Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Side 10
10 LAUGARDAGUR 20. MAl 1995 Nektardansmærin Caroline: Islenskir karlar eru fallegir en frumstæðir „íslenskir karlar eru fallegir en þeir eru frumstæöir. Þeir eru bein- línis barbarar. Þaö er mikill munur á þeim og körlum úti í heimi,“ segir sænska nektardansmærin Caroline sem skemmt hefur íslendingum á Café Bóhem frá því í febrúar síðast- liönum. Karlar úti í heimi bera virðingu fyrir nektardansmeyjum, aö sögn Caroline. Þaö gera íslensku karlarnir hins vegar ekki. „Þeir vilja káfa á okkur allan tímann. Þeir halda aö við séum vændiskonur og þegar þeir fá kinnhest fyrir að hafa káfað á okk- ur geta þeir orðið mjög fúlir. Þeir skilja ekki að nektardansmeyjar eru hstamenn. Þetta er vinnan mín. Þeir mega horfa á mig en ekki fá mig. Við' erum draumastúlkur. Við tökum þátt í að skapa draum en við tökum ekki þátt í að gera hann að veru- leika.“ Meðhöndluð eins og drottning Hingað kom Caroline frá Grikk- landi þar sem hún kveöst hafa verið meöhöndluð eins og drottning. „Þeg- ar maður kemur til að ræða við gest- ina panta þeir kampavín á borðið og haga sér eins og séntilmenn. Þeir reyna ekki að snerta mann, þeir klappa manni kannski á öxhna og kyssa mann á kinnina en ekkert meir. Ég lenti aldrei í vandræðum í GrLkklandi þau þrjú ár sem ég vann þar. Karlar þar eru ástríðufullir svo að maður gæti ímyndað sér að þeir væru verri en íslendingar en því er þveröfugt farið,“ greinir Caroline frá. Bjargaði lífi hennar Frá því að Caroline kom til íslands I febrúar hefur hún látið stækka á sér síkka hárið. Hún hefur haft nektardans að at- vinnu í fimm ár eða frá því að hún var 21 árs. Hún er þeirrar skoöunar að dansinn hafi í raun bjargað lífi hennar. „Ég bjó við mjög erfiðar að- stæður í Stokkhólmi og þaö var mik- ið um fikniefni í kringum mig. Þegar ég var ung var erfitt að fá vinnu í Svíþjóð. Það voru helst ræstingar í boði. Því miður þurfti ég oft að leita til félagsmálastofnunar. Frá því að ég hóf nektardans hef ég ekki þegið krónu frá ríkinu," leggur Caroline áherslu á. Þegar henni var boðið að prófa starfið hafði' hún aldrei séð nektar- dans. „Ég vissi ekki hvaö ég átti aö gera. Mér var fleygt fram á svið fyrir framan þrjú hundruð manns á diskó- teki í Örebro. Ég var svo taugaóstyrk að fætumir á mér voru eins og spag- ettílengjur. En ég komst á bragðið. Mér þótti ekkert óþægilegt aö fækka fótum. Ég er náttúrumanneskja sem hleyp um hálfnakin á ströndinni. Og af hveiju ætti maður ekki að fá borg- að fyrir að fækka fötunum?" í fegrunaraðgeróir á íslandi Reyndar hafði Caroline veriö í brjóstin, bæta við hörundsflúrið og DV-myndir GVA módelskóla þannig að hún hafði æf- ingu í því að ganga um og sýna sig. Henni gekk hins vegar illa að fá fyrir- sætustarf þar sem hún var tattóver- uð. Á íslandi hefur hún notað tæki- færið til að láta bæta við hörunds- flúrið og er nú komin með stóran dreka á bakið. „Það er að hluta til af trúarástæðum. Ég trúi á allt lif- andi, gott og illt. Drekar eru bæði góðir og illir og tákn þess sem er gamalt og vist. Þessi dreki á bakinu á mér er verndarengill minn.