Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Heimavarnarlið Eðlilegt er að ræða í alvöru, hvort íslendingar eigi að koma sér upp eins konar her eða heimavamarliði eins og Björn Bjarnason menntaráðherra lagði til fyrir helg- ina. Það er jafn eðlilegt og að ræða í alvöru, hvort ís- lendingar eigi að taka þátt í Evrópusambandinu. Slíkar tillögur fara í taugar þeirra, sem vilja ekki, að þjóðin eyði miklum tíma í innri ágreining. Þeir af- greiða hugmyndirnar með því að segja þessi mál ekki vera til umræðu. Þannig hafa hvorki orðið eðlileg skoðanaskipti um Evrópusambandið né um íslenzkar heimavamir. íslendingar telja sig fullgildan aðila í fjölþjóðlegum samskiptum. Samt vantar hér einmitt það, sem frá ómunatíð hefur verið talin helzta forsenda ríkisvalds, eigin vamir gegn ytri áreitni. ísland getur ekki varið sig og getur að því leyti ekki talizt vera fullgilt ríki. Hingað til höfum við sparað þau 2-3% þjóðarfram- leiðslunnar, sem nágrannaþjóðir okkar leggja til varnar- mála, og varið þeim í staðinn til að efla offramleiðslu dýrra landbúnaðarafurða. Flestir hafa verið fremur ánægðir með að losna við milljarðakostnað af herbún- aði. ísland hefur um leið afsalað mikilvægum hluta full- veldisins til Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjanna. Komið hefur fram, að Bandaríkjamenn eru orðnir þreyttir á hlutverki sínu og eru byrjaðir að rifa seglin í viðbúnaði sínum hér á landi. Framtíð varnanna er því óvís. Öðrum þræði efast fólk um, að styrjaldir úti í heimi muni bera að ströndum íslands. Það er falskt öryggi, því að skæruhernaður og hryðjuverk hafa að nokkru tekið við hlutverki hemaðar. Við sjáum þessa dagana, að hernaðarástand ríkir í Frakklandi vegna sprengjuhættu. Við þurfum að geta mætt hryðjuverkum og hættu á hryðjuverkum. Til þess þarf sveitir, sem hafa þjálfun á þeim sviðum. Þótt víkka megi hlutverk björgunarsveita og Landhelgisgæzlunnar, er ekki líklegt, að það dugi til aðgerða á borð við þær, sem hafa verið í Frakklandi. Að sjálfsögðu er nærtækara að efla Landhelgisgæzl- una, sem hefur árum saman verið í svo römmu íjársvelti, að hún getur ekki haldið uppi gæzlu í efna- hagslögsögunni og utan hennar, sem þó ætti að vera mikilvægasti og brýnasti þáttur íslenzkra heimavarna. Hugsanlegt er að víkka svið Landhelgisgæzlunnar og efla hana til strandgæzlu, sem væri þá annað mikilvægt svið íslenzkra heimavarna. En vamir gegn hryðjuverk- um eða öðru áreiti á landi væru þó tæpast á færi henn- ar, né heldur björgunarsveita samtaka áhugafólks. Ef heimavarnir íslands verða einhvem tíma skipu- lagðar, er líklegt, að Landhelgisgæzlan, björgunarsveit- irnar og víkingasveit lögreglunnar geti gegnt veigamiklu hlutverki. Samt er freistandi að telja slíka skipan ófull- nægjandi án sérstaks heimavamarliðs atvinnumanna. Þótt innlent herlið eða heimavarnarlið muni aldrei skipta máli í hefðbundnum hernaði, er líklegt að það geti aukið öryggi okkar gegn hernaði af því tagi, sem að undanfómu hefur verið háður á götum Frakklands og hefur verið að leysa hefðbundinn hernað af hólmi. Heimavamarliði má einnig fela það hlutverk að gæta ýmiss konar hernaðarbúnaðar, sem Bandaríkja- menn mundu skilja eftir, ef þeir minnkuðu enn frekar hlutverk sitt hér á landi, að svo miklu leyti, sem slík ' gæzla yrði ekki talin á færi borgaralegra starfsmanna. Loks er líklegt, að varnarlið atvinnumanna geti tekið ao sér þær skyldur íslands að taka þátt í að koma á friði og að gæta friðar á ýmsum átakasvæðum í heiminum. Jónas Kristjánsson Umræða um flóttamenn á ís- landi hefur blossaö upp. Það er ekki seinna vænna. Margoft hefur verið hent á að íslendingar taka ekki flóttamenn. Margoft hefur verið bent á að íslendingar sinna ekki skyldum sínum sem aðildar- þjóð Sameinuðu þjóðanna hvað þetta varðar. Margoft hefur verið sagt frá fólki í íslenskum fjölmiðl- um sem íslendingar gætu bjargað ef þeir vildu. Margoft hafa örfáir einstaklingar og félagasamtök á ís- landi gengið fram fyrir skjöldu og beitt sér fyrir umbótum - en þjóð- arviljinn og vilji stjómmálamann- anna hefur ekki fylgt þeim. Léttvigt umræðunnar Island er land léttvigtarinnar í umræðunni; hérna gangast menn upp í sjálfum sér en horfa á útlönd- in í sjónvarpinu og líta á vanda- mál þeirra sem þeirra eigin. Og héma þrasa menn fram og aftur um það sem litlu skiptir. Þess er skemmst að minnast þegar þrasaö var fram og aftur um það hvort út- lenskir fjáraflamenn myndu gleypa í sig ár og jarðir í kjölfar ar gætu bjargað