Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 17 íþróttir Heiðar afgreiddi Þór Halldór HaUdórsson skrifar: 1- 0 Heiðar Siguijónsson (23.) 2- 0 Heiðar Siguijónsson (68.) 3- 0 Gunnar Gunnarsson (88.) Þróttarar byijuðu vel í sínum fyrsta leik í íslandsmóti 2. deildar og áttu Þórsarar ekkert svar við ákveðnum leik þeirra á gervigrasvellinum í Laugardal í gærkvöldi. „Ég er mjög sáttur við minn leik hér í kvöld,“ sagði hinn 17 ára Heiöar Siguijónsson, markaskorarinn frá Dalvík sem hefur leikið með drengja- landsliðinu. „Ég er mjög ánægður með útkom- una í þessum leik og strákamir börð- ust nyög vel. Þetta er fyrsti leikurinn og að sjálfsögðu þarf margt að laga en ég er mjög bjartsýnn á framhald- ið,“ sagði Ágúst Hauksson, þjálfari Þróttar. Þróttarar byijuðu af krafti og áttu Þórsarar alltaf á brattann að sækja. Þaö var þó í síðari hálfleik sem norð- anmenn áttu möguleika á að jafna þegar dæmd var vítaspyrna á Þrótt og staðan 1-0 - en Fjalar Þorgeirs- son, markvörður Þróttar, gerði sér lítið fyrir og varði allgóða spymu frá Páli Gíslasyni. Skömmu seinna náðu Þróttarar 2ja marka forystu og á síð- ustu mínútu kom 3. markið eftir skemmtilegt gegnumbrot. Bestir í samstilltu liði þróttar vom þeir Ágúst Hauksson, Heiðar Sigur- jónsson og Páli Einarsson. Þórsarar áttu frekar slæman dag- en liðið á þó áreiðanlega eftir að ná sér betur á strik í sumar. Ámi Þór Ámason, Páll Gíslason og Þórir Áskelsson áttu þó nokkuð góða kafla. Maður Ieiksins: Ágúst Hauksson, Þrótti. Er bjartsýnn - sagði þjálfari Stjömunnar eftir sigur á ÍR, 3-0 Bjöm Leósson skrifar 1- 0 Birgir Sigfússon (20.) 2- 0 Bjami G. Sigurðsson (33.) 3- 0 Valdimar Kristófersson (83.) „Ég er ánægður með sigurinn og stig- in þrjú, þetta fór eins og til var sáð. Það var mikilvæg að byrja mótið með sigri og það tókst með þrjá leikmenn í banni. Ég er bjartsýnn á framhaldið en leikurinn á sunnudag gegn KA fyrir norðan verður erfiður enda reikna ég með að hann verði á möl,“ sagði Þórður Lárusson, en hann er þjálfari Stjörnunnar ásamt Helga Þórðarsyni. Stjörnumenn mættu ákveðnir til leiks með þá Ingólf Ingólfsson, Bald- ur Bjarnason og Ottó Ottósson í leik- banni. Leikurinn var furðugóður ef mið er tekið af þvi að liðin hafa nán- ast ekkert á gras komið í vor. Stjörnumenn voru sterkari aöilinn og aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti. ÍR-ingar börðust af krafti og náðu aö skapa sér nokkur góð færi. Liðsheildin var sterk hjá Stjörn- unni, Bjarni var öruggur í markinu, Lúðvík traustur í vöminni og Rúnar Páll og Valdimar skapandi á miðj- unni. Guðmundur Steinsson var ógnandi í framlínunni en var óhepp- inn að skora ekki undir lok leiksins þegar skot hans fór í þverslá og það- an niðar á marklínuna. Hjá ÍR sat meðalmennskan í fyrir- rúmi, Pálmi var hættulegur við mark Stjömunnar en fór illa með færin. Maður leiksins: Valdimar Kristó- fersson, Stjörnunni. Frískir KA-strákar - tóku Víkinga létt og sigruöu, 3-0 Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: 1- 0 Þorvaldur Sigbjömsson (38.) 2- 0 Gísli Guðmundsson (48.) 