Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 Dómarar (á ekki háa einkunn hjá Johansson. Dómarar eiga ekki aðveraí læri á HM „Hins vegar verð ég að geta þess að dómgæslan í mótinu hef- ur ekki verið góð. Þú mætir ekki með dómara á HM til að læra.“ Bengt Johansson f DV. Flipp ráöherra „Ég sé ekki hagnaðinn fyrir ís- lendinga og það er sérstaklega Ummæli slæmt ef utanríkisráðherrann er að flippa með svona hugmynd." össur Skarphéðinsson um 250 mflna landhelgi I DV. Himinlifandi menntafólk „Ég skil mætavel að menntafólk sé himinlifandi yfir því að hafa nú loksins komist í kallfæri við menntamálaráðherra og fyrirgef þvi að finnast ekki fyndið að hann heiti nú bjöm centrum.is. Guðrún Helgadóttir I Morgunblaðlnu. Fleiri áhorfendur „Það voru 108 þúsund áhorfendur sem komu á leikina og er það hærri tala en við reiknuðum með.“ Ólafur Schram I DV. Yul Brynner er einn margra leik- ara sem eiga rætur sínar að rekja til sirkuss. Þeirbyrj- uðu í sirkus Margir frægir leikarar lifðu hálfgerðu flökkulífi áður en þeir settust að í Hollywood og hefur sérstaklega verið tekið eftir því að nokkrir byrjuðu feril sinn í sirkus. Yul Brynner var söngvari í þjóðlagatriói í Frakklandi þegar hann réðst sem loftfimleikamað- ur í sirkus sem ferðaðist um Frakkland, Ítalíu og Sviss. Sirk- usferill hans endaði þegar hann meiddist í falli. Burt Lancaster var annar tveggja í loftfimleikadúettinum Blessuð veröldin Lang og Cravat. Lancaster byrj- aði að vinna við að setja upp tjöld í sirkus. En hugur hans stóð til loftfimleika og hann og vinur hans, Nick Cravett, æfðu sig og uppskáru síðan laun erfiöisins. Arið 1939 meiddist Lancaster á hendi og varð að hætta. Nick Cra- vett fékk hlutverk í nokkrum mynda Lancaster og var alla tíö bestí vinur leikarans. Léttskýjað á Vestfjörðum í dag verður austan- og norðaustan- gola en síðar kaldi. Léttskýjað á Vest- fjörðum og sums staðar í innsveitum Veðriðídag vestanlands en skýjað annars staðar. Þokuloft og súld við norður- og aust- urströndina og fer að rigna á Suð- austur- og Austurlandi þegar kemur fram á morguninn. Hiti 0 til 5 stig um norðanvert landið en 6 tíl 11 stíg syðra. Á höfuðborgarsvæðinu verð- ur austan- og norðaustangola en síö- ar kaldi. Skýjað að mestu en þurrt. Sólarlag í Reykjavík: 23.02 Sólarupprás á morgun: 3.46 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.19 Árdegisflóð á morgun: 2.47 Heimild: Almanak Háskólana Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 5 Akumes skýjað 11 Bergsstaöir alskýjað 3 Bolungarvik alskýjað 2 Keílavikurílugvöllur alskýjað 4 Kirkjubæjarklaustur skýjað 9 Raufarhöfn rigning 3 Reykjavik súld 4 Stórhöföi þokumóða 4 Bergen skýjað 10 Helsinki skýjað 14 Kaupmannahöfn þokumóða 19 Ósló skýjað 15 Stokkhólmur skýjað 18 Þórshöfn rigning 8 Amsterdam mistur 24 Barcelona heiðskírt 21 Berlín skýjað 21 Chicago þokumóða 7 Feneyjar þokumóða 23 Frankfurt skýjað 24 Glasgow skýjað 15 Hamborg skýjað 22 London léttskýjað 25 LosAngeles skýjað 12 Lúxemborg léttskýjað 24 Madrid léttskýjað 23 Malaga skýjað 20 MaUorca heiðskírt 25 Montreal skýjað 12 New York alskýjað 13 Nuuk skýjaö -1 Orlando alskýjað 22 París skýjað 27 Róm léttskýjað 19 Valencia léttskýjað 23 Vin léttskýjað 19 Winnipeg heiðskírt -2 4° ^ggg 7°~" 4 t i/Æ jW y Veöriö kl. 6 í morgun Jón Viktor Gunnarsson, nemi og skákmaður: „Við vorum búnir að tefla nokk- uð mikið í Taflfélagi Reykjavikur áður en við fórum í ólympíumótiö, en síðan reyndum við bara aö gera okkur grein fyrir styrkleika and- stæðinganna hverju sinni, kanna getu þeirra og flnna út veikleika," segir Jón Viktor Gunnarsson sem tefldi á 1. borði ungiingaveitar ís- lands sem vann frækilegan sigur á ólympíuskákmótinu. Ásamt Jóni Maðurdagsins voru í sveitinni Bragi Þorflnnsson, Bergsteinn Einarsson og Bjöm Þorfinnsson. Varamaður var Einar Hjalti Jensson. Jón segir aö liöiö hafi alls ekki búist við að sigra á mótinu. „Við stefndum aö því að vera meöal tíu efstu, þannlg aö þetta var alveg meíri háttar þegar við gerðum okk- ur grein fyrir að við ættum mögu- leika á sigri. Liösandínn var mjög Jón Viktor