Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT 8. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SiMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m, vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Misráðnar Kínaferðir Vestrænar ríkisstjórnir geta aöeins mótmælt nýaf- stöönum kjamorkutilraunum Kínverja með hangandi hendi, af því aö Frakkar ætla að stunda slíkar tilraunir í næsta mánuði. Það er illfært að siða ríkisstjómir heims- ins, þegar vestræn ríkisstjóm brýtur alþjóðasamninga. Kjarnorkutilraunir Frakka og Kínverja em forkastan- legar. Þær stríða gegn alþjóðasamningum og draga úr hkum á, að siðlitlar ríkisstjómir fari eftir alþjóðasamn- ingum. Auk þess hafa kjamorkutilraunir táknræna mynd hroka og fyrirlitningar stjórnvalda á umheiminum. Kínverska stjórnin hefur samkvæmt aldagamalh hefð nánast enga tilfrnningu fyrir því, að skoðanir í umheimin- um skipti máh fyrir Kína. Kínversku ríkisstjóminni fmnst útlendingar vera til þess eins nýtir að þéna undir Kína og til að hafa af þeim fjárfestingarfé. Aukin hemaðarumsvif Kínverja valda áhyggjum í nágrannaríkjunum um þessar mundir. Landgöngulið frá Kína hefur hertekið umdeilda eyju, sem er miklu nær Fihppseyjum og Víetnam. Og kínverskum eldflaugum er skotið í átt til Taívan í svoköhuðu æfingaskyni. Vaxandi rembings hefur gætt í hótunum Kínastjómar um innrás í Taívan, sem hún telur vera hluta af Kína. Ennfremur bendir afstaða hennar th þróunar mála í Hong Kong til þess, að hún muni ekki virða gerðan samn- ing, þegar hún á að taka þar við völdum eftir tvö ár. Misráðið var að ákveða að halda kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína. Jafnréttisráðstefnur á aUs ekki að halda í ríkjum, sem virða ekki jafnrétti frekar en önnur mannréttindi. Og Kína er orðið forusturíki þeirra afla heims, sem hafna vestrænni siðmenningu. Kínverska stjómin sýndi fyrirUtningu sína á útlendum konum með því að ákveða skyndUega að færa hinn frjáls- ari hluta hennar frá Peking, þar sem ríkisstjórnahluti hennar verður. Þá höfðu vestræn ríki tækifæri tU að neita að mæta á ráðstefnuna, en notuðu það ekki. Kínverska stjórnin flutti órólega hlutann frá Peking til að hann truflaði ekki hinn himneska frið á aðaltorgi borgarinnar, þar sem hún stóð á sínum tíma fyrir eftir- minrúlegu blóðbaði. Hún flutti þennan hluta í einangrun upp í sveit, þar sem minni hætta væri á uppistandi. Töluverð umræða var um þennan flutning hér á landi. Þá komu fram óskir um, að íslenzku samtökin hættu við að senda konur á ráðstefnuna, en þær óskir náðu því miður ekki fram að ganga. Mun því verða gerð snautieg ferð til Kína á þessa ráðstefnu í næsta mánuði. íslenzka ráðstefnufólkið afsakar sig með því að segjast ætla að tiota tækifærið tU að koma á framfæri gagnrýni á stöðu jafnréttismála í Kína. Það er betra en ekki neitt. Slík gagnrýni verður þó veikburða og ekki traustvekj- andi, af því að málsástæður gefa meira tilefni. íslenzk stjómvöld hafa undanfarið tekið upp þann ósið að nudda sér upp við kínversk stjómvöld. Núver- andi ríkisstjóm íslands og hin næsta á undan hafa stund- að fjölmennar og gagnkvæmar heimsóknir ráðamanna með gamalkunnu froðusnakki um frið og vináttu. Þar á