“ Fyrir tæpum þremur vikum lét Caroline stækka á sér bijóstin. „Það er góð læknisþjónusta hér á íslandi og gott verð. Það voru settir gúmmí- pokar með saltvatnslausn í brjóstin á mér og nú er ég með næstum tvö- falt stærri brjóst en ég var með. Það er ekki vegna vinnunnar sem ég geri þetta heldur vegna þess að mig lang- aði sjálfa til þess. Ég vil vera svona,“ segir Caroline og lýsir yfir ánægju með nýju brjóstin. Hún er einnig ánægð með nýjá, síða, svarta hárið sitt. „Ég er að láta lengjá á mér hárið. Það eru límdir lokkar við hárrótina. Það er mjög dýrt að láta gera svona úti í heimi en ég fékk gott tilboö hér á íslandi." Heilaskurðlæknar og skipakóngar „Viltu sjá leyndarmálið mitt?“ sagði Caroline við Ijósmyndarann. „Drekinn er verndarengillinn minn. Samkeppnin í faginu er hörð. „Maður verður að vera góður dans- ari og vera með góða sýningu og fína búninga. Ég ferðast um með yfir 50 kíló af búningum. Og maður verður að vera dama út í fingurgóma og halda klassa. Maður verður einnig að vera menntaður og fylgjast vel með því stundum situr maður til borðs með heilaskurðlæknum og skipakóngum. Þá þarf maður að geta rætt allt milh himins og jarðar eins og til dæmis trúarbrögð, stærðfræði, heimspeki og sálarfræði." Ástæðuna fyrir því að Caroline kom til íslands segir hún vera þá að hún hafi gaman af því að vera með og byggja eitthvað upp frá grunni. Því hafi hún slegið til þegar danskur vinur hennar og umboðsmaður hafi haft samband við hana og spurt hana hvort hún gæti hugsað sér að starfa á íslandi. Amma er stolt af mér „Ég var með við stofnun fyrstu klúbbanna í Noregi og Finnlandi. Hér hef ég aðstoðað eigandann við að koma upp „striptease“-klúbbi, bæði með kaup á innréttingum og þjálfun á stúlkum. Það eru nokkrar íslenskar stúlkur byijaðar og ég er þeirrar skoðunar að eftir hálft ár verði margar íslenskar stúlkur farn- ar að dansa nektardans. Það hafa komið stúlkur á sýninguna okkar sem eru mjög spenntar og gætu hugs- að sér þetta en þær þora ekki því þær eru hræddar við umtal og viðbrögð annarra." Um viðbrögð sinnar eigin fjöl- skyldu segir Carohne að þau hafi verið jákvæö. „Móðuramma mín er mjög stolt yfir því að ég skuli starfa sem listamaöur. Ég er búin að missa móður mína og hef htið samband við föður minn en hann sættir sig við þetta. Amma hvetur mig og segir mér að lifa lífmu.“ Góð laun Caroline segir launin góð. „Ef mað- ur er góður fær maður góð laun. En það fylgir þessu mikih kostnaður. Við þurfum að kaupa marga bún- inga, snyrtivörur, skartgripi og geislaplötur. Ég set saman dansprógrömmin sjálf og þarf að vera með að minnsta kosti eina nýja sýningu í hverri viku. Og ég nota þrjár geislaplötur í hverri sýningu. Það er svo sem hægt að spara pen- inga ef maður vhl. Við borðum og kaupum sígarettur fyrir þjórféð," greinir Carohne frá. Hún segir stúlkurnar ekki setjast við borð gesta nema þær sjálfar vhji. „Það er regla að þeir bjóða upp á drykk, áfengan eða óáfengan eftir því sem við sjálfar kjósum. Þeir verða að borga fyrir okkar tíma. En við verðum ekki drukknar í vinnunni. Það er ekki hægt að dansa ef maður er drukkinn og svo eru drukknar konur jafn ógeðslegar og drukknir karlar." Fyrstu vikumar eftir að sýningar hófust þurftu Caroline og stahsystur hennar að láta fleygja út mörgum körlum á hveiju kvöldi. „Stundum kom til slagsmála en nú er ástandið orðið rólegra. Karlarnir hafa sýnt framfór. Fólk kemur til að skemmta sér og sumir karlar taka konurnar sínar með. Undanfarnar vikur hefur verið mjög gaman því hingað hefur komið fólk ahs staðar úr heiminum vegna HM. Andrúmsloftið varð miklu betra þegar það voru ekki bara íslenskir strákar á staðnum. Erlend- ir karlar vita um hvað þetta snýst.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.