," sagði Tony Blair. Þýskaland: Viijagóma „sextúrista“ Þýsk yfirvöld vilja auka aögerð- ir til að hafa uppi á feröamönnum sem sækja Austurlönd heim í þeim tilgangi að kaupa kynmök við börn og unglinga. Samkvæmt lögum, sem samþykkt voru í Þýskalandi fyrir tveimur árum, er hægt að lögsækja Þjóðverja sem notfæra sér barnavændi í öðrum löndum. Beina yfirvöld sjónum sínum aðallega að Taí- landi, Filippseyjum, Malasíu og Singapúr. Vandinn felst aðallega í öflun sönnunargagna því yfirvöld í nefndum löndum loka gjarnan augunum fyrir barnavændi og viðskiptavinum þess. Sérfræö- ingar fullyrða aö um 200 þúsund þýskir karlmenn fari árlega utan til að stunda kynlíf meö börnum og unglingum. Hægt væri, með góðu samstarfi við erlend yfir- völd, að lögsækja um 5 þúsund karlmenn á ári. Svalbarði: Vopnaðirferða- menn hættulegri enísbirnir Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: Þeir koma með öfluga riffla reidda um öxl, leggja vopn sín á borðið fyrir framan sig á kaffi- stofum Langaásbæjar og eftir nokkra bjóra eru þeir hættulegri en ísbirnirnir sem ráfa fyrir utan. Sýslumaðurinn á Svalbaröa ætl- ar að grípa í taumana og breyta „villta norðrinu11 aftur í þá friö- sælu paradís sem eyjaklasinn var áður en ferðamönnum var ráð- lagt að fara þar ekki um óvopnað- ir. Eftir að ísbjörn drap unga stúlku á gönguferð nálægt Langa- ásbænum í vetur voru ferðalang- ar hvattir til að hafa með sér vopn. Þeir tóku hvatningar þær svo alvarlega um þverbak þykir keyra. England: Hitiogmengun verðurtveimur aðbana Tveir astmasjúklingar dóu í Englandi í gær vegna mikils hita og þeirrar mengunar sem fylgdi hitanum og logninu. Hitinn komst i 27 gráður á Celsíus annan daginn í röð í gær. Um allt Eng- land var fólk að kafna úr hita. Sjúkrahús vöruðu astmasjúkl- inga og aldraða við því að vera mikiö úti við vegna mengunar- innar. Varnaðarorö sjúkrahús- anna virðast ekki haf'a náö til 49 ára verkamanns sem puðaöí úti í brakandi sóbnni í Plymouth og hné niður eða 17 ára astmaveiks unglings í Liverpool. Kynlíf nokkrum dögumeftirfæð- inguvarðkonu aðbana Tuttugu og níu ára bresk kona fékk banvænt lijartaáfall eftir að hún iðkaöi kynlíf meö manni sín- um aöeins fimm dögum eftir að hafa fætt fjóröa barn þeirra hjóna. Hjartaáfalliö orsakaöist af loftbólu frá ógrónum sárum sem konan fékk við fæðinguna. Eigin- maðurinn sagði þennan sorglega atburð eiga eftir að hafa áhrif á allt sitt líf. Þetta er annað áfallið sem hann verður fyrir en tveggja ára sonur þeirra hjóna dó í bíl- slysi fyrir þremur árum. Reuier Reuter Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú Filippseyja, heilsar stuðningsmönnum sínum en hún sækist eftir kjöri í þingkosn- ingum á mánudag. Á sama tima eru yfir 100 ákærur fyrir fjármálamisíerli af hennar hálfu og spillingu til meðferð- ar hjá dómstólum í Manila. Símamynd Reuter Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs: Fordæmir kvótaák vörðun Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, fordæmir harðlega þá ákvörðun Islendinga og Færey- inga að ákvarða einhliða kvóta úr norsk-íslenska síldarstofninum. „Að ákveöa þennan kvóta þegar ekki finnst nein síld á íslenskri veiðislóð er óskiljanlegt og óverjandi frá líf- fræðilegu sjónarmiði. Þjóðimar taka ekki ábyrgð heldur hugsa eingöngu um skammvinnan gróða,“ sagði sjáv- arútvegsráðherrann í gær. Norsk stjórnvöld gagnrýna einnig vilja íslendinga og Færeyinga til samninga um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum. Ráðherr- ann óttast að ákvörðun þjóðanna þýði að útlokað sé aö ná samkomu- lagi um síldveiðar á þessu og næsta ári. „Norsk stjórnvöld verða að íhuga vandlega hvernig taka skuli á málinu og munu hafa náið samráö við Rússa í þeim efnum. Viö höfum sömu sjón- armiö í málinu," sagði Olsen en hann og rússneski sjávarútvegsráðherr- ann ræddu síldveiöar í gær. NTB Kauphallir og vöruverð erlendis | ' >' f 4500 ^ow Jones 4400 '4300 4200 4100 4000 3900 3800 M 4359,66 A M 370 - 360^r 350 NA 340 330 320 310 V 328,4 M A M I MQB 1 nT-JIHTHSEflflíl 1 ■ebmb 3200 /\ 3000 H 2800 200 ✓ •250; 25 2700 3109 195,00 150 203,00 t, 19,00 F M A M Vt F M A M Vt F M A M tunna F M A M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.