Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Page 34
42
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
Hveragerði - Hveragerði
Eigandi óskast
að 117 m2 einbýlishúsi með tvöföldum 45 m2 bíl-
skúr. FRÁBÆRT VERÐ. LAUST STRAX. Húsið er allt
nýstandsett að utan sem innan. Stórkostlegt útsýni.
Stutt í skóla. Eiguleg eign. Aðeins 30 mín. akstur frá
Reykjavík.
Upplýsingar: Hs. 98-34581 -98-34421 -98-34191
Vs. 98-34990 og 98-34151 (símsvari).
Ríkistollstjóraembættið
auglýsir
Innflytjendur - útflytjendur
Athygli innflytjenda og útflytjenda er vakin á því að 31.
mars sl. rann út sá aðlögunartími sem veittur var til að
taka upp orðalag upprunayfirlýsinga á vörureikninga sam-
kvæmt EES-samningnum vegna inn- eða útflutnings á
vörum sem upprunnar eru á EES-svæðinu. Tollfríðinda-
meðferð fæst því ekki lengur gegn framvísun vörureikninga
með upprunayfirlýsingu með eldra orðalagi sem nota mátti
til 1. apríl sl.
Jafnframt skal bent á að vörureikningum með upprunayfir-
lýsingu svo og EUR. 1 skírteinum ber að framvísa við toll-
yfirvöld í innflutningslandi innan fjögurra mánaða frá út-
gáfudegi en aðflutningsskjölum ber að skila tollyfirvöldum
hér á landi innan fjögurra daga frá komu vörusendingar
til landsins.
Nánari upplýsingar um fríðindameðferð vara, m.a. sam-
kvæmt EES-samningnum, veita tollstjórar í viðkomandi
tollumdæmum.
Reykjavík, 18. maí 1995
Ríkistollstjóri
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til
sýnis þriðjudaginn 23. maí 1995 kl. 13-16 í porti bak við
skrifstofu vora að Borgartúni 7 og víðar.
1 stk. Toyota 4Runner 4x4 1991
2stk. Nissan Patrol 4x4 1985-90
1 stk. Toyota Hi Luxdoublecab 4x4 1988
2stk. Subaru Legacy 4x4 1991-92
2 stk. Mazda 323 station (önnur skemmd) 4x4 1993
6 stk. Subaru 1800 station 4x4 1988-91
1 stk. Subaru 1800 pick up 4x4 1991
1 stk. Toyota Tercel station 4x4 1987
1 stk. Mitsubishi L-300 Mini bus (biluð vél) 4x4 1990
1 stk. BMW3181 4x4 1992
1 stk. Volvo 240 GL 1991
1 stk. Volvo 440 1989
1 stk. Saab 900 1989
2 stk. Daihatsu Charade 1991
2 stk. Nissan Micra 1989
1 stk. Lada station (ógangfær) 1990
Til sýnis hjá birgðastöð Vegagerðarinnar í Grafarvogi Rvk:
1 stk. veghefill, Komatsu GD 655A 1984
1 stk. rafstöð, Dawson-K, 30 kW, í skúr á hjólum 1973
(ógangfær)
Til sýnis hjá Vegagerðinni á Akureyri:
1 stk. veghefill, Caterpillar 12G, með snjóvæng 1975
1 stk. vegþjappa Vibromax W-501 1983
Til sýnis hjá Vegagerðinni á Höfn:
1 stk. rafstöð, FG Vilson F, 40 W, 32 kW, í skúr 1981
á hjólum
1 stk. rafstöð, Lister, 5 kW, í skúr 1967
Til sýnis hjá Pósti og síma á Isafirði:
1 stk. Ski Doo Skandic 377 vélsleði (ógangfær) 1986
Til sýnis hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins,
steypudeild, Keldnaholti. 1 stk. hita/rakaskápur, blikk-
klæddur, einangraður með steinull, innanmál 3,5 m, með
opnun 0,8x3,0 m.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30
að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna
tilboðum sem ekki teljast viðunandi.
Þreyta,
slen og
slappleiki
Katrín B. sat gegnt Nökkva lækni,
mæðuleg á svip. „Ég er svo óskap-
lega þreytt," sagði hún. „Það er al-
veg sama hvernig ég sef, alltaf
vakna ég þreytt. Ég get tæplega
annast heimihð lengur." Hún var
grannvaxin, þreytuleg á svip,
klædd í blábleikan glansgalla; hár-
ið var dökkt og slétt. Katrín var
tæplega fimmtug húsmóðir, börn
voru komin á legg, eiginmaður á
hraðferð eitthvað og henni fannst
hún hafa verið skilin eftir ein á
ókunnri brautarstöð. Hún hafði
reynt að vinna úti en hætt því.
„Hver vill ráða svona gamla konu
í vinnu?“ sagði hún og bætti við:
„Ætli ég sé með krabbamein eins
og Jónamóðursystir?" „Nei, það
held ég ekki,“ sagði Nökkvi blíð-
lega, „en þetta verðum við að rann-
sakabetur."