3- 0 Þorvaldur Sigbjömsson (86.) „Ég er mjög ánægður með strákana, þeir börðust vel og gera sér grein fyrir aö það þarf að hafa fyrir hlutun- um. Uppskeran er líka góður sigur í fyrsta leiknum," sagði Pétur Ormslev, þjálfari KA, eftir 3-0 sigur lærisveina hans gegn Víkingi í fyrsta leik liðanna í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á Akureyri í gær- kvöldi. Pétur hafði fulla ástæöu til aö vera ánægður með sína menn. KA-liðið virkaði mjög frískt, baráttan var góð og á köflum mátti meira að segja sjá bregða fyrir spili. Aöstæður til þess vom þó hrikalegar, leikið var á mal- arvelh félagsins í brunakulda cg Vík- ingarnir, sem mættu til leiks í síð- buxum og flestir með ullarvettlinga, voru alltaf skrefinu á eftir. Bestu menn KA voru Bjami Jónsson, sem var sem kóngur á miðjunni, og enski leikmaðurinn Dean Martin og Þor- valdur Sigbjörnsson vom báðir mjög góðir. Víkingar vom að vonum daufir í leikslok enda ekki annað fyrirsjáan- legt ef marka má þennan leik en langt og erfitt sumar. Petar Pisanjuk var þeirra besti maður, sterkur í öft- ustu vörninni. Maður leiksins: Þorvaldur Sig- björnsson, KA. „Betra liðið vann leikinn“ - Víðir tapaði heima fyrir Skallagrími, 0-2 Nýjastúkan áSkaganumvígð Fyrir leik ÍA og Breiðabliks í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld verður ný áhorfendastúka á Akranesveli formlega tekin í notkun. Stúkan er 70 metra löng meö fimm sætarööum og tekur núna 570 manns i sæti. Hægt er að bæta við tæplega 200 sætum. Athöfhin hefst í kvöld klukkan 19.30 með leik lúðrasveitar en síð- an verða flutt stutt ávörp. íslandsmótid settídag íslandsmótið í Sjóvá-Almennra deildinni verður forralega sett klukkan 17.50 í dag eða fýrir leik Fram og Leifturs á Valbjarnar- velli. 10 krakkar í búningum lið- anna í deildinni sýna knatttækni sína. Því næst setur Eggert Magnússon, formaður KSÍ, mótið og Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá-Almennar, tekur upphafs- spymu mótsins. Sigurjón þrettándi Sigurjón Arnarsson hafnaði í 13. sæti af 50 keppendum á at- vinnumannamóti í golfi sem lauk á sunnudaginn á Harbor Hills vellinum í Flórída. Siguijón lék á 70, 74 og 72, eða samtals á 216 höggum. Kappamót í vikunni Kappamót öldunga fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudag og fóstudag. Mótiö hefst klukkan 13 á fimmtudaginn og veröur þá keppt í sleggjukasti, spjótkasti og stangarstökki. Á fóstudaginn veröur keppt í_ öðrum land- skeppnisgreinum og hefst mótið þá klukkan 18. Popescutil Barcelona Spænska knattspymufélagið Barcelona keypti i gær rúmenska miðjumanninn Gheorghe Po- pescu frá Tottenham Hotspur og greiddi fyrir hann um 340 millj- ónir króna. SounesstH Galatasaray Skotinn Graham Souness, fyrr- um framkvæmdastjóri enska knattspyrnuliðsins Liveipool, verður næsti sfjóri tyrkneska knattspyrnuliðsins Galatasaray. Félaginu gekk ekki sem skildi á þessu tímabili og missti tyrk- neska meistaratitilinn til Eyjólfs Sverrissonar og félaga hans í Be- siktas. Þrírtapleikir íbadminton íslenska badmintonfólkinu gekk ekki vei á heimsmeistara- mótinu í badminton í gær. Broddi Kristjánsson tapaðþfyrir Tælend- ingi, 15-9 og 15-3. Ámi Þór Hail- grímsson tapaöi fyrir Búlgara, 15-6 og 15-6 og Guðrún Júlíus- dóttir beiö lægri hlut fyrir sviss- neskri stúlku, 11-2, 3-11 og 1-11. Savicevlolclár Svartfellingurinn Dejan Savicevic, sem misst hefur af tveimur síðustu leikjum AC Milan vegna meiðsla verður lík- lega með Milan þegar það mætir Ajax i úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í knattspymu í Vín á morgun. Ekki eru eins góðar fréttir úr herbúðum Ajax því óvíst er hvort Frank Rikjard geti leikið með vegna hnémeiösla. Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum: 0-1 Þórhallur Jónsson (8.) 0-2 Hjörtur Hjartarson (54.) „Við fengum mjög ódýr mörk á okk- ur en við voram ekki að spila vel. Betra liðið vann en við þurfum að gera betur," sagði Njáll Eiösson, þjálfari Víðis, eftir að liö hans hafði beðið lægri hlut fyrir Skallagrími, 0-2, í 2. deildinni í gær. Leikur liðanna var ekki til aö hrópa húrra fyrir. Leikmenn beggja liða vora taugaóstyrkir eins og vill oft verða í fyrsta leik mótsins. Meira býr í báðum þessum liðum en þau sýndu í gær. Víðismenn fengu tvö mörk á sig af ódýrari gerðinni en þeir áttu marktækifæri sem þeir nýttu ekki og sömu sögu er að segja af Skalla- grímsmönnum. Markvörður Skalla- gríms, Daði Lárasson, var gríðarlega öruggur og ekki amalegt fyrir varn- armenn að hafa svona mann fyrir aftan sig. „Ég er mjög sáttur við stigin þijú en ekki spilamennskuna. Við spiluð- um hörmulega í fyrri hálfleik. Fyrstu 20 mínútumar í síðari hálfleik vora ágætar en síðan ekki söguna meir,“ sagði Sigurður Halldórsson, þjálfari Skallagríms. Maður leiksins: Daði Lárusson, Skallagrimi. Kristinn Tómasson, sóknarmaður Fylkis, sækir að marki HK í gærkvöldi. Þorsteinn Sveinsson og Gunnar Sigurðsson markvörður eru til varnar og Ásgeir Ásgeirs- son Fylkismaður fylgist með. DV-mynd Brynjar Gauti Fjölmenntliðtil Lúxemborgar ísland sendir í fyrsta skipti full- skipað liö í allar keppnisgreinar frjálsíþrótta á smáþjóðaleikun- um í Lúxemborg sem hefjast 31. maí. Alls er liðið skipað 38 ein- staklingum og er þetta fjölmenn- asta fijálsíþróttalandslið íslands sem keppt hefur erlendis í tólf ár. Liðið er þannig skipað: Karlar: Jóhannes Már Marteins- son og Þórður Þórðarson úr ÍR, Bjami Þór Traustason, Finnbogi Gylfáson, Steinn Jóhannsson, Ein- ar Kristjánsson, Siguröur T. Sig- urðsson, Eggert Bogason, Jón Oddsson og Guðmundur Karlsson úr FH, Hörður Gunnarsson, Jón A. Siguijónsson, Egil] Eíðsson og Unnar Garöarsson úr Breiöabliki, Ingi Þór Hauksson úr Aftureldingu, Friðrik Amarson, Daníel Smári Guðmundsson, Pétur Guðmunds- son og Siguröur Einarsson úr Ár- manni, Sigmar Gunnarsson og Kristján Gissurarson úr UMSB, Sveinn Margeirsson ogGunnlaug- ur Skúlason úr UMSS, Ólafur Guð- mundsson og Vésteinn Hafsteins- son úr HSK og Ómar Kristinsson úrUMSE. Konun Geirlaug Geirlaugsdótt- ir og Fríöa Rún Þórðardóttir úr Ármanni, Sunna Gestsdóttir úr USAH, Helga Halldórsdóttir og Laufey Stefánsdóttir úr FH, Guð- laug Halldórsdóttir úr Breiða- bliki, Martha Emstsdóttir og Vala R. Flosadóttir úr ÍR, Þórdís Gísladóttír, Sigríöur Guöjóns- dóttir, Guðbjörg Viðarsdóttir og Sigrún Hreíðarsdóttir úr HSK. Klaufar í Örebro Eyj&fiir Haröarsan, DV, Svíþjóö: Tveir leikir vora í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gær. Örebro