Gunnarsson. góður og við vorum með frábæran liðsstjóra, Harald Baldvinsson, sem stjómaði okkur eins og herforingi" Jón, sem er fjórtán ára, sagðist hafa teflt frá því hann var sjö ára gamall. „Ég byrjaöi að fara á skák- æfingar hjá Taflfélaginu og hef haldið áfram og aldrei slakað á æfingum, enda finnst mér þetta það skemmtilegasta sem ég geri. Ég reyni samt að láta skákina ekki bitna á náminu, en ég er í Hvassa- leitísskóla." Jón sagði að skáklíf í skólanum væri ekki nógu öflugt að hans matí: „Við vomm tnjög sterkir þegar strákar eins og Traustí Þórhallsson og fleiri vora í skólanum, en skák- áhuginn er fyrir hendi og kennari minn og skólastjórinn em báðir áhugasamir um skák.“ Jón hefur reynslu af að keppa á erlendum mótum, var í ólympíu- sveit unglinga í fyrra og hefur keppt á Norðurlandamótum. „Ég verö gjaldgengur i unglingasveit- ina á næsta ári en stefnan er aö halda áfram og stórmeistaratitill er það sem stefnt erað.“Jón Viktor sagði að hann færi líklega í ungl- ingavinnuna í siunar: „Ég vona einnig að ég komist eitthvað í veiði.“ Foreldrar Jóns Viktors eru Gunnar Sigurjón Gunnarsson og Anna Jóhanna Jónsdóttir. Myndgátan Forsmekkur AV Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsorði 7 \ - /222 Fyrsta deildin hefst í dag Fótboltinn hér á landi hefst fyr- ir alvöru i dag með fimm leikjum í 1. deild. Mikið hefur veriö spáð í hlutina og þá helst hverjir koma til með að veröa íslandsmeistarar og hallast fiestír á aö það verði KR og ÍA sem muni beijast um titilinn. Bæði þessi liö eiga heimaleiki í kvöld. ÍA leikur gegn Breiðabliki og KR mætir FH. Það gæti orðið spennandi ieikur en FH hefur verið mjög ofarlega í deildinni síðastliöin tvö ár. Vest- mannaeyingar taka á mótí Val og Grindvíkingar leika gegn ná- grönnum sínum í Keflavík. Ailir þessi leikir hefjast kl. 20. Fram og Leiftur munu hins vegar leika i Reykjavík kl. 18. Skák Viktor Kortsnoj bætti enn sigri í safh sitt er hann varö efstur á sterku móti í Madríd á Spáni sem lauk fyrir skemmstu. Kortsnoj hlaut 6,5 v. af 9 mögulegum, Salov kom næstur með 6 stig síðan Jú- supov með 5, Epishín, San Segundo og Judit Polgar með 4,5, Qlescas með 4 og stjömumar Beljavskí og Short með 3,5 og Timman með 3, röðuðu sér í næstu sætin. Hér er staða þar sem Kortsnoj, með hvitt, leikur Epishín grátt: 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH 1 + W I* JÉ. llil 1 A 1 Aft A A & & S 12. Bxe7! Dxe7 13. Rxd5 Nú em De7 og Re4 í uppnámi og hvltur hefur unnið peð því að 13. - Bxd5 14. Dxd5 sem ógnar hróknum á a8 gengur ekkl. Eftir 13. - De6 14. Bxe4 Hd8 15. R£6+! Bxf6 16. Dxe6 fxe6 17. Bxb7 Ha7 18. Bg2 Hxd4 19. Rd3 vann Kortsnoj af öryggi. Jón L. Árnason Bridge Suður hefur um nokkra möguleika að velja í byrjun sagna. Til greina kemur að opna á einu hjarta, þremur þjörtum og jafnvel fiórum hjörtum. Þriggja hjarta opnunin er fullveik fyrir svo sterk spil og ef til vill of mikið á spilin lagt að opna á Qónun hjörtum. Þegar spilið kom fýrir ákvað suður að opna á þremur hjörtum og í þessu tilfelli gafst það vel. Suður gjaf- ari og enginn á hættu: ♦ K764 »5 ♦ ÁD1062 + 972 ♦ 9832 f D1042 ♦ K3 ♦ ÁD6 ♦ ÁG10 V 6 ♦ G984 + KG843 ♦ D5 V ÁKG9873 ♦ 75 + 105 Suður Vestur Norður Austur 3f pass pass dobl p/h Vestur ákvað að passa niður úttektardobl félaga síns í austur með næsta örugga tvo vamarslagi á tromp og ágætisspil til hlið- ar. Vestur valdi að spila út spaðaþristi í upphafi, austur setti tíuna og sagnhafi átti fyrsta slaginn á drottningu. Hann spilaði aftur spaða, austur átti slaginn á gosa og spilaði laufi til baka. Vestur tók drottningu og ás í litnum og gerði nú þau mistök aö spila þriðja laufinu. Sagnhafi trompaði, tók hjartaásinn, svínaði tígul- drottningu, trompaði spaða og spilaöi tígli á ás. Því næst trompaöi suöur spaða- kónginn og átti þá eftir KG9 í trompi. Vestur átti enn D104 og þau spil vom nú ekki lengur tveggja slaga virði þegar sagnhafi spilaði sig út á hjartagosa. Spilið hefði hins vegar farið niður ef vestur hefði spilað tígli í stað þess aö spila þriðja laufinu. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.