Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 25 Fréttir Friðrik Þ. Stefánsson formaður og Ólafur H. Ólafsson, varaformaður Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, kíkja eftir laxi í Elliðaánum í gærkvöldi. Enginn lax sást en hann er líklega kominn. DV-mynd G.Bender Norðurá og Laxá í Kjós: Laxinn er kominn „Það verður spennandi að opna Norðurá eftir rúma viku en um helg- ina var kjörvatn í ánni. Það gæti vax- ið verulega ef hlýnaði mikið næstu daga,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson, formaður Stangaveiðifélags Reykja- víkur, í gærkvöldi en fyrstu laxamir sáust í ánni um helgina. Norðurá verður opnuð fyrst áa 1. júní. „Við sáum ekki mikið af laxi fyrir opnun í fyrra en samt veiddust 58 laxar þá. En fyrstu laxarnir sáust á göngu inn Borgarfjörð kringum 10. maí svo hann er örugglega kominn í ámar,“ sagði Frirðik í lokin. Laxinn er mættur í Laxá í Kjós en hann sást í Laxfossinum fyrir fáum dögum. „Við höfum ekki séð lax í Elliðaán- um enn þá en hann gæti hæglega verið kominn, núna er hans tími að koma,“ sagði Jakob Hafstein í gær- kvöldi og bætti við: „Laxinn er ör- ugglega komin í Norðurá og Þverá í Borgarfirði." „Við erum aðeins byrjuð að renna en enginn lax hefur fengist enn þá. Það er svo ákaflega kalt þessa dagana enda frost á hverri nóttu," sagði Olaf- ur Davíðsson á Hvítárvöllum í sam- tali við DV í gærkvöldi. Stangaveiðin hófst í Hvítá í Borgarfirði um helgina en besti veiðistaður árinnar er við Hvítárvelli, Þvottaklöppin. Stöngin er seld á þúsund krónur eins og er. Norðurland vestra: Ekki mikil hætta á kali í túnum -ennrmkillsnjór Þórhallur Ásmundsson, DV, Saudárkróld; „Mér sýnist ekki mikil hætta á kali í túnum meðan ekki er meiri hitamismunur milli dags og nætur þó alltaf sé hætta ef margar frost- nætur gerir í röð,“ segir Guðbjart- ur Guðmundsson, ráðunautur Búnaðarsambands Austur-Hún- vetninga. Guðbjartur segir hættuna mesta á kali þegar svell liggi lengi á, t.d. frá því um áramót og fram á vor. Snjóalög eru enn geysimikil í Fljótum og á Skaga. Símon Gests- son, bóndi á Barði í Fljótum, segir að af þeim sökum verði sauðburð- urinn erfiðari. „En við óttumst ekki svo mikið kal hér. Snjórinn hlífir þó jörðinni og þegar hann leysir verður hitastig sjálfsagt orð- iö það hátt að jörðinni er síður hætt. Bændur hér um slóðir koma frekar til með að óttast skemmdir á túnum sínum vegna vatnavaxta sem örugglega verða ef hlákan verður skörp,“ segir Símon. í Fljótum eru girðingar víðast hvar á kafi enn þá og varla sér á dökkan díl á láglendi. Símon efast um að þetta sé nokkuð meiri snjór núna en stundum áður. Leikhús WÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðlð Söngleikurinn WEST SIDE STORY eftir Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bern- steins kl. 20.00 Á morgun, uppselt, föd. 26/5, nokkur sætl laus, Id. 27/5, nokkur sæti laus, föd. 2/6, méd. 5/6, föd. 9/6, ld.10/6. Sýningum lýkur i júní. íslenski dansflokkurinn: HEITIR DANSAR 3. sýn. fid. 25/5 kl. 20.00,4. sýn. sud. 28/5 kl. 20.00. Smiðaverkstæðið TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright kl. 20.00. Fid. 25/5, föd. 26/5, Id. 27/5, mvd. 31/5, fid. 1/6, föd. 2/6, fid. 8/6, föd. 9/6, Id. 10/6, fid. 15/5, föd. 16/5, föd. 23/6, Id. 24/6, sud. 25/6, fid. 29/6, föd. 30/6. Norræna rannsóknar- leiksmiðjan ÓRAR Samvinnuuppfærsla finnskra og ís- lenskra leikara. Frumsýning fid. 22/6,2. sýn. Id. 24/6. Aöeins þessar 2sýningar. Gjafakort i leikhús - sígild og skemmtileg gjöf. Miöasala Þjóöleikhússins er opin aila daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram aö sýningu sýningardaga. Einnig simaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Grœna línan 99 61 60. Brófsimi 6112 00. Sími 1 12 00-Greiöslukortaþjónusta. Tapad fimdið Hálsmen fannst Hálsmen með festi og nafni áletruðu á skjöld fannst á Snorrabraut. Upplýsingar í síma 14706. Armbandsúr tapaðist