Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Side 26
34
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995
Afmæli
Björg Einarsdóttir
Björg Einarsdóttir rithöfundur,
Lækjargötu 4, Reykjavík, er sjötug
ídag.
Starfsferiil
Björg er fædd í Hafnarfiröi og ólst
þar upp til 1929 en þá á Akureyri til
1937 og búsett í Reykjavík frá þeim
tima. Hún nam við Kvennaskólann
í Reykjavík auk nokkurrar viðbót-
armenntunar af ýmsum toga.
Björg var við skrifstofustörf, með
nokkrum hléum þó, seinast 1976-78
sem fulltrúi skólastjóra Þroska-
þjálfaskóla íslands. Eftir það hefur
hún starfað sjálfstætt að ritstörfum
og útgáfumálum. 1984 stofnaði Björg
ásamt fjórum öðrum konum útgáfu-
félagið Bókrún hf. og gáfu þær ár-
lega út nokkra titla rita er einkum
snertu konur og hagi þeirra, auk
annars efnis.
Björg hefur tekið virkan þátt í fé-
lagsstörfum og gegnt fjölmörgum
trúnaöarstörfum. M.a starfaði hún
í Rauðsokkuhreyfingunni 1971-74, í
Kvenréttindafélagi íslands frá 1975
og var varaformaður 1976-80 og í
stjóm Alþjóðasamtaka kvenrétt-
indafélaga (IWA) 1976-79 og stýrði
einni af fastanefndum þeirra
1979-81. Björg var einn flutnings-
manna tillögu á kvennaársráð-
stefnu i Reykjavík 1975 um kvenna-
frí á degi Sameinuðu þjóðanna 24.
október það ár. Björg kom til starfa
í Sjálfstæðisflokknum 1946 og var í
stjórn Hvatar 1975-82, sem formað-
ur 1978-81, og í miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins 1981-87. Hún sat um ára-
bil í stjóm Blindrafélags íslands, í
stjórn Menningarsjóðs útvarps-
stöðva 1991-93 og í stjóm Þjóðhátíð-
arsjóðsfrál994.
Björg var sæmd hinni íslensku
fálkaorðu 1988fyrirstörfaöjafn-
réttismálum og ritstörf um málefni
kvenna.
Fjölskylda
Björggiftist 18.8.1950 Harald Guð-
mundssyni, f. 11.12.1921, rafverk-
taka í Reykjavík. Foreldrar hans:
Guömundur Sveinsson, f. 1886, d.
Til hamingju með afmælið 25. ágúst
95 ára 75ára
1952, skipstjóri og síðar skipaskoð-
unarmaður, og Ingibjörg Björns-
dóttir, f. 1886, d. 1973, verslunarmað-
ur og síðar húsfreyja í Reykjavík.
Börn Bjargar og Haralds: Guð-
mundur Ingi, f. 8.8.1951, jarðfræð-
ingur og nú starfsmaður Reikni-
stofu bankanna í Reykjavík, kvænt-
ur Bjarnfríði Guðmundsdóttur,
hjúkrunarfræðingi á Landspítalan-
um, þau eiga þijú böm, Harald, f.
1978, menntaskólanema, Kristínu,
f. 1983, og Björgu, f. 1987; Einar
Hrafnkell, f. 26.7.1953, rafmagns-
verkfræðingur og starfsmaður
Orkustofnunar, kvæntur Amfríði
Jónasdóttur, framkvæmdastjóra
hjá Kistufelli hf., þau eiga einn son,
Arngrím, f. 1981; María, f. 8.4.1957,
leikskólakennari, starfsmaðurhjá
Fífuborg, gift Ágústi Jóhannssyni,
húsgagnasmið og starfsmanni Axis
hf., þau eiga þijár dætur, Maríu, f.
1982, Ólaflu, f. 1982, og Önnu, f. 1987.
Systkini Bjargar: Amkell Jónas,
f. 15.10.1920, d. 1985, vegaeftirlits-
maður hjá Vegagerð ríkisins;
Askell, f. 3.7.1923, um skeið bæjar-
stjóri á Húsavík en lengst af fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssambands
Norðlendinga á Akureyri; Ólafia, f.
28.7.1924, nam fornleifafræði á Eng-
landi og síðar sagnfræði í Lundi í
Sviþjóö og doktor í þeirri grein það-
an, dósent við Kaupmannahafnar-
háskóla í miðaldasögu; Hrafnkatla,
f. 8.11.1927, d. 1982, fulltrúi í Lands-
banka íslands; Þorkell, f. 30.9.1929,
prófessor í lyijafræði lækna við
Háskóla íslands, en kjörforeldrar
hans eru Bergþóra Júlíusdóttir og
Jóhannes Jónsspn, er var gjaldkeri
Eimskipafélags íslands. Hálfsystk-
ini Bjargar: Ragnheiður Þorkatla, f.
