Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Page 14
14
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstqfur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700
FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270
Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF,
Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk.
Þeir skila sér síðar
Viðræðumar um veiðistjóm í Síldarsmugunni fóm
ekki út um þúfur, heldur var samið við Færeyinga.
Reynslan hefur líka sýnt, að það tekur norsk stjómvöld
langan tíma að átta sig á, að íslenzk stjómvöld taka hóf-
legt mark á frekju. Þannig var það í Jan Mayen deilunni.
í meira en áratug hafa ráðherrar og aðrir fulltrúar
íslands á þessu sviði reynt að segja Norðmönnum, að
semja þyrfti um veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum
á opna svæðinu milli Noregs og íslands. Norðmenn hafa
hins vegar ekki fengist til að ræða málin fyrr en núna.
Norskir samningamenn vilja gleyma, að þessi síldar-
stofn gekk milh Noregs og íslands, þangað til Norðmenn
gengu svo nærri honum, að hann hætti hringferð sinni
um hafið. íslendingar telja sig eiga rétt í þessum stofni
frá þeim tíma, er hann veiddist hér við land.
Norsk stjómvöld og samningamenn þeirra ganga út
frá því, að Norðmenn eigi þennan stofn og geti skammt-
að öðrum úr honum, jafnvel veiði á hafsvæðum, sem eru
fjær Noregi en íslandi og Færeyjum. Meðan þeir halda
fast við þetta, ná þeir ekki samkomulagi við aðra.
Þetta minnir á tregðu norskra stjórnvalda til að viðim-
kenna, að efnahagslögsaga fullvalda ríkis á borð við ís-
land ætti að gilda óskert í átt til eyjar á borð við Jan
Mayen, sem hefur ekki efnaliagslíf. Þeir reyndu þá að
hafa annað fram með frekju, en tókst það ekki.
íslenzk stjómvöld og sammningamenn þeirra munu
halda ró sinni í máh Síldarsmugunnar. Fyrsta skrefið
var að semja við Færeyinga um veiðikvóta og síðan
væntanlega um ábyrga shdveiðistjóm á svæðinu. Það
samkomulag kemur Norðmönnum í opna skjöldu.
íslenzk stjómvöld munu ekki senda frá sér nein th-
mæh th íslenzkra útgerðarmanna og skipstjóra um að
takmarka veiðar í Shdarsmugunni. Þær veiðar hefjast
nú vonandi af fuhum krafti. Það verður tregðulögmáh
norskra stjómvalda th verðugrar háðungar.
Ef samkomulag næst svo mihi Færeyinga og íslend-
inga um ábyrga veiðistjóm á svæðinu, munu íslenzk
stjómvöld takmarka veiðar íslenzkra skipa í samræmi
við þá veiðistjóm. Verður þá hafréttarlegt frumkvæði
málsins komið í hendur Færeyinga og íslendinga.
Með því að sýna annars vegar festu gegn yfirgangi
Norðmanna og að hafa hins vegar frumkvæði að ábyrgri
veiðistjórn á svæðinu, koma íslenzk stjómvöld fram sem
ábyrgur hagsmunaaðhi. Þannig næst mestur og traust-
astur árangur af hálfu íslands í þessu hagsmunamáli.
íslenzk stjómvöld og samningamenn þeirra hafa hald-
ið rétt á málum Shdarsmugunnar í viðræðum við norska
gagnaðha. Úthokað var að ná samkomulagi á fyrsta
fundi. Norðmenn verða að fá tíma th að horfa á veiðar
annarra og læra að þekkja takmörk áhrifa sinna.
Sem betur fer er hrygningarstofn shdarinnar mjög
sterkur um þessar mundir, ein eða tvær milljónir tonna.
Hann mun því þola óheftar veiðar á þessari vertíð. Hugs-
anlegt er, að fyrir næstu vertíð verði norsk stjórnvöld
orðin thbúin tU raunhæfra samninga um veiðistjóm.
