Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Page 28
28 LAUGARDAGUR 6. MAÍ1995 Úr óreglu í harðan viðskiptaheim: Hef engu að leyna úr fortíð minni - segir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri og kaupsýslumaður, sem hefur þurft aö gera upp æskuna vegna blaðafrétta „Það hafa tekist samningar um að meirihlutinn í Stöð 2 kaupi minni- hlutann út. Við höfum þrjá mánuði til að ganga frá samningnum og af- henda greiðslu. Fyrirtækið Oppen- heimer, sem er fjármögnunarfyrir- tæki í New York, hefur séð um samn- ingagerð og mun á næstunni hafa milligöngu um útvegun á fjármagni. Nýir eigendur munu ekki koma inn, að minnsta kosti á þessu stigi máls- ins. Þetta þýðir fyrir Stöð 2 að nú ætti að haldast friður um félagið. Starfsfólkið hefur vissulega fundið fyrir þeirri óeiningu sem þarna hefur ríkt en við vonumst til að kyrrð kom- ist á. Annars hefur starfsfólkið staðið þetta frábærlega af sér, sumir hafa margoft fengið uppsagnarbréf á þessu tímabili. Ég vona að menn geti núna einbeitt sér að því að reka fyrir- tækið af fullum krafti sem ekki hefur verið hægt hingað til,“ segir Jón Ól- afsson framkvæmdastjóri í viðtali viðDV. Eins og flestum er kunnugt er Jón einn af stærstu hluthöfum í íslenska útvarpsfélaginu sem rekur Bylgjuna pg Stöð 2. Auk þess keypti hlutafélag íslenska útvarpsfélagsins um 35% hlut í Frjálsri fjölmiðlun, sem rekur DV, Tímann og ísafoldarprent- smiðju, fyrir stuttu. Jón Ólafsson er þó kannski þekkt- astur fyrir að reka Skífuna, sem er hljómplötuútgáfa, fyrirtæki með kvikmyndir og hljóðfáeri og verslan- ir. Þá er hann einnig eigandi kvik- myndahússins Regnbogans og Stúdíó Sýrlands. Jón segir að störf sín hafi ávallt mótast af áhugamálum. „Ég hef alla tíð verið mikill fjölmiðlafík- ill,“ segir hann. Brautryðjandi frjáls útvarps Segja má að Jón sé brautryðjandi þess að útvarpsrekstur var gefmn frjáls árið 1986. Hann hafði um ára- bil verið aðalhvatamaður að frjáls- um útvarpsrekstri og stofnaði sam- tök í kringum 1980 ásamt fleiri þess efnis. „Þar sem ég ólst upp í Keflavík mótaðist ég mjög af Kanaútvarpi og sjónvarpi sem þá var og taldi eðlilegt að fólk hefði val til að skipta á milli stöðva. Ég fékk Ólaf Hauksson blaða- mann og Magnús Axelsson fast- eignasala til að endurvekja samtök um frjálsan útvarpsrekstur sem áður höfðu verið til. Þetta var öflugur þrýstihópur sem ég býst við að hafi haft áhrif á að rás tvö var sett á lagg- irnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hka áhuga á þessu máli okkar. Haustið 1984 var verkfall opinberra starfsmanna og landsmenn höfðu ekkert útvarp. Þá fórum við af stað aftur, héldum fjölmennan fund og stofnuðum íslenska útvarpsfélagið. í ágúst 1986 fór síðan Bylgjan í loftið. Það var beint framhald af þrýstingi okkar að útvarpsrekstur var gefmn frjáls á íslandi. Ég hef sannarlega ahtaf verið mikih fréttafíkih og til marks um það þá fer ég aldrei til vinnu á morgnana nema lesa öll blöð,“ segir Jón enn fremur. Hann telur þó þróunina ekki hafa orðið þá sem hann vonaðist eftir. „Ég vonaðist th að við gætum rekið vand- aða fjölmiðla. Smæstu útvarpsstöðv- amar eru ekki nógu góðar. Það eru ekki gerðar næghegar kröfur th út- varpsmanna, t.d. varðandi íslenskt mál.