Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 39 TEKUR PÁTT í HM 95 Óhressir Rússar Mikil reiði greip um sig á meðal forráðamanna rússneska liðsins þegar taka átti fyrir kærumál þeirra vegna leiksins gegn Þjóð- verjum. Erwin Lanc, forseti IHF, á sæti í dómstóli IHF en hann sást hvergi. í ljós kom að Lanc hafði farið í 6 klukkutíma bíltúr um Reykjavík með konu sinni. Viljandi gert? Menn velta því nú fyrir sér hvort Lanc hafi viljandi farið í bíltúrinn langa til að tefja fyrir afgreiðslu á kærumáhnu. Eftir því sem á daginn leið minnkuðu líkumar á því að hægt yrði að endurtaka leik Þjóðverja og Rússa. Markametið féll Stórskyttan í liði S-Kóreu- manna, Yoon, setti nýtt marka- met á HM í gær er hann skoraði 12 mörk gegn Rúmenum. Fyrir leikinn vantaði Yoon þrjú mörk til að slá metið. Kang frá Kóreu átti eldra metið, 67 mörk, frá HM í Sviss 1986. Yoon hefur nú skorað 76 mörk í keppninni og getur enn bætt við mörkum. íþróttir HM1997: Evrópa með 12 f ulltrúa íJapan Eftir sigur Rúmena á Suður- Kóreu í gær er ljóst að Evrópa á 12 sæti í næstu heimsmeistara- keppni í Japan 1997. Evrópa átti 14 fulltrúa hér á íslandi en gest- gjafahlutverkíð flyst yfir til Asíu og Egyptar náðu einu fyrir hönd Afríku með því að vera meðal tiu efstu þjóðanna. Leikið verður um þessi 12 sæti Evrópu á þann hátt að fimm efstu þjóðirnar í Evrópukeppninni, sem hefst í haust, komast beint til Japans og síðan sjö þjóðir úr sérstakri forkeppni HM sem hefst haustið 1996. Asía mun eiga 4 fulltrúa í Jap- an, Afríka 4, Ameríka 3 og Eyja- álfa væntanlega einn. HM í dag í dag verður leikið um sæti 5-12 á HM og eru tveir leikir í Laugar- dalshöll og tveir í Kaplakrika. Rússland og Egyptaland leika um 5. sætiö í Laugardalshöll klukkan 15 en þessar þjóðir tryggöu sér ólympiusæti í gær. Sviss og Tékkland leika um 7. sætið í Laugardalshöll klukkan 17. Þetta er hreinn úrslitaleikur um ólympíusæti. Hvíta-Rússland og Rúmenía leika um 9. sætiö í Kaplakrika klukkan 17. Spánn og Suður-Kórea leika um 11. sætiö í Kaplakrika klukkan 15. • Dimitri Fillippov var einn besti leikmaður Rússa gegn Svisslendingum í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Egyptar sönnuðu sig gegn Tékkum - og Rússland sigraði Sviss Þrekprófaukaatriði? Mikið er rætt um það hverjir komi til með að dæma síðustu tvo leikina á HM á morgun, úrslita- leikinn og leikinn um bronsverð- launin. Thomas og Thomas frá Þýskaiandi þykja hklegir svo framarlega að Þjóðverjar fari ekki í úrshtaleikinn. Það er með hreinum ólíkindum ef þeir bræð- ur fengju úrslitaleikinn því fyrir HM féh annar bræðranna á þrek- prófi dómara. Þeir eiga það skitið Ef hins vegar verður farið eftir frammistöðu dómaranna í sjálf- um leikjunum á HM kemur ekki nema eitt par til greina á úrsiita- leikinn, Stefán Amaldsson og Rögnvald Erlingsson. Þegar þetta er skrifað hafa þeir hæstu ein- kunnir allra dómaranna fyrir frammistöðuna og eiga