Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Síða 25
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
25
50 ár frá lokum seinni heimsstyrjaldar:
Hátíðahöld og
óspektir í Reykjavík
Þann 8. maí eru 50 ár liðin frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar. Dagur-
inn var haldinn hátíðlegur viös vegar
um heim. í Reykjavík var friði einnig
fagnað og var efnt til mikilla hátíða-
halda, að því að greint er frá í Öld-
inni okkar. Hér á eftir fer útdráttur
úr bókinni.
„Veður var ágætt, og allir virtust í
sólskinsskapi. Kl. 1 endurvarpaði
útvarpsstöðin í Reykjavík ræðu
Churchills forsætisráðh. Breta, þar
sem hann tilkynnti, að Þjóðverjar
hefðu gefizt upp skilyrðislaust og
Evrópustyrjöldinni væri þar með
lokið.
Að lokinni ræðu Churchills tóku
eimpípur skipa, er á höfninni lágu,
að blása, og fór því fram langa stund.
Ríkisstjórn íslands og borgar-
stjórnin í Reykjavík gengust fyrir
hátíðahöldum, sem hófust kl. 2 með
ræðu, er forseti íslands flutti af svöl-
um Alþingishússins. Aðra ræðu
flutti forsætisráðherra. Að ræðunum
loknum komu sendiherrar samein-
uðu þjóðanna hér á landi fram á Al-
þingishússsvalimar og voru ákaft
hylltir af miklum mannijölda, sem
þakti Austurvöll. Að þeirri athöfn
lokinni flutti biskupinn yfir íslandi
messu í dómkirkjunni, og voru þar
viðstaddir æðstu menn þjóðarinnar
og sendiherrar erlendra ríkja. AUt
fór þetta fram með mikilli prýði.“
í Öldinni okkar segir jafnframt að
eftir að hátíðahöldunum lauk hafi
mikill mannfjöldi safnast saman í
miðbænum, þar á meðal stórir hópar
breskra sjóliða en fjöldi skipa var á
höfninni. „Voru margir sjóliðanna
undir áhrifum víns, og gengu um
bæinn með söng og háreysti. Brátt
söfnuðust að þeim flokkar manna,
er slógust í för með þeim, aðallega
unglingar. Um kl. 16 fóru fylkingar
þessar upp á Amarhólstún. Klifruðu
nokkrir brezkir sjóliðar upp á styttu
Þannig var umhorfs við verslun á Laugavegi eftir óspektirnar á friðardag-
inn ocj daainn eftir.
Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni á friðardaginn.
Ingólfs Arnarsonar, í þeim tilgangi
að hengja þar upp enska fánann. Var
því afstýrt eftir áflog og hrindingar,
enda komu brezkir lögreglumenn á
vettvang og vörðu „Ingólf'.
Hélt hópurinn því næst niður í
Miðbæ, og varð þar þröng mikil og
hávaði. Er á kvöldið leið, bar allmik-
ið á óspektum íslenzkra unglings-
pilta, sem sumir voru orðnir drukkn-
ir, og leituðust við að koma af stað
óspektum með hrindingum, ópum og
qhljóðum. Óðu hinir íslenzku ungl-
ingar nú fram gegn brezku sjóliðun-
um. Mættust hóparnir við Varðar-
húsið og hófust þar ryskingar milli
hermanna og íslendinga, og skömmu
síðar gijótkast. íslenzkir og brezkir
lögreglumenn reyndu að skilja hóp-
ana, en fengu í fyrstu lítt við ráöið.
Urðu þeir að beita kylfum í viðureign
þessari, sem stóð á aðra klukku-
stund, áður en tækist að sundra
flokkunum. Óspektir blossuðu brátt
upp aftur, og áttust við sem fyrr ís-
lendingar og Bretar. Hafði lögreglan
í mörgu að snúast, og fékk naumast
rönd við reist.
Þegar óspektir þessar höfðu breiözt
svo út, að ryskingar og grjótkast átti
sér stað á mörgum stöðum í Miðbæn-
um samtímis, og sjóliðar voru jafnvel
teknir að beita skotvopnum, tók lög-
reglan þá ákvörðun að nota táragas
til þess að dreifa mannfjöldanum.
Þessar aðgerðir báru þann árangur,
að óspektum linnti með öllu á tiltölu-
lega skömmum tíma.“
Frá því er greint að breskir sjóliðar
hafi einnig haft í frammi miklar
óeirðir að kvöldi 9. maí. Þeir hafi
brotið rúður í fjölda húsa, varnað
fólki og bílum umferð um vissar göt-
ur og hvolft tveimur fólksbílum. Sjól-
iðar þessir voru vopnaðir rifflum.
Um fimmtíu manna hópur sjóliða,
sem vopnaðir voru hnífum og kylf-
um, réðst á nokkra íslenska lögreglu-
menn. Tókst lögreglumönnunum að
hrekja sjóliðana á flótta.
Félag frímerkjasafnara
Sýning ársins
cd eu Æ cd
o cr <v ~r <u
o> exx
iV ar ™ £= c _ _
■ár ™ ^jí’ tF & cjö o
-OJS~= Jc-
V?
o> £
O ™
FRÍMSVN 95
Safnaðarheimili Háteigskirkju
föstudag 5. maí kl. 17-20, laugardag 6. maí kl. 11-20,
sunnudag 7. maí kl. 11-20, mánudag 8. maí kl. 11-13
ac
oex>
Oöl
<Cu/
O'O
Vortilboð á sturtuklefum og sturtubúnaði frá
Tilboðið gildir frá 8.-20
Heill sturtuklefi,
st. 80x80 cm, m/botni.
Blöndunartæki, sturtu-
búnaður og vatnslás.
Dropamynstur.
Hornopnun
Verð frá 24.800 stgr.
Sturtuhorn,
st. 70-90 cm. Öryggis-
gler, segullæsing.
Mynstur: Granit/rend-
ur
Verðfrá 12.800 stgr.
mai (eða meðan birgðir endast)
Sturtuhorn,
st. 70-90 cm.
Styrol plast, seg-
ullæsing, dropa-
mynstur
Verð frá 6.900
stgr.
Opnum 8. maí í Síðumúia 34 (Fellsmúlamegin)
TAB Ítalíu
Sturtuhlífará
baðkör,
st. frá 120-164
á lengd, hæð
140cm. Styrol
plast, dropa-
mynstur, heil
hlíf eða har-
móníka.
Verð frá 7.200
stgr.
Sturtuhlíf á baðkör
st. 160-180 cm
milli veggja, hæð
140cm. Öryggis-
gler. Mynstur:
granit/rendur
Verðfrá 17.600
stgr.
Sturtuhorn, rúnað,
st. 80-90 cm.
Sveigtöryggisgler
Mynstur: rendur.
Verðfrá 36.700
stgr. Styrol plast.
Mynstur: dropar
Verð frá 20.900 stgr.
Sturtuhurðir,
st. 70-90 cm.
Heilareða þrí-
skiptar. Örygg-
isgler. Mynst-
ur: granit/rend-
ur
Verðfrá 10.900
stgr.
Síðumúla 34 (Fellsmúlamegin)
Sími 887332