“ „Ófriðurinn í kringum mig byrjaði þegar ég settist í stjórn Stöðvar 2,“ segir Jón Ólafsson sem telur að ómaklega hafi verið að sér vegið á undanförnum árum. ® DV-myndirGVA Ófriður um sjónvarpsstjóra Jón hefur ekki farið varhluta af því að lenda í opinberri umræðu. Oft hefur veriö fjallað um, að vísu undir rós, að fjármálaveldi hans sé byggt upp með óheiðarlegum hætti. Fyrir stuttu urðu blaðaskrif um hann vegna fíkniefna fyrir rúmum 20 áram. „Ófriðurinn í minn garð byrj- aði þegar ég fór í stjórn Stöðvar 2 árið 1990. Þetta snerist fyrst í kring- um ráðningu á nýjum sjónvarps- stjóra. Við réðum Þorvarð Elíasson skólastjóra en mikill póhtískur, þrýstingur var að gera Friðrik Frið- riksson, sem síðar gaf út Pressuna, að sjónvarpsstjóra. I sjálfu sér hefði það hugsanlega komið th greina en búið var að ganga frá ráðningu Þor- varðar. Á þeirri stundu kom upp brestur í þessum hópi. Síðan hefur orðið styr um að fyrirtæki mín hafi átt mikh viðskipti viö Stöð 2. Áður en ég varð eigandi að Stöð 2 voru viðskipti mín við hana og ríkissjón- varpiö allt að eitt hundrað mhljónir á ári. Ég þurfti hins vegar að gjalda þess að eignast hlut í Stöð 2 því við- skipti mín urðu hverfandi eftir það miðað við sem áður var. Annar eig- andi og stjórnarmaður Stöðvar tvö hafði gert samninga til nokkurra ára og fengið hátt í 15 mhljónir á ári. Það eru verkefni sem hefði átt að bjóða út árlega en ekki var kannað hvort betra markaðsverð fengist. Ég hef ekki kosið í gegnum árin að svara þeim ásökunum sem að mér hefur veriö beint eða sækja að öðrum í staðinn. Mér finnast þessar fréttir, sem um mig hafa birst að undan- fömu, ákaflega ómaklegar." Faðir hans hafnaði honum Jón varð fertugur á síðasta ári en á unghngsárunum gerði hann upp- reisn, varð óstýrhátur og fjörugur. Hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa í Keflavík. Móðir hans haföi átt hann utan hjónabands en giftist þegar hann var ársgamah. Þegar Jón var sex ára fékk hann í fyrsta skipti að vita hver væri hans rétti faðir. „Það varð mér mikið áfah að frétta að sá maður sem ég taldi vera föður minn var það ekki. Mér var þá sagt að fað- ir minn væri skipherra á skipi Land- helgisgæslunnar. Þegar ég var átta ára kom skipið til Keflavíkur og ég áræddi að fara um borð og tilkynna þessum einkennisklædda manni að hann væri faðir minn. Maðurinn hafnaði mér gjörsamlega, gekk í burtu og vildi ekkert við mig talá. Ég býst við að sú höfnun hafi orðið mér mikið áfall,“ útskýrir Jón. Þegar hann var íjórtán ára lést afi hans en amma hans fékk það erfiða verkefni að ala upp óstýrilátan ungl- inginn. „Ég kynntist varnarhðs- mönnum og var afar áhrifagjarn. Einnig slóst ég í hóp hljómsveita og gerðist snemma umboðsmaður fyrir þær. Aðeins íjórtán ára var ég farinn aö flytja stórhljómsveitir til Kefla- víkur. Á þessum tíma voru hippar og blómabörn ahsráðandi um allan heim. Ég varð hrifinn af hippunum og