Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 Vísnaþáttur___\ . Svarið bresta mig ei má Þorsteinn Sveinbjarnarson hét maöur og var frá Hesti í Borgar- firöi. Þorsteinn fæddist 24. júní 1730. Þorsteinn var launsonur Sveinbjarnar Egilssonar í Innri- Njarövík og Guðrúnar Nikulás- dóttur í Vogum. Þorsteinn var tek- inn í Skálholtsskóla 1753 og lauk stúdentsprófi 6. maí 1756. í fyrstu starfaö hann semm skrifari Brynj- ólfs Sigurössonar, sýslumanns í Hjálmholti, og síðar sem skrifari Skúla Magnússonar landfógeta. Þorsteini var lýst á þessa leið. „Síra f Þorsteinn var álitlegur að sjá, fjör- maður og harður af sér, harðsinna, snögglyndur, einaröur og aðsjáll í meira lagi, en stóð vel í embætti sínu og var vel gáfaður." Þorsteinn var kunnur af sálmum sínum en hann átti sálma í Leirgerði er út kom snemma á 19. öld. Síra Þorsteinn varð fyrir því óhappi árið 1801 að brann hjá hon- um hey og tók út bát sem hann átti og hann brotnaði. í bréfi til Stefáns amtmanns Stephensens minnist síra Þorsteinn á þetta svo: Steinn er hrelldur þó ei Þór þann viö skaðann búna; vindur, eldur, vötn og sjór veitast að mér núna. Eitt sinn mætti Þorsteinn manni á förnum vegi og þekkti hann ekki prest og spurði hvaðan hann væri. Þorsteinn svaraði með þessari vísu: Þú mátt hafa vit í vösum, vel ef skilur orð mín sljó, bær minn frísar freyddum nösum ferömikill en latur þó. En prestur sá aö maðurinn hvik- aði við kvað hann og: Svarið bresta mig ei má, mér er best að þegja. Ég á hesti heima á, hreint er best að segja. Um tíma var sýslumaður í Borg- arfirði Jón Espólín og bjó þá í Þing- nesi og var sóknarbarn síra Þor- steins. Jón mæltist til að prestur kvæðist á við hann og byrjaöi svo: Gerum okkur gaman þá, get ég þess enginn hamli; viljið þér koma aö kveðast á klerkur Þorsteinn gamh? Síra Þorsteinn svaraði svo: Aldrei saup ég suptungs-vin, svo ég yrði kenndur, allt fór það í Espólín á því svona stendur. Belgdi hann í sig Boðn og Són, bragir hans það sýna; una verð ég elsku Jón, örbirgð viður mína. Síra Þorsteinn átti gamlan reið- hest sem hann sendi vini sínum er Halldór hét og þar með þessar vís- ur: Læst ég vanda legstaöinn - lengi klárinn þénti mér. Halldór gróf hann Mjóna minn matlystugur niöri í sér. Nægjast mun mér, nær ég veit, nú fyrir hestinn dáðugan, kominn vera í kristinn reit, í kviðinn Halldórs gráðugan. Það var siður presta fyrrum að bera jafnan hempur sínar og riðu þeir í þeim í feröalögum. Á efri árum síra Þorsteins tóku ungir prestar að skrýðast litklæðum og þá í öllum regnbogans htum. Þá kvað Þorsteinn: Sunnanstiftis sjást nú klerkar svartir fáir; þeir eru orðnir grænir, gráir, gulir, rauðir, hvítir, bláir. Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Síðasta visa sem Þorsteinn kvað var er hann fór í hinsta sinni til kirkju. Var þá Þorsteinn löngu hættur að þjóna, háaldraður og hafði þá sest að á eignarjörö sinni, Hlíðarfæti í Svinadal. Var hann þá sóknarbarn Jóns skálds Hjaltalín. Síra Þorsteinn var þá hrumur orð- inn svo að styöja varð hann á hest er hann fór til kirkju í síðasta sinn. Þá er Þorsteinn sté af baki tók síra Jón Hjaltahn mót honum og leiddi hann inn í kirkjuna. Þannig vildi th að síra Þorsteinn hrasaði og kvað hann þá: Fótum mínum förlast þol, til falls ég núna leiðist; þeir hafa lengi borið bol. Brúkað flestallt eyðist. Á NÆSTA SÖLUSTAÐ Matgæðingur vikuimar Indverskur veislumatur „Ég ætla að bjóöa upp á ind- verska chilirétti sem eru mjög góð- ir og einfaldir. Það er mikið af góðu kryddi í þessum réttum sem gefa skemmtilegt bragð. Mér finnst mjög gaman að prófa nýja og spennandi rétti stöku sinnum," segir Steinunn Ásmundsdóttir, húsmóðir og matgæðingur vikunn- ar. Að sögn Sólveigar Eiríksdóttur sem skoraði á Steinunni er hún mikill hstakokkur. „Mér finnst gaman að elda svona mat,“ segir matgæðingurinn og tekur það fram að þessir réttir, sem hún gefur hér uppskriftir að, séu báðir lagðir á borð í einu og allir borða sig sadda og glaða. Indverskar rækjur 3 msk. oha 3 laukar, sneiddir 2 græn chilialdin, kjarninn tekinn úr og síðan söxuð 2-3 sm engiferbiti 1/2 tsk. chiliduft (má sleppa) 1 tsk. turmeric örhtiö salt 250 g frosnar rækjur Olían hituö á pönnu og kryddið hitað með. Þá er laukurinn steiktur þar til hann er glær og mjúkur. Áríðandi er að hafa mikinn hita á pönnunni. Frosnu rækjurnar sett- ar út í og steikt í mesta lagi í þrjár mínútur og hrært vel á meðan. Að sögn Steinunnar