Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAl 1995 Utlönd Þýskir fangar meö fangavörð í gíslingu stinga lögregluna af: Höldum út eins lengi og við getum segja þeir - vilja frekar deyja fyrir byssukúlu en handan rimlanna Þýsku fangamir tveir, sem sýktir eru af eyöni, höfðu fangavörð úr fangelsinu í Celle í norðurhluta . Þýskalands enn í haldi á flótta sínum undan her lögreglu snemma í morg- un. Þá höfðu þeir stungið lögregluna af, yflrgefiö Porche-sportbflinn sem þeir óku á í gær ög horfið, líklega í suðurátt, á stolnum bíl. Fangarnir, sem afplánuðu langa fangelsisdóma í fangelsinu í Celle, ógnuðu fangaverðinum með heima- tilbúnum vopnum á sunnudagskvöld og tóku hann 1 gíslingu. Heimtuöu þeir að lögreglan útvegaði sportbfl til flóttans og 200 þúsund mörk að auki. Var farið að kröfu þeirra enda hótuðu þeir að drepa fangavörðinn. Lögreglan elti fangana og gísl þeirra á bflum og í þyrlum í allan gærdag. Óku fangarnir stefnulaust um hraðbrautir og þjóðvegi í ná- grenni Hamborgar. Var lögregla í sambandi við þá um bílasíma en þeir hringdu einnig reglulega til einka- sjónvarpsstöðvar í Norður-Þýska- landi og skýrðu kröfur sínar: Ef sleppa ætti fangaverðinum lifandi yrði lögreglan að hætta eftirforinni. í gærkvöldi ítrekuðu fangamir þessar kröfur sínar. Létu þeir fanga- vörðinn tala í bflasíma viö lögregl- una þar sem hann bað um að eftirfór- inni yrði hætt. „Lögreglan verður að halda sig fjarri," sagði hann, óstyrkri röddu. í kjölfarið hurfu þeir sjónum lög- reglunnar. Seint í gærkvöldi fann lögregla síðan Porche-sportbílinn mannlausan á bílastæði. Þótti likleg- ast að fangamir hefðu stohð öðrum bfl á bílastæðinu og haldið í suðurátt með gísl sinn. Annar fanganna, hinn 38 ára Peter Strödinger, hafði verið dæmdur fyrir morðtilraun og mannrán og átti að sitja í fangelsi til 2006. Eftir það átti öryggisgæsla að taka við. Hinn, Gunther Finneisen, 37 ára, hafði set- ið inni frá 1979, dæmdur fyrir rán, þjófnaði og fjársvik. Struedingar hafði áður flúið úr fangelsinu í Celle með því að taka gísl. Hann gekk laus í þijá mánuði en var þá gripinn og dæmdur í sjö ára fangelsi. Fangamir em báöir eyðnismitaðir eftir eiturlyfjaneyslu. Þeir em tll- búnir að hætta öílu til að sleppa frá lögreglunni. „Við munum halda út eins lengi og við getum. Ég vil frekar deyja með byssukúiu í höfðinu en deyja smám saman á bak við lás og slá,“ sagði Struedinger við lögregl- Una í gær. Reuter Notuðu herðatré við uppskurð Snör handtök tveggja lækna í farþegaþotu á leið frá Hong Kong tfl London björguðu lífi 39 ára gamallar breskrar konu sem varð fyrir því að lungu hennar féllu saman. Læknamir sáu aö hafa yrði snör handtök til aö bjarga lífi konunnar og notuðu því þaö sem hendi var næst til að skera hana upp í vélinni. Með hjálp hnífapara sem sótthreinsuö vora í koníaki, herðatrés og penna- hettu gátu læknamir skorið á brjósthol konunnar og tærat vökva úr lungunum. Hún var síð- an flutt á sjúkrahús við lendingu og er á batavegi. Konan hafði fall- ið af mótorhjóli á leiðinni á flug- völlinn í Hong Kong. Braut hún rifbein sem síðan leiddi til þess að lungun féUu saraan. Japan: verði bönnuð Japönsk yfirvöld hafa hafið að- gerðir sem banna