Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Side 31
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
39
TEKUR PÁTT í HM 95
Óhressir Rússar
Mikil reiði greip um sig á meðal
forráðamanna rússneska liðsins
þegar taka átti fyrir kærumál
þeirra vegna leiksins gegn Þjóð-
verjum. Erwin Lanc, forseti IHF,
á sæti í dómstóli IHF en hann
sást hvergi. í ljós kom að Lanc
hafði farið í 6 klukkutíma bíltúr
um Reykjavík með konu sinni.
Viljandi gert?
Menn velta því nú fyrir sér
hvort Lanc hafi viljandi farið í
bíltúrinn langa til að tefja fyrir
afgreiðslu á kærumáhnu. Eftir
því sem á daginn leið minnkuðu
líkumar á því að hægt yrði að
endurtaka leik Þjóðverja og
Rússa.
Markametið féll
Stórskyttan í liði S-Kóreu-
manna, Yoon, setti nýtt marka-
met á HM í gær er hann skoraði
12 mörk gegn Rúmenum. Fyrir
leikinn vantaði Yoon þrjú mörk
til að slá metið. Kang frá Kóreu
átti eldra metið, 67 mörk, frá HM
í Sviss 1986. Yoon hefur nú skorað
76 mörk í keppninni og getur enn
bætt við mörkum.
íþróttir
HM1997:
Evrópa með
12 f ulltrúa
íJapan
Eftir sigur Rúmena á Suður-
Kóreu í gær er ljóst að Evrópa á
12 sæti í næstu heimsmeistara-
keppni í Japan 1997. Evrópa átti
14 fulltrúa hér á íslandi en gest-
gjafahlutverkíð flyst yfir til Asíu
og Egyptar náðu einu fyrir hönd
Afríku með því að vera meðal tiu
efstu þjóðanna.
Leikið verður um þessi 12 sæti
Evrópu á þann hátt að fimm efstu
þjóðirnar í Evrópukeppninni,
sem hefst í haust, komast beint
til Japans og síðan sjö þjóðir úr
sérstakri forkeppni HM sem hefst
haustið 1996.
Asía mun eiga 4 fulltrúa í Jap-
an, Afríka 4, Ameríka 3 og Eyja-
álfa væntanlega einn.
HM í dag
í dag verður leikið um sæti 5-12
á HM og eru tveir leikir í Laugar-
dalshöll og tveir í Kaplakrika.
Rússland og Egyptaland leika
um 5. sætiö í Laugardalshöll
klukkan 15 en þessar þjóðir
tryggöu sér ólympiusæti í gær.
Sviss og Tékkland leika um 7.
sætið í Laugardalshöll klukkan
17. Þetta er hreinn úrslitaleikur
um ólympíusæti.
Hvíta-Rússland og Rúmenía
leika um 9. sætiö í Kaplakrika
klukkan 17.
Spánn og Suður-Kórea leika um
11. sætiö í Kaplakrika klukkan 15.
• Dimitri Fillippov var einn besti leikmaður Rússa gegn Svisslendingum í gær. DV-mynd Brynjar Gauti
Egyptar sönnuðu
sig gegn Tékkum
- og Rússland sigraði Sviss
Þrekprófaukaatriði?
Mikið er rætt um það hverjir
komi til með að dæma síðustu tvo
leikina á HM á morgun, úrslita-
leikinn og leikinn um bronsverð-
launin. Thomas og Thomas frá
Þýskaiandi þykja hklegir svo
framarlega að Þjóðverjar fari
ekki í úrshtaleikinn. Það er með
hreinum ólíkindum ef þeir bræð-
ur fengju úrslitaleikinn því fyrir
HM féh annar bræðranna á þrek-
prófi dómara.
Þeir eiga það skitið
Ef hins vegar verður farið eftir
frammistöðu dómaranna í sjálf-
um leikjunum á HM kemur ekki
nema eitt par til greina á úrsiita-
leikinn, Stefán Amaldsson og
Rögnvald Erlingsson. Þegar þetta
er skrifað hafa þeir hæstu ein-
kunnir allra dómaranna fyrir
frammistöðuna og eiga því einir
manna skilið að dæma úrslita-
leikinn á morgun.
