Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Qupperneq 30
38
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
íþróttir
Heimsmeistarakeppnin 1 handknattleik hefst á mogun:
Hvaða þjóðir verða í 8 efstu sætunum á HM?
Atfreð Gíslason:
1 ..........Svíbjóð.
2 .........Rússland.
4 ........Fraffiand.
5 ...........Island.
6 ...Hvita-Rússland.
7 ..........Króatía.
8 ........Þýskaland.
Gunnar Gunnarsson:
1 ..............Snánn.
2 ............Rúsðand.
3 ............Króatía.
4 ............Syibjóð.
3......................Island.
6 ............Danmörk.
7 ..........Þýskaland.
8 ..............Sviss.
Guðm. Guðmundsson:
1 .........Rússland.
2 ..........Svíþjóð.
3 ............Spann.
4 ........Fraklðand.
5 ...Hvíta-Rússland.
6 ..........Króatía.
7 ...........Island.
8 ........Þýskaland.
íslendingarnir þrír í örebro eru hér heldur niðurlútir eftir jafnteflisleikinn gegn Frölunda á mánudaginn þar sem örebro missti niður fjögurra marka
forskot. Frá vinstri: Hlynur Birgisson, Hlynur Stefánsson og Arnór Guðjohnsen. DV-mynd Eyjólfur Harðarson
Þrír íslendingar hjá sænska liðinu Örebro:
Guðmundur Hilmarsson skrifar:
Fimm íslenskir knattspymumenn
leika í sænsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu á þessari leiktíð. Arnór
Guðjohnsen, Hlynur Stefánsson og
Hlynur Birgisson leika meö Örebro,
Rúnar Kristinsson með Örgryte og
Kristófer Sigurgeirsson með liði
Vástra Frölunda. DV fylgdist með
leik íslendingaliðanna Örebro og
Frölunda á mánudaginn. Arnór
Guðjohnsen, Hlynur Stefánsson og
Hlynur Birgisson komu allir við sögu
í leiknum en Kristófer lék ekki.
Með frammistöðu Amórs og Hlyns
Stefánssonar með Örebro í fyrra,
þegar bðið varð í 2. sætí, hafa íslensk-
ir knattspyrnumenn verið eftirsóttír
í Svíþjóð og fyrir þetta tímabil voru
Rúnar, Hlynur Birgisson og Kristó-
fer keyptir til sænskra liða.
Þeir vom ekkert hressir, leikmenn
Örebro þegar þeir gengu af leikvelli
eftir leikinn gegn Frölunda á mánudag-
inn. Þeir höíðu þá misst niður fjögurra
marka forskot sem þeir náöu i síðari
hálfleik og leikúrinn, sem fram fór á
heimavelli Örebro að viðstöddum 7.000
áhorfendum, endaði 4-4.
Hlynur Stefánsson er að hefja sitt
4. keppnistímabil með Örebro og
hann leikur stórt hlutverk í leik liös-
ins. Hlynur segir að árangur Örebro
í fyrra hafi auðvitað komið öllum á
óvart en fyrstu tvö árin sem hann lék
með liðinu gekk félaginu illa en náði
bæði árin að halda sæti sínu í úrvals-
deildinni eftir aukakeppni. En hefur
vistin í Svíþjóð breytt Hlyni sem
knattspymumanni?
„Ég held að fyrst og fremst hafi hún
gert mig að betri spilara. Ég er orðinn
sterkari líkamlega og jafnari knatt-
spyrnumaður og ég náði aö vinna
mér landsliðssæti.
Það er mikill hugur í stjómar-
mönnum félagsins og stefnan hefur
verið tekin á að vinna gullið og þá
helst í ár. Ég tel að lið okkar eigi
góðan möguleika á að vera í toppbar-
áttunni en eftir gott tímabil í fyrra
verður harðar tekið á okkur.“
Er mikill munur á sænskri og ís-
lenskri knattspyrnu?
„Tæknilega séð er munurinn lítíll
sem enginn en Svíarnir eru betur
þjálfaðir og líkamlega sterkari. Þá
er liðsheildin yfirleitt betri en heima
á íslandi."
Hlynur hefur ekkert ákveðið um
framhaldið. Hann er með samning
út þetta keppnistímabil og segist ekk-
ert vera búinn að spá í framhaldið.
Hann er 31 árs gamall og eins og
hann sagði við DV þá væri gaman
að enda ferilinn í Eyjum og vinna
titil með liðinu.
Amór Guðjohnsen, sem hefur ver-
ið atvinnumaður í knattspymu frá
árinu 1978, er að hefja sitt þriðja
keppnistímabil í Svíþjóð. Fyrsta árið
lék hann með Hacken en í fyrra fór
hann til Örebrö þar sem hann sló svo
sannarlega í gegn og var í mótslok
útnefndur besti leikmaður úrvals-
deiidarinnar.