því einir manna skilið að dæma úrslita- leikinn á morgun. Guðmundur Hilmarsson skrifar: Egyptar sönnuðu það í gær að þeir standa framarlega í handboltaheimin- um. Þeir unnu örggan sigur á Tékkum í gær, 25-21, og mæta Rússum í leik um 5. sætið í keppninni í dag. • „Ég er mjög stoltur af þessum strákum. Þeir eru mjög áhugasamir og það er mikill metnaður í liðinu. Það verður gaman að koma til Egypta- lands eftir keppnina. Við fáum hlýjar móttökur enda er fólkið í sjöunda himni með þennan árangur sem liðið hefur náð,“ sagði Ulrich Weiler, þjálf- ari egypska liðsins. • „Egyptar eru í mikilli framför og til alls vísir í framtíðinni. Það verður spennandi aö sjá þetta lið á ólympíu- leikunum í Atlanta," sagði Michael Barda, þjálfari Tékklands. • Rússar lögðu Svisslendinga í Laugardalshöll í gær, 25-23. „Við settum okkur það markmið þegar við fórum til íslands að tryggja okkur ólympíusæti og gerðum það enn frekar eftir tapið gegn Þjóðveijum. Leikurinn gegn Þjóðverjum sat óneit- anlega í mönnum en ég er tiltölulega sáttur við leik minna manna í þessum leik,“ sagði Vladimir Maximov, þjálf- ari Rússa, eftir leikinn. „Við náðum að standa uppi í hárinu á Rússum og með smáheppni hefðum við geta unnið leikinn. Menn voru svekktir eftir skehinn gegn Frökkum en leikmenn mínir sýndu góðan kar- akter í þessum leik og gerðu sitt besta,“ sagöi Urs Muhlethaler, þjálfari Sviss. Sviss - Rússland (8-11) 23-25 0-1, 2-5, 7-10, (8-11), 8-13, 13-15, 14-18, 17-18, 18-21, 21-22, 23-25. • Mörk Sviss: Marc Baumgartner 8/2, Roman Brunner 6, Patrick Rohr 4, Danile Spengler 2, Martin Rubin 2, Stefan Scherer 1. Varin skot: Rolf Dobler 4, Christian Meisterhans 3. • Mörk Rússlands: Dmitri Filippov 9/8, Droitri Karlov 6, Vasily Kud- inov 3, Oleg Koulechov 3, Sergei Pogorelov 3, Dmitri Torgovanov 1. Varin skot: Andrey Lavrov 15. Sóknamýting: Sviss 52%, Rússland 58%. Brottvísanir: Sviss 8 mín., Rússland 4 mín. Áhorfendur: Um 1000. Tékkland - Egyptland (7-10) 21-25 0-4, 5-5, 5-7, 7-8 (7-10), 7 11, 10-15, 12-17, 12-19, 16-22, 17-24, 20-24, 21-25. • Mörk Tékklands: Pavel Pauza 6/3, Martin Stelík, Vladimir Suma 3, Mic- hal Tonar 3, Libor Hrabal 3, Jiri Kotrc 1, Karel Jindrzhovsky 1. Varin skot: Josef Kucerka 4, Milos Salby 4. • Mörk Egyptalands: Bela Ahmed M. Hamdy 8, Abd Elwareth Sameh 8, Gohar Gohar Nabil 5, Mohamed Mohamed Ashour 2, Gharib Hossam Said l. Elkasaby Aser Ahmed 1 Varin skot: Nakieb Mohamed Mahmoud 17/2. Dómarar: Dancescu og Mateescu trá Rúmeníu, góðir. Áhorfendur Um 800. Hvada þjóðir tryqqja sér f a rseð 11 til Atlanta og Ku mamoto? í dag ræðst hvaða þjóðir keppa á Ólympíu- leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum á næsta ári og hverjir komast á HM97 í Japan. Baráttan verður hörð og spennandi. Miðaverð: 3.000 og 2.200 kr. í sæti og 1.500 og 1.000 kr. í stæði. Miðasalan opnar kl. 10:00. »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.