Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Side 46
54
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
Hvernig á
að svara
auglýsingu
í svarþjónustu
>7 Þú hringir í síma 99-5670 og
eftir kynninguna velur þú 1 til
þess að svara smáauglýsingu.
Þú slærð inn tilvísunarnúmer
auglýsingar, alls 5 stafi.
Þá heyrir þú skilaboö
auglýsandans ef þau eru fýrir
hendi.
Þú leggur inn skilaboö að
loknu hljóðmerki og ýtir á
ferhyrninginn að upptöku
lokinni.
^ Þá færð þú aö heyra skilaboöin
sem þú last inn. Ef þú ert
ánægð/ur með skilaboðin
geymir þú þau, ef ekki getur
þú talaö þau inn aftur.
Hvernig á að
svara atvinnu-
auglýsingu
í svarþjónustu
Þú hringir í síma 99-5670 og
eftir kynninguna velur þú 1 til
þess aö svara
atvinnuauglýsingu.
yf Þú slærð inn tilvísunarnúmer
auglýsingar, alls 5 stafi.
^ Nú færö þú aö heyra skilaboö
auglýsandans.
^ Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á
1 og heyrir þá spurningar
auglýsandans.
^ Þú leggur inn skilaboð aö
loknu hljóðmerki og ýtir á
ferhyrninginn aö upptöku
lokinni.
Þá færð þú aö heyra skilaboðin
sem þú last inn. Ef þú ert
ánægö/ur með skilaboöin
geymir þú þau, ef ekki getur þú
talað þau inn aftur.
yf Þegar skilaboðin hafa verið
geymd færð þú uppgefið
leyninúmer sem þú notar til
þess að hlusta á svar
auglýsandans. Mikilvægt er að
skrifa númerið hjá sér því þú
ein(n) veist leyninúmerið.
^ Auglýsandinn hefur ákveðinn
tíma til þess aö hlusta á og
flokka svörin. Þú getur hringt
aftur í síma 99-5670 og valiö
2 til þess að hlusta á svar
auglýsandans.
Þú slærö inn leyninúmer þitt
og færö þá svar auglýsandans
ef þaö er fyrir hendi.
Allir í stafræna kerfinu
með tónvalssíma geta
nýtt sér þessa þjónustu.
SVAR
MÖNUSm
ov
99 *56* 70
Aöeins 25 kr. mínútan. Sama
verð fyrlr alla landsmenn.
Smáauglýsingar
Toyota Landcrusier, árg. '90, 38" dekk,
loftlæsingar framan og aftan, rafmagn
í öjluo.fl. o.fl., ekinn aðeins 65 þús. km.
Mjög fallegur bíll. Fæst á mjög góðum
kjörum. Uppl. í síma 551 4499, 551
4493 og hs. 588 2882.
Einn góður í sumarfríið. Chevy 20, árg.
'83, bensín, 4 kafteinstólar, svefnbekk-
ur og borð. Uppl. í síma 644649.
Cherokee Laredo, árg. '88, 4 1,
sjálfskiptur, ekinn 86 þús. km, vín-
rauður, sóllúga, góð dekk, skoðaður.
Upplýsingar í síma 555 0053.
Pallbílar
Vertu frjáls og hagsýnn. Það tekur hálf-
tíma að setja ferðahúsið frá Skamper á
(eða taka af). Húsin eru lækkuð á
keyrslu, þau eru búin öllum þægind-
um, svefnpláss fyrir 4, borð, bekkir,
eldhús m/ísskáp og nægur hiti.
Skemmtilegt hf., Bíldshöfða 8,
sími 587 6777.
Sendibílar
Pessi glæsilegi Ford Econoline, árg. '93,
til sölu, ekinn 23 þús. mílur, verð 2,8
millj., áhv. 1,5 millj.
Öll skipti athugandi.
Upplýsingar í sfma 91-670324.
