Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 Hlutabréfaviðskipti það sem af er árinu: Aukning milli ára um 102 prósent - milliuppgjör sýna stórbætta afkomu fyrirtækja Hlutabréfaviðskipti - janúar til ágúst 1994 og 1995 - 400 mitljónir króna nl994 Viðskipti Flugleiðirbæta viðnýnriþotu Flugleiðir munu fá afhenta nýja Boeing 757 þotu í janúar á næsta ári. Þotan er í eigu Intemational Lease Finance Corporation, ILFC. Flugleíðir leigja þotuna í sex ár og þrjá mánuði og eiga að þeim tíma loknum rétt til að framlengja leigu vélarinnar í tvö ár. ILFC er stærsti leigusali heims með flugvélar og hefur á undan- fómum árum keypt fleiri hundr- uð þotur, aðallega frá Boeing og Airbus. Meðal viðskiptavina fé- lagsins eru flest virtustu flugfélög Evrópu, að þvi er segir í tilkynn- ingu frá Flugleiöum. Timmaftur væntanlegur Dr. Paul R. Timm, einn fremsti sér- fræðingur vest- anhafs á sviði þjónustugæða, er væntanlegur aftur til lands- ins í fyrirlestr- arferð um land- ið á vegum Stjórnunarfélagsins. Sem kunnugt er kom hann hér síöasta vetur og hélt fyrirlestra i Reykjavík og á Akureyri við góð- an orðstlr. Dagana 26. til 27. sept- ember nk. verður Timm með fyr- irlestra á Hótel Sögu og 28. sept- ember verður hann á Akureyri. Á fyrirlestrunum mun Timm fjalla um hagnýt ráð og þraut- reyndar aðferðir til aö bæta þjón- ustugæði og halda í viðskipta- vinL Skráning á fyrirlestrana fer fram hjá Stjórnunarfélaginu og er hver að verða síðastur aö kom- ast að. Sjö milljarða króna viðskipti Heildarviðskipti á Verðbréfa- þingi í nýliðnum ágústmánuöi námu ríflega 7 miHjörðum króna sem eru hæstu viðskípti í einum mánuði á þess,u ári. Þar af voru viðskipti með ríkisvíxla upp á tæpa 6 milljarða. Frá þessu er greint í fréttabréfl Veröbréfa- þings. -þjb Hlutabréfaviðskipti á Verðbréfa- þingi og Opna tilboðsmarkaðnum námu alls 1,6 milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins. Þetta er 102 prósenta aukning viðskipta mið- að við sama tíma í fyrra þegar þau námu rúmum 800 milljónum króna. Allt síðasta ár námu viðskipti með hlutabréf 1,9 milljörðum króna. Þetta má m.a. lesa úr samantekt Kaup- þings um hlutabréfamarkaöinn það sem af er árinu. Þessi auknu hlutabréfaviðskipti má fyrst og fremst rekja til stórbættr- ar afkomu fyrirtækja á hlutabréfa- markaði. í gögnum Verðbréfaþings kemur fram að í lok ágúst sl. höfðu 16 fyrir- tæki af 27 á Verðbréfaþinginu skilað inn milliuppgjöri. Samanlagður hagnaður þessara 16 fyrirtækja nam 912 milljónum króna og aðeins tvö sem komu út með tapi, þ.e. Flugleið- ir og KEA. Af þessum 16 fyrirtækjum eru til milliuppgjörstölur fyrir 12 þeirra á síðasta ári. Miðað við þessi 12 fyrirtæki hefur afkoma fyrirtækj- I alþjóðlegu skýrslunni um sam- keppnishæfi þjóðlanda 1995, The World Competitiveness Report 1995, lendir ísland í 25. sæti af 49 möguleg- um. Þetta er í fyrsta sinn sem Island er tekið með í þessa skýrslu en Afl- vaki hf., áður Aflvaki Reykjavíkur, vann skýrslu hér heima sem byggð- ist á samkeppnisskýrslu fyrir árið anna batnað um 46 prósent milli ára. Þegar litið er á tölur fyrrgreindra 16 fyrirtækja námu tekjur þeirra 1993. I kjölfarið var Islandi boðin þátttaka. Formlegur samstarfsaðili við skýrslugerðina fyrir íslands hönd er Þjóðhagsstofnun. Skýrslan hefur komið út 15 sinnum og er 800 blaðsíður að stærð í þetta sinn. Helstu niðurstöður skýrslunnar hvað ísland varðar er að fólkið í land- inu og innviðir þjóðfélagsins halda fyrstu 6 mánuði þessa árs „litlum" 35 milljörðum króna eða þriðjungi af fjárlögum ríkisins. -bjb áfram að vera sterkustu hliðar Is- lands en við komum áfram illa út hvað varðar alþjóðavæöingu og styrkleika hagkerfisins. Sá þáttur sem mest hefur versnað á íslandi, að mati skýrsluhöfunda, er fjármála- hlutinn, þ.e. hvað varðar fjármál rík- isins og bankabréfafyrirtæki. -bjb Breyttgengis- skráningarvog Seðlabankinn hefur breytt gengisskráningarvog í þá átt að tekið er tilliti til fleiri gjaldmiðla en áður. Breytingin er gerð til að gengisskráningin endurspegli betur helstu viðskiptalönd Is- lands en gamla vogin gerði. Hefur nýja vogin hlotið nafnið við- skiptavog. Jafnframt vikkaði Seðlabankinn svokölluð vikmörk fastgengisstefnunnar úr plús/- mínus 2,25% í plús/mínus 6%. Það