studdi þá í baráttunni um frið á jörðu. í kringum þennan tíðaranda var fíkniefnaneysla - það vita allir. Margir merkir menn í dag voru hipp- ar á sínum yngri árum og reyktu hass. Sem betur fer tókst flestum að komast yfir þetta tímabil og hefja nýtt líf. Ég myndi ekki vilja óska neinum þess að fara sömu óregluleið- ina og ég lenti í. Hins vegar tel ég að það hafi verið gæfa mín að rata aftur inn á rétta braut. Það þakka ég ömmu minni sem var guðhrædd og góð kona og innrætti mér það sem hún trúði á. Hún lést í fyrra, 94 ára gömul, og það varð mér mikill missir. Stundaði íþróttir Á þessum árum var mannlíf mjög fjölskrúðugt í Keflavík og margir sóttu í fjörið þangað. Bærinn var kallaður Bítlabærinn og þarna urðu frægustu hljómsveitirnar th. Maður gat alltaf gengið að fjöri í skrúðgarð- inum á hverju kvölch. Þar sátu menn með teppi og gítar og sungu. Þessi stemning var mjög sterk og á þann hátt var þetta skemmíilegur timi. Þrátt fyrir að ég var áhrifagjarn á þessum árum var ég engu að síður mikhl íþróttamaður og stundaði handbolta af miklum krafti til átján ára aldurs. Ég lék með meistara- flokki ÍBK í handboltanum. Mikill stuðningur Þessir aðhar, sem hafa sótt að mér, töldu að með því að afhjúpa mig, eins og þeir telja sig hafa gert, væru þeir að eyðheggja alla þá möguleika sem ég ætti í viðskiptaheiminum. Ég held hins vegar að það hafi snúist í hönd- um þeirra. Fólki ofbauð virkilega og margir hafa haft samband við mig, sent mér blóm, skeyti og baráttu- kveðjur. Mér finnst ég finna hjá fólki mikla jákvæðni gagnvart því að ég hafi komið mér úr öhum vandræð- um, hafið nýtt líf og gerst nýtur þjóð- félagsþegn. Það hlýtur að vera dap- urlegt fyrir þá sem hafa unnið hjálp- arstarf með afvegaleiddum ungling- um að sjá fram á að einhvern tíma í framtíðinni, þegar þeir hafa náð sér á strik, verði þeir rakkaðir niður vegna fortiðarinnar. Kannski voru þessi skrif undir það síðasta kær- kominn léttir fyrir mig. Nú hggur máhð fyrir og ég hef engu að leyna. Síðan verða þeir að dæma sem dæma vhja. Þeim aðhjum sem fá sig th að opinbera gamlar skýrslur, sem eiga að vera trúnaðarmál, gengur aðeins LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 37 mikilli vankunnáttu en það hefur sem betur fer breyst." Yfirtók ekki markaðinn Oft hefur verið rætt um yfirtöku Skífunnar á keppinaut sínum, Stein- ari Berg. Jón segir að ekki hafi verið um neina yfirtöku að ræða. „Steinar hefur verið jafnlengi í þessum við- skiptum og ég. Hann hafði góð um- boð eins og CBS, sem er Sony í dag, og Wamer. Steinar stóð sig mjög vel en áhugi hans beindist allur að því aö koma íslenskum tónlistarmönn- um á framfæri erlendis sem hann gerði af kappi. Hann hefur líka víð- tækustu þekkingu á því sviði. Ástæða þess að Steinar fór í gjald- þrot, held ég, að hafi verið þessi markaðssókn hans á erlendum vett- vangi sem var mjög kostnaðarsöm. Það var síðan aö hans ósk sem ég stofnaði með honum Spor og við eig- um mjög gott samstarf. Steinar sér alfarið um rekstur þess fyrirtækis.