1904; Hrafnkell, f. 1905, d. 1927, hag-
fræöinemi við háskólana í Kiel og
Vínarborg; Þórheiöur; Súsanna.
Uppeldisbróðir Bjargar: Guðjón
ÞórirTómasson, f.8.12.1923, versl-
unarmaöur og lengst af starfandi
hjáíSAL.
Foreldrar Bjargar: Einar Þorkels-
son, f. 11.6.1867, d. 27.6.1945, skrif-
stofustjóri Alþingis, og Ólafía Guð-
Björg Einarsdóttir.
mundsdóttir, f. 18.5.1889, d. 9.10.
1929, við umsjónarstörf í þinghús-
inu og síðar húsfreyja þar og í Hafn-
arfirði. Við lát móður sinnar fór
Björg í fóstur til hjónanna Sigurjóns
Oddssonar, f. 1888, d. 1937, fram-
kvæmdastjóra viö Dráttarbraut Ak-
ureyrar hf., og Maríu Elísabetar
Jónsdóttur, f. 1887, d. 1971.
Björg dvelur með fjölskyldu sinni
á afmælisdaginn á bernskuslóðum
sínum á Akureyri.
Rúnar Óskarsson
Friðbjörg Jónsdóttir,
Framnesvegi 27, Reykjavík.
90 ára
Björg E. Jónsdóttir húsmóðir,
Álflamýri 16,
Reykjavík.
Húntekurá
móti gestum
iaugardaginn
26. ágúst í Fé-
lagsheimili
Kópavogs,
Fannborg2, frá
kl. 17-22.
85 ára
Jón Hall Magnússon,
Tjarnarbraut25, Hafnarfirði.
80 ára
Ólafia Kristín Þorsteinsdóttir,
fyrrv. bóndi í Firði í Múlasveit,
Austurvegi 5, Grindavík.
Maöurhennar
var Óskar
Þórðarson, lát-
inn, hrepp-
stjóri.
Kristíntekurá
móti gestum í
Átthagasall-Iót-
el Sögu frá kl.
Kerstin Tryggvason,
Nökkvavogi26, Reykjavik.
Gissur Guðmundsson,
Háaleitisbraut 155, Reykjavík.
Guðfinnur Ottósson,
Brekkuholti, Stokkseyrarhreppi.
Sveinbjörn Snæbjörnsson,
Kirkjuvegí 66, Vestmannaeyjum.
Bjargey Lilja Sigvaldadóttir,
Fornhaga 19, Reykjavík.
60ára_______________
Kristján Óli Andrésson,
Tungubakka 30, Reykjavík.
Hjalti Páll Þorvarðarson,
Nesbala 74, Seltjarnarnesi.
Gísli Viglundsson,
Æsufelli 6, Reykjavík.
50 ára
Magnús Eiríksson,
Logalandi 28, Reykjavík.
Brynja Gestsdóttir,
Holti, Eyja- og Miklaholtshreppi.
40 ára
Ragnar Emil Sigurjónsson,
Sæbólsbraut 24, Kópavogi.
Hannes Valgarður Ólafsson,
Leifsgötu 22, Reykjavik.
Helgi ómar Þorsteinsson,
Ósi 3, Skilmannahreppi.
Guðbjörn Grétar Kristjánsson,
Reynigrund ll.Kópavogi.
Deborah Anne Ólafsson,
Aðalgötu 20, Súgandafirði.
Gullbrúðkaup
Hjónin Baldur Halldórsson og Jóhanna Lárusdóttir, til heimilis að Hliðar-
enda við Akureyri, eiga gullbrúðkaup í dag, föstudaginn 25. ágúst.
Guðmundur Rúnar Óskarsson, hús-
vörður i Grunnskólanum á Stokks-
eyri, Eyrarbraut 7 (Sætún), Stokks-
eyri, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Rúnar er fæddur í Reykjavík en
ólst upp á Seltjarnarnesi. Hann gekk
í Mýrarhúsaskóla, Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar og var einn vetur í
Vélskóla Islands, 1962, og fékk rétt-
indi sem vélstjóri, 1. stig. Rúnar lauk
stúdentsprófi af viðskiptabraut
Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi 1989. Hann tók reiki-heilun 1
1991 og var vígður reiki-meistari ári
síðar. Rúnar útskrifaðist frá nudd-
skóla Þórunnar 1992.
Rúnar starfaði í eitt ár hjá Vestur-
bæjar Radíói og annað hjá vara-
hlutalager radíóverkstæðis Land-
sima íslands. Hann stundaði sjó-
mennsku, verkamannavinnu og
vörubifreiöaakstur hjá Hraðfrysti-
húsi Stokkseyrar hf. til 1980. Rúnar
var vélgæslumaður 1980-88, sá um
varahlutalager Rafha hf. í Hafnar-
firði í eitt ár og líka eitt ár um vélar
Alpan hf. á Eyrarbakka. Hann sá
um varahlutalager KÁ á Selfossi í
eitt ár og starfaði jafnlengi á bú-
vöruvarahlutalager Jötuns. Rúnar
hefur verið húsvörður Grunnskól-
ans á Stokkseyri frá 1992.