þýðir að hámarkssveifla inn- an marka gengisstefnunnar er nú 12% í stað 4,5% áður. Gamla vogin var samansett af dollar upp á 18%, Evrópumynt- einingin EKU vó 76% og japanskt jen 6%. Með nýrri vog er vægi dollars 23,4%, EKU-myntar 67,1% og jens 8,2%. Innan EKU-myntar breyttist vægi þýska marksins og franska frankans mest, vægi marksins hefur minnkað um 12,3 prósentustig og frankans um 10,8 stig. Hins vegar hefur vægi norsku krónunnar aukist úr 0% í 8%. Gjaldeyris- forðinn styrktist um 2,7 milljarða Helstu breytingar á efnahags- reikningi Seðlabankans í ágúst- mánuði voru þær að gjaldeyris- forðinn styrktist um 2,7 milljarða króna og nam 21,7 milljörðum króna í lok mánaðarins. Styrk- ingin skýrist af því að Seðlabank- inn var nettókaupandi gjaldeyris á millibankamarkaði í mánuðin- um auk þess sem inn kom erlent lán ríkissjóðs og skammtíma- skuldir Seðlabankans hækkuðu um 0,7 milljarða króna. Eign Seðlabankans í markaðs- skráðum verðbréfum ríkissjóös jókst um 3,4 milljarða í ágúst, einkum vegna aukinnar ríkis- víxlaeignar. Eign bankans í markaðsskráðum verðbréfum var 2,5 milljörðum minni í lok ágúst en hún var í árslok 1994. Kröfur á innlánsstofnanir lækk- uðu um 2,4 milljarða í ágúst. Heimsráðsfund- urílandbúnaði Samkeppnisstaða íslands á alþjóðavettvangi: Fjármálaþátturinn hef ur versnað mest Hlutabréf fyrir 76 milljónir Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku voru einkum á Opna tilboðsmark- aðnum eða fyrir 56 milljónir af 76 milljóna heildarviðskiptum ef Verð- bréfaþingið er tekið með í reikning- inn. Langmest var keypt af bréfum Tryggingamiðstöðvarinnar þegar 31 milljón skipti um eigendur á genginu 6 sl. fóstudag. Bréfin hækkuðu í verði um 25% frá síðustu viðskiptum sem fram fóru í ársbyrjun 1993. Næstmestu viðskipti í síöustu viku voru með bréf íslenska útvarpsfé- lagsins eða fyrir 21 milljón. Af öörum félögum er það að segja að keypt voru hlutabréf í Hampiðjunni fyrir 4 milljónir, fyrir 3,4 milljónir í bréfum Síldarvinnslunnar og 3,2 milljónir af ÚA-bréfum. Lítið eða ekkert var keypt af bréfum Eimskips, Flugleiöa og olíufélaganna. Þingvísitala hluta- bréfa náði sögulegu hámarki í síð- ustu viku þegar hún fór vel yflr 1250 stig en hefur lækkað síðan. Er þá gærdagurinn ekki tekinn með þar sem niðurstöður viðskipta þess dags lágu ekki fyrir þegar þessar línur voru færðar á blað. Einn togari, Dala-Rafn VE, landaði afla sínum í Þýskalandi í síðustu viku og fékk sæmilegt verð. Alls seld- ust 137 tonn fyrir 18,4 milljónir. í gámasölu í Englandi seldust 215 tonn fyrir 33,3 milljónir. Athygli vekur hvað gámaþorskurinn hefur hækkaö í verði eða um 32 prósent síðustu þrjár vikur. Álverð á heimsmarkaði hefur ekki náð sér á strik eftir nokkra lækkun í byriun síöustu viku. Staðgreiðslu- verðið var 1779 dollara fyrir tonnið í gærmorgun og spá sérfræðingar svipuðu verði næstu daga. Helstu gengisbreytingar hafa verið á japanska jeninu sem hefur lækkað í 0,65 krónur á nokkrum dögum. Dollar, pund og mark hafa lítið breyst. -bjb Heimsráð Alþjóöasamtaka líf- rænna landbúnaðarhreyfinga, IFOAM, mun halda ársfund sinn á íslandi dagana 17. til 24. sept- ember nk. Aðild að IFOAM eiga 500 samtök í 95 löndum heims. í tengslum við ársfundinn verður haldin ráðstefna 21. september á Hótel Sögu með yfirskriftinni „Lífrænn landbúnaður - þýðing hans fyrir ísland og heimsbyggð- ina“. Eimskipræður svæðisstjóra Eimskip hefur ráðið svæðis- stjóra í Eystrasaltslöndunum en viðskipti þar hafa aukist verulega síöustu ár. Bragi Ragnarsson, sem verið hefur framkvæmda- stjóri Hafnarbakka hf. síðan 1988, var ráðinn til starfans. í stað Braga verður Helgi Þórisson framkvæmdastjóri Hafnarbakka. Eimskip er með dótturfyrirtæki í Eystrasaltsríkjunum sem nefn- ist MGH. MGH hefur aðsetur á íjórum stöðum. Stærsta skrifstof- an er í Ríga í Lettlandi með 26 starfsmönnum, í Tallin í Eist- landi starfa 3 menn og auk þess hafa nýverið verið opnaðar 4-5 manna skrifstofur í Mosk'vu og St. Pétursborg í Rússlandi. Áður en Bragi kom til Eimskips árið 1988 hafði hann áöur starfað hjá Hafskipi, unnið þróunar- vinnu í Afríku og verið fram- kvæmdastjóri hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð. -bjb DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.