ofan hafa íslenzkir ráðamenn vakið vonir um stóran markað í Kína íyrir íslenzkar vörur og þjónustu. Með stuðningi stjómmálamanna var sett upp íslenzk lakkrísverksmiðja í Kína og fór hún umsvifalaust á haus- inn. Þannig mun fara um aUt íslenzkt fé í Kína. Kína er fyrirferðarmesta vandræðaríki heimsins um þessar mundir. Skynsamlegt er fyrir ríki, samtök, fyrir- tæki og einstaklinga að forðast Kína sem mest. Jónas Kristjánsson Haustherferð fram undan frek- ar en friðargerð Hermaöur Króatíu-Serba á flótta eftir fall Krajina svaraði þannig spurningu erlends fréttamanns um orsök ófaranna þegar allar varnir Serba brustu á tveim og hálfu dægri: „Glæpamennskan, smyglið, það fór með okkur. Herinn grotn- aði niður dag frá degi síðustu tvö árin. Forustan var svo gott sem engin og þá fer allt til helvítis." Ein af ástæðunum fyrir ósætti stjórnmálaforingja Bosníu-Serba, Radovans Karadzics, og yfirhers- höfðingjans, Ratkos Mladics, er gagnrýni hins síðarnefnda á gróða- brask leiðtoganna með herfang og smyglvarning. Serbnesk yfirvöld hafa gert sérstakar ráðstafanir til að hafa hendur í hári Bosníu-Serba á herskyldualdri sem reyna að laumast til Serbíu í flóttamanna- straumnum frá Krajina og senda þá til baka. Talið er að einungis þriðjungur Serba sem bjuggu í Bosníu við upphaf stríðsins sé eftir á yfirráðasvæði Karadzics, sem þó er rúmlega tveir þriðju landsins. Herfilegur ósigur Króatíu-Serba í Krajina fyrir Króatíuher sýnir aö yfirburðir í vopnabúnaði hrökkva skammt ef baráttuhug skortir, og slíkt getur hent Serba jafnt og aðra. Viö það bætist nú aö fimmta stór- fylki Bosníuhers í Bihac náði miklu af þungavopnum Króatíu-Serba sem um það höfðu setið þegar flótt- inn brast á í röðum þeirra. Þessir atburðir sýndu einnig að Bosniuher og Króatíuher eru í sameiningu færir um árangursrík- ar hernaöaraðgeröir gegn Serbum. Slíku hefði enginn trúað án reynslu, eftir hjaðningavíg þessara aðila í Vestur-Bosníu frá 1992 fram á öndvert ár 1994. Niðurstaðan af öllu þessu er að sýnt hefur verið fram á að breyta má stööunni í stríðinu með hern- aðaraðgerðum og freistingin að láta á það reyna er ómótstæðileg fyrir þá sem nú telja sig hafa náð yfirhöndinni. Króatíuher býr sig undir að eyða fallbyssuvirkjum Serba, þaðan sem haldið hefur verið uppi skothríö á hafnarborgina Dubrovnik og ná- grenni hennar. Þá sækja Króatar að Bosníu-Serbum í borginni Dvar í Vestur-Bosníu og benda síðustu fréttir til að barist sé um borgina sjálfa. Frá Dvar geta Króatar sótt til norðurs til að ná höndum saman við Bosníuher suður af Bihac og væri þá nýunnið héraðið Krajina einangrað frá yfirráðasvæði Bosn- íu-Serba. Bosníuher sækir að Serbum í borginni Donji Vakuf í Miö-Bosníu. Sú sókn miðar að því að ná vegar- kafla þaðan til borgarinnar Turbe og réði þá Bosníustjórn yfir leið til Adríahafsstrandar sem fær er allan ársins hring. Færastur vígvallarforingja Bosn- íustjórnar er talinn Atif Dudakovic hershöföingi sem stjómar fimmta sfórfylkinu í Bihac. Talið er víst 'að hann hugsi sér til hreyfings þeg- ar menn hans hafa náð leikni í Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson meðferö þungavopnanna sem tekin vom herfangi af Króatíu-Serbum, og þá til austurs