Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 Fréttir Rífandi síldveiði 1 færeysku lögsögunni: Sækjum hana í Síldarsmug- una ef við þurf um að gera það - segir skipstjórinn á Súlunni EA - sjómenn mjög ósáttir við að þurfa að fara 1 verkfaU Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri; „Það virðist vera geysilegt magn á ferðinni þama. Hins vegar liggur síldin djúpt en þegar hún grynnkar á sér veiðist mjög vel,“ sagði Bjami Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA frá Akureyri, þegar DV ræddi við hann í gær. Þá var verið að landa um 730 tonnum af síld úr Súlunni á Neskaupstaö eða fullfermi sem feng- ist hafði í þremur köstum nyrst í færeysku lögsögunni. Bjami sagði að bátamir hefðu ver- iö að veiða við línuna milli færeysku lögsögunnar og Síldarsmugunnar. „Menn hafa ekki enn þurft að fara yfir línuna en ef síldin fer inn í Síld- arsmuguna þá sækjum við hana þangað. Við tökum hana bara þar sem hún er hverju sinni,“ sagði Bjami. Hann segir að ómögulegt sé aö segja fyrir rnn hvað síldin geri næstu daga, hvort hún haldi í norðurátt inn í Síldarsmuguna eða fari jafnvel í vesturátt. „Það virðist sem sjórinn sé jafn hlýr vestan við þannig aö þess vegna ætti hún allt eins að geta gengið inn í okkar lögsögu," sagði Bjami. Um sjómannaverkfallið, sem skell- ur á nú í vikunni takist ekki samn- ingar, sagði Bjami aö sjómenn væm mjög ósáttir við það. „Það er nánast ekkert í þessum samningaviðræðum sem snýr aö okkur á nótabátunum og okkur kemur þetta því lítið sem ekkert við. Það er hins vegar sama gamla sagan, það gerist ekkert að ráði í viðræðum manna á milli fyrr en allt er komið í hnút og verkfall er að skella á,“ sagði Bjami. Síldaraflinn kominn yffir 100 þúsund tonn Ef síldin fer inn í Síldarsmuguna þá sækjum við hana þangað. Við tökum hana bara þar sem hún er hverju slnni, segir Bjami Bjarnason, skipstjóri á Súlunni. DV-mynd gk Afli íslensku skipanna úr norsk- íslenska síldarstofninum er nú kom- inn yfir 100 þúsund tonn. í gærmorg- un hafði verið tilkynnt um samtals 99.266 tonn og einhver skip vom þá á leið til lands með afla sem fengist hafði nyrst í færeysku lögsögunni, mjög nálægt Síldarsmugunni svo- kölluðu. Mestur tími fer í siglingu á miðin og til baka meö aflann, eða um sólar- hringur hvora leið, en yfirleitt tekur ekki nema nokkrar klukkustundir að fylla skipin. Síld hefur nú verið landað í 11 höfnum allt frá Siglu- flrði, austur um og suður fyrir land til Akraness. Mest hefur borist til Eskifjarðar, eða rúmlega 17 þúsund tonn, en næstu hafnir hvað varðar magn sem landað hefur veriö em Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Þórshöfn, Raufar- höfn og Höfn í Homafirði. Hæstu löndunarstaðir á sfldarvertíðinni =íŒeau í dag mælir Dagfari Ekki reka mig Tryggingayfirlæknir hefur verið í bash með skattana sína. Ekki það að hann hafi ekki gert hreint fyrir sínum dyrum og sagt heiðarlega frá því aö hann hafi svikið undan skatti fyrir nokkmm árum. Heldur hitt að þessi skattamál hafa verið í rannsókn og hann hefur verið ákærður fyrir svikin og ráðherra er enn að hugleiða hvaö eigi að gera við yfirtryggingalækni. Það hefur sem sagt komið til greina að reka yfirtryggingalækn- inn fyrir skattsvik. Er þá komið að þeirri áleitnu spumingu hvað em skattsvik og hvað em ekki skattsvik? Það hefur lengi tíðkast hjá læknum Trygg- ingastofnunar