Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 27 Lalli og Lína dv Fjölmidlar Lokkandi konur Ekki verður um það deilt að ástin er lævís. Sörrnur á þvl má firma viða í mannlegu samfélagi. Athyglisverð mynd var um fyrir- bærið í Sjónvarpinu í gærkvöldi en þar leiddi líffræðingurinn og heimspekíngurinn Desmond Morris okkur í allan sannleika um það sérkennílega atferli karls og konu að verða ástfangin. Þátt- urirm var fróölegur, svo að ekki sé meira sagt, og án efa hafa ; margir haft eitthvert gagn af. Eins og vera ber dásamaði Desmond Morris fegurð konunn- ar sem kynveru og benti á aö hvergi í lífríkinu væri jafn mörg kyntákn að finna. í því sambandi benti hann meöal annars á þanin brjóst konunnar öll fuilorðinsár- in, ávalar línur holasins og mjúka viðkomu húðarinnar. Allt væru þetta örvandi tákn til að lokka til sýn verndara af karl- kyninu. í þættinum var ástin krufin til mergjar, meðal annars með ffá- bærum myndum innan úr likam- anum meðan á ástaratlotum stendur. Þar virðast gerast mikil undur og stórvirki. í heildina séð staðfesti þátturinn þá skoðun undirritaðs að allar konur eru fallegar í eðli sínu, jafht að innan sem utan. Kristján Ari Arason Andlát Ástráður Proppé, Skálagerði 6, Reykjavík, lést á heimili sínu 21. maí. Anna Guðrún Jóhannesdóttir, Brú- arlandi, Þistilfirði, lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudag- inn 21. maí. Dóra Sigurjónsdóttir, Löngumýri 18, Garðabæ, lést á heimih sínu sunnu- daginn 21. maí. Már Egilsson lést á heimih sínu 21. maí sl. Sveinn Óskar Ólafsson, Lyngbrekku 7, Kópavogi, lést á heimili sínu sunnudaginn 21. maí. Þorvarður Júlíusson frá Litlanesi, til heimilis að Bijánslæk, lést í Sjúkra- húsi Patreksíjarðar 21. maí. Jarðaxfarir Sigurveig Guðrún Úlfarsdóttir (Nunna), sem lést á vistheimilinu Seljahhð fimmtudaginn 11. maí, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 14. maí kl. 13.30. Bjarni Ingi Bjarnason málarameist- ari, Kirkjubraut 17, Akranesi, sem lést á heinfili sínu 17. maí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miö- vikudaginn 24. maí kl. 14. Indriði Guðmundsson, Hnífsdalsvegi 35, ísafirði, lést fóstudaginn 12. maí. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrr- þéy að ósk hins látna. Ólafur Óskarsson utgerðarmaður, Miðleiti 5, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 23. maí, kl. 15. Ragnheiður R. Hjartardóttir, StrandaseU 5, sem lést fimmtudaginn 18. maí, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju miðvikudaginn 24. maí kl. 13.30. Sigurgeir Sigurðsson, Hverfisgötu 32, Hafnarfirði, sem lést 13. maí sl., verð- ur jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 24. maí kl. 13.30. Stefán Rafn Þórðarson húsgagna- smíðameistari, Smyrlahrauni 25, Hafnarfirði, sem lést þann 14. maí sl„ verður jarðsunginnfrá Víðistaða- kirkju í dag, þriðjudaginn 23. maí, kl. 13.30. Frú Svava Fells, Freyjugötu 6, Reykjavík, sem lést þann 15. maí sl„ verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miövikudaginn 24. maí kl. 15. Þórdís Björg Jakobsdóttir, Spítala- vegi 9, Akureyri, lést laugardaginn 20. maí. Jarðsungið verður frá Akur- eyrarkirkju fóstudaginn 26. maí kl. 13.30. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkviUð s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkviliö 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. Ísafjörður: SlökkviUð s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 19. mai til 25. maí, að báðum dögum meðtöldum, verður í Holtsapó- teki, Langholtsvegi 84, sími 553-5212. Auk þess verður varsla í Laugavegsapó- teki, Laugavegi 16, simi 552-4045 kl. 18 til 22 virka daga. Uppl. um læknaþjón- ustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga ki. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfiörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfj arðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokaö laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Vísir fyrir 50 árum Þriðjud. 23. maí Sveinn Björnsson forseti sjálfkjörinn. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vifllsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú viö áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og fóstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Asmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar í sima 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaöakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9- 19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseh 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaöir viðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10- 11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Spakmæli Megi þérauðnast að lifa alla ævi þína. Jonathan Swift Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Nesstofan. Seltjarnarnesi opið á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13-17. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið helgar kl. 13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriöjud. - laugard. Þjóðminjasafn Islands. Opið alla daga nema mánudaga kl.11-17. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Ámagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opið samkvæt samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 611016. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suðurnes, sími 13536. Hafn- arfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766, Suðumes, sími 13536. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 27311. Seltjarnarnes, sími 621180. Kópavogur, sími 985 - 28215. Adamson Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyj- ar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnaná. Stjömuspá Spáin gildir fyrir miövikudaginn 24. mai. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Það er talsverð spenna innan hópsins. Hún stafar af afbrýðisemi vegna velgengni þinnar. Þetta líður þó hjá og dagurinn verður ánægjulegur. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Flest gengur vel heima hjá þér. Þú kemur þvi miklu í verk. Nú er rétti tíminn til þess að bjóða gestum heim. Þú getur gert þér góðar vonir í ástarmálum. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Aðrir stjóma málum og þú tekur lítinn þátt. Reyndu að sætta þig við það hlutverk án þess að skipta þér af eða reyna að stjórna atburðarásinni. Nautið (20. apríl-20. maí); Það má gera ráð fyrir hagsmunaárekstmm í dag. Vertu staðfast- ur og gættu réttar þíns. Samkeppnin er mikil og þú verður að vinna vel til þess að ná árangri. Tvíburarnir (21. mai-21. júni): Þér gengur betur núna innan veggja heimilisins en utan. Dagur- inn hentar því vel til þess að skemmta fjölskyldunni eða taka á móti góðum gestum. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þú þarft að yfirstíga ákveðna hindmn áður en þú kemst af stað með verkefni dagsins. Þú gætir jafnframt þurft að endurskoða upphaflegar áætlanir þínar. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Taktu tillögum ineð opnum huga. Þær gætu orðið til þess að bæta það sem þú ert með í gangi. Gættu þess að kostnaður fari ekki úr böndunum. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú ert fremur gleyminn og utan við þig núna. Það er óheppilegt því mikið er að gerast. Búðu til lista yflr það sem alls ekki má gleymast. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú vilt reyna eitthvað nýtt. Þú færð gagnlegar fréttir í dag. Þær verða til þess að skýra málin og eyða allri óvissu. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Menn virðast gera ýmislegt í hugsunarleysi. Reyndu því að sjá til þess að mikilvæg mál fái nauðsynlega umfjöflun. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Of mikill timi fer í það að leiðrétta mistök annarra. Það lendir á þér að taka fmmkvæðið. Með því móti heldur þú öllu gangandi. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Veldu þér vini og félaga af mikifli kostgæfni. Það dregur nefni- lega hver dám af sínum sessunaut. Þú verður að reiða þið á aðra í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.