Á þessu kjörtímabhi þarf ríkisstjóm íslands að gæta
afar mikhvægra hagsmuna á hafsvæðum, sem hggja að
efnahagslögsögu landsins, bæði í Shdarsmugunni og á
Reykjaneshrygg. Þessi hagsmunagæzla hefur farið vel
af stað. Hún er í senn hörð og rökrétt eins og vera ber.
Þess vegna þarf ekki að valda vonbrigðum, að norskir
samningamenn stökkva frá samningaborði í fyrstu um-
ferð. Þeir munu skha sér síðar, reynslunni ríkari.
Jónas Kristjánsson
Athygli beinist
að vígbúnaði
hægri hreyfmga
Enn eru líkamsleifar fórnarlamba
að koma upp úr rústum skrifstofu-
byggingar Bandaríkjastjórnar í
Oklahomaborg, hálfum mánuði
eftir að bílsprengja tætti framhliö-
ina úr húsinu, og staðfest manntjón
nálgast annað hundraðið. Ungur
maður með herþjónustu að baki,
Timothy McVeigh, er sakaður um
að hafa komið sprengjunni á stað-
inn og tveir bræður í Michigan-
fylki, James og Terry Nichols, eru
grunaðir um að hafa tekið þátt í
sprengjugerð með honum. Enn er
leitað ákaft manns sem sást á til-
ræðisstaðnum ásamt McVeigh.
Hann og Nichols-bræðumir eiga
það sameiginlegt að vera viðriönir
vígvædd samtök hægri öfgamanna.
McVeigh var í lífverði herskás út-
varpsæsingamanns frá Michigan,
Marks Koernke, á stefnu svokall-
aðra landvarnarliðssveita í
Flórída. Bræðurnir hafa sótt sam-
komur Michigan-landvamarliðs-
ins.
Það mun telja um 12.000 manns,
æfir vopnaburö og sankar að sér
vopnum. Svipaðar sveitir undir
ýmsum heitum starfa í 20 banda-
rískum fylkjum og áhangendur eru
áætlaðir milli 50.000 og 100.000.
Sameiginlegt einkenni þessara
hreyfinga er að leiðtogarnir boða
að alríkisstjórnin í Washington sé
höfuðóvinur og sannir Bandaríkja-
menn veröi að búa sig undir að
verjast útsendurum hennar.
Hugmyndaheimur þessa fólks
verður rakinn aftur til Ku Klux
Klan og svipaöra fyrirbæra en leið-
togarnir laga hann að nútíma. Al-
gengasta kenningin nú er að stjórn
Clintons forseta áformi aö kveðja
til liö á vegum Sameinuðu þjóð-
anna til að brjóta niður alla and-
stöðu innanlands. Þar verði að
verki kínverskar sveitir búnar
aflóga sovéskum vopnum auk
svartra og rómanskra byssumanna
úr bandarískum stórborgum.
Svertingjahatur og gyðingahatur
fara saman hjá hópum sem líta á
sig sem krossfara sannkristinna
viöhorfa. Algengt er að þeir kalli
stjórnina í Washington ZOG (Zion-
ist Occupation Government) eða
Hernámsstjórn síonista. Hreyfing-
in í Idaho nefnist Arísku þjóðirnar.
Leiðtogi Arísku þjóöanna í Idaho,
Richard Butler, og Michigan-land-
varnarliðsins, Norman Olson, taka
sér prestatitla og kenna að aðvíf-
andi öfl eins og Sameinuðu þjóðirn-
ar, svertingjar og gyðingar séu út-
sendarar hins illa, áfjáð í að tortíma
kristnum, bandarískum gildum.
Öfgamennirnir njóta þess að þeir
eru að vissu marki samstiga for-
ingja fjöldahreyfingar í bandarísku
þjóðlífi, sjónvarpsprédikaranum
Pat Robertson. Hann er orðinn
mikið áhrifaafl í Repúblikana-
flokknum vegna Kristnu sam-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
steypunnar sem sögð er hafa á aðra
milljón áhangenda. í metsölubók
sinni, The New World Order (Nýja
heimsskipa unin), rekur Robertson
afdrifaríkustu heimsviðburði síð-
ustu alda til vélabragða sérstakrar
leynireglu af stofni Frímúrara og
alþjóðlegrar bankastarfsemi nafn-
greindra gyðinga.
