Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Side 5
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
5
»
i
i
>
I
>
►
Fréttir
Hugmynd Olafs G. um að þingmenn hætti þingmennsku verði þeir ráðherrar:
Þingmenn ósammála
Hugmynd sú sem Ólafur G. Einars-
son, nýkjörinn forseti Alþingis, setti
fram í ræöu eftir forsetakjöriö um
að alþingismaður, sem verður ráð-
herra, fái frí frá þingstörfum og vara-
maður hans taki við á þingi fær held-
ur góðar viðtökur meðal alþingis-
manna. Þó er ljóst að um hana er
ekki einhugur.
„Ég er algerlega sammála Ólafi G.
Einarssyni. Mér þykir óeðlilegt að
blanda saman löggjafarvaldinu og
framkvæmdavaldinu með þeim
hætti sem hér er gert og tel það raun-
ar afar óæskilegt," sagði Kristín Ást-
geirsdóttir, formaður þingflokks
Kvennalistans.
Hún sagði að það fyrirkomulag sem
hér er að ráðherrar séu jafnframt þing-
menn leiði til þess að löggjafarvaldið
sé ósjálfstæðara hér en það ætti að
vera. Hún sagði þá hugsun búa að baki
þrískiptingu valdsins að valdsviðin
hefðu eftirlit hvert með öðru.
Ólafur Ragnar Grímsson, formað-
ur Álþýöubandalagsins, sagði að
þetta væri til í ýmsum öðrum lönd-
um. Sér þætti þetta þó ekki falla vel
að hinu litla þjóðþingi okkar og því
lýðræðiskerfi sem við værum með.
„Ég óttast að ef þetta kerfi yrði tek-
ið upp hér myndu ráðherrar slitna
úr tengslum við kjósendur sína.
Kjósendur hefðu þá engan aðgang
að þeim sem fulltrúum sínum á þjóð-
þinginu allt kjörtímabilið ef þeir
yrðu ráðherrar. Þá held ég og að
þeir myndu síður hljóta lýðræðislegt
aöhald frá þinginu ef þeir hafa ekki
þá skyldu að sitja þingfundi," sagði
Ólafur Ragnar.
„Ég er að mörgu leyti sammála
Ólafi G. Einarssyni í þessu máh og
hef verið það um skeið,“ sagði Guð-
mundur Ámi Stefánsson, þingmaður
og varaformaður Alþýðuflokksins.
Hann sagðist telja það eðlilegt að
þingmenn hættu þingmennsku yrðu
þeir ráðherrar. Það myndi skerpa
skil á milli löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds. Það yrði meðal ann-
ars gert með þessu móti.
„Þetta er gömul hugmynd og ég hef
aidrei verið henni fylgjandi. Ég sé
satt að segja ekki hver ávinningur-
inn yrði en hins vegar myndi fylgja
þessu aukinn kostnaður," sagði Hall-
dór Blöndal samgönguráðherra.
Hann benti á að annars staðar á
Sérstæð sýning:
Kort send út
og beðið um
f ax til baka
í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í
Reykjavík stendur yfír sérstæð sýn-
ing hstakonunnar Ónnu Eyjólfsdótt-
ur sem nefnist Hringrás. Segja má
að eitt verka hennar dreiflst víða um
land því hún sendir út þátttökukort
til valinkunnra aðila þar sem þeir
eru beðnir að senda fax til baka með
hugmyndum um hvemig koma megi
í veg fyrir eyðingu á yfirborði jarðar.
í staðinn fá þátttakendur senda
birkiplöntu.
Verkið nefnist „Ferð 11“ og er hluti
af stærra verki. Um er að ræða
birkiplöntur jafnmargar árunum
sem liðin eru því að ísland byggðist,
eða vel yfir 1.100 plöntur. Hverri
plöntu fylgir merkispjald með nafni
verksins og era þátttakendur beðnir
að velja stað til gróðursetningar. Út-
búinn verður sérstakur reitur fyrir
erlenda þátttakendur. Þátttakendur
eru beðnir að senda faxið á Nýhsta-
safnið sem hefur númerið 614350.
Þetta er önnur einkasýning Önnu
en hún hefur tekið þátt í 7 samsýn-
ingum frá árinu 1992. Hún útskrifað-
ist frá Myndhsta- og handíðaskóla
íslands 1991 og frá Kunstakademie
Dússeldorf árið 1993.
Norðurlöndum nema í Noregi sætu
þingmenn áfram þótt þeir yrðu ráð-
herrar.
„Og þótt sá háttur sé hafður á í
Noregi að þingmenn, sem verða ráð-
herrar, láti af þingmennsku hef ég
nú ekki getað séð að Norðmenn séu
okkur ahs staðar til fyrirmyndar,"
sagði Halldór Blöndal.
„Ég get tekið undir þessa skoðun
Ólafs G. Einarssonar vegna þess að
þrískipting valdsins er ekki í réttum
farvegi hér á landi. Ráðherrar fara
hér með framkvæmdavaldið og hafa
oft á tíðum verið ósparir á að keyra
mál í gegnum þingið á flokksholl-
ustu,“ sagði Guðni Ágústsson, þing-
maður af Suðurlandl.
Hann sagði að það að þingmaður
láti af þingmennsku verði hann ráð-
herra sé eitt af nokkrum atriðum
sem þurfi að laga til að þrískipting
valdsins verði eins og hún á að vera
hér á landi.
HEKLUGOS
A
f
SERFRÆÐINGAR ERU FULLVISSIR UM AÐ GOSINU Á BÍLAÞINGSSVÆÐINU
LJÚKI í DAG, 20. MAÍ. NOTAÐIR BÍLAR MEÐ ALLT AÐ 250.000.- KR. AFSLÆTTI OG Á
GREIÐSLUKJÖRUM TIL ALLT AÐ 48 MÁNAÐA FLÆÐA ENN UM ALLT SVÆÐIÐ.
BILL A KR0NU!
LÁGMARKSTILBOÐ í BÍL DAGSINS ER 1 KRÓNA. TILB0ÐUM SKAL
SKILAÐ Á SÉRSTÖKU EYÐUBLAÐI FYRIR L0KUN í DAG HJÁ BÍLAÞINGI.
DREGID VERÐUR ÚR TILB0ÐUM Á BYLGJUNNI Á MÁNUDAGSIVIORGUNN.
ÞAÐ SKELFUR ALLTOG NÖTRAR. DRÍFÐU ÞIG OG GERDU GÓD KAUP.
BANG!
KINVERSKIR LISTAMENN SÝNA DREKADANS 0G KUNG FU KL. 13.30 í DAG.
BÍLAÞINQHEKLU
NOTAÐIR BÍLAR
Bílaþing Heklu • Laugavegi 174 • Símasambandslaust er viö svæðiö vegna mikils álags • Betra er að koma
0PIÐ í DAG, LAUGARDAG KL. 10.00-17.00.