Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 37 * P * Ég fór hins vegar að vinna á heimili fyrir þroskaheft börn. Mig langaði þó til að gera eitthvað annað og ákvað að læra matreiöslu. Náminu lauk ég árið 1985 og keypti veitinga- staðinn Barbro árið eftir,“ segir Bubba og er á svipinn eins og allt í veröldinni sé sjálfsagður hlutur. „Ég kann afskaplega vel við mig hérna og er ekki á leiðinni heim. Ekki strax í það minnsta. Ég er nú skihn við manninn minn og börnin eru á íslandi og öll fjölskyldan en samt hef ég ekki áhuga á að flytja. Það er einfaldlega gott aö búa í Rör- vík þrátt fyrir nokkra einangrun," heldur hún áfram. fl* * Gat ekki farið heim „Fyrir tveimur árum var ég frá vinnu í tvo mánuði vegna veikinda og þá hugsaði ég alvarlega um að flytja heim en svo þegar á reyndi gat ég það bara ekki, jafnvel þótt ekkert af mínu fólki sé hér lengur,“ segir hún alvörugefin. í stuttri gönguferð um bæinn kem- ur í ljós að Bubba er fjarri því ein og yfirgefin þarna á útskerjunum. Hver einasti maður á götunni heilsar henni og spyr almæltra tíðinda. Bubba segist vera að fara í vikufrí og fólkið rekur upp stór augu: „Þú í frí! Ég hélt að þú færir aldrei í frí,“ er viðkvæðið. „Það er ekki rétt að ég sé alltaf að vinna," segir Bubba afsakandi við blaðamann. „Ég fer minnst einu sinni á ári til íslands og bregð mér oft frá. Ég hef hins vegar ekki þurft að kvarta undan aðgerðaleysi síð- ustu árin.“ : . '/* A, Sör-GjasUnjan <0 Z0-22au3. 19$3 V* Jiér mc$ volWt ýér Hr. e&x frú hofí? hlolnasi SáktiSur brafí<X á ‘JsUníkum hákurh foe.héM *** )*fur 1*9*81 jt>r$u l 3'OmánuH 0$ hanjcð fya.r a eflír í- ca.2 n'&nuii ) irarlA áau3a-{ýsUnfUu brtMCrlnO rt ASTICA i* i i* Fyrir og eftirbrú í Rörvík skiptist tímatalið í „fyrir og eftir brú.“ Fram til 1982 var stað- urinn án vegarsambands við fasta- landið og eyjaskeggjar höfðu fátt annað af framandi andlitum að segja. Svo „kom brúin“ og nútíminn. „Rörvík var mjög einangraður staður og þess sjást mörg merki enn,“ segir Bubba. „Fólk læsir hvorki húsum né bílum og virðist ekki reikna með að hingað geti slæðst svartir sauðir eins og til ann- arra staða.“ Enn er það svo að ferðamenn hafa ekki lagt þessa perlu í Atlantshafinu alveg undir sig enda langur akstur út í Rörvík af þjóðveginum norður í land. Ferðamönnum íjölgar þó ár frá ári og farið er að sjást til Þjóðverja á húsbílum sínum. Kjötkökurnar hennar mömmu Einangrunin í Rörvík veldur Bubbu engum áhyggjum og hún ber sveitungum sínum vel söguna. Lengi vel voru þeir þó tregir til að borða annan mat en kjötkökur og fiskiboll- ur, þjóðarrétti Norðmanna. „Norðmenn eru almennt tregir til að reyna eitthvað nýtt og það á einn- ig við um matinn," segir Bubba. „Þeir vilja bara gömlu góöu kjötkökurnar eins og mamma eldaði þær. Þetta er þó mikið að breytast þótt nýjunga- girnin hafi ekki alveg heltekiö þá eins og íslendinga. Ég hef lagt mikla áherslu á að matreiða fisk og þá á fleiri vegu en aö gera úr honum bollur. Það hefur mælst vel fyrir þótt stundum þurfi fortölur til að fá menn til að borða það sem þeir hafa ekki borðað áður.“ Annars væri ég ekki hér Og nú er tertan góða búin og tíminn líka. Bubba er að fara í lang- þráð frí en verður að fáum dögum hðnum á ný sest undir stýri á bát sínum hlöðnum krásum og með út- skerið Suður-Gjæshngan fyrir stafni. „Þetta er í raun og veru afskaplega spennandi. Annars væri ég ekki hér,“ segir Sigurbjörg Vermunds- cióttir - eða bara hún Bubba þeirra Rörvíkinga. Bubba keypti sér hraðbát til að halda uppi þjónustu við eyðiskerið Suöur-Gjæslingan. NÁÐU ÞÉR í FARMIÐá í SUMARLEIK HAPPAÞRENNUNNAR OG DV GLÆSILEGIR VINNINGAR! Auk peningavinninga eru í boði: Fjölskylduferð fyrir fjóra til Flórída 28 borgarferðir fyrir tvo til New York, Baltimore, Frankfurt, London eða París 150 stk. „My First Sony" hljómtæki HAPPATÖLUR DV Daglega frá þriðjudegi til föstudags birtast happatölur í DV Þar getur þú séð hvort númer á Farmiðanum þínum hefur komið upp. Fú skalt geyma vandlega hægri helming Farmiðans þar til sölu upplagsins lýkur og öll vinningsnúmerin hafa birst, því þú átt möguleika í allt sumar. Llppsöfnuð vinningaskrá birtist í DV 1. ágúst, 1. september og 2. október 1995. DRAUMAFERÐ OG FARAREYRIR Með Farmiða ert þú kominn í spennandi SUMARLEIK Happaþrennunnar og DV Farmiðinn er tvískiptur og gefur tvo möguleika á vinningi. Á vinstri helmingi eru veglegir peningavinningar, sá hæsti 2,5 MILUÓISIIR, og á þeim hægri eru glæsilegir ferðavinningar og „My First Sony" hljómtæki. V í I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.