Kvenmannsarmbcmdsúr með gylltri keðju tapaðist á leið frá Hótel Sögu aö Neshaga á laugardagsmorguninn sl. Finnandi vinsamlegast hringi í s. 20467. Vitni óskast Keyrt var á kyrrstæðan Nissan Sunny, rauðan að lit, árg. ’94, á efri hæð bílastæð- is Krmglunnar á fóstudaginn sl. kl. 15-16.30. Fram- og afturhurð bílstjóra- megin skemmdust. Ef einhver getur gefið upplýsingar um málið þá vinsamlegast hringið í s. 654143. TiBcyrtmngar Kvenfélag Grensássóknar fer í tveggja daga vorferð 27. og 28. maí. Tilkynna þarf þátttöku fyrir fimmtudag í s. 27596 eða 30518. Lagt af stað frá Safn- aðarheimilinu kl. 10 á laugardag. Félagsstarf aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar. 3 daga ferð með gistingu á Hótel Eddu, Kirkjubæjar- klaustri. Fjöldi staða skoðaður. Ekið austur að Skaftafelli og að Jökulsárlóni. Nauösynlegt að bóka strax vegna hótels í s. 517170 fyrir hádegi- LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið kl. 20. VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Föstud. 26/5, næstsiðasta sýning, laugard. 27/5, siöasta sýnlng. Siöustu sýningar á leikárinu. Munið gjafakortin okkar. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20, auk þess er tekið á móti pöntunum i síma frá kl. 10-12 alla virka daga. Sími miðasölu 680680. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Leikfélag Akureyrar DJÖFLAEYJAN Mlðvd. 24/5 kl. 20.30, töstud. 26/5 kl. 20.30, laugard. 27/5 kl. 20.30, fösd. 2/6 kl. 20.30, Id. 3/6 kl. 20.30. Sióustu sýningar. • • • • J.V.J. Dagsljós Miðasalan i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Simi 24073. Simsvari tekur við miðapöntunum utan opnunartima. Greiðslukortaþjónusta. NEMENDALEIKHÚSIÐ LINDARBÆ-SÍMI21971 MARÍUSÖGUR i leikstjórn Þórs Tulinius Nýtt islenskt lelkrit eftlr Þorvald Þorsteinsson Síóasta sýningarvika, sýn. miðv. 24/5 kl. 20, flmmtud. 25/5 kl. 20, laugd. 27/5 og sunnud. 28/5 kl. 20. Allra síðasta sýnlng. Miðapantanlrailan sólarhringinn. Ný barnafataverslun á Laugavegi í dag, 18. maí, opnar ný verslun, Du pa- reil au méme, á Laugavegi 17. Du pareil au méme er frönsk bamafataverslunar- keðja sem stofnuð var árið 1986. Vel- gengni „DPAM“ byggist fyrst og fremst á vönduöum og fallegum fótum sem seld eru á lágu verði. Leitast er við að tryggja viðskiptavininum falleg og vönduð bamafót fyrir aldurshópinn 0-14 ára þar sem saman fara lágt vöraverð og mikil gæði. Útlit búðanna er einnig sérstakt og er það samhæft um allan heim. Nauðungaruppboð á lausafé Eftir kröfu Hitaveitu Reykjavíkur fer fram nauðungaruppboð á eftirfarandi lausafé, talið eign Pústþjónustunnar sf.: Bílalyfta af tegundinni istobal og logsuðutæki. Uppboðið fer fram þar sem lausaféð er staðsett að Skeifunni 5, Reykjavik, miðvikudaginn 31. maí 1995 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK Nauðungaruppboð á lausafé Eftir kröfu Landsbanka íslands fer fram nauðungaruppboð á eftirfarandi lausafé, talið eign Kristins Kristinssonar: Verkfæri, vélar, tæki, varahlutir, dekk og fleira. Uppboðið fer fram þar sem lausaféð er staðsett í Gamla Miklagarðshúsinu við Holtagarða, baka til, miðvikudaginn 31. maí 1995 kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN I REYKJAVÍK ftíim ''allslil’l DV 9 9*17*00 Verö aöeins 39,90 mín ÉJ Fótbolti 2 j Handbolti 3 j Körfubolti 41 Enski boltinn 5| ítalski boltinn 61 Þýski boltinn ■ 7[ Önnur úrslit 8] NBA-deildin ZEWMéBM lj Vikutilboð stórmarkaðanna 2j Uppskriftir Læknavaktin 2; Apótek H Gengi 11 Dagskrá Sjónv. ]2j Dagskrá St. 2 [3| Dagskrá rásar 1 4 j Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5 j Myndbandagagnrýni 6 j ísl. listinn - topp 40 J7j Tónlistargagnrýni 8 Nýjustu myndböndin 1} Krár 2 j Dansstaöir 3 [ Leikhús 4 j Leikhúsgagnrýni | Bíó c j Kvikmgagnrýni mgsnmnB : 1[ LottÓ [2] Víkingalottó I Getraunir MBM Dagskrá líkamsræktar- stöðvanna 99-17-00 Verð aöeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.