gerði jafntefli viö Deger- fors, 2-2, og Hammarby tapaði á heimavelli fyrir Djurgárden, 0-1. Amór Guðjohnsen átti stóran þátt- í fyrra marki Örebro en hann átti góöa fyrirgjöf á einn félaga sinn sem skallaðí í netiö. Örebro komst i 2-9 en í síðari hálfleik var einum leikmanni Ðegerforsvikið af leikvelli. Einum manni færri tókst Degerfors aö jafna metin. ,Við lékum vel í fyrri hálfleik en það hefur einkennt liðið á þessu tímabili aö ef okkur tekst aö ná forystu bakka menn ósjálfrátt,1' sagði Hlynur Stefánsson viö DV. íslandsmót 2. delldar karla 1 knattspymu Eitt mark dugði - þegar Fylkir vann 1-0 sigur á HK1 Árbænum 1 gærkvöldi „Það er engin spurning að við vorum með sterkara liðið allan tímann og áttum færin til að klára þetta en markvörður- inn þeirra varði vel. Þeir fengu ekki færi á móti okkur, sem þýðir að við erum á réttri leið varnarlega séð,“ sagði Guð- mundur Torfason við DV, en hann lék í nýrri stöðu sem aftasti maöur í vörn Fylkis og var fastur fyrir þar. Maður leiksins: Reynir Björnsson, HK. Víðir Sigurðsson sknfar: 1-0 Þórhallur Jóhannsson (36.) Tveir nýir Fylkismenn gleyma seint leiknum við HK í fyrstu umferð 2. deild- arinnar í gærkvöldi. Þorsteinn Þor- steinsson, fyrrum KR-ingur, var borinn af velli eftir aðeins 15 sekúndur og flutt- ur á sjúkrahús með heilahristing eftir árekstur við HK-mann. Guömundur Torfason, sem lék sinn fyrsta deildaleik á íslandi eftir átta ára atvinnumennsku, tók vítaspymu fyrir Fylki strax á 4. mín- útu en Gunnar Sigurðsson, markvörður HK, varði glæsilega. Fylkismenn vora betri aðilinn, en áttu samt í talsverðum erfiðleikum með bar- áttuglaöa Kópavogsbúana. Sókn HK þyngdist eftir að Ingvar Ólason var rek- inn af velli á 64. mínútu, en liðið náði ekki að nýta sér liðsmuninn og skapa sér marktækifæri. Undankeppni Evrópumóts landsliða í körfuknattleik: Góður síðari háKleikur - hjá íslenska liðinu sem sigraði Austurríki í fyrsta leik, 74-58 íslenska landshðið í körfuknattleik sigraði Austurríki, 74-58, í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumóts landshða sem hófst í Sviss í gær. íslend- ingar höfðu þriggja stiga forskot í leik- hléi, 30-27, en í upphafi síðari hálfleiks gerðu íslensku strákarnir út um leikinn og náðu mest 27 stiga forskoti. „Við voram í mesta strögli meö þá í fyrri hálfeik. Sóknin gekk þá ansi illa en vörnin var góð mest allan leikinn. Menn vora spenntir fyrir leikinn og það kom fram í leiknum. í síðari hálfleiknum skoruðu Austurríkismennirnir aðeins 5 stig á fyrstu 10 mínútunum og á meðan skoruðum við hverja körfuna á fætur annarri," sagöi Torfi Magnússon landsl- iðsþjálfari við DV í gærkvöldi. Að sögn Torfa lék Teitur Örlygsson geysilega vel. Hann skoraði þó ekki nema 5 stig en lék frábæra vöm og „stal" boltanum sjö sinnum. Torfi sagði að Teitur og og Valur Ingimundarson hefðu haldið íslenska hðinu á floti vamar- og sóknarlega í fyrri hálfleik. Jón Kr. lék einnig mjög vel, sérstaklega í seinni hálf- leik og Torfi sagði að aht hðið hefði náð sér vel á strik í síðari hálfleik. Stigin: Herbert Arnarson 16, Guð- mundur Bragason 15, Valur Ingimund- arson 14, Hermann Hauksson 6, Marel