Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 25 Fréttir Þeir voru á bökkum Víðidalsá, Agnar Kárason og Rögnvaldur Guðmunds- son, með 17 og 14 punda laxa. DV-mynd G. Bender MiðQarðará: Þúsundasti laxinn „Það veiðist einn og einn lax hérna í Miðfjarðará og einn og einn sjóbirt- ingur. Ég held að næsti lax á land verði númer þúsund og menn bíða spenntir eftir honum,“ sagði Árni Baldursson við Miðfjarðará en þar beið hann eftir löxum og gæsum. „Við erum búnir að fá laxa og svo 14 gæsir. Það er ekki mikið af gæs hérna niður frá eins og er, hún er uppi á heiðum þessa dagana. Ég var með útlendinga í Laxá á Ásum fyrir fáum dögum og við fengum 115 laxa. Áin hefur gefið kringum 1500 laxa en við veiddum í tvo daga,“sagði Árni enn fremur og leit til himins. Gæsirnar voru að koma í kvöldflug- inu niður með Miðfjarðaránni. -G. Bender Álftá á Mýrrnn: 200 laxar og 200 silungar „Við fengum lítið, fáa sjóbirtinga en engan lax. Það eru komnir 200 laxar og 200 silungar, stærsti laxinn er 16 punda,“ sagði Leifur Benedikts- son en hann var að koma úr Álftá við þriðja mann. „Við sáum ekki mikið af fiski í ánni, allavega ekki laxa, þeir hafa verið komnir upp á heiöi, blessaðir. Við sáum laxa í ánni en þeir voru sárafáir á sveimi," sagði Gunnar enn fremur. -G. Bender ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 Slóra sviðið ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Lýsing: Páli Ragnarsson Leikmynd: Axel H. Jóhannesson Búningar: María Ólafsdóttir Tónlistarstjórn: Egill Ólafsson Dansstjórn: Ástrós Gunnarsdóttir. Leikstjórn: Þórhallur Sigurösson Leikendur: Hilmir Snær Guönason, Edda Heiörún Backman, Jóhann Siguröarson, Edda Arnljótsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Anna Kristín Arngrimsdóttir, Bessi Bjarna- son, Þóra Friðriksdóttir, Örn Árnason, Vig- dis Gunnarsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Stef- án Jónsson, Egill Ólafsson, Magnús Ragn- arsson, Sigríöur Þorvaldsdóttir og Sveinn Þórir Geirsson. Undirleik annast Tamlasveitin: Jónas Þórir Jónasson, Stefán S. Stefánsson, Björn Thor- oddsen, Ásgeir Óskarsson, Eiríkur Pálsson, Gunnar Hrafnsson, Egill Ólafsson. Frumsýning föstudaginn 22/9 kl. 20.00,2. sýn. Id. 23/9,3. sýn. fid. 28/9,4. sýn. Id. 30/9. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Föstud. 15/9, Id. 16/9, fid. 21/9, föd. 22/9, Id. 23/9. SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR 6 leiksýningar Verðkr. 7.840 5 sýningar á stóra sviðinu og 1 að eigin vali á litla sviðinu eða smiðaverkstæðinu EINNIG FÁST SÉRSTÖK KORT Á LITLU SVIÐIN EINGÖNGU, - 3 leiksýningar kr. 3.840. Miöasalan er opin frá kl. 13-20 alla daga meöan á kortasölu stendur. Einnig sima- þjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiöslukortaþjónusta. Fax: 5611200 Simi miðasölu: 551 1200 Sími skrifstofu: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sala aðgangskorta stendur yfir til 30. september. Fimm sýningar aðeins 7200 kr. Stóra sviðið kl. 20.30 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Þýðandi: Þórarinn Eldjárn Tónlistarstjórn og hljóðfæraleikur: Sigurö- ur RúnarJónsson Lýsing: Lárus Björnsson Leikmynd og búningar: Hlin Gunnarsdóttir Dansar og hreyfingar: Auður Bjarnadóttir Leikstjóri: Asdis Skuladóttir Leikarar: Margrét Vilhjálmsdóttir leikur Línu. Aðrir leikarar: Ari Matthiasson, Árnl Pétur Guójónsson, Eggert Þorleifsson, Ell- ert A. Ingimundarson, Helga Braga Jóns- dóttir, Jakob Þór Einarsson, Jóhanna Jón- as, Jón Hjartarson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Sóley El- iasdóttir, Theódór Júliusson, Þröstur Leó Gunnarsson. Unglingar og börn: Andri örn Jónsson, Árni Már Þrastarson, Ásdis Lúðviksdóttir, Guðmundur Elias Knudsen, Ester Ösp Valdimarsdóttir, Fanney Vala Arnórsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir og Sara Margrét Mikaelsdóttir. Laugard. 