eiga með lögum starfsemi sértruarhópsins Æðsta sannleiks. Leiðtogi sértrúarhóps- ins er í haldi ákærður fyrir að hafa fyrirskipað taugagasárás á neöanjarðarlestarkerfi í Tokyo í mars sem varð 12 manns aö bana. Komið hefur í ljós að leiðtoginn hafði skipulagt fjölda hermdar- verkaárásaí Japan. Reuter Cindy Crawford, rikasta fyrirsæta heims, klæðist hér hermannajakka sem bandariskir og suöur-kóreskir hermenn gáfu henni í Seoul í gær. Tilefni ferðar fyrirsætunnar til Seoul var opnun fyrsta Planet Hollywood veitingastaðarins þar i landi. Leikararnir Bruce Willis, Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone eiga keðju veitingahúsa með því nafni um allan heim. Simamynd Reuter Ekki dómsrannsókn í Færeyjum - sérstök rannsóknamefnd rannsaki bankamálið Færeyska lögþingið hefur gefiö dómsrannsókn í bankamáUnu upp á bátinn þar sem dönsk yfirvöld hafa ekki farið aö kröfum þess. Færeying- ar era tilbúnir að samþykkja tillögu dönsku ríkisstjómarinnar um að sérstök rannsóknarnefnd rannsaki máUð en með ýmsum skilyrðum þó. Krefst lögþingið aö rannsóknin verði munnleg og fari fram fyrir opnum dyram. Sérfræðingar nefndarinnar rannsaki ekki einungis yfirtökuna á Færeyjabanka heldur komi þeir með ítarlegar niðurstöður svo sækja megi einhveija til ábyrgðar fyrir dómi. Þá vill lögþingið hafa afgerandi áhrif á hverjir skipa rannsóknarnefndina. RB Stuttarfréttir Serbarhrðavopn Serbar hirtu þungavopn úr vopnageymslu sem sveitir SÞ gæta og þeir eru einnig granaðir um að hafa stoUð peningum írá SÞ. HeimsóknfráTaívan Stjóm Clint- ons Banda- ríkjaforseta þurfti að beygja sig fyrir þing- inu og heimiia forseta Taívans að koma vestur í einkaheim- sókn til að sækja fúnd í CorneU háskóla þar sem hann var viö nám. KinverjarreftMr Kínversk stjórnvöld eru æva- reið yfir ákvörðun Bandaríkja- manna að hleypa Taívanforseta inn í landiö. Takk.takk Taivanbúar era þakklátir Bandaríkjamönnum fyrir aö leyfa heimsóknina og ætla að launa greiðann. Hlífðarfötáþrotum Læknar, sem beijast við ebola- veiruna í Sair, segja að hlííðarföt séu senn á þrotum á aðal smit- svæðinu. Alain Juppé, forsætisráð- heraa Frakk- lands, ætlar í dag að svipta hulunni af áætlunum Chiracs forseta um baráttu gegn atvúmuleysinu og skýra frá hvernig kosningaloforðm verða efhd. Kjamorkuótti Vesturlönd hafa áhyggjur af kjamorkuverum í Rússlandi og segja að niðurskurður stefni ör- yggi í voöa. Idnaðurinn græðir Danskur iðnaöur nýtur mikill- ar velgengni um þessar mundir og í fyrra var hagnaðurinn meiri en nokkra sinni frá árinu 1989. Rústimarsprensdar Rústir sfjómsýslubyggingar- innar i Oklahóma verða jaíhaðar við jörðu með sprengingu í dag. Óttast er að eitt lík sé enn falið í rústunum. Fergíeíheimsókn Sara Fergu- son, hertoga- ypja af Jórvík og eiginkona Andrésar prins á Englandi, kom í einka- heimsókn til Rúmeniu í gær þar sem hún ætlar að skoða góð- gerðarstofhanir fyrir munaðar- leysingja og fótluð börn. Verðbólga hjá Dönum Verðbólgan í Danmörku er nú 2,3 prósent eftir aö hafa verið næstlægst í ESB í fyrra eða 1,7 prósent, Grikklr búa hins vegar við mesta verðbólgu ESB-ríkja, eða 9,9 prósent. Reuter, Ritzau -t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.