Algengar
kvartanir
Þreyta og slen eru einhverjar al-
gengustu kvartanir sem læknar
heyra. Ástæðumar geta verið ótal
margar. Nökkvi skiptir oft þreytu
og sleni í 3 aðalflokka. í fyrsta lagi
er líkamleg þreyta, sem stafar af
áreynslu og puði. Vöðvar eru þá
fuUir af mjólkursýru og koltvísýr-
ingi svo að menn finna til örmögn-
unar. Slík þreyta er oftast ánægju-
leg og meðferöin einfóld; hvíld og
svefn. Vöðvar losa sig við úrgangs-
efni, endurnærast og menn vakna
upp tilbúnir í ný átök. í öðm lagi
má nefna þreytu sem er fylgifiskur
líkamlegra veikinda, langvinnra
sýkinga, inflúensu, sykursýki eða
krabbameins. Venjulega eru þó
önnur einkenni fyrir hendi sem
benda til þessara sjúkdóma. Alvar-
leg veikindi eru sjaldnast orsök
langvinnrar þreytu einnar og sér
en þó þarf að rannsaka slíka ein-
staklinga vel. Margir læknar ein-
blína þó um of á ýmsa líkamlega
sjúkdóma þegar einhver nefnir
orðin þreyta og slen. Þeir senda
viðkomandi sjúkhnga í ótal rann-
sóknir; blóðmælingar, þvagsýni,
r öntgen, speglanir, ómanir og
sýnatöku. Þegar eðlilegar niður-
stööur liggja fyrir kalla þeir sjúkl-
inginn á sinn fund og segja glaðir
að nú sé þetta fullrannsakað; ekk-
ert sé að og sjúklingurinn geti farið
hamingjusamur heim. Hann situr
eftir og hefur í raun ekki fengið
neina bót einkenna sinna. Á hinn
bóginn líður lækninum mun betur
enda fullviss um að hann hefur
ekki gert nein afdrifarík mistök.
Slíkt rannsóknaræði er því betur
til þess fallið að lækna óróleika og
óöryggi læknisins en sjúklingsins.
Andlegarorsakir
í þriðja lagi má nefna andlega/lík-
amlega ástæðu mikillar þreytu.
Streita, kvíði og spenna em algeng-
ustu orsakir mikillar þreytu sem
fólk finnur fyrir. í mörgum tilvik-
um virðist um að ræða varnarkerfi
sálarinnar. Fólk vill ekki horfast í
augu við ýmis vandamál eins og
erfitt hjónaband, leiðinlega vinnu,
erfiðleika í samskiptum við aðra,
dapurleg peningamál, drauma og
framtíðaráætlanir sem aldrei
munu rætast o.fl. Sálin er full af
Sálin eru full af óleystum áhyggjuefnum sem brjótast fram í óljósum
líkamlegum einkennum eins og þreytu, uppgjöf, sleni og krabbameinsá-
hyggjum.
Á læknavaktiimí
Óttar
Guðmundsson
læknir
óleystum áhyggjuefnum sem brjót-
ast fram í óljósum líkamlegum ein-
kennum eins og þreytu, uppgjöf,
sleni og krabbameinsáhyggjum.
Slík andleg örmögnun hefur auk
þess víðtæk áhrif á önnur ónæmis-
kerfi líkamans. Fólk verður næm-
ara fyrir skyndipestum og alls kyns
veirusýkingum sem leggjast bæði á
sál og líkama. Þannig verður orsök
síþreytu bæði andleg og líkamleg.
í þessu tilviki hafa menn skoðað
svokallaða Epstein-Barr veiru sem
leggst á fólk sem er undir miklu
andlegu álagi. Ofnæmi og óþol
gagnvart ýmsum matartegundum
getur auk þess valdið mikilli
þreytu.
Hvað er
hægtað gera?
Katrín B. var þunglynd og sí-
þreytt. Henni fannst hún afskipt,
grunaði eiginmann sinn um
græsku og var óánægð með lífið.
Nökkva og Katrínu tókst. að ræða
þessi mál og henni fór að líða eitt-
hvað betur og áttaði sig á því sem
hún þyrfti að gera. Best er að geta
rætt um lífið og tilveruna og gera
sér grein fyrir eigin óánægju og
vonbrigðum. Er lífið eins vonlaust
og fólki finnst? Eru einhveijar leið-
ir færar? Síðan þarf að endurskipu-
leggja líf sitt á vitrænan hátt. Mat-
aræði: Reglubundið mataræöi á
matmálstímum er mikilvægt. Mik-
ið sælgætisát, sykur og kókdrykkja
getur gert fólk þreytt vegna
sveiflna í blóðsykri. Róttækar
breytingar á mataræði geta haft
mikil og jákvæð áhrif. Líkams-
hreyfing: Æfingar eins og hlaup,
sund eða hjólreiðar vinna bug á
þreytu og auka úthald og þol.
Áreynsla að loknum starfsdegi los-
ar um spennu og eykur orku.
Svefn: Nægur svefn er nauðsynleg-
ur þeim sem finnst þeir síþreyttir.
En mestu skiptir að gera lífið
skemmtilegt. Stundum þarf að
hleypa meiri spennu í tilveruna,
ganga skrefinu lengra en maður
þorir, átta sig á því að tíminn bíður
ekki eftir neinum. Þegar Katrín
ákvað aö kaupa sér Harley-David-
son mótorhjól á afborgunum studdi
Nökkvi hana heils hugar í þeim
áætlunum. Nokkrum mánuðum
síðar hjólaði hún á Sniglamót á
Blönduósi með fullum stuðningi
Nökkva. Aðalatriðið er að þessi
einkenni séu tekin alvarlega og
læknar gefi sér tíma til að ræða viö
sjúklinga sína um eitthvað annað
en eðlilegar rannsóknarniðurstöð-
ur og allan þann aragrúa af sjúk-
dómum sem þeim hafi tekist að
útiloka með þekkingu sinni og fyr-
irhyggju.