16/9 kl. 14, fáein sæti laus, sunnud. 17/9 kl. 14 fáein sæti laus, og kl. 17, fáeinsæti laus. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Fimmtud. 14/9, föstud. 15/9, uppselt, laug- ard. 16/9, láein sæti laus, fimmtud. 21/9. Miðasalan verður opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið er á móti miðapöntunum i sima 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Ósóttar miðapantanir seldar sýningardagana. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Meiming Tilkyimingar Skáklist með orðum Hún er ósköp fín, Þjóðarbókhlaðan. Eins og ný bók sem varla er búið að rífa seUófaniö utan af og áður en maður byrjar að íletta þarf fyrst að þvo sér um hendumar svo ekki óhreinkist. Samt sem áður er maður hálfragur við að hefja lesturinn. Ég var líka dálítið feiminn þegar ég leit inn í bókhlöð- una á sunnudaginn. Samt var ég nýkominn úr baði og í burstuðum skóm. En þegar ég fann að það var líkt á komið með mér og þeim sem fyrir voru leið mér betur og nýjabrumið og fínheitin seytluðu inn í mig Atburðir Úlfar Þormóðsson og hina og allir voru glaðir, dulítið drýldnir og hátíð- lega lágmæltir. Enda nauðsynlegt því það fer fram alþjóðleg skámót í þessu bókasafni tÚ heiðurs Friðriki Ólafssyni. Það er búið að skrifa svo mikið um skák að það er að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar orði í belg. Enda ætla ég einungis að reyna að segja frá því hvern- ig það er að vera á skákmóti. Sem áhorfandi. í nýju bókhlöðunni. Skákmennimir sitja inni í glerbúri og tefla. Fyrst fannst mér eins og þeir væru til sýnis líkt og kvikindi merkurinnar í dýragörðum. En þegar prestvígður maður ávarpaði mig digrum rómi framan við glerið og skákmennimir litu til okkar undrunaraugum- fannst mér sem ég væri dýrið í garöinum. Og prestur- inn. Ég er ekkert viss um að það sé þægilegt fyrir skákmennina að tefla við þessar kringumstæður. Þegar ég hafði verið um hríð á áhorfendasvæöi fjær glerbúrinu, þar sem menn gátu spáð og spjallað á lágu nótunum og kíkt inn í skákskýringarsal, fékk ég mér sæti viö glerbúrið og horfði ýmist inn í það eða á sjón- varpsskjái framan við mig. Þama átti að ríkja þögn. Mér líkar vel við hana. En vegna bylgjuhreyfinga í sjónvarpinu þótti mér vont að horfa lengi á það. Skákborðin tóku að skríða á móti öldunum upp eftir skjánum og ég botnaði ekki neitt í neinu. Þá fór ég að horfa inn fyrir veggina þar sem skákmeistararnir sátu í þungum þönkum, eöa sötruöu kaffi, eða rápuðu fram á kló, eða drukku meira kaffi og hvíldu sig á eigin skákum við að horfa á stöðuna hjá hinum. Allt var þetta með venjulegum hætti skákmóta. Nema Það var komin köttur í ból bjamar. Fröken Polgar sat þarna í miðjum karlafansi. Einbeitt, ekki síður en karlamir. Og mér fannst að það hlyti að vera erfitt að tefla við hana. Einkum til sigurs, því hún er svona ung og smágerð og dreymin til