Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
Með Pulitzer
r
avasann
Ellen Barkin og Robert Duvall í Tender Mercies - en Horton Foote fékk
Óskar fyrir handrit kvikmyndarinnar.
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáidsögur:
1. John Grisham:
The Chamber.
2. Meave Bínchy:
Circle of Friends.
3. Judíth McNaught:
Until You.
4. Belva Plain:
Daybreak.
5. T. Clancy & S. Pieczenik:
Tom Clancy's Op-Center.
6. Barbara Taylor Bradford:
Angel.
7. Sue Grafton:
„K" Is for Killer.
8. Danielle Steel:
Accídent.
9. Allan Folsom:
The Day after tomorrow.
10. Margaret Truman:
Mudrer on the Potomac.
11. Michael Crichton:
Congo.
12. Díck Francis:
Dectder.
13. E. Annie Proulx:
The Shipping News.
14. Clive Cussler:
Inca Gold.
15. Margaret Atwood:
The Robber Bride.
Rit almenns eðlis:
1. B.J. Eadie 8t C. Tayfor:
Embraced by the Light.
2. Delany. Delany 8i Hearth;
Having Our Say.
3. Thomas Moore:
Care of the Soul.
4. Mary Pipher:
Reviving Ophelia.
5. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
6. Elizabeth M. Thomas:
The Hidden Life of Dogs.
7. Sherwin B. Nuland;
How We Die.
8. Bob Woodward;
The Agenda.
9. Thomas Moore:
Soul Mates.
10. Danníon Brinkley8i Paul Perry:
Saved by the Light.
11. Jerry Seinfeld:
Seinlanguage.
12 Nathan McCall
Makes Me Wanna Haller.
My Journey now.
13. Maya Angelou:
I Know why the Caged Bird Sings.
14. Karen Armstrong:
A History of God.
15. M. Hammer & J. Champy:
Reengineering the Corporation.
(Byggt á New York Times Book Review)
upp
Eftirsóttustu bókmennta- og blaða-
mennskuverðlaun Bandaríkjanna
eru kennd við blaðakónginn Pulitzer
sem efndi til þeirra á sínum tíma.
Þau eru veitt árlega fyrir einstök
verk höfunda.
Vinningshafar á sviði bókmennta
eru að þessu sinni:
Carol Shields fyrir skáldsöguna
The Stone Diaries.
Horton Foote fyrir leikritið The
Young Man from Atlanta.
Doris Kearns Goodwin fyrir sagn-
fræðiritið No Ordinary Times:
Franklin and Eleanor Roosevelt: The
Home Front in World War II.
Joan D. Hedrick fyrir ævisöguna
Harriet Beecher Stowe.
Philip Levine fyrir ljóðasafnið The
Simple Truth.
Jonathan Weiner fyrir fræðibókina
The Beak of the Finch: a Story of
Evolution in Our Time.
79 ára leikskáld
Það er ekki seinna vænna að Hort-
on Foote hljóti Puhtzerinn fyrir rit-
störf sín. Hann er 79 ára að aldri og
hefur samið um 50 leikrit. Samt er
hann fyrst og fremst kunnur í
Bandaríkjunum fyrir handrit sín að
kvikmyndum, svo sem: To Kill a
Mockingbird, The Trip to Bountiful
og Tender Mercies.
Nú í vetur hefur Signature-leikhús-
ið í New York sett á svið fjögur leik-
rit eftir Foote, þar á meöal The Young
Man from Atlanta. Þetta verk gerist
í Houston í Texas árið 1950 og er al-
varlegs eðlis. Þar segir frá rosknum
hjónum sem hafa misst son sinn.
Þetta eina barn þeirra drukknaði í
stöðuvatni. Var það slys eða sjálfs-
morð? Kannski veit félagi sonarins
það - ungi maðurinn frá Atlanta sem
nafnið vísár til.
„Ég fagna þessu,“ sagöi Foote í
þlaðaviðtali eftir að úrslitin lágu fyr-
ir. „Maður reynir bara að sinna starfi
sínu og gleðst auðvitað þegar eitt-
hvað svona ánægjulegt gerist.“
Kanadísk skáldsaga
Pulitzerinn er veittur fyrir verk
Bandaríkjamanna. Skáldsagan The
Stone Diaries eftir Carol Shields, sem
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
fyrr í vetur kom sterklega til greina
við úthlutun bresku Booker-verð-
launanna, var gjaldgeng vegna þess
að Shields er bæði kanadískur og
bandarískur ríkisborgari.