ef þeir vildu,“ segir Einar m.a. í greininni. ísland og flóttamennirnir EES eða það hvort útlenskir verka- menn myndu vaða yfir landið eins og maurar. íslenskir stjómmálamenn þrasa um slíkt - en þeir líta fram hjá stómm málum sem varða álit og ímynd þjóðarinnar í veröldinni, þeir sinna ekki skyldum hennar gagnvart hrjáðum og smáðum, fólki sem hefur verið útskúfað, verið hrakið burt frá heimkynnum sínum: flóttamönnum allra landa. Árið 1989 var gefin út bók í Dan- mörku sem heitir Asyl í Norden og þar var sýnt fram á að íslendingar borguðu 20 sent á mannsbarn til flóttamannastofnana Sameinuðu þjóðanna meðan hinar Norður- landaþjóðirnar borguðu 5-7 doll- ara! Og í sömu bók var fjöldi flótta- manna, sem hingað komust, bor- inn saman við hin löndin. Niður- staðan var skelfileg. Hingað komust fáir og stundum engir og á þá staðreynd var á þeim tíma bent í íslenskum fjölmiðlum. Samt hefur fátt breyst - íslend- Kjallarinn Einar Heimisson sagfræðingur og kvikmyndahöfundur ingar taka helst ekki við flótta- mönnum og sumir stjórnmála- menn þrasa jafnvel um hættu á átökum útlendra þjóðarbrota í okkar litla landi, rétt eins og þær örfáu hræður, sem hingað komast, séu nú mikið og öflugt ófriðarafl. Á spjöld sögunnar Flóttamannaumræðan er því miður dæmi um umræðu eins og hún gerist lágkúrulegust á íslandi; aðgerðaleysið, sinnuleysið er þess- ari þjóð svo fullkomlega til skammar að önnur skömm hennar er tæpast meiri. Sumir vilja kenna tilteknum flokki, sem er klaufaleg- ur í ummælum sínum og einangr- unarsinnaður í stefhu, um þetta mál. Svo einfalt er það hins vegar ekki. Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum reyndi ég að vekja athygli stjómmálamanna á þessu máli en talaði fyrir daufum eyrum - þeir voru ekki úr þessum til- tekna flokki. Því miður hefur ríkt þjóðarsátt um það á íslandi að taka ekki við flóttamönnum, og sérstak- lega hefur það verið áberandi að andans menn, menningarmenn, skáld, rithöfundar, sem erlendis eru yfirleitt í fararbroddi í slíkum húmanískum umbótamálum, hafa hérlendis undantekningarlítið þag- að þunnu hljóði. Flóttamannastefnunni verður núna að breyta og þeir stjómmála- menn verða menn að meiri sem það gera; spjöld sögunnar munu bíða þeirra því slík breyting á stefnu íslendinga fæli í sér tíðindi í meira lagi. Ég skora á stjóm- málamenn íslands að breyta þessu máli, snúa því við, taka 25 flótta- menn á ári hið minnsta. - Og koma sér inn á spjöld sög- unnar í leiðinni. Einar Heimisson Því miður hefur ríkt þjóðarsátt um það á íslandi að taka ekki við flóttamönnum og sérstaklega hefur það verið áberandi að andans menn, menningarmenn, skáld, rit- höfundar, sem erlendis eru yfirleitt í far- arbroddi í slíkum húmanískum umbóta- málum, hafa hérlendis undantekningarlít- ið þagað þunnu hljóði.“ Skoðanir annarra Urskurður Kjara dóms „Viðbrögð vegna úrskurðar Kjaradóms nú eru hörð. Víst er, að hann mun leiða til mjög harðrar kröfúgerðar þeirra starfshópa, sem telja sig illa svikna eftir samninga, sem gerðir voru snemma á árinu. Nú þegar er ljóst, að þeir munu ekki standa upp frá samningaborðinu í næstu umferð fyrr en þeir hafa rétt sinn hlut og þá má búast við, að krafa þeirra verði m.a. sú, að þeim verði bætt upp það tíma bil, sem liðið er.“ Úr forystugrein Mbl. 12. sept. Umframeyðsla ríkisins „Staðan í halla rekstri ríkissjóðs eftir fyrstu sex mánuði ársins 1995 er sú að á degi hverjum hafa far- ið 29,4 milljónum króna meira úr kassarnum en inn hefur komið. Umframeyðslan hefur sem sagt numið yfir einni milljón króna á hverri klukkustund þessa sex mánuði..Nauðsynlegt er að taka til hend inni í ríkisrekstrinum. Umsvifln eru of mikil og út gjöldin langt umfram tekjur. Vaxandi skuldasöfnun stefnir þjóðinni I ógöngur. j>að þarf vilja, þor og kraft til að takast á við það verkefni að koma böndum á ríkis- reksturinn.“ Edda Helgason í 6. tbl. Frjálsrar verslunar. Smuguaflinn „Réttur okkar til veiða í Smugunni hefur i raun verið viðurkenndkur, en ekkert samkomulag er um skiptingu þess afla....Það er afar áríðandi og hest fyr- ir alla aöila að gæðamálin varðandi Smuguaflann séu í lagi. Það er til lítils barist fyrir sjómennina, sem eru í löngu úthaldi fjarri heimaslóðum, að koma með skemmdan afla að landi sem er felldur í verði....Eins og nú háttar til er skylt að reyna með öllum ráðum að búa svo um hnútana að forðast rányrkju og flytja gott hráefni að landi.“ Úr forystugrein Tímans 12. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.