Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 28
36 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 Sigurbjörg Vermundsdóttir heillar Norðmenn með frumlegri matargerðarlist: Krásir á eyðiskeri Gísli Kristjánsson, DV, Rörvílc „Heyröu, já hún Bubba, hún er flutt. Ef þú beygir inn götuna hérna á bak viö og heldur svo áfram fram- hjá ráðhúsinu og beygir svo til hægri hjá nýju raðhúsunum þá býr hún þar - í endanum á þessum hvítu, held ég.“ í Rörvík þekkja allir Bubbu - eða öllu heldur Sigurbjörgu Vermunds- dóttur - íslenska veitingakonu sem öðrum fremur hefur haldið nafni staðarins á lofti síðustu tíu árin. Afgreiðslumaðurinn á bensínstöð- inni þylur leiöarlýsinguna á sinni sérkennilegu norðurþrænsku mál- lýsku og það stendur heima sem hann segir. Bubba kemur til dyranna í hvíta raðhúsinu, brosmild og undr- andi þegar hún er ávörpuð á ís- lensku. „Ertu íslenskur! Það er ekki á hveijum degi sem ég fæ íslendinga í heimsókn. Komdu inn,“ segir hún og vill fá að vita erindi samlanda síns út á veraldarhalann Rörvík, nyrst í Norður-Þrændalögum. Á máli Rör- víkinga heitir hún bara Bubba því fullt nafn hennar er svo erfitt í fram- burði að Sigurbjörg Vermundsdóttir hlífir sveitungum sínum við að brjóta tungur sínar á því. námskeiðin. Ég er löngu hætt að geta annað þessu öllu ein og hef með mér aðstoöarfólk," segir Bubba, sem nú hefur borið gesti sínum dýrindis rjó- matertu. „Þú fyrirgefur, en þetta eru bara afgangar," segir Bubba um leið og hún sker tertuna. „í gær þurfti ég að búa út mat á 509 diska og nú fær hver sem til mín kemur að njóta af- ganganna." Hún hlær aö eigin gest- risni en kakan á diski númer 510 er ósvikin og langt í frá skorin viö nögl. Að vetri til liggur starfsemin á skerinu niðri en Bubba situr samt ekki með hendur í skauti. Hún eldar mat fyrir allar stærri veislur heima- manna, jólaboð, brúökaups-, afmæl- is- og fermingarveislur og hefur nóg að gera. Eftir að Bubba seldi veitingastaö- inn Barbro hvarf hákarlinn og brennivínið af borðum þar. Angan- ina af íslenska þjóðarréttinum leggur þó enn fyrir vit gestanna sem koma í skeriö og vekur jafnan lukku. Norö- menn eru hrifnari af brennivíninu en hákarlinum þannig aö Bubba set- ur það skilyrði að án þess að hafa komið niður einum bita af hákarli fær enginn brennivín. Hákarlinn nýtur fyrir vikið nokkurra vinsælda. Ólykt af smyglinu „Vandamálið er að ég verð að smygla hákarhnum til Noregs," segir Bubba. „Ég tek ahtaf með mér bita þegar ég kem frá íslandi og reyni að plata alla sem koma að heiman til að gera slíkt hið sama. Innflutningur á úldnum mat er að sjálfsögðu stranglega bannaður og núna er ég alvarlega að hugsa um að byrja að verka hákarl sjálf í stað þess að eiga á hættu að vinir og ætt- ingjar séu teknir í tollinum með pakka sem anga langar leiðir." Bubba hlær að ástandinu en án há- karls getur hún ekki verið. Bubba varð þjóðkunn í Noregi fyrir ólympíuleikana í Lillehammer vet- urinn 1994. Þá var gerð kynningar- kvikmynd um Noreg til sýningar heima og erlendis. Þrír óhkir staðir voru valdir sem dæmi um sérstæða menningu Norðmanna og þaö kom í hlut Bubbu aö kynna heiminum „norska" matarmenningu. í kvikmyndinni var hákarlinn góði m.a. framreiddur, skrýddur islensk- um fánum, og dóttir Bubbu tók aö sér að segja að hann væri „voðalega góður“ þótt ekki yrði það ráðið af svip gestanna. Og ekki var maturinn heldur sérlega norskur. Ein eyja á mann Rörvík og Suöur-Gjæshngan til- heyra sveitarfélagi sem kallast Vikna og er sett saman úr 4.000 eyj- um. íbúar hreppsins eru og 4.000 þannig að einn hólmi er á mann. Lifa hreppsbúar því í sátt og samlyndi. Rörvík er höfuðstaður byggðar- lagsins og þar búa um 2.700 manns. Bæjarstæðið minnir skemmtilega mikið á Egilsstaði að öðru leyti en því að Rörvíkingar hafa höfn og róa stift til fiskjar. Orm eiga þeir einnig nafnkunnan, 200 metra langan, með 80 kryppum og hraðsyndan. Illyrmiö hefur þó ekki látið sjá sig frá árinu 1926. 