er þetta ein- faldur réttur sem nota má sem skyndiveislumat hvenær sem er. Linsubaunaréttur 6 negulnaglar Steinunn Ásmundsdóttir er mat- gæðingur vikunnar. DV-myndJAK 6 kardimommur 3 sm kanhstöng 1 laukur, saxaður 3 sm engifer 1 grænn chih 1 hvítlauksgeiri 1/2 tsk. gara masala 250 g rauðar linsur (sem ekki þarf að leggja í bleyti) salt safi úr einni sítrónu Olía hituð og negulnaglar og kardimommur steikt þar til krydd- ið bólgnar. Þá er lauknum bætt út á, síðan engifer, chih, hvítlauk og garam masala. Látið malla í um það bh fimm mínútur. Loks eru lins- urnar settar í pottinn og steiktar í mínútu, þá er saltað örlítið og loks er vatni bætt út í þannig að rétt fljóti yfir. Suðan er látin koma upp og látið malla í tuttugu mínútur. Sítrónusafmn er kreistur yfir um leið og rétturinn er borinn á borð. Rétturinn á að þykkna en má ekki verða of þykkur. Þá ætlar Steinunn að gefa upp- skrift að ræta sem er nokkurs kon- ar gúrkusalat og passar mjög vel með þessum mat. Taka má fram að gúrkan er oft útvötnuð með því að salta hana í nokkrar mínútur en Steinunni flnnst það ekki skipta máli. Ræta 100 g gúrka (hálf stór) 3,5 dl hrein jógúrt (2 dósir) 50 g vorlaukur (má nota graslauk eða blaðlauk og þá ríflegt) 1 grænn chili (kjarninn Ijarlægður, saxaður) Gúrkan er sneidd þunnt og allt blandað saman, geymt í kæli nokkra stund áður en lagt er á borð og skreytt með fallegu grænu. Með þessu öhu er gott að hafa hýðishrísgrjón, brauð og mango chutney. Steinunn ætlar að skora á Hildi Sveinsdóttur félagsráðgjafa að vera næsti matgæðingur. „Hún er rosa- lega góöur kokkur á hvaða sviði sem er.“ Hinhliðin Leiðinlegast að ryksuga - segirÁgústÞorsteinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkurmaraþons „Að vera framkvæmdastjóri Reykjavíkurmaraþonsins er orðið hehsársstarf, svo viðamikh er keppnin orðin nú á dögum," sagði Ágúst Þorsteinsson, framkvæmda- /stjóri Reykjavíkurmaraþonsins. Ágúst hefur í nægu að snúast þessa dagana, því Reykjavíkurmaraþo- nið fer fram á morgun, sunnudag- inn 20. ágúst. „Ég hef áöur starfað sem fram- kvæmdastjóri maraþonsins, árin 1988 og 1989, og hef verið viðloð- andi þessa keppni frá upphafi," sagöi Ágúst. Fullt nafn: Ágúst Þorsteinsson. Fæðingardagur og ár: 6. mai 1957. Maki: Anna Þórunn Halldórsdóttir. Börn: Tvö, Halldór Ágúst og Guð- finna. Bifreið: Subaru Legacy, árgerð ’90. Starf: Framkvæmdastjóri Reykja- víkurmaraþons. Laun: Viðunandi. Áhugamál: Hlaup, frjálsar íþróttir, golf, stangveiði og fuglaskyttirí. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Já, en ekki stóran vinning. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að fara í veiðimennsku, stangveiðina eða skyttirí. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það fer ekki á milli mála að það er að ryksuga gólf. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt. Uppáhaldsdrykkur: Ég blanda oft Ágúst Þorsteinsson. saman Fanta og Sprite. Hvaða íþróttamaður fremstur í dag? Sá sem ég held mest upp á er Einar Vhhjálmsson og það var slæmt að hann skyldi ekld komast á HM í Gautaborg. Uppáhaldstímarit: Newsweek. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð utan maka? Kirstie Alley. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég hef ekkert út á hana að setja, ég er hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Ég hefði viljað hitta John Wayne. Uppáhaldsleikari: Charles Bron- son. Uppáhaldsleikkona: Susan Bla- kely. Uppáhaldssöngvari: Peter Cetera. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ólaf- ur Ragnar Grímsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ferdinand. Uppáhaldssjónvarpsefni: Dýralífs- myndir. Uppáhaldsmatsölustaður: Pizza 67. Hvaða bók langar þig mest til að lesa? Á hverfanda hveli. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þor- steinn G. Gunnarsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég er ekki með Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: David Letterman. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Ég fer mjög sjaldan út að skemmta mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum: UMSB. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Já, ef ég verð í þessu starfi áfram, að gera Reykjavíkur- maraþonið eins mikið og skemmti- legt og hægt er. Hvað ætlar þú að gera í sumarfri- inu? Ætli ég fari ekki eitthvað að loknu maraþoni með fjölskyldunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.