Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 19. AGUST 1995 15 Gamalt máltæki segir aö ekkert sé erfiðara en aögeröaleysi, né krefjist meiri áreynslu. Mér er meinilla viö þetta máltæki því aö eftir langan vinnudag er ég, eins og svo margir aðrir, hrifnust af sófanum mínum. Hiö sama verður ekki sagt um minn betri helming. Ekkert er eins mikiö eitur í hans beinum og aö verma sófann þegar heill golfvöllur bíöur í Grafarholtinu. Þessa fáu mánuöi á ári þegar hundi er út sigandi stundar hann, eins og aðrir golfarar, íþrótt sína af öllum lífs og sálar kröftum. Þaö er eins og fari fiðringur um golfar- ann að loknum vinnudegi, sama hvernig viðrar. Bakterían blómstrar Golfinu er gjarnan líkt við lax- veiöi á þann hátt aö þeir sem stunda golf verða haldnir þvílíkri ástríðu aö annað kemst varla í hálf- kvisti viö þaö nema einna helst lax- veiðin. Kemur þessi ástríöa því oft niður á saklausum mökum viö- komandi og er oft talað um bæöi golfekkjur og golfekkla á meðan á tímabilinu stendur. Margir hafa brugðiö á það ráð að draga maka sína með á völlinn, ýmist meö góöu eöa illu, oftar en ekki með góðum árangri. Einn góðan veöurdag í sumar of- bauð loksins mínum manni aö sjá kellu sína liggja og flatmaga í sóf- anum og linnti hann ekki látum fyrr en tekist hafði aö draga mig með út á völl. Til aö halda heimilisfriðinn dratt- aðist ég nú með en þaö leikur eng- inn vafi á að golf er mjög ógnvekj- andi íþrótt í augum byrjenda. Ein- ungis tilhugsunin um að slá þenn- an pínulitla bolta mörg hundruð metra ofan í hoiu sem virðist vera mun minni en boltinn er nóg til að gera sófann enn meira freistandi. Það sem hræðir byrjendur í öll- um íþróttum, ekki síst golfi, er að við höfum ekki hugmynd um hvar styrkur eða vankantar okkar liggja. í golfinu óttast byrjandinn í raun hvert högg. Hitti ég boltann, og ef svo heppilega tekst til, hvar lendir boltinn? Lendir hann ein- hvers staðar nálægt brautinni eða Ekkert er erfiðara en aðgerðaleysi fer hann yfirleitt nokkuð á flug? Það sem verra væri, lendir hann í höfðinu á einhverjum öðrum? Maður veit ekki hvar á að standa, hvemig á að standa né hvað á að segja. Eg sveiflaði kylfunni af lífs og sálar kröftum og tilviljun ein réð því hvort ég hitti eða ekki. Það er ekki nóg að slá nokkur högg eða skrá sig í einn eða tvo golftíma því að til þess að eiga nokkurn mögu- leika á að hafa gaman af þessari nýju upplifun þarf byrjandinn að læra hvernig á klæða sig, tala og bera sig að að hætti golfara á vellin- um. Réttu græjurnar Burtséð frá hæfileikum til golf- iðkunar er mikilvægast af óllu að eiga réttu græjumar og líta vel út. Hámarksfjöldi golfkylfa er fiórtán. Fjórtán kylfur, mér nægja tvær! Hver byrjandi veit að því færri sem kylfumar eru því auðveldara er að taíka ákvörðun um hvað á að nota. Færri kylfur valda minni ruglingi og létta það ofurálag sem fylgir vangaveltum um hvenær á að nota hvaða kylfu-. Hins vegar fylgdi því að vera með réttu græjumar að ég leit út eins og alvörugolfari þó að boltinn færi aldrei nálgæt holunni sem mér þótti reyndar síður mikil- vægt. Það sem hver golfari þarf að eiga umfram kylfurnar sínar er að sjálf- sögðu