“ í mörgum stjórnum Jón viðurkennir að það sé mjög óhkt að fást við menn í hljómplötu- iðnaðinum eða hjá fjölmiðlarisun- um. „Samkvæmt nýbirtum tölum er heildarhljómplötumarkaðurinn í landinu um 8-900 milljónir á ári á meðan aðeins Frjáls fjölmiðlun veltir ahmiklu meira. Ég hef lært að skipta mér á mihi þessara fyrirtækja og er með mjög gott starfsfólk í kringum mig, t.d. rekur eiginkona mín versl- anirnar. Ég sit í fjölmörgum stjórn- um en skipti mér ekki beint af dag- legum rekstri, t.d. á DV eða Stöð 2. Fjölmiðlun er vaxandi bisness og fjölmiðlar eiga eftir að breytast mjög mikið á næstu árum með thkomu tölvusamskipta. Áður en langt um hður getur fólk fengið sjónvarpið, blöðin, kvikmyndir, símann og alla tónlist inn á tölvuskjáinn hjá sér. Þessir miðlar allir munu því nálgast hvor annan í framtíðinni. Það hefur verið lægð á öllum sviðum undanfar- in þrjú ár og þjóðfélagið er allt mjög þungt í vöfum. Maður vonar að betri tið sé í vændum," segir hann. „Það voru mér þung spor að þurfa að setjast niður með börnunum mínum og rifja upp erfið unglingsár," segir Jón Ólafsson framkvæmdastjóri sem hér er með fjölskyldunni, eiginkonunni, Helgu Hilmarsdóttur, sonunum, Friðriki og Kristjáni, og litlu dótturinni, Katrínu. illt til eða hafa fengið borgað fyrir það. , Áfall fyrir fjölskylduna Öll þessi umræða hafði vitaskuld áhrif á okkur. Þetta var mikið áfall fyrir fiölskylduna. Það voru þung spor fyrir mig að þurfa að setjast niður með börnunum mínum þrem- ur og rifja upp þessi miður fógru unglingsár. Mér þótti það þó lán í óláni að verkfall stóð yfir í skólanum meðan þetta gekk yfir. Hins vegar hafa bömin mín ekkert heyrt annað en ég sjálfur - sem sagt stuðning. Þau hafa því ekki orðið fyrir neinu að- kasti. Konan mín, Helga Hhmars- dóttir, hefur aha tíð verið mín stoð og stytta. Það var lán mitt að kynn- ast henni fyrir tuttugu árum því hún átti ekki síst þátt í að koma mér á rétta braut. Við fundum strax að við áttum margt sameiginlegt og höfum í sameiningu byggt upp fyrirtæki okkar. Þegar við keyptum fyrstu verslun okkar, sem var í Hafnar- firði, vorum við algjörlega með tóm- ar hendur og þurftum að byija frá grunni. Þegar ég stofnaði Skífuna að Laugavegi 33 tókum við húsnæðið á leigu með víxlum th tveggja ára. Þetta var stærsti samningur sem ég hafði gert og var með í maganum vegna þessara stóru viðskipta sem mér fannst þá. Auk þess rákum við Hljómplötuútgáfuna hf. sem var sameinuð Skífunni árið 1981. Fékkgóðumboð Þetta voru mikhr erfiðleikatímar. Útgáfan gekk að vísu mjög vel á ár- unum 1976-78 en eftir þaö fór aö haha undan fæti og þá varð verulega erfitt að reka útgáfuna. í kringum 1981 var félagið orðið ipjög iha statt en þá skiptum við því upp, ég og Magnús Kjartansson sem rak það með mér. Mikil umskipti urðu síðan 1984 en þá var mér orðið það ljóst að íslensk hljómplötuútgáfa gat ekki borgað sig einvörðungu. Þá fékk ég umboð fyrir RCA hljómplötútgáfuna, sem skipti miklu máh því þá fengum við fjöl- breyttara úrval af vörum til að selja. Um haustið sama ár fengum við umboð fyrir kvikmyndafyrirtækið Columbia en þá hafði vaknað