16 ár í Rörvík Rörvík hefur veriö heimabær Bubbu frá árinu 1979 eða í 16 ár. Áður bjó hún í Ósló í sjö ár eftir að hún flutti alfarin frá íslandi árið 1972. „Þaö var auðvitað tilvhjun sem réð mestu um að ég settist hér að,“ segir Bubba th skýringar á veru sinni fjarri alfaraleið í norska skerjagarð- inum. „Ég giftist Norðmanni og eftir að hann hafði lokið kennaranámi fékk hann stöðu við menntaskólann hér. Hvaða Rörvík? Allir Rörvíkingar vita hver Bubba er en fáir Norðmenn vita hvaö og hvar Rörvík er. „Rörvik? Ekki Rö- ros?“ spyrja menn í forundran. Nei Rörvík heitir staðurinn. „Nú!“ En eftir nokkra umhugsun rennur þó upp ljós fyrir hinum fróðari; í Rörvík mun víst vera „voða sniðugur veitingastaöur" þar sem gestum er boðinn íslenskur hákarl og brenni- vínið Svarti dauði með. Og gangi hvort tveggja skammlaust niður er afrekið staðfest með sérstöku vott- orði. Erindi íslendings th Rörvíkur er að grennslast nánar fyrir um und- ur þessi. Veitingastaðurinn heitir Barbro eftir frægri nom sem brennd var þar á staðnum fyrir 300 árum og vill ekki gleymast. Þama er og ríki Bubbu, eða öllu heldur var, því hún seldi veitingastaðinn síðasta haust eftir níu ára frægðarferh. Hákarl og ■ brennivín er þó enn á boðstólum í Rörvík og Bubba er þar enn og veitir gestum af krásum sínum. Sigurbjörg Vermundsdóttir - Bubba - hefur undanfarin tiu ár veriö með veitingarekstur i norska skerjagarðinum. DV-myndir: Gisli Kristjánsson Eyðisker í Atlantshafmu „Ég komst að því í fyrrahaust að ég varð að minnka við mig. Ég vann orðiö allan sólarhringinn og það varð úr að ég seldi veitingastaðinn og ákvað aö einbeita mér að veisluþjón- ustu og matsölu úti í Suður-Gjæsling- an,“ segir Bubba th að útskýra breyt- ingarnar sem orðið hafa á atvinnu- rekstri hennar. Og þar sem fáir vita hvar Rörvík er hafa enn færri heyrt um Suður- Gæslingan, sem nú er starfsvett- vangur Bubbu öll sumur. Suður- Gjæslingan er eiginlega eyöisker, fjarri öllum mannabyggðum úti í Atlantshafinu við Noregsstrendur. Þar var áður fyrr lífleg verstöð en nú er staðurinn í vörslu Norska þjóð- minjasafnsins. Síðasti íbúi Suður-Gjæslingan flutti í land fyrir 12 árum. Húsin standa, flest uppgerð og glæsileg, og í skerinu er nú aftur líf og fjör öh sumur. Fyrirtæki, félög, stofnanir og skólar halda þar námskeið frá því í maí og fram í september. Og eitthvað þarf allt þetta fólk að borða. Þar kem- ur Bubba við sögu skersins í hafinu. Maturfyrir 100 lækna Þetta byijaöi allt fyrir tíu árum rétt eftir að ég hafði lokið námi í matreiðslu,“ segir Bubba um upphaf „Þetta er spennandi starf,“ segir Bubba og getur ekki hugsað sér að fara frá Rörvik. kynna sinna af Suður-Gjæslingan. „Ég var spurð hvort ég gæti tekið að mér að elda mat fyrir hundraö lækna sem ætluðu að vera viku á nám- skeiði á skerinu. Ég sló th og síðan hefur þjónustan í Suður-Gjæslingan aukist ár frá ári og er nú orðin aðal- atvinna mín,“ segir hún. Nú í sumar hafa umsvifin verið svo mikil að Bubba keypti sér hraðbát til aö komast á eigin vegum mhli skers og lands. Og ekki bara bát held- ur og skipstjórahúfu og núna siglir hún hraðbyri um sundin blá að og frá vinnu á eigin „skútu". ';,Fyrsta sumariö var aðsfaðan þarna úti beinlínis hræðileg," segir Bubba. „Staðurinn var nýfarinn í eyði og þar var ekkert rafmagn, ekk- ert heitt vatn og ekki að tala um þægindi eins og uppþyottavél. Þetta blessaðist samt allt. Ég hélt áfram næsta sumar og öh sumur síðan,“ segir Bubba. Hákarl og brennivín „Núna hafa ferðamenn einnig upp- götvaö staðinn og ég sel þeim mat auk þess að þjónusta þá sem koma á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.