Arnór sem lengst af sínum ferli
hefur leikið á meginlandinu lætur
vel af dvöhnni í Svíþjóð. Hann segir
að sænskir knattspymumenn séu vel
þjálfaðir, séu líkamlega sterkir og
hafi góðan hraða. Amór segir aö
munurinn á að leika í Svíþjóö og á
meginlandinu felist fyrst og fremst í
þvi að undirbúningstímabilið í Sví-
þjöö sé lengra og erfiðara en hann
hafi kynnst áður. ,Þetta er breyting
fyrir mig og ég er til dæmis alltaf
með síðustu mönnum í hlaupunum."
Arnór, sem er 34 ára gamall, samdi
við Örebro til tveggja ára í fyrra og
hann segist ekkert vera farinn að
hugsa hvað tekur við þegar keppnis-
tímabilinu lýkur. „Maður stefnir að
því að standa sig sem best með liðinu
og vonandi náum við að berjast um
meistaratitilinn. Mér sýnist að eftir
þessar þrjár umferðir geti keppnin
orðið mjög spennandi," sagði Amór
viðDV.
Þeir félagar segjast vera famir að
hlakka til að mæta Svíum í EM sem
fram fer 1. júni.
„Það er okkur íslendingunum hér
úti mikiö kappsmál að vinna leikinn.
Svíar eru í þeirri stöðu að þeir verða
að vinna leikinn til að eiga möguleika
í úrslitakeppnina og við gerum okk-
ur alveg grein fyrir því að þetta verð-
ur erfitt. Viö lékum vel í fyrri leikn-
um og vorum óheppnir að tapa. Það
yrði ekkert skemmtilegra en að
vinna Svíana og mæta svo á æfingu
daginn eftir í búningi Svíanna," sagði
Hlynur Stefánsson.
Guðjón Guðmundsson:
1 .........Svíþjóð.
2 ...........Spann.
3 ........Rússland.
4........Frakkland.
5 .........Kroatia.
6 .........Danmörk.
7 ..........Island.
8 .......Þýskaland.
DV
HM\
1
dagur
til stefnu
Breyting hjá Brössum
Breyting hefur oröið á ferðatil-
lögun Brasilíumanna. Upphaf-
lega áttu þeir að koma til landsins
í dag og fljúga norður til Akur-
eyrar á morgun. Nú munu Brass-
arnir hins vegar ekki koma fyrr
en á sunnudaginn ogfljúga norð-
ur á mánudaginn.
Engin slökun
Brassarnir fá ekki mikinn tíma
til að slaka á þvi strax á mánu-
dagskvöldið eiga þeir fyrsta leik
sinn í keppninni þegar þeir mæta
Egyptum.
Dömarcu'funda
Dómararnir á HM setjast niður
á fund í dag og fara yfir þau
áhersluatriði sem fylgja munu
keppninni og leggja línumar
hvemig hátta á dómgæslunni á
mótinu.
600 manns í opnuninni
Um 600 manns taka þátt í opn-
unarhátíðinni sem hefst klukkan
18.45 á sunnudagskvöldið. Hátíð-
in stendur yfir í 20-25 mínútur
og að sögn þeirra sem séð hafa
æftngar á opnuninni er hún öll
hin glæsilegasta.
Erwin setur keppnina
Austurríkismaðurinn Erwin
Lanc, forseti Alþjóöa handknatt-
leikssambandsins, kemur til ís-
lands eftir hádegið i dag frá Kaup-
mannahöfn. Við setningu móts-
ins munu þeir Geir H. Haarde,
formaður HM '95, og Ólafur B.
Schram, formaður HSÍ, flytja
stutt ávörp áöur en Lanc setur
keppnina formlega.
Fyrrverandi ráðherra
Erwin Lanc er fyrrverandi ráð-
herra og þvi vel þekktur maður
í heimalandi sínu. Harrn hefur
haft afskipti af stjómmálum og
gegndí um tíma stöðu fjármála-
ráðherra landsins.
Uppselt áfyrsta leik
Uppselt er á íyrsta leik íslend-
inga gegn Bandaríkjamönnum
annað kvöld. Rifandi sala er á
aðra leiki íslendinga og ljóst aö
húsfyllir verður á öðrum leikjum
liðsins á HM.
16 pör og eitt íslenskt
16 dómarapör dæma á HM, þar
af eitt íslenskt, skipað þeim Rögn-
vald Erlingssyni og Stefáni Arn-
aldssyni. Þeir félagar eru komnir
í fremstu röð dómara í heirainum
nú. Guöjón L. Sigurðson og Há-
kon Siguijónsson eru eitt af vara-
dómarapörum keppninnar.
Bogdan kemur á HM
Bogdan Kowalcyzk, fyrrver-
andi landshðsþjálfari íslendinga,
kemur til íslands á mánudaginn
og ætlar að fylgjast með keppn-
inni allt til loka. Bogdan hefur
þjálfað 1. deildar liðið Slask í vet-
ur.
20 Nissan bifreiðar
Umboðsaöíli Nissan bifreiða
hér á landi, Ingvar Helgason hf„
sýndi HM ’95 nefhdinni mikinn
rausnarskap. Fyrirtækið lánaði
HM '95 um 20 bifreiðar af ýmsum
gerðum meðan á keppninni
stendur og hafa þessír bílar vakið
óskipta athygli á götum borgar-
innar enda fagurlega skreyttir.
Svíamir eru vel þjálfaöir