augnanna. Samt var fullyrt í mín eyru að menn tefldu við hana af örgustu grimmd og sigurvilja. Þá hringdi sími innan í brjóstinu á einhverjum ómissandi áhorfanda og ég gekk úr lagi. Fór út aö reykja og ganga og lenti í Norræna húsinu á setningu bókmenntahátíöar og hlýddi á strengjakvartett og ræöu Thors Vilhjálmssonar sem talaði tungum og bauð upp í orðadans svo ég komst í samt lag aftur og fór endumýjaður maður yfir í bókhlöðu til að fylgjast með skákinni. Þá voru nokkrar skákir afstaðnar og þægilegra aö einþeita sér. Fröken Polgar hafði lagt sinn andstæðing og var hvergi sjáanleg en ég var svo yfirvegaður eftir ferðina í Norræna húsið að ég gat séð einn eöa tvo leiki meistaranna fram í tímann. Svo birtist fröken Polgar og settist við hliðina á mér. Hún var eins og ilmbjörk og allt í einu sá ég,að minnsta kosti þijá leiki fram í tímann. Það er þetta sem vinnst við að vera í návist meistara. Innsæi. Hvort sem þeir fást við orð eða skákhst. Þegar ég fór var tveimur skákum ólokiö. Ég sá ljós- lega hvernig þeim mundi lykta og því ekki ástæða til að -sitja lengur. En ég læt ekki hanka mig og þegi yfir því hvernig þær áttu að fara. Það er betra að spá eftir á. Það hef ég lært af skákskýringum með orðum. Haustferð Jöklarann- sóknarfélags íslands Hin árlega haustferð félagsins í Jökul- heima verður farin helgina 15.-17. sept- ember. Lagt verður af stað á fóstudags- kvöld kl. 20 frá Guðmundi Jónassyni hf., Borgartúni 34. Þátttaka tilkynnist Ást- valdi Guðmundssyni, Rakarastofunni Dalbraut 1, vs. 568 6312, eða Alexander Ingimarssyni í Plastprenti hf., vs. 587 5600. Safnadarstarf Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Fella- og Hólakirkja: Helgistund í Gerðubergi fimmtudaga kl. 10.30. Kópavogskirkja: Kyrrðar-ogbænastund í dag kl. 18. Seljakirkja: Fynrbænir og íhugun í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartan- lega velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni, sími 5670110. Áskirkja: Samverustund fyrir foreldra ungra barna í dag kl. 13.30-15.30. Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10. Leikið á orgelið frá kl. 12.00. Léttur há- degisverður á kirkjuloftinu á eftir. Háteigskirkja: Kvöldbænir og fyrirbæn- ir í dag kl. 18.00. Langholtskirkja: Foreldramorgunn kl. 10-12. Kirkjustarf aldraðra: Samveru- stund kl. 13-17. Akstur fyrir þá sem þurfa. Föndur, spilað, léttar leikfimiæf- ingar. Dagþlaðalestur, kórsöngur, ritn- ingarlestur, þæn. Kaffiveitingar. Aftan- söngur kl. 18.00. Neskirkja: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstimd kl. 12.00. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisveröur í safnaðarheimil- inu. 1*111 R DV 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. gjgej Fótbolti 2 [ Handbolti 3 [ Körfubolti 4 ; Enski boltinn 5] ítalski boltinn 6 Þýski boltinn 7 j Önnur úrslit 8 NBA-deildin 1\ Vikutilboð stórmarkaðanna [2] Uppskriftir 11 Læknavaktin _2J Apótek 31 Gengi 1} Dagskrá Sjónvarps 2 j Dagskrá Stöðvar 2 3 j Dagskrá rásar 1 4 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5[ Myndbandagagnrýni 6 ísl. listinn -topp 40 71 Tónlistargagnrýni 81 Nýjustu myndböndin 5 lj Krár 2 i Dansstaðir .3[ Leikhús 4 Leikhúsgagnrýni U Bíó . 6 j Kvikmyndagagnrýni sW/áU/iatáiMi'fea 1J Lottó 2j Víkingalottó 3 i Getraunir 1%»! n ViIviH iFTOÍ 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.