Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 Fréttir Islendingur hætt kominn í leigubíl á leið á Heathro w-flugvöll Bflstjórinn fékk áfall og dó á hraðbrautinni Stefán H. Jóhannesson sendiráðunautur kom í veg fyrir stórslys og stöðvaði bílinn íslendingur, sem var farþegi í leigubíl á hraðbraut í Bretlandi, var hætt kominn þegar leigubílstjóri sem ók bílnum fékk hjartaáfall. Bíllinn rann stjórnlaust áfram á vegrið en nam svo staðar á hraðbrautinni, á þeim tíma sem umferð var hvað þyngst. „Við vorum að spjalla þama þrjú saman í leigubílnum og leigubastjór- inn tók þátt í umræðunum. AUt í einu missti hann meðvitund þar sem við vorum á miðri hraöbrautinni. Bíilinn sveigði skyndOega yfir á hægri akrein og stefndi á vegriö en ég náði að teygja mig í stýrið en tókst ekki að rétta bílinn alveg af þannig að hann skall á vegriðinu. Síðan tókst mér að færa fótinn yfir bíl- stjóramegin og stíga á bremsuna þannig að bíllinn stöðvaðist," segir Stefán H. Jóhannesson, sendiráðu- nautur í utanríkisráðuneytinu, sem var á ferð á hraðbraut milh Gatwick-flugvallar og Heathrow- flugvallar síðastliðinn fostudag. Allt í einu missti bflstjórinn meðvitund þar sem við vorum á miðri hraðbraut- inni. Bfllinn sveigði skyndilega yfir á hægri akrein og stefndí á vegrið en ég náði aö teygja mig í stýrið en tókst ekki að rétta bilinn alveg af þannig aö hann skall á vegriöinu, segir Stefán H. Jóhannesson, sendiráðunautur. Honum tókst að koma í veg fyrir slys er hann náði að stöðva leigubil á hraöbrautinni á leið á Heathrow-flugvöll eftir að bílstjórinn lést undir stýri. DV-mynd Brynjar Gauti Stefán var að bíða eftir rútu á Gatwick en sökum umferðartafa stefndi í að rútan kæmi ekki í tíma þannig að hann myndi missa af flug- vél til íslands sem fara átti frá Heat- hrow. Fór svo að hann deildi leigubíl með tveimur öðrum, gömlum manni og konu á fertugsaldri, frá Gatwick til Heathrow. Allt útlit var fyrir að hann myndi koma tímanlega til að ná flugvélinni til íslands. Samferða- fólkið í leigubílnum spjallaði saman. Gamh maðurinn var aö fara að hitta gamlan stríðsfélaga sinn en þeir höfðu verið stríðsfangar við brúna Kwai í Taílandi í seinni heimsstyrj- öldinni en um þessar mundir eru 50 ár síðan þeir losnuðu úr haldi. Hann hafði ætlað aö hitta félaga sinn ári fyrr en þá hafði félagi hans fengið hjartaáfall og ekkert orðið af endur- fundum. Leigubílstjórinn var mjög áhugasamur um frásögn gamla mannsins en skyndilega missti hann meðvitund þegar hann fékk hjartaá- fall. Þannig var útlit fyrir að hjartaá- fall setti á ný strik í reikning endur- funda gömlu stríðsfanganna. Stefán segist ekki hafa þorað út úr bílnum sín megjn til að hlúa að leigu- bílstjóranum því að bílamir hafi ekið fram hjá á mikilli ferð. Samferða- kona hans hafi lagt bílstjórasætið aftur og hann hafi reynt hjartahnoð á bílstjóranum með htlum árangri. Vegavinnumenn, sem hafi verið við vinnu sína í næsta nágrenni, hafi borið að og tekið við með lífgunartil- raunir og bægt umferð frá en mikh hætta hafi verið á að aðvífandi bílar skyhu á leigubílnum. „Við vorum kölluð í lögreglubíl sem kom þarna og ég held að ekki hafi tekist að bjarga leigubílstjóran- um. Okkur var leyft að fara eftir að nöfnin okkar höfðu verið tekin nið- ur. Ég náöi í leigubíl og rétt náði véhnni heim. Þetta er ein einkenni- legasta lífsreynsla sem ég hef lent í,“ segir Stefán. -PP Met slegið í smáauglýs- ingum DV Met var slegið í smáauglýsingum DV hvað fjölda varðar sl. laugardag. Alls bárust inn táeplega 900 smáaug- lýsingar sem er töluverð aukning frá fyrra meti. Að sögn Ingibjargar Hall- dórsdóttur, deildarstjóra í smáaug- lýsingum, er mikið hf í smáauglýs- ingamarkaðnum um þessar mundir. „Maímánuður er alltaf mjög góður í smáauglýsingum DV. Þá er fólk að lifna við eftir veturinn. Áberandi er að auglýsendur eru meira að auglýsa hluti sem tengjast sumrinu, eins og reiðhjól, mótorhjól, tjaldvagna, hjól- hýsi og sumarbústaði. Viö erum með ókeypis myndatöku af bílum og hjól- um og aðsókn