Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995
15
Mæli þarft eöa þegi
Undanfarið hafa ýmis ummæli
frú Vigdísar Finnbogadóttur, for-
seta íslands, verið til umræðu.
Þykir mörgum sem hún hafi ekki
staðið sig fullkomlega sem skyldi.
Fyrr i sumar birtist viðtal við
frú Vigdísi í tævönsku dagblaði
þar sem kom fram að Vigdís
styddi frelsisbaráttu Tævanbúa og
mundi fegin taka á móti fulltrúum
þeirra. Vigdís bar þessi ummæli
hins vegar af sér og talsmenn for-
setaskrifstofu sögðu blaðamann-
inn, sem tók viðtalið, hafa misskil-
ið Vigdisi vegna tungumálaerfið-
leika.
Aldrei fékkst þó neinn botn í
málið og staöhæfing stendur gegn
staðhæfingu. Það getur verið að
einmitt vegna þessa máls hafi Vig-
dís Finnbogadóttir farið til Kína
með því hugarfari að gæta þess
sérstaklega að styggja ekki kín-
versk stjórnvöld.
í viðtali við frú Vigdísi, sem tek-
ið var við hana „í glæsilegustu
gestaibúð forseta Kínverja á silki-
sófa“, sagðist hún hafa rætt það á
heimspekilegum nótum við forsæt-
isráðherra Kína hversu afstæð
orðin frelsi og mannréttindi gætu
verið. í ljós kom að margir íslend-
ingar voru þessu frekar ósammála
og nú hefur forsetinn lýst því yfir
að orð hennar hafi verið slitin úr
samhengi. Við skulum vona að svo
hafi verið og að forseti lýðveldis-
ins láti sér ekki einu sinni detta í
hug annað en að mannréttindi séu
algild. Þau réttindi sem ekki eru
algild eru nefnilega ekki mann-
réttindi.
Afarkostir
En það voru fleiri í Kína en for
setinn okkar. Þar voru einnig
nokkur þúsund konur að ræða það
hvernig mætti bæta hag kvenna í
heiminum. Kínverjar vildu hafa
sitthvað um þessar konur að segja
og töldu sig vita best hvernig þörf-
um þeirra væri fullnægt. Þeim
þótti til dæmis við hæfi að koma
upp sérstöku „mótmælasvæði"
(reyndar utan fangaklefa) og al-
mennt reyndu þau að stuðla að því
að konurnar ættu sem minnst
samskipti við venjulegt kínverskt
alþýðufólk. Þetta var að sjálfsögðu
gert með hag ráðstefnugesta og
Kjallarinn
Þorsteinn Arnalds
háskólanemi
sammála þeirri aðferð að setja af-
arkosti." Um þetta er margt að
segja. I fyrsta lagi er hér ekki um
neina afarkosti að ræða. Ekki var
hótað neins konar ofbeldi eða
valdbeitingu eins og kínversk
stjórnvöld hafa verið gjörn á að
hóta þegnum sínum og öðrum
þeim sem ekki vilja láta að vilja
þeirra, svo sem Tævanbúum. Er
sá sem verður fyrir aðkasti ein-
sama tíma lét hún algerlega hjá
líða að gagnrýna framkomu kín-
verskra stjórnvalda. Öllum ætti
því að vera ljóst með hvorum Vig-
dís tekur afstöðu. Nema auðvitað
að forsetinn hafi tekið að sér að
vera blaðafulltrúi Li Peng um
stundarsakir til að „bæta fyrir
Tævanklúðrið".
Forseta íslands