Sagan.hafði reyndar þegar sankað
að sér verðlaunum - bæði í Kanada
og Bandaríkjunum.
Carol Shields er 59 ára og býr í
Winnipeg í Manitoba sem margir hér
líta fyrst og fremst á sem byggð Vest-
ur-íslendinga. Hún hefur sent frá sér
átta skáldsögur og tvö smásagnasöfn
síðustu 20 árin. I nýju skáldsögunni
rekur hún ævi miðstéttarkonu sem
hefur lifað mestan hluta þessarar
aldar og notar til þess kunnugt form;
dagbækur margra sögumanna.
Shields tók tíðindunum með ró.
„Líf mitt mun ekkert breytast við
þetta,“ sagði hún, “en það verður
gaman að fá lesendur."
Viðbrögð ljóðskáldsins Philips Le-
vines við Puhtzernum voru hressi-
legri:
„Þetta ergir þá sem er illa viö
mann, og það er gott. Þeir sem kunna
vel við mann gleðjast, og það er líka
gott. Konan mín verður í sjöunda
himni. Við munum drífa okkur út í
kvöld og detta í það. Og á morgun
hefst svo puðið á ný.“
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Chamber.
2. P.D. James:
Original Sín.
3. T. Clancy 8t S. Pieczenik:
Tom Clancy's Op-Centre.
4. Sidney Sheldon:
Nothing Lasts Forever.
5. Alan Hollinghurst:
The Folding Star.
6. Peter Hoeg:
Miss Smilla’s Feelíng for
Snow.
7. Lionel Davldson:
Koiymsky Heights.
8. Stephen Fry:
The Hippopotamus.
9. Frederick Forsyth:
The Fist of God.
10. Joanna Trollope:
A Vitlage Affaír.
Rit almenns eölis:
1. Stephen Hawking:
A Brief History of Time.
2. Julian Barnes:
Letters from London.
3. Steven Pinker:
The Language Instinct.
4 Jung Chang:
Wíld Swans.
5. Stella Tillyard:
Aristocrats.
6. Margaret Thatcher:
The Downing Street Years.
7. W.H. Auden:
Tell MetheTruthabout Love.
8. Andy McNab;
Bravo Two Zero.
9. Alan Clark:
Diaries.
10. Jean P. Sasson:
Daughters of Arabia.
(Byggt á The Sunday Ttmes)
Danmörk
1. Ib Michael:
Den tolvte rytter.
2. Jung Chang:
Vilde svaner.
3. Anchee Min:
Rod Azalea.
4. Jostein Gaarder;
Sofies verden.
5. Saint-Exupéry:
Krigsflyver.
C Fr.tnz Kafka:
Amerika.
7. Peter Hoeg:
Fröken Smillas fornemmelse
for sne.
(Byggt á Politiken Sondag)
Vísindi
Smágjöf til læknisins
er góð fyrir heilsuna
Það er víst vísindalega sannað að læknar eru samviskusamari ef þeir fá
smáþakklætisvott frá sjúklingnum.
Negldurvið
ldstubotninn
íbúar á grísku eyjunni Lesbos
tóku ekki neina áhættu þegar
þeir grófu á síðustu öld miðaldra
karlmann sem grunaður var um
að vera blóðsuga. Þeir negldu
hann kirfilega við kistubotninn
með 25 sentímetra löngum drjól-
um.
Fornleifafræðingar fundu vel
varöveitta beinagrind mannsins
i tyrkneskum grafreit og er því
talið næsta víst að hin meinta
blóðsuga haíl verið múslími.
Froskar og
frumskóga-
tromman
Það getur verið erfitt fyrir litla
froska að láta í sér heyra í ær-
andi hávaöa regnskóganna. Þá
stoðar nú lítið aö reka upp tist.
Froskategund nokkur í Malasíu
hefur fundið ráð við þessu og
notar kvendýrið frumskógar-
trommuna svokölluðu þegar þaö
vill koma skilaboðum til karldýrs
um að nú sé þaö tilkippilegt.
Kvendýrið trommar með fótnn-
um ó skógarbotninn, karldýrið
nemur titringinn og sendir skila-
boð til baka um aö þaö sé á leið-
inni.
Það voru tveir bandarískir vís-
indamenn sem uppgötvuðu þessa
einkennilegu aðferö froskanna
viö að koma boðum sín í milli.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Nú þarf ekki lengur vitnanna við:
Það er vísindalega sannað aö smá-
þakklætisvottur til læknisins er til
bóta fyrir heilbrigði sjúklingsins.