í þá þjónustu sló öh met á laugardaginn. Það er mikih erih hjá okkur aha daga sem sýnir fólk ber fuht traust th smáauglýsinga DV, nú sem endranær," sagöi Ingi- björg. Tveir bilar skullu saman á mótum Vesturlandsvegar og Grafarholtsvegar á tiunda tímanum í gærkvöld. Ökumað- ur annars bilsins var fluttur á slysadeild. Töluverðar skemmdir urðu á bilunum og þurfti að flytja báöa af vett- vangi með kranabil. DV-mynd S Harðar deilur innan Læknafélags Islands: Heimilislæknar vilja sjálfsf orræði - sérfræðingar biðja heimilislækna afsökunar á tviræðu orðalagi „Almenna skoðunin er sú að heim- ihslæknar þurfi að fá algjört sjálfs- forræði yfir sínum hagsmunamál- um. Þetta samkruh í Læknafélagi íslands hefur gengiö sér th húðar. Innan félagsins þurfa hópamir aö ráöa yfir sínum árgjöldum og vera sjálfstæðir," segir Sigurbjöm Sveins- son, formaður Félags íslenskra heimihslækna (FÍH). Á almennum félagsfundi FÍH á laugardaginn kom th umræðu að heimihs- og hehsugæslulæknar segðu sig úr Læknafélagi íslands (LÍ) vegna ágreinings sem komið hefur upp í dehum um thvísanakerfið. Fyr- ir fundinum lá lögfræðiáht sem mælti gegn úrsögn að svo stöddu. Á fundinum vhdu ýmsir segja sig úr LÍ þrátt fyrir að það fæh í sér áhrifaleysi á stéttarfélagsmál meðan sú staða væri. Niðurstaöan varð hins vegar sú að fela stjóm félagsins að vinna að fuhu sjáífsforræði í eigin hagsmunamálum og framkvæmda- stjóm sinna mála. Þá var samþykkt harðorð gagnrýni á formann LÍ, og meirihluta stjómar, fyrir óeðlileg afskipti af dehunum um thvísana- kerfiö. Sérfræðingar í læknastétt hafa beðið heimihslækna afsökunar á oröalagi í auglýsingum sem þeir birtu í baráttu sinni gegn thvísana- kerfinu. í yfirlýsingu frá stjóm Sér- fræðingafélags íslands (SÍL) segir að í einni eða tveimur auglýsingum hafi textinn veriö tvíræður og sært heh- sugæslulækna. Fram kemur að um óvhjaverk hafi verið að ræða enda ómaklegt að halda því fram að hehsugæslulæknum sé ekki treyst- andi, eins og skhja hafi mátt af text- anum. í yfirlýsingunni er forysta FÍH hins vegar gagnrýnd og sögð hafa staðiö fyrir ómaklegum árásum á formann LJ. Fuhyrt er að formaðurinn hafi einungis unnið að niðurfelhngu th- vísanaskyldunnar í krafti ályktunar stjómar LÍ. Þessu andmælir Sigurbjörn og seg- ir formanninn hafa gengið miklu lengra en hann hafi haft umboð th. „Auðvitað var sjálfsagt að hann tæki þátt í rökræðum um thvísana- skylduna. En hann gat ekki tekiö þátt í bréfaskriftum th alþingis- manna eða siölausri auglýsingaher- ferð þar sem í vom rangfærslur um hehsugæsluna," segir Sigurbjörn. -kaa Stuttar fréttir Minnilíkur Norska sjávarútvegsráöuneyt- iö telur minnkandi hkur á sam- komulagi við íslendinga um veið- ar úr norsk-íslenska síldarstofn- inum. RÚV greindi Irá. Engarviðræöur Engar viðraaður hafa farið ffam á mihi íslands og ESB um tolla í 2 mánuði. Skv. Sjónvarpinu er helsta ástæðan óvissa um samn- inga ESB við Norðmenn. Árni Johnsen styrkiur Húsnæðisstofnun hefur úthlut- að Árna Johnsen alþingismanni styrk upp á hálfa mhljón krónur th að byggja sér bjálkahús. Forsendurskortir Félagsmálaráöuneytiö telur ekki forsendur iyrir því að rifta sameiningu sveitarfélaga í Vest- ur-Barðastrandarsýslu. Á annað hundrað Bílddæbnga vih xiftun. RÚV greindi ffá. RHhöfundar tí! landsins Fjölda eriendra rithöfunda hef- ur verið boðið th íslands i haust í tengslum við bókmenntahátíð Reykjavíkur. RÚV skýrði frá. Verkfaii yfirvofandi Bakarar hafa boðaö 8 daga vinnustöðvun ffá og með mánu- degi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Evrópusamtök í fæðingu Stofha á umræöuvettvang um Evrópusamstarf og tengsl íslands viöESB í Reykjavík áfimmtudag- inn. Markmið Evrópusamtak- anna er að stuðla að fordóma- lausum umræðum um þessi mál. AJumax vllláiver Forstjóri Alumax í Bandaríkj- unum, sem á aðhd að Atlantsál- hópnum, segir þaö ekki spurn- ingu hvort álver verði reist á ís- landi heldur hvenær þaö verði gert. Sjónvarpiö greindi ffá. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.