Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Side 24
32
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995
Sviðsljós___________________ dv
Leikstjórinn Quentin Tarantino nýtur frægðarljómans en er umdeildur:
Líkar ofbeldi í bíó
Quentin Tarantino hefur skotiö upp
á stjörnuhimininn með meiri látum
og hraöa en dæmi eru um. Einungis
einn leikstjóri er tahnn hafa fengið
jafnmikið út úr jafnfáum myndum,
Orson heitinn Welles. Tarantino er
aðeins rúmlega þrítugur og hefur
þegar getið sér gott orð fyrir myndir
eins og Reservoir Dogs og Pulp Ficti-
on. Ofbeldi er snar þáttur í öllu sem
Tarantino tekur sér fyrir hendur og
hefur komið honum á stall sem
átrúnaðargoð ungra bíógesta. Um
ofbeldið segir Tarantino: „Ofbeldi er
ein hræðilegasta hliöin á Bandaríkj-
unum í dag. En í kvikmyndum er
ofbeldi svalt. Mér likar það.“
Tarantino var beinlínis fæddur inn
í kvikmyndir. Ungur sat hann sem
límdur við sjónvarpið og hfði á ham-
borgurum og pulsum. Hann sá brátt
að eina leiðin til að læra kvikmyndun
var að horfa á nógu margar myndir.
Glápið jókst því mjög þegar hann
keyptir sér myndbandstæki og enn
meir þegar hann hóf að starfa á
myndbandaleigu. Sjö ára fór hann
með móður sinni á umdeildar mynd-
ir eins og „Camal Knowledge" og
„Deliverence".
Tarantino hefur verið sakaður um
að stela óspart frá öðrum leikstjór-
um. Hann kippir sér ekki upp við
slíka gagnrýni, segir það frekar heið-
ur fyrir hina leikstjórana. Þeir sem
þekkja hann segja að þegar Tarant-
ino vísi í raunveruleikann í kvik-
myndum sé það ekki sá raunveru-
leiki sem flestir þekkja heldur raun-
veraleiki kvikmyndanna. Þær séu
hans raunveruleiki og því þurfi eng-
an að undra þó aðrir leikstjórar
móðgist af og til.
Krzysztof Kieslowski.
Kieslowski
fékk
hjartaáfall
Hinn frægi pólski leikstjóri
Krzysztof Kieslowski fékk nýlega
hjartaáfah og var lagður inn á
sjúkrahús í bænum Szczytno í
Pólandi.
Kiesiowski, sem meðal annars
leikstýrði myndunum Blár, Hvít-
ur og Rauður, sem nutu mikhla
vinsælda á íslandi, er núna úr
ahri lífshættu.
Það er stutt síðan Kieslowski
lýsti því yfir að hann væri hættur
kvikmyndagerð en þess má geta
að Rauður, seinasta mynd hans,
var thnefhd til óskarsverðlauna
á þessu ári ári en vann ekkl
Myndir Kieslowskis fengu hins
vegar margar fjölda verölauna í
Evrópu. Til dæmis fékk myndin
Blár Guhna ljónið í Feneyjum og
Hvítur fékk verölaun í Berlin.
Quentin Tarantino, t.h., leikur í nýrri mynd, Desperado, sem frumsýnd var vestra í vikunni. Hér er hann með
meðleikurum sinum, Antonio Banderas og Sölmu Hayek. Simamynd Reuter
ÍSLENSKILISTINN ERBIRTUR Í DV Á HVERJUM LAUCARDEGIOC Á SUNNUDÖCUM
KL 14 ER USTINN FRUMFLUTTUR Á BYLCJUNNI. BYLCJAN ENDURFLYTUR LIST-
ANN A MÁNUDAGSKVÖLDUM MILU KL 20 OG 23.
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
ISLENSKI LISTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BYLGJUNNAR. OV OG COCA-COLA A ISLANOI. LISTINN ER NIOURSTADA SKOOANAKÖNNUNAR SEM ER
FRAMKVÆMD AF MARKADSDEILD DV I HVERRI VIKU. FJOLDI SVARENOA ER A BILINU 300 -400 A ALORINUM 14-35 ARA AF OLLU LANOINU. JAFN-
FRAMT ER TEKID MIO AF SPILIUN REIRRA A ISLENSKUM UTVARPSSTODVUM. ISLENSKI LISTINN BIRTIST A HVERJUM LAUGARDEGI I DV OG ER
FRUMFLUTTUR A BYLGJUNNI KL. 14 A SUNNUOOGUM I SUMAR. LISTINN ER BIRTUR AD HLUTA I TEXTAVARPI MTV SJONVARPSSTODVARINNAR.
ISLENSKI LISTINN TEKUR PATT I VALI ..WORLO CART’ SEM FRAMLEIDOUR ER AF RAOIO EXPRESS I LOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN AHRIF
A EVROPULISTANN SEM BIRTUR ER I TONLISTARBLAOINU MUSIC A MEDIA SEM ER REKIÐ AF BANDARISKA TONLISTARBLADINU BILLBOARD.
Eiizabeth Berkley, sem leikur i kvikmyndinni Showgirls, sem fjallar um
dansmeyjar i spilaborginni Las Vegas og væntanleg er á næstunni, kemur
hér til frumsýningar hryllingsmyndarinnar Lord of lllusions sem fram fór i
Hollywood á miðvikudagskvöld. Símamynd Reuter
i