Annar áhrifavaldur um fram-
vindu bandarískra þjóðmála, sem
öfgahóparnir sækja til styrk og
réttlætingu, er samtök byssueig-
enda. Þau hafa með miklum ár-
angri barist gegn öllum hömlum á
byssueign og vopnaburði og beitt
óspart til þess fjárframlögum til
stjómmálamanna.
Á síðasta þingi í Washington náði
þó fram að ganga bann við sölu á
allmörgum gerðum öflugra skot-
vopna sem eingöngu eru gerð til
manndrápa. Byssueigendafélögin
brugðust ókvæða við, fullyrtu að
stjórnarskráin væri brotin og
fengu forustu repúbhkana til að
heita því að afnema bannið.
Bannið við hríðskotabyssum á
almennum markaði er svo megin-
röksemd öfgahópanna fyrir að al-
ríkisstjórnin búi sig undir herferð
til að gera upptæk öh skotvopn í
landinu og ofurselja þjóðina gæslu-
Uði framandi kynþátta á vegum
Sameinuðu þjóðanna.
Ekkert bendir enn til að bíl-
sprengjan í Oklahomaborg sé
ávöxtur víðtæks samsæris en ekki
er furða að ofsóknarbrjálæði, eins
og hér hefur verið lýst lauslega,
setji reikula persónuleika úr skorð-
um.
Málflutningur á opinberum vett-
vangi í Bandaríkjunum, sér í lagi í
spjallþáttum útvarpsstöðva, hefur
orðið æ svæsnari síðustu ár og
hafa þar orðið til hægri stjörnur
eins og Rush Limbaugh. Hann tók
það líka til sín og brást reiður viö
þegar CUnton forseti bað menn eft-
ir tilræðið í Oklahomaborg að
minnast þess að orð gætu haft af-
leiðingar.
Timothy McVeigh leiddur úr réttarsal ettir varðhaldsúrskurð daginn sem
hann var handtekinn. Símamynd Reuter
Skoðaiúr amarra
Stríðið við mafíuna
„Stríð ítalskra stjómvalda gegn mafíunni er nú á
tímamótum. Niðurstöður réttarhaldanna yfir Andre-
otti (fyrrum forsætisráðherra) og væntanlegra kosn-
inga gætu haft afgerandi áhrif á samskipti stjórn-
málamanna, saksóknara og skipulagðra glæpasam-
taka um langa hríð. Mafían skeytir engu um hug-
myndafræði. Hún hefur öldum saman reynt að
kaupa vemd af hverjum þeim sem fer með völdin.
Hin nýja póUtíska stétt á Ítalíu verður að varast að
falla fyrir freistingunum sem urðu forverum þeirra
og landinu öUu svo dýrkeyptar."
Úr forustugrein New York Times 2. maí.
Ekki taka byssuna mína
„Það er hugsanlegt, þótt Ukurnar séu litlar, að
óhæfuverkiö í Oklahomaborg marki þáttaskil í ein-
hverri djúpstæðustu deilu bandarísks samfélags,
deilunni um eftirlit með byssueign. Svo virðist sem
sumir Bandaríkjamenn reiðist ekki meira yfir neinu
en hugmyndum um að taka frá þeim byssurnar."
Úr forustugrein Sydney Morning Herald 2. maí.
Góður flskveiðisamningur
„Fiskveiðisamningurinn milh Kanada og Evrópu-
sambandsins er sigur heilbrigðrar skynsemi. Hann
felur í sér strangar takmarkanir, sem hægt er aö
framfylgja, á veiði á alþjóðlegum hafsvæðum þar sem
miskunnarlausustu og ógætnustu sjómennirnir hafa
hagnast mest hingað til. Samkvæmt þessum reglum
getur grálúðustofninn, sem er í hættu, farið að
stækka aftur.“
Úr forustugrein Washington Post 2. maí.