Guðmundur Hilmarsson skrifar:
Egyptar sönnuðu það í gær að þeir
standa framarlega í handboltaheimin-
um. Þeir unnu örggan sigur á Tékkum
í gær, 25-21, og mæta Rússum í leik
um 5. sætið í keppninni í dag.
• „Ég er mjög stoltur af þessum
strákum. Þeir eru mjög áhugasamir
og það er mikill metnaður í liðinu. Það
verður gaman að koma til Egypta-
lands eftir keppnina. Við fáum hlýjar
móttökur enda er fólkið í sjöunda
himni með þennan árangur sem liðið
hefur náð,“ sagði Ulrich Weiler, þjálf-
ari egypska liðsins.
• „Egyptar eru í mikilli framför og
til alls vísir í framtíðinni. Það verður
spennandi aö sjá þetta lið á ólympíu-
leikunum í Atlanta," sagði Michael
Barda, þjálfari Tékklands.
• Rússar lögðu Svisslendinga í
Laugardalshöll í gær, 25-23.
„Við settum okkur það markmið
þegar við fórum til íslands að tryggja
okkur ólympíusæti og gerðum það enn
frekar eftir tapið gegn Þjóðveijum.
Leikurinn gegn Þjóðverjum sat óneit-
anlega í mönnum en ég er tiltölulega
sáttur við leik minna manna í þessum
leik,“ sagði Vladimir Maximov, þjálf-
ari Rússa, eftir leikinn.
„Við náðum að standa uppi í hárinu
á Rússum og með smáheppni hefðum
við geta unnið leikinn. Menn voru
svekktir eftir skehinn gegn Frökkum
en leikmenn mínir sýndu góðan kar-
akter í þessum leik og gerðu sitt
besta,“ sagöi Urs Muhlethaler, þjálfari
Sviss.
Sviss - Rússland (8-11) 23-25
0-1, 2-5, 7-10, (8-11), 8-13, 13-15, 14-18, 17-18, 18-21, 21-22, 23-25.
• Mörk Sviss: Marc Baumgartner 8/2, Roman Brunner 6, Patrick Rohr
4, Danile Spengler 2, Martin Rubin 2, Stefan Scherer 1.
Varin skot: Rolf Dobler 4, Christian Meisterhans 3.
• Mörk Rússlands: Dmitri Filippov 9/8, Droitri Karlov 6, Vasily Kud-
inov 3, Oleg Koulechov 3, Sergei Pogorelov 3, Dmitri Torgovanov 1.
Varin skot: Andrey Lavrov 15.
Sóknamýting: Sviss 52%, Rússland 58%.
Brottvísanir: Sviss 8 mín., Rússland 4 mín. Áhorfendur: Um 1000.
Tékkland - Egyptland (7-10) 21-25
0-4, 5-5, 5-7, 7-8 (7-10), 7 11, 10-15, 12-17, 12-19, 16-22, 17-24, 20-24, 21-25.
• Mörk Tékklands: Pavel Pauza 6/3, Martin Stelík, Vladimir Suma 3, Mic-
hal Tonar 3, Libor Hrabal 3, Jiri Kotrc 1, Karel Jindrzhovsky 1.
Varin skot: Josef Kucerka 4, Milos Salby 4.
• Mörk Egyptalands: Bela Ahmed M. Hamdy 8, Abd Elwareth Sameh 8,
Gohar Gohar Nabil 5, Mohamed Mohamed Ashour 2, Gharib Hossam Said
l. Elkasaby Aser Ahmed 1
Varin skot: Nakieb Mohamed Mahmoud 17/2.
Dómarar: Dancescu og Mateescu trá Rúmeníu, góðir.
Áhorfendur Um 800.
Hvada þjóðir
tryqqja sér
f a rseð 11
til Atlanta og
Ku mamoto?
í dag ræðst hvaða þjóðir keppa á Ólympíu-
leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum á næsta
ári og hverjir komast á HM97 í Japan.
Baráttan verður hörð og spennandi.
Miðaverð: 3.000 og 2.200 kr. í
sæti og 1.500 og 1.000 kr. í stæði.
Miðasalan opnar kl. 10:00. »