nóg af boltum til að komast einn hring. Fyrir mig voru þaö nokkrir tugir þennan eina hring þar sem tjarnir og hraun virtust hafa mikið aðdráttarafl fyrir bolt- ana mína. „Það hlýtur hreinlega eitthvað að vera að þessum bolt- um,“ hugsaði ég þegar þeir hurfu ofan í vatnið. Fleira verða góðir golfarar aö hafa, s.s. leðurhanska á aðra hönd- ina sem hefur það í fór með sér að engu er líkara en önnur höndin hafi dáið þar sem hún er yfirleitt náfól miðað við þá sem ekki er hanskaklædd. En hanska þarf maður, golfskó með tökkum, tí til aö stilla boltanum upp, handklæði til að þurrka af boltum og kylfum, tæki til að hreinsa og gera við, græjur til að veiða boltana upp úr tjörnum, regnhlíf, regnstakk, regn- buxur, poka undir kylfurnar og kerru til að draga allt draslið í. Án kerru myndi maður sjálfsagt ör- magnast á að burðast með allt sitt hafurtask. LaugardagspistHl Svafa Grönfeldt íslenska eða golfska Ekki var Adam þó lengi í para- dís. Ég var að vísu með réttu græj- urnar en máliö var töluvert flókn- ara en að koma boltanum í holuna. Upphandleggir og úlnliður þurfa að mynda L, axlimar að snúast og fæturnir verða að vera með hár- réttu millibili. Síðan þarf að rétta úr úlnliðnum á réttu augnabliki, sveigja líkamann og í framhaldi af öllu þessu reyna að hitta bolta- skömmina. Ekki bætti nú úr skák að ég skOdi ekki orð af því máli sem golfararnir töluðu. Ég átti að nota „wech“ og gloppuspaða, „chippa" og „pitcha". Þeir fóru ýmist á fálka, fugli, pari, eða tvöföldum skollá. Eins og vandræði mín á golfvellin- um við að líta a.m.k. út sem alvöru- golfari væru nú ekki nóg heldur var fávísi mín í „golfskunni" algjör. Heimilisfriður- inn haldinn Til að halda heimilisfriðinn hafði ég látið tilleiðast að spreyta mig á „hobbíi“ eiginmansins. Þótt það yki nú fyrst og fremst ástina á sófanum mínum þá öðlaðist ég þó skfining og betri innsýn í hugar- heim ástríðufullra golfara. Tölur sýna að þó sífellt fleiri hefii golfiðkun á hverju ári þá gefast aOt að því jafnmargir upp ár hvert. Það sýnir best hversu margslungin íþrótt golfið er. Golfekkjur og golfekklar, líkt og makar laxveiðifólks, kvarta gjarn- an og kveina yfir fiarveru makans þar sem þessi áhugamál taka mik- inn tíma frá ýmsum viðvikum heima fyrir. Oft og tíðum gæti þessi óánægja einnig stafað af því sem Oscar Wilde hefur lýst svo vel: „Það er leiðinlegt að fara í sam- kvæmi, en það er hræðOegt að vera ekki boðið." Við makarnir erum nú einu sinni svo ljónheppnir að tímabiliö þegar hægt er að stunda íþróttina er mjög stutt hér á landi. Viðvikin, sem biðu betri tíma, eru enn á sínum stað að loknu tímabili. Golfararnir snúa sér nú í fínu formi eftir þramm á golfvellinum að því sem setið hafði á hakanum. Það fólk sem finnur sér áhugamál sem það stundar af kappi er lán- samt því ástundun þess veitir lífs- fyllingu. Það fólk sem fyllist ein- manakennd vegna tómstundaiðk- unar makans hefur hins vegar ef til vifi byggt veggi þar sem það hefði átt að byggja brýr. Sófadagar mínir eiga vonandi eftir að verða margir og ánægjulegir en bilið inn í „golfskuna" hefur óneitanlega verið brúað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.