Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 3 Fréttir Ritið Gjaldeyrismál: Milljarða tjón fyrir þjóðarbúið „Eins og komið hefur fram í frétt- um myndi boðað sjómannaverkfaU einkum hafa áhrif á afla utan lögsög- unnar. Að umtalsverðu leyti myndu slík áhrif verða varanlega neikvæð en tjónið gæti numiö hundruðum - ef sjómenn fara 1 verkfall milljóna, jafnvel milljörðum hvað varðar útflutningstekjur brúttó. Þótt ýmsar útgerðir hafi leigt skip sín til útlanda þá mun liklega ekki verða um almennar aðgerðir að ræða,“ seg- ir m.a. í ritinu Gjaldeyrismálum í gær um áhrif boðaðs sjómannaverk- falls nk. fimmtudag á efnahagslífið. Að mati Gjaldeyrismála eru meira en helmingslikur á verkfalli þar sem varla megi reikna með miðlunartil- lögu frá ríkissáttasemjara í ljósi reynslunnar með Sleipnismenn, auk þess sem aðaldeilumál sjómanna og útgerðarmanna, markaðsviðmiðun fiskverðs, hafi verið þrætuepli lengi. „Spumingin er hversu langt verk- fallið verður. Það ræður einnig miklu um áhrifin á gengi krónunnar. Litlar líkur eru á að þau verði veru- leg nema verkfall dragist á langinn," segir í Gjaldeyrismálum. -bjb iOREKA! EUREKW. 60 þúsund dekk urðuð hjá Sorpu „Dekk eru almennt séð vandamál í heiminum. Menn tæta þau niður með einhverjum hætti og reyna að rúmmálsminnka þau til að nýta urð- unarstaðinn sem best. Við tökum við dekkjum og sendum til Furu í Hafn- arfirði. Starfsmenn Furu tæta dekk- in niður í flögur og koma með þau á urðunarstaðinn í Álfsnesi í gámum í samblandi við annan úrgang. Dekk- in eyðast í náttúrunni en það er mis- jafnt eftir ástandi urðunarstaðarins hversu fljótt það gerist," segir Ás- mundur Reykdal, stöðvarstjóri hjá Sorpu. Talið er að að minnsta kosti 60 þúsund dekk falli til sem úrgangur hér á landi á ári og skilar stór hluti sér til Sorpu á vorin og haustin. Þá fer talsverður hluti einnig í endur- vinnslu. Á höfuðborgarsvæðinu eru starfrækt fyrirtæki sem framleiða sóluð dekk úr heillegum, gömlum dekkjum og á Akranesi og Akureyri framleiða verksmiðjur gúmmímott- ur og bobbinga. Einnig eru flutt inn dekk til sólunar. Sorpa tekur ámóti samtals 84 þús- und tonnum af sorpi á hveiju ári og endurvinnur um 18 þúsund tonn. Blandað sorp er baggað og urðað í Álfsnesi. Gömul og niðurtætt dekk fara þangað í böggum með öðru sorpi. -GHS Fjölmargarkjara- deilur í gangi Það verður ekki sagt að friður og ró ríki hjá ríkissáttasemjara þessa dagana. Þar eru nú til meðferðar kjaradeilur fjölmargra stéttarfélaga. Hæst ber að sjálfsögðu kjaradeilu Sleipnismanna og viðsemjenda þeirra vegna þess að þar er skollið á verkfall. Síðan kemur sjómannadeil- an, en sjómannaverkfall skellur á annað kvöld hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Aðrar kjaradeilur, sem komnar eru til sáttasemjara, eru deila bakara- sveina og bakarameistara, lögfræð- inga hjá ríkinu og Félags íslenskra j símamanna og ríkisins og kjaradeila farmanna í Sjómannafélagi Reykja- víkur og viösemjenda þeirra. Þar stendur yfir atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu sáttasemjara og lýk- ur henni 29. maí næstkomandi. Alaska í Breiöholti: Blómavalvillselja Gróðrarstöð og verslun Alaska í Breiðholti hafa verið sett á söluskrá. Um er að ræða 200 fermetra húsnæði og 1,6 hektara lands í eigu Blóma- vals. Blómaval keypti eignimar í árs- byijun af Jóni H. Bjömssyni, eiganda lúaska, sem enn rekur Alaska við Miklatorg. Bjarni Finnsson hjá Blómavali sagði að engin tilboð væru komin enn en töluvert hefði verið um fyrirspurnir. Meðal þeirra hefði verið fyrirspum um að nota húseign- ir undir veitingarekstur. „Ef einhver býður það sem við er- um ánægðir með þá seljum við, ann- ars ekki. Þetta er skemmtilegt svæði þarna á Breiðholtsbýlinu sem býður upp á marga notkunarmöguleika, “ sagði Bjami. -bjb eruhíii _ skilaboð Heildaiiausn í birtingum og framleiðslu umhverfisauglýsinga íumferð? sbrætóauglýsingar Síendurtekið áreiti er tryggt rneð aug- lýsingum á strætisvögnum. Frá morgni til kvölds eru yfir 350 auglýsingar í umferð um alla þétlbýlistayggð landsins. straetóskýii Auglýsingar í rúmlega 230 strætóskýlum í Reykjavík ná til rúmlega 7 milljón farþega SVR (á ári) til viðbótar við akandi og gangandi umferð. Alls eru um 500 aug- lýsingafietir í boði uni allt höfuðborgar- svæðið. vettsskiHa Veltiskiltin eru staðsett við miklar umferðaræðar og njóta þvi mikillar athygli akandi umferðar. Á annað hundrað fletir eru í boði. Starfsfólk Eureka veitir allar nánari upplýsingar um verð og framboð. BORCARTÚN 29 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-1666 FAX 552-1888

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.