Guðlaugsson 6, Teitur Örlygsson 5, Hin- rik Gunnarsson 4, Guðjón Skúlason 3, Jón Kr. Gíslason 3, Jón Amar Ingvars- son 2. í kvöld leika íslendingar gegn Sviss- lendingum sem unnu sigur á Kýburbú- um í gær. Fyrsti leikur Grmdvíkinga í 1. deildinm: Mikil eftirvænting Ægir Mái Kárasan, DV, Suðumesjum: íslandsmótið í 1. deild karla í knatt- spymu hefst í kvöld en þá fer fram heil umferð. Fyrsti leikur mótsins er viðureign Fram og Leifturs sem hefst á Valbjarnar- vehi klukkan 18. Hinir fjórir leikirnir hefj- ast klukkan 20. Þá leika Akranes og Breiðabhk á Akranesi, ÍBV og Valur í Eyjum, KR og FH á KR-velh og Grindavík- ingar leika sinn fyrsta leik í 1. deildinni þegar þeir fá Keflvíkinga í heimsókn. „Það er mjög mikill áhugi fyrir leiknum í Grindvík. Þetta er fyrsti leikur okkar í 1. deild og er því algjörlega nýtt fyrir okk- ur. Ég á von á miklum fjölda áhorfenda á leikinn. Það er skemmtilegt að fá Keflavík í fyrsta leik og það í Grindavík og leiksins er beðið með mikilh eftirvæntingu," sagði Gunnar Vilbergsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeUdar Grindavíkur, við DV. Grindvíkingar munu tefla fram sínu sterkasta liði en engin meiðsli era í her- búðum þeirra. Gunnar vUdi koma þvi á framfæri að miðasalan verður norðan megin við sundlaugina og þar verður gengið inn á vöUinn. Hjá Keflvíkingum hafa markaskorar- amir miklu, Ragnar Margeirsson og Kjartan Einarsson, náð sér að mestu leyti eftir þá uppskurði sem þeir fóru í og lík- lega leika þeir báðir í kvöld. Það er hins vegar ljóst að Ragnar Steinarsson, sem tognaði á kálfa fyrir skemmstu, verður ekki með. "I~ NBAínólt: NBA-meistararnir frá i íyrra, Houston Rockets, unnu í nótt SA Spurs í fyrsta leik hðanna í undan- úrshtum NBA-deUdarimiar. Leik- urinn fór fram í San António og lokatölur urðu 93-94, Houston í vh. Þaö var Robert Horry sem skor- aði sigurkörfuna þegar aðeins sex sekúndur vora tU leiksloka. Hakeem Olajuwon varstigahæst- ur hjá Houston með 27 stig og 12 fráköst. Sean Elliott skoraði 24 stig fyrir SA Spurs og Ðavid Rob- inson, sem hitti mjög iha í leikn- um, skoraði 21 stig. íþróttir Valdimar tekur við Selfyssingum - skrifar undir 1 dag ásamt Finni Jóhannssyni Valdimar Grímsson, landshðs- maður í handknattleik, verður næsti þjálfari 1. deUdar hðs Selfyss- inga í handknattleik og skrifar hann undir samning við félagið í dag. Valdimar, sem lék stórt hlutverk með bikarmeisturam KA í vetur, er ætlað að rétta gengi Selfyssinga við en félagið hafnaði i 9. sætinu á íslandsmótinu í ár. Valdimar hefur legið undir feldi um alUangan tíma því nokkur félög settu sig í sam- band við hann, þar á meðal Stjarn- an, og KA-menn vildu halda horna- manninum knáa. Þá verður einnig gengið frá samningi við Finn Jóhannsson en hann hefur ákveðið að yfirgefa her- búðir íslandsmeistara Vals og ganga til hðs við Selfyssinga. Finn- ur hefur um árabil verið einn sterkasti varnarmaður í íslenskum handbolta en hefur að ósekju mátt fá að spreyta sig meira í sókninni en hann leikur í stöðu línumanns. Eggert Magnús- son, form- aður KSÍ, ríður á vaðið og spáir um úrslit leikja í fyrstu umferð 1. deildar karla, Sjóvá-Almennra deUdinni, sem