Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 Smakkað á gömlum vímim Dagur í lífi Einars Thoroddsens læknis: Einar Thoroddsen læknir tók á móti mörgum sjúklingum þennan dag. DV-mynd ÞÖK Ég vaknaði með harmkvælum og slóst við bömin, Katrínu 5 ára og Sölva 4ra ára, til að koma þeim á fætur. Maður komst ekki hjá því að hlusta á fréttimar en þá heyrðist mér að banna ætti alla notkun á lyfjum öðmm en sjóræningjalyfjum innan skamms til að halda áfram þessum þvingunarspamaði sem verið hefur. Ég fékk mér ekkert í morgunmat frekar en venjulega enda í megmn. En krakkarnir fengu Cheerios og brauð með lifrarkæfu. Síðan keyrði ég þau á leikskólann Staðarborg. Ég var mættur á Borgarspítalann upp úr átta og vonaðist til að hafa tíma til að taka til á skrifborðinu en það hefur ekki gerst í áraraðir. Þetta átti að vera einn svoleiðis dagurinn en hann reyndist síðan annar. Þaö var talsvert at. Margir sjúklingar komu og ég þurfti auk þess að hringja til Danmerkur því einn sjúkhngur minn þarf að komast þangaö í að- gerð. Eg talaði dönsku og þurfti að nota heilann svohtla stund því að ég er venjulega sænskumælandi og erf- itt að kúpla yfir í dönskuna. Þá frétti ég að hjúkrunarkonur væm í verk- falli í Danmörku og sá sem ég talaði við lofaði að láta vita um leið og kapí- talistamir stoppuðu það. Sódavatn var aðalfæðan Síðan bættust við nýjar áhyggjur vegna þess að DV ætlaði að senda á mig ljósmyndara og ég var ahur í drasli. En ég þurfti hvort eð er að fara heim og redda barnapíu fyrir kvöldið. Það gekk alveg furðuvel að fá pössun svo ég dreif í að stiha myndbandið fyrir leikina í HM. Matartíminn fór í að drekka sóda- vatn til að fyha út í fitufrumurnar sem eru galtómar eftir megrunina. Þetta var hádegis- og kvöldmatur, býst ég við. Síðan þurfti ég að und- irbúa vínsmakk fyrir kvöldið. Mér var reyndar boöið í annað vínsmakk en varð að afþakka það. Á leiðinni í vinnuna aftur tók ég stóran sveig fram hjá nammibúðinni. Einnig þurfti ég að kíkja á tvíbreiða svefn- sófa svo að hægt sé að taka á móti gestum en von er á þeim í sumar. Læknað af fullum krafti Það var svo læknað grimmt síðdeg- is. Ég var á læknastofunni minni í Glæsibæ og tók á móti tuttugu sjúkl- ingum og drakk sódavatn þess á milli. Ég ílentist náttúrlega á stof- unni og kom síðan heim í panik þvi Ingrid, konan mín, ætlaði í tennis. Ég þurfti líka að umhella vínunum fyrir vínsmakkið og beið þess að barnapían mætti til aö losa mig und- an þjáningunum sem fólust í því að halda uppi aga á heimilinu og horfa um leið á handboltann. Vínin sem ég var með voru þrettán og upp í tuttugu og fimm ára gömul og þar sem sest grugg í þau þarf að heha yfir í karöflu svo vínin séu tær en ekki gruggug. Þess utan bjó ég til eggjaköku með brytjuðum pylsum en börnin voru nú ekkert allt of hrifin. Þau eru aldr- ei ánægð með mat nema þegar farið er á hamborgarastað með bíómynd en þá geta þau horft á myndina og sleppt því að borða hamborgarann. Vínsmakkið átti að hefjast klukkan níu heima hjá félaga mínum, Berki. Við erum ellefu vinirnir saman í klúbbi sem við köllum ítalska vín- smökkunarklúbbinn vegna þess að einn stofnandi klúbbsins hvarf til Ítalíu stuttu eftir að hann var stofn- aður. Við hittumst ahtaf einu sinni í mánuði og þetta eru aht háþróaðir gaurar. Sumir komu aðeins of seint í smakkið því leikur íslendinga og Rússa var í gangi. Þeir komu þó ekk- ert aht of seint því þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik sáu menn nú hvað verða vildi. Þeir fóru því af leiknum og komu í smakkið sem reyndist svo gott að ef þeir hafa verið leiðir yfir landsleiknum gerði það miklu meira en að hugga þá. Ég kom síðan heim um ehefuleytið og náði að horfa á yfirlit heimsmeist- arakeppninnar þannig að ég gat sph- að yfir allt það sem ég hafði tekið upp fyrr um daginn. Þetta var nokkuð týpískur dagur hjá mér nema ég kaupi kannski ekki svefnsófa á hverjum degi. Finnur þú fimm breytingar? 310 Ég hjúkraði honum þar til vængurinn var orðinn heill og svo sleppti ég honum ... Nafn:...................................................... Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruðustu og áttundu getraun reyndust vera: 1. Jórunn Isleifsdóttir 2. Hrönn Kristinsdóttir Fjölnisvegi 15 Nónvöröu 12 101 Reykjavík 230 Keflavik Myndimar tvaer virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 simi, aö verðmæti kr. 4.950, frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Örvalsbækur. Bækumar, sem era í verð- laun, heita: Iiki ofaukiö og Bláhjálmur, úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, að verð- mæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefhar út af Frjálsrí fjölmiðlun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með iausninni; Finnur þú fimm breytingar? 310 c/o DV, póstliólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.