Þaö er sálfræðingurinn Alice Isen
við Cornell háskólann í New York
sem hefur komist að þessu en hún
hefur í mörg ár rannsakað hvað það
er sem kemur fólki í gott skap og
öfugt. Og það hefur sýnt sig að það
eru smáhlutir sem segja til um hvor-
um megin hryggjar skapið lendir.
En áður en við snúum okkur að
læknunum og smágjöfunum til
þeirra er vert að segja frá tilraun sem
Alice Isen gerði í stórmarkaði einum
vestur í Bandaríkjunum. Nokkrir
viðskiptavinir verslunarinnar fengu
gefms ómerkilegar naglakhppur þeg-
ar þeir gengu inn. Að lokinni versl-
unarferðinni voru allir viðskiptavin-
irnir svo spurðir álits á stórmarkað-
inum, hvort þeir væru ánægðir með
vöruúrvalið, gæðin og samskiptin
við starfsmennina. I ljós kom að þeir
sem höfðu fengið litlu gjöfrna við inn-
ganginn voru miklu jákvæðari í garð
verslunarinnar en þeir sem ekki
höfðu fengið neina gjöf.
Alice Isen ákvað einnig að kanna
hvort smáþakklætisvottur gæti haft
áhrif á skap lækna til hagsbóta fyrir
sjúklinga þeirra. Sú varð svo sannar-
lega reyndin. Ekki einasta batnaði
skap læknanna heldur voru þeir
vandvirkari.
Hópur lækna var fenginn til að
taka afstöðu til „sjúrnala" sjúklinga
þar sem villu hafði verið komið fyr-
ir. Læknarnir fengu aö vita aö þeir
væru að taka þátt í vísindatilraun
en fengu ekkert að vita um tilgang
hennar. Helmingur þeirra fékk lítinn
poka með sælgæti í þakklætisskyni
en hinn helmingurinn fékk ekki
neitt. Læknamir sem fengu sælgætiö
gengu til verksins í góðu skapi og
vönduðu sig en hinir höfðu meiri til-
hneigingu til að taka „sjúrnahnn"
með villunni sem góðan og gildan.
Hópur læknanema tók þátt í svip-
aðri tilraun. Þeim var falið að gera
sjúkdómsgreiningu út frá níu atriða
lista. Þeir sem fengu smáumbun fyr-
irfram leystu verkefnið bæði hraðar
og betur af höndum en hinir.
Þar með er ekki sagt aö sjúkhngar
eigi að koma færandi hendi í hvert
skipti sem þeir leita tii læknis. Hins
vegar sýna rannsóknir Alice Isen að
dálítiö hrós eða vinahót geta haft
margar jákvæðar keðjuverkanir.
Kóngulær í
lyfjapróf
Vísindamenn við geimferða-
stofnun Bandaríkjanna, NASA,
segja að ósköp venjulegar kóngu-
lær séu einkar vel til þess fallnar
að vera tilraunadýr viö prófun á
eituráhrifum nýrra lyfja.
Það hefur sem sé komiö í ljós
að vefirnir sem kóngulæmar
spinna taka miklum breytingum
þegar þeim eru gefin efhi eins og
marijúana, spítt og efni sem m.a.
er notað í svefnlyf.
Að sögn vísindamannanna
verður kóngulóarvefurinn sifellt
afbrigðilegri eftir því sem lyfið
sem kóngulónum er geíið er eitr-
aðra. Þeir ætla nú að reyna að
semja tölvuforrit sem getur
greint spunann í vefnum og þar
með spáð fyrir um eituráhrif
nýrra lyfia.
Hvalsreður
með lyktar-
skyn
Þýskur hvalasórfræöingur hef-
ur komist að því að getnaðariimir
grindhvala leita kynfæra hval-
kúnna með aðstoö þreiflhára.
Sérfræðingurixm, Gunther
Behrmann, komst að þessu þegar
hann fékk nýdauöan grindhval
ur Eystrasaltinu og gat brugðið
tremsta hluta limsins undir smá-
sjána áður en rotnunin tók völd-
in.
Behrmann segir aö kynfæri
hvalkyrinnar sendi frá sér lykt-
arefnl sem vísi limi karldýrsins
retta leið og mun það vera eins-
dæmi i dýraríkinu.