Rúnar bjó á Sunnuhvoli á Sel-
tjarnarnesi 1945-61, í Reykjavík til
1969 og hefur verið búsettur á
Stokkseyri frá þeim tíma.
Fjölskylda
Rúnar kvæntist 29.5.1970 Sigríði
Guðmundsdóttur, f. 8.10.1950, versl-
unarmanni. Foreldrar hennar: Guð-
mundur Valdimarsson trésmiður og
Sigríður Gísladóttir húsmóðir, Sæ-
túni, Stokkseyri.
Börn Rúnars og Sigríðar: Guð-
mundur Guðmundsson, f. 14.1.1970,
sjómaður; Hulda Ósk Guðmunds-
dóttir, f. 10.4.1973, nemi.
Systkini Rúnars: Sigrún Óskars-
dóttir, f. 9.6.1931, búsett í Reykjavík;
Sigurður Óskarsson, f. 19.7.1933,
búsettur í Garðabæ; Herdís Óskars-
dóttir, f. 18.6.1937, búsett á Seltjarn-
arnesi, Sunnuhvoli 1; Eyþór Óskars-
Guömundur Rúnar Óskarsson.
son, f. 21.1.1949, búsettur í Reykja-
vík.
Foreldrar Rúnars: Eyþór Óskar
Sigurðsson, f. 11.9.1906, d. 13.11.
1967, bakarameistari og Hulda
Skúladóttir, f. 12.7.1907, d. 15.11.
1962, húsmóðir, þau bjuggu í Sunnu-
hvoli á Seltjarnarnesi.
Rúnar er staddur í Algarve í
Portúgal.
Aðalheiður D. Ólafsdóttir
Aðalheiður Dagmar Ólafsdóttir
húsfrú, Reynimel 58, Reykjavík, er
áttræðídag.
Fjölskylda
Aðalheiður er fædd á Þverá,
Núpsdal í Miðfiröi, Vestur-Húna-
vatnssýslu, og ólst þar upp og síðar
á Aðalbóli, sem er í sömu sveit. Hún
var í Alþýðuskólanum í Reykholti
1932-34.
Maður Aðalheiðar var Jónmund-
ur Guðmundsson, f. 2.9.1915, d. 29.1.
1988, vélstjóri. Foreldrar hans: Guö-
mundur Guðmundsson, sjómaður á
Akranesi, og Kristín Jónsdóttir hús-
freyja.
Böm Aðalheiðar og Jónmundar:
Jóhanna Kristín Jónmundsdóttir
Ploder, f. 31.7.1937, skrifstofustjóri;
Guðmundur Kristinn Jónmunds-
son, f. 24.7.1939, læknir og sérfræð-
ingur í bamalækningum og krabba-
meinslækningum við Landspítal-
ann; Fanný Jónmundsdóttir, f. 21.4.
1945, leiðbeinandi; Þórey Rut Jón-
mundsdóttir, f. 22.12.1953, flug-
freyja.
Systkini Aöalheiðar: Gunnar Ól-
afsson, f. 21.6.1911, fyrrverandi
skólastjóri, kvæntur Ingibjörgu
Magnúsdóttur, f. 6.6.1918; Halldóra
Ólafsdóttir, f. 8.9.1912, húsmóðir og
ekkja eftir Hannes Árnason, f. 27.4.
1907, d. 12.3.1990; Hrafnhildur Ólafs-
dóttir, f. 23.8.1917, húsmóðir og
ekkja eftir Guðjón V. Árnason, f.
10.5.1912, d. 25.6.1989; HerborgÓl-
afsdóttir Haugen, f. 10.1.1919, hús-
móðir, gift Nils Haugen, f. 21.2.1914;
Björgvin Ólafsson, f. 16.6.1921, arki-
tekt, kvæntur Halldóru Siguijóns-
dóttur.f. 19.10.1922.
Foreldrar Aðalheiðar voru Ólafur
Halldórsson, f. 5.11.1882, d. 3.10.
1970, bóndi að Fremri-Þverá í Mið-
firði 1912-21 en síðar verkamaður í
Reykjavík, og kona hans, Jóhanna
Margrét Halldprsdóttir, f. 21.11.
1882, d. 15.7.1921, húsfreyja.
Ætt
Halldór, faðir Ólafs, var lengst af
Aðaiheiður Dagmar Ólafsdóttir.
búsettur á Hvammstanga en Jó-
hanna Margrét var dóttir Halldórs
Einarssonar, b. á Kárastöðum í
Þingvallasveit, og konu hans, Jó-
hönnu Magnúsdóttur.
Aöalheiður verður með heitt á
könnunni í Skipholti 50a frá kl.
15-18 laugardaginn 26. ágúst.
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!