mikh þörf hér á landi fyrir hinn nýja mið- h sem var myndbandstæki. Þetta var eitthvert besta umboðið sem hægt var að fá á þeim tíma enda lenti ég í samkeppni við Stjörnubíó og Vífil- fell sem vhdu fá umboðið ekki síður en ég. Sá aðili sem með máhð fór í Bandaríkjunum valdi síðan mig og við höfum haldið mjög góðum kunn- ingsskap síðan. Hann er núna einn af yfirmönnum Fox kvikmyndafyrir- tækisins. Velta félagsins tvöfaldaðist nánast á einu ári eftir að við fengum þetta umboð. í kjölfarið fékk ég fleiri umboð eins og Island Records, EMI, Virgin og Polygram. Um svipað leyti fékk ég einnig öh stóru umboðin varðandi tækjabúnað fyrir sjón- varpsstöðvar. Á árunum 1984-1990 var ég með öflugustu þjónustuna fyr- ir sjónvarpsstöövamar hér á landi sem skipti verulegu máli fyrir fyrir- tækið. Brunaliðið seldist Samfara þessu var ég að gefa út íslenskar plötur sem gekk upp og ofan. Ég man þó eftir þegar ég setti saman Brunahðið á sínum tíma en sú plata sló rækhega í gegn og seld- ist í 13 þúsund eintökum á þremur vikum. Það vár mjög skemmtilegur tími. HLH-flokkurinn var hka vin- sæh, Björgvin Hahdórsson, Halh og Laddi. Á þessum tíma var uppgangur en eins og í öðru þá er líka niður- sveifla í þessum bransa.“ Þegar Jón var spurður hvort það væri ekki vanþakklátt starf að gefa út efni frá hstamönnum, þar sem þeir telja sig ætíð bera skarðan hlut frá borði, segir hann það misjafnt. „Ég hef unnið með hstamönnum í gegnum tíðina sem hafa verið mjög þakklátir og virkilega jákvæðir hvað varðar slíkt samstarf. Þeir hafa htið á þetta sem faglega vinnu og lagt sitt af mörkum. Síðan eru það hinir sem telja aht útgáfunni að kenna sem miður fer. Tónhstarmenn er yfir- höfuð mjög gott og indælt fólk. Þetta eru miklar tilfinningaverur, sem er eðhlegt hjá hstamönnum, en þegar hst og viðskipti blandast saman geta ahtaf komið upp mistúlkanir. Menn sjá ekki alltaf hlutina eins. Samn- ingagerð fyrr á árum var gerð af Engin silfurskeið Flestir gætu haldið að svo umsvifa- mikhl kaupsýslumaður ætti fáar stundir með fjölskyldunni en Jón segist eyða flestum frístundum á hestbaki. „Við erum öll með mikinn áhuga á hestamennsku og leggjum rækt við það áhugamál okkar. Við eigum þrjú böm, 18 og 10 ára syni og 5 ára dóttur, og þau hafa öll sama áhuga. Einnig höfum við ferðast mik- ið. Fjölskyldan er mjög samrýnd og ég er lánsamur hvað það varðar. Helstu kvartanir sem ég fæ eru þó hversu htið ég er heima og þær eru sjálfsagt réttmætar." Þegar Jón var spurður hvort erfið æsku- og unglingsár hafi síðar orðið th þess að hann hafi orðið að sanna sig, segir hann það vel geta verið. „Ég bjó við mikla umhyggju hjá ömmu og afa og hef aldrei hugsað um mig á þann hátt að ég þurfi að sanna mig. Frekar hef ég reynt að ýta þess- ari fortíð úr huga mér í gegnum ár- in. Kannski hefur það þó ómeðvitað verið þannig. Hins vegar er ég ahs ekki ósáttur við neitt í sambandi við æsku mína hjá ömmu og afa. Þau gáfu mér gott veganesti en ég fæddist I sannarlega ekki ekki með silfurskeið ' í munni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.