Volvo FL.10, árg. '88, með kojuhúsi til
sölu og sýnis hjá dekkjaverkstæði
Brimborgar, Bíldshöfða. Ekinn 180
þús. km, nýupptekin vél, aðeins ekin
7.500 km, hliðarsturtur, ný skjólborð,
nýklædd innan, sjálfvirk gaflloka, nýtt
pústkerfi, original dráttarkrókur, loft-
tengi, góð dekk, 104 km drif. Mjög spar-
neytinn á olíu. Upplýsingar í síma 91-
671639 og sími/fax 91-677939.
1/örubílar
Fréttir________________r>
Samningur íslendinga og Færeyinga:
Sóknarstýring
- eðlilegt að við gefum út kvóta í stofn sem við eigum, segir utanríkisráðherra
„Eg er ekki sáttur viö þessa niður-
stöðu að því leytinu til að ég hefði
kosið að ganga frá samningi milli
þessara fjögurra þjóða. Það var ekki
kostur að gera það með þeim hætti
sem við töldum viðunandi. Þess
vegna töldum við nauðsynlegt að ná
samkomuiagi milli íslands og Fær-
eyja og ég tel að þar hafl tekist vel
tR,“ segir Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra vegna síldarsamnings-
ins við Færeyinga.
Samningurinn byggist á sóknar-
stýringu og gerir ráð fyrir að þjóðirn-
ar tvær fari ekki upp fyrir 250 þús-
und tonna afla. Ekki eru bein ákvæði
í honum um hlutdeild hvorrar þjóðar
en reiknað er með endurskoðun
verði annar hvor samningsaðila
óánægður með sinn skerf. Gengið er
út frá því að flotastærð þjóðanna
ráði aflanum og skiptingin verði út
frá því 25 prósenta hlutur fyrir Fær-
eyjar og 75 prósent fyrir íslendinga
eða um 190 þúsund tonn.
„Það er eðlilegt að við gefum út
einhliða kvóta í þennan stofn sem
við eigum sem strandríki, með sama
hætti og Norðmenn segjast eiga þann
stofn sem strandríki. Það er nauð-
synlegt að koma þeim skilaboðum
skýrt til skila og ég tel að þetta hafi
verið eina lendingin og hún sýni að
viö viljum stjórna þessum veiðum
með ábyrgum hætti," segir Halldór.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
var harðorður á aðalfundi SH og
sagði að Norðmenn geti sjálfum sér
um kennt að ekki skyldu takast
samningar. „Mér er fyrirmunað að
skilja framgöngu þeirra í samræðum
okkar um síldina," sagði Davíð.
Guömundur Bjamason staöfestir úreldingu í Borgarnesi:
Segir áhuga Sólar vera
sér óviðkomandi
- veldur okkur vonbrigðum, segir forstjóri Sólar
„ Ég ákvað að staðfesta úreldingu
mjólkursamlagsins í Borgarnesi,
enda fái ég tryggingu frá kaupfélag-
inu fyrir hlut að upphæðinni vegna
álitamála um eignarhald. Málið var
rætt á ríkisstjórnarfundi og þar
kynnti ég ákvörðun mína samkvæmt
hefðbundnum vinnureglum. Þar
voru engar athugasemdir gerðar og
forsætisráðherra þakkaði mér fyrir
að hafa greint frá ákvörðun minni,"
sagði Guðmundur Bjamason land-
búnaðarráðherra við DV í gær-
kvöldi.
„Þaö veldur vonbrigðum okkar og
væntanlega Borgnesinga og Borg-
firðinga ef ráðherra ætlar að stað-
festa úreldingu mjólkursamlagsins.
Ég var búinn að ræða við stjórnar-
menn í nýkjörinni stjórn og það var
vilji meirihlutans aö óska eftir að
ráðherra skoðaði þann valkost að við
kæmum með tilgreinda starfsemi á
staðinn og áfram yrði haldið með
mjólkurframleiðslu. Staðfesti hann
úreldinguna hefur hann að engu
áhuga og vilja heimamanna," sagöi
Páll Kr. Pálsson, forstjóri Sólar.