hefst í kvöld. Knattspyrnuáhuga- menn hafa beðið þessa dags með mikilli eftirvæntingu og er form- aður KSÍ einn þeirra. Eggert sagði að erfitt væri að spá fyrir um úrsht leikja í þessum fyrstu umferðum en hann lét þó engu síður spána koma og lítur hún þannig út: Fram - Leiftur 1-1 Nýliðarnir byija oft vel og þaö gera LeUtursmenn í þessum leik. Framarar hafa verið með menn í meiðslum og eru kannski alveg samstilltir í byrjun. Akranes - Breiðablik 3-1 Mér finnst Skagamenn alveg sjálfsagðir kandítatar að vinna titilinn enn einu sinni í ár. Þeir era með sömu vörn, sömu miðju og besta knattspymumann landsins sem er Siggi Jóns. Grindavík - Keflavík 1-1 Þama verður hörkuleikur og svona dæmigerður nágranna- slagur þar sem baráttan verður í fyrirrúmi og htið um opin færi. ÍBV - Valur 2-2 Þarna era tvö hð sem eru mikið spurningarmerki. Það er mikið af ungum og efnilegum leik- mönnum í báðum hðum og ég á von á skemmtilegum og opnum leik. KR-FH2-0 Ég held að KR-ingar séu miklu betri heldur en þeir sýndu upp á Skaga um daginn. KR verður í toppbaráttunni og því mikhvægt fyrir þá að byija vel. FH er spum- ingarmerki, liðið hefur niisst menn en ég er viss um að Óh Jó á eftir að koma á óvart með FH- hðið. Niirnberg dæmt niður - Amar og Bjarki aftur til Feyonoord? Daníel Ólafeson, DV, Akranesi: Nurnberg, hð Amars og Bjarka Gunnlaugssonar, var í gær dæmt til aö falla niður í 3. deild þýsku knatt- spyrnunnar vegna fjárhagsvand- ræða. Þrjú önnur félög fara sömu leið, úrvalsdehdarlið Dynamo Dresd- en og 2. deildar hðin Saarbriicken og Hertha Berlín. Numberg hefur lengi átt í fjárhags- vandræðum og veriö í „gjörgæslu" hjá þýska knattspyrnusambandinu undanfarin misseri. Félagið telst hafa endað þetta tímabil á núlli, án stiga og marka. Ekki náðist í tvíburana í gærkvöldi en gera má ráö fyrir að þeir fari aftur til síns gamla félags, Feyenoord í Hollandi, sem leigði þá til Nurnberg út þetta keppnistímabil. Nýtt íslandsmet hjá Guðrúnu Guðrún Arnardóttir úr Ármanni setti glæsilegt íslandsmet í 100 metra grindahlaupi kvenna á móti í Banda- ríkjunum um helgina. Guðrún hljóp á 13,32 sekúndum og bætti eigið met, frá 1993, um 7/100 úr sekúndu. Guðrún nálgast Norðurlandametið jafnt og þétt en það er 13,19 sekúndur. Helga Halldórsdóttir úr FH náði öðram besta árangri íslendings í 400 metra grindahlaupi kvenna frá upp- hafi á móti vestanhafs um helgina. Helga hjóp á 56,89 sekúndum en ís- landsmet hennar frá 1988 er 56,54 sek. Jón Oddsson varð þriöji í þrístökki á móti á Bislet í Osló um helgina. Hann stökk 14,42 sem er besti árang- ur hans frá upphafi og jafnframt besti árangur íslendings í ár. Opna ^Sizrno golfmótið verður haldið á Keilisvelli í Hafnarfirði fimmtudaginn 25. maí (uppstigningardag). Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni 7/8 forgj. Keppt verður í karla- og kvennaflokki. Verðlaun verða veitt fyrir 12. og 3. sæti í báðum flokkum. Aukaverðlaun verða veitt fyrir næst holu. Ræst verður út frá kl. 9. Keppnisgjald er kr. 1.800. Skráning er í síma 65 33 60. ^hzuno Skipholti 35, Reykjavík, sími 5 684 333 styrkir þetta golfmót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.