gegn Serbum sem hafa á sínu valdi landið sem hggur sunnan að Króatíu. Meðan þessu vindur fram á víg- vellinum þeytast sendimenn Bills CUntons Bandaríkjaforseta land úr landi, aö því sagt er með nýjar til- lögur um samningaleið til aö koma á friði, en lítt er látið uppi í hverju hún sé fólgin. Fyrst fór Anthony Lake, þjóðaröryggisráðgjafi forset- ans, til London, Parísar, Bonn og Rússlands, en síðan Richard Holbrook aðstoðarutanríkisráð- herra að heimsækja löndin sem í ófriðnum eiga. Eftir fund Lakes með Andrei Kos- íref, utanríkisráðherra Rússlands, létu þeir líklega að samræma mætti bandarísku tillögurnar áformi Bor- ís Jeltsíns Rússlandsforseta að efna til fundar fimmveldahópsins ásamt stríðsaðilum til að finna samninga- leið. En þegar spurðist að liður í bandarísku tillögunni væri að Bosníustjóm léti af hendi griða- svæðið Gorazde við Serba, auk annarra breytinga á skiptingu landsins í yfirráðasvæði, voru menn furðu lostnir. NATO og SÞ gengu nýverið frá áætlun um að veija Gorazde með stórfelldum loftárásum gerðist þess þörf. „Á nú að biðja Bosníustjórn að fallast á þjóðernishreinsun í Gor- azde til að einfalda landakortið? Þetta er brjálsemi," hefur Reuter eftir fulltrúa vestræns ríkis. Og Jacques Chirac Frakklandsforseti segir ekki koma til mála að þrengja kost Bosníustjómar umfram það sem hún hefur áður samþykkt. Javier Solana, utanrikisráðherra Spánar og formaður ráðherraráðs Evrópusambandsins, á fréttamannafundi í Sarajevo ásamt Mohamed Sachirbey, utanríkisráðherra Bosníu. Leyniskytta skaut á bilinn sem flutti Solana til Sarajevo og hæfðu þrjú skot. Símamynd Reuter Skoöanir aimarra Réttur til upplýsinga „Gildandi lög um fóstureyðingu eru alveg úr takti við almenningsálitið. Konur sem hugleiða fóstureyð- ingu hafa rétt á aö heyra báðar hliðar máls, ekki bara þá sem er fylgjandi fóstureyðingum. Konur eiga rétt á nákvæmum upplýsingum um þroska ófæddra barna; að hjartsláttur byrji eftir 3 vikur, að þau sparki og hreyfi sig eftir 6 vikur og að heilabylgjur séu mælanlegar eftir 7 vikur. En fylgismenn fóstur- eyðinga hafna lagasetningu sem tryggir að ákvörðun kvenna sé byggð á víðtækum upplýsingum, segja hana ógna „réttinum til að velja“.“ Úr forustugrein í USA Today 15. ágúst Glæpir framdir í stríði „Réttarhöldum yfir stríðsglæpamönnum er oft lýst sem hlægilegu formsatriði í samanburði við raun- veruleika stríðsins. En þau eru mikilvæg. Þau byggja á því að í stríði ríkir ákveðið siðferði sem ekki er hægt að brjóta gegn án refsinga. Staðið er fast á því að hvorki pólitískar eða hernaðarlegar aðgerðir fríi menn frá ábyrgð á gerðum sínum. Stríðsglæpamenn bera allir nöfn. Þau ber að muna.“ Úr forustugrein Politiken 14. ágúst Hættuleg ferðalög „Hermdarverk af þessu tagi er engin nýlunda í nútímasögunni. En viö trúum því að tiiviljun ein hafi ráðið því að Norðmaður varð fórnarlamb. Oft- ast beinast hermdarverk sem þessi gegn borgurum stóveldanna. En þetta sorglega mál minnir okkur óþyrmilega á að öll ferðalög á svæðum þar sem spenna ríkir fela í sér hættu, einnig fyrir fólk frá hinum íjarlægu og friðsömu Norðurlöndum." Úr forustugrein í Dagbladet 14. ágúst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.