Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 Dagur í lífi Hermanns Ragnars Stefánssonar danskennara: Dekrað við bamabömin Ég vaknaði rétt upp úr klukkan sjö eins og venjulega. Maður var bara hress eftir langa og stranga helgi en við vorum með nemendasýn- ingu og innanskólakeppni 1. maí á Hótel ís- landi. Ég byrjaði því daginn á að ganga frá nokkrum málum gærdagsins. Börnin á heimil- inu, Unnur Berglind, 17 ára, og Árni Henrý, 12 ára, vöknuðu um svipað leyti enda áttu þau að mæta í skólann klukkan átta. Við Unnur eldri fengum okkur morgunverð og daglegan skammt af vítamínum. Ég fæ mér alltaf sér- stakan gulrótarsafa á morgnana og síðan sér- stakan drykk, sem unninn er úr svepp og ég held að sé ættaður frá Gunnari Eyjólfssyni. Unnur er nýfarin að drekka þennan drykk líka. Síðan fengum við okkur kaffi og ristað brauð og skipulögðum daginn. Ég átti að vera mættur í skólakennslu klukk- an tíu og síðan aftur klukkan eitt en hún á fund seinni part dagsins. Vegna kennaraverkfallsins erum við sein með danskennslu grunnskóla- barna í flóröa bekk, svokallað dansátak, sem er tímabundið verkefni á vetri hverjum. Um hádegi þurfti ég að mæta á áríðandi fund hjá Dansráði íslands en þar er ég í stjórn. Yfir- leitt fer ég heim í hádeginu og fæ mér skyr eða graut en í þetta skiptið varð ég að láta mér nægja kaffi og kökusneið á fundinum. Starfsmannafundur í dansskólanum Eftir danskennsluna í skólanum fór ég niður í Faxafen í dansskólann okkar því þar átti að vera starfsmannafundur og æfingar að hefjast hjá þeim sem taka þátt í íslandsmeistarakeppn- inni um næstu helgi. Klukkan var að verða sex þegar ég fór út úr dansskólanum til að skutla Unni á Oddfellow- fund. Þegar ég kom síðan heim var yngsta barnabarnið okkar, Jóhann ívar, sex mánaða, Hermann Ragnar Stefánsson danskennari fær mikinn fjölda bréfa í hverri viku vegna óskalaga- þáttar síns, Ég man þá tíð. DV-mynd Brynjar Gauti kominn í pössun. Tengdadóttir mín var að út- rétta fyrir son minn en þau eru að innrétta nýja íbúð í Garðabænum. Drengurinn tók hug minn allan enda eru sjö ár síðan við Unnur eignuðumst síðast barnabam og því er sá litli svolítið dekraður. Ég gat síðan litið í dagblöðin og fengið mér hænublund fyrir kvöldmatinn. Þetta kvöld hit- aði ég upp afganginn af lambahryggnum sem við höfum haft um helgina og það var mjög gott. Stóru barnabörnin komu síðan heim með kennaraeinkunnir úr menntaskólanum og það var mikið skrafað. Loks settist ég fyrir framan sjónvarpið og horfði á fréttimar með öðru auganu. Ég.þurfú að byija að undirbúa þáttinn minn sem ég er með í Ríkisútvarpinu og heitir Ég man þá tíð. Þar leik ég óskalög hlustenda frá hðnu árunum. Ég fæ mikinn íjölda bréfa í hverri viku og ótal símhringingar frá-fólki á öllum aldri vegna þess. Ég hef tekið eftir því upp á síðkastið að svo virðist sem böm séu mikið í pössun hjá ömmu og afa á morgnana og hlusta þá á þáttinn minn. Nú eru þessi böm farin aö hringja í mig og biðja um gömul þekkt lög. Óskalagaþátturinn undirbúinn Ég skrifaði hjá mér lögin sem ég ætla aö leika í þættinum og langan biðlista af lögum sem komast ekki aö strax. Einnig þurfti ég aö vél- rita tónlistarskýrsluna fyrir fóstudaginn. Það var rólegt i kringum mig og mér gekk vel við verkið. Um ellefuleytið fékk ég mér tesopa og kökusneið. Síðan settist ég fyrir framan sjón- varpið og horfði á spennumynd sem var ein- mitt aö ljúka þegar Unnur kom heim af fundin- um. Við spjölluðum saman um stund um vik- una framundan og fórum alltof seint í háttinn, klukkan langt gengin í eitt. Finnur þú fimm breytingar? 308 Þú hefur alveg rétt fyrir þér en sundlaugin er aftur á móti 5 metra djúp. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruöustu og sjöttu get- raun reyndust vera: 1. Ágúst Jóhannsson 2. Páll Ólafsson Hvammstangabraut 20 Álfheimum 44 530 Hvammstanga 104 Reykjavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími, aö verðmæti kr. 4.950, frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækumar, sem era í verð- laun, heita: Líki ofaukið og Bláhjálmur úr bókaflokknum Bróöir Cadfaei að verð- mæti kr. 1.790. Bækurnar era gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 305 ■ c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.