Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Qupperneq 47
l/AUCARDACUk (i. MAÍ 19í)r,
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
... að eiginkona Yassers Ara-
fats eigi von á sér í júli. Þetta
er fyrsta barn þeirra hjóna en
þau giftu sig leynllega árið 1990
og frá því var ekki skýrt fyrr en
1992. Eiginkonan heítir Suha og
er allnokkru yngrí en leiðtoginn.
... að súperfyrirsætan Isabella
Rossellini og kærasti hennar,
Gary Oldman, hyggist ganga i
hjónaband áður en langt um lið-
ur. Þau Isabella og Gary léku
saman í kvikmyndinni Ódauðleg
ást en hún er einmitt sýnd í
Stjörnubíói um þessar mundir.
... að gítarleikari hljómsveitar-
innar Bon Jovi, Richie Samboro,
og leikkonan Heather Locklear,
fyrrgm Dynasti stjarna en nú
stjarna í Melrose Place, mættu
saman í partí þegar tökum lauk
á siðasta þætti í bili um Melrose
Place. Hvort eitthvað sé á milli
þeirra skal ósagt látið.
... að Jack Nicholson hefði ver-
ið ákaflega stoltur faðir er hann
kom með dóttur sína, Lorraine,
á frumsýningu á Broadway á
söngleiknum Fríða og dýrið. Sú
stutta var mjög skvisulega klædd
í svörtum „partíkjól" og svörtum
skóm. Lorraine er fimm ára en
Jack á einnig Raymond, sem er
fjögurra ára. Samband hans vlð
móður barnanna, Rebeccu Bro-
ussard, hefur hins vegar verið
sundur og saman eins og sagt er.
... að leikarinn Keanu Reeves,
30 ára, þyki einhver efnilegasti
leikarinn í Hollywood eftir að
hann lék í kvikmyndinni Speed.
Heima við er hann hins vegar
rólyndismaður sem slappar af
með systrum sínum, les Shake-
speare og iðkar búddisma.
Marta Lovísa og breski knapinn Philip Morris:
Meint ástarsamband
aftur í sviðsljósinu
„Hún hefur eyðilagt alit fyrir mér,
rústaö fjölskyldu minni og stolið eina
manninum sem ég hef elskaö." Irene
Morris, fyrrum eiginkona breska
knapans og reiökennarans Philips
Morris, er enn reið út í Mörtu Lovísu
Noregsprinsessu vegna meints ástar-
sambands hennar viö Phiiip.
Skilnaöarmál Irene og Philips er
nú fyrir dómstólum, aö því er kemur
fram í breska blaðinu Sunday Ex-
press. Philip viðurkennir framhjá-
hald meö ónafngreindri konu en vís-
ar því á bug að hafa átt í ástarsam-
bandi viö Mörtu Lovísu.
Irene berst fyrir því aö nafn Mörtu
Irene Morris gefst ekki upp.
Lovísu komi fram í málsskjölum
varðandi skilnaðinn en dómstólar í
Bretiandi eiga eftir aö úrskurða um
það.
„Bara þetta tæknilega atriöi gæti
leitt til þriggja daga yfirheyrslna og
kostaö mig um 10 þúsund pund,“ seg-
ir Irene. í nýjum reglum um skilnaði
í Bretlandi er mælt gegn þvi að nefnd
séu nöfn í sambandi viö hjúskapar-
brot. Meö því að vitna til norsku
prinsessunnar missir Irene rétt til
aðstoðar og hún kveðst eiga á hættu
að missa heimili sitt.
Þaö var fyrir um fjórum árum sem
Philip, sem nú er 42 ára, var kynntur
fyrir Mörtu Lovísu. Tæpu ári seinna
yfirgaf hann fjölskyldu sína. Philip
og prinsessan höfðu oft sést saman á
ýmsum samkomum tengdum hesta-
íþróttum og þótti fara vel á með þeim.
Haraldur Noregskonungur gaf út
yfirlýsingu þar sem sagði að norsku
prinsessunni bæri ekki aö koma fyr-
ir rétt i Bretlandi. Irene segir Mörtu
fela sig á bak við kónginn og stöðu
sína. Allir í hestaíþróttabransanum
viti sannleikann í málinu, fólk vilji
hins vegar ekki spilla fyrir Philip.
„Þegar Philip viðurkenndi sannleik-
ann fyrir mér datt honum ekki í hug
að ég myndi nokkurn tíma vera nógu
hugrökk eða sterk til að berjast fyrir
réttindum mínum og nefna prinsess-
una í skilnaðarpappírunum. Það tók
mig tvö ár að safna kjarki," segir Ir-
ene í nýlegu blaðavlðtali.
Philip Morris og Marta Lovísa. Prinse.ssan var tvö ár í Bretlandi til þess Marta Lovísa Noregsprinsessa er oröin 23 ára og þykir hin glæsilegasta.
að læra reiðmennsku.
Súperfyrirsætumar
minnka viö sig vinmma
Hingað til hafa súperfyrirsæt-
urnar tekið þátt í öllum stóru tísku-
sýningun sem haldnar eru í
Mílanö, París og New York. En nú
berast þær fréttir að fyrirsæturnar
séu orðnar svo auðugar að þær
þurfi ekki að vinna og þess vegna
sjáist þær ekki á öllum sýningum
eins og áður.
Danska fyrirsætan Helena
Christensen var ein af fáum sem
voru í fastri vinnu alla vikuna sem
haldnar voru tískusýningar í New
York í apríl síðastliðnum. Tyra
Banks var einnig í stífri vinnu en
Claudia Schiffer, Nadja Auermann,
Karen Mulder, Carla Bruni,
Christy Turlington og Kristen
McMenamy sáust ekki. Þær voru
sagðar uppteknar við allt mögulegt
annað.
Linda Evangelista hafði aðeins
tíma til að taka þátt í tveimur sýn-
ingum. Hún vakti að venju athygli
Helena Christensen og Michael Hutchence hafa leltað til lögfræðings
vegna stöðugra skrifa blaða um að þau séu hætt að vera saman.
því hún hafði enn einu sinni skipt
um hárgreiðslu. Síðast þegar hún
kom fram opinberlega var hún ljós-
hærð en nú var hún dökkhærð með
geometríska hárgreiðslu.
Cindy Crawford er upptekin við
kvikmyndatökur í Miami með Billy
Baldwin en hún tók þó þátt í sýn-
ingu Ralphs Laurens. Veronica
Webb hefur tekið sér hlé eftir að
hafa slitið trúlofuninni við lista-
verkasalann Larry Gagosian. Hún
er nú kærasta Prince og er fullyrt
að hún muni byija á fullu í brans-
anum á ný.
Kærasti Helenu Christensen,
Michael Hutchence, var ekki á
svæðinu þegar tískusýningarnar
fóru fram í New York en það var
ekki túlkaö sem þau væru hætt að
vera saman. Þau eru nú sögð hafa
leitað til lögfræöings vegna stöð-
ugra skrifa um að þau séu búin aö
slíta sambandinu.