Guðmundur sagðist hafa vitað um
áhuga Sólar en það væri honum óvið-
komandi. „Það er mál Kaupfélags
Borgfirðinga. Ef kaupfélagið vill
semja viö Sól þá tilkynnir þaö mér
það aftur. Kaupfélagið óskaði eftir
úreldingunni og málið hefur verið
unnið í eðhlegum farvegi,“ sagði
Guðmundur.
Meiming___________________
Af krafti og elju
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt sjöttu áskriftatón-
leika sína í gulu röðinni sl. fimmtudag. Einleikari með
hljómsveitinni var Izumi Tateno og stjórnandi Jerzy
Maksymiuk.
Tónleikarnir hófust á verki fyrir strengjasveit,
Prelúdíu og fúgu, eftir Benjamin Britten. Hann mun
hafa samið verkið þegar hann stóð á þrítugu í tilefni
10 ára afmælis Boyd Neel-strengjasveitarinnar, sem
hafði sex árum áður frumflutt hið þekkta verk hans.
Tilbrigði yfir stef eftir Frank Bridge. Verkið Prelúdía
og fúga er opus 29 og heyrist nú fremur sjaldan. Það
er skrifað fyrir 18 strengjaleikara og fær hver þeirra
sínar einleiksstrófur að glíma við. Verkið er nettilega
skrifað, en fremur litlaust og vantar ákveðnari sér-
kenni. Hljómsveitin lék verkið mjög ákveðið og af
vissri hörku undir stjórn hins þekkta pólska hljóm-
sveitarstjóra, Jerzy Maksymiuk, sem um árabil hefur
verið aðalhljómsveitarstjóri BBC Scottish Symphony
Orchestra.
Píanókonsert Arams Katsjaturians var næstu á efn-
isskránni og lék einleikinn Izumi Tateno frá Japan,
sem reyndar hefur verið búsettur í Finlandi í tugi ára
Tónlist
Áskell Másson
nú. Þetta verk er um margt dæmigerður „bravura“-
konsert og lék Tateno hann af hreinni snilld. Kraftur
og fimi voru hér í fyrirrúmi, þótt einnig væru hin fáu
ljóðrænu augnablik verksins mjög fallega leikin.
Fjórða sinfónía Beethovens var síðasta verk þessara
tónleika. Hér hreif Makymiuk hljómsveitina svo með
sér, að útkoman varð einhver innblásnasti flutningur
sem undirritaður hefur heyrt. Þótt þessi sinfónía búi
vissulega ekki yfir þeim dramatísku víddum sem sú
þriðja og fimmta eftir sama höfund, var hér þó nóg
af þrótti, en einnig nákvæmni og snerpu. Þótt sjálfsagt
megi déila um framsetningu þessa verks eins og hún
var á þessum tónleikum var hún allavega bæði athygl-
isverð og skemmtileg í túlkun hins líflega Jerzy
Maksymiuk.
Áskrifendur DV fá
10% aukaafslátt af
smáauglýsingum
vwwvv
Z7"
AUGLYSINGAR
Þverholti 11 -105 Reykjavík
Sími 563 2700 - Bréfasími 563 2727
Græni siminn: 99-6272
(fyrir landsbyggðina)
OPIÐ:
Virka daga kl. 9-22
Laugardaga kl. 9-14
Sunnudaga kl. 16-22
Athugið!
Smáauglýsingar í helgarblað
DV verða að berast fyrir
kl. 17 á fostudögum.
Vorkvöld Félags einstæðra foreldra
verður haldið í kvöld, 6. maí, kl. 20.30 í
Skeljahelli, (Skeljanesi 6).
Aðgangur ókeypis. Takið með ykkur nesti.
Allir velkomnir!
Skemmtinefnd
563 2700
- skila
árangrí