að svíkja undan skatti og þarf ekki að koma neinum á óvart. Þaö er nánast smásmugu- legur eltingaleikur að láta menn svara til saka fyrir þessi skattsvik, svo lengi sem þau hafa viögengist og svo lengi sem þau hafa verið á allra vitorði. Það jaðrar nánast við ósvífni að vera aö hundelta þessa lækna, hvað þá yfirtryggingalækni, fyrir skattsvik sem vom nákvæm- lega eins skattsvik og tíðkast hafa og allir hafa leikið. Yfirtryggingalæknir gerði ekkert annaö en forverar hans höfðu gert og samstarfsmenn gerðu og þeir höfðu allir komist upp með í langan tíma og hvers vegna þá að draga fram gamlar syndir núna og veitast að mönnum sem höfðu í sakleysi og heiðarleika sínum svikið undan skatti í góðri trú? Þetta er miklu fremur árás á mannorö heiðvirðra lækna sem hafa unnið sitt starf af skyldurækni og svikið undan skatti af gömlum vana vegna þess að menn höfðu um aldur svikið undan skatti án þess aö nokkur amaöist við því. Yfirtryggingalæknir á sér einmitt þessa afsökun. Raunar hafði hann meira að segja séð að sér og hætt aö svíkja undan skatti þegar aörir læknar voru dregnir fyrir dóm og látnir hætta. Þá sá yfirtrygginga- læknir strax aö hann mátti ekki svíkja undan skatti og taldi heiðar- lega fram frá og með þeim tíma. En honum láðist að telja það fram sem hann hafði ekki talið fram áð- ur og hann hefur seinna játað að það hafi verið mistök sem hann sjái eftir. Enda búinn að greiða skatta af þeim peningum sem hann hafði ekki talið fram eftir að hann vissi að hann þurfti aö tejja þá fram. Þrátt fyrir þessa skilvísi og heið- arleika er samt verið að ákæra hann og athuga hvort hægt sé að reka hann. Það er ekki metið við yfirtryggingalækni að hann sá að sér og hætti að svíkja undan skatti og hann gaf meira að segja upp það sem hann hafði ekki gefið upp áður og hann er búinn að borga það sem hann dró undan. Hvaö vilja menn meir? Enda hefur yfirtryggingalæknir gripið til varna og fengið sér lög- fræðing og skilað álitsgerð þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ólöglegt að reka hann. Hann mátti sem sagt stela undan skatti á meðan hinir gerðu það og hann sjálfur gat ekki vitaö að hann hefði gert rangt með þvi að afla tekna án þess að gefa þær upp. Það er ekki lengur lögbrot eða vítavert athæfi vegna þess að hann er búinn að játa syndir sínar og er búinn aö fá stöðuna og ríkisvaldið hefur eng- an rétt til að hegna honum fyrir brot sem hann hefur játað á sig að hafa framið. Það getur verið að menn steh eða svíki undan skatti við og við en það er ekki þar með sagt að þeim eigi að refsa fyrir það og það er útilokað að refsa þeim með brottrekstri úr starfi vegna þess að lögin vernda þá menn í opinberu starfi sem brjóta af sér í góðri trú um aö þeir séu ekki að brjóta af sér. Hvernig á líka yfirtryggingalæknir, sem er sérfræðingur i tryggingalækning- um að hafa vit á því hvenær hann á að telja fram tekjur sem hann fær? Hvemig getur Trygginga- stofnun, ríkisvaldið eða ráðherra heilbrigðismála ætlast til að menn hætti í opinberu ábyrgðarstarfi þótt þeir svíki pínulítið undan skatti þegar þeir vita ekki betur en að þeir megi svíkja undan skatti. Hinir sviku alhr. Yfirtrygginga- læknir hætti meira að segja að svíkja undan skatti þegar hann átt- aði sig á þvi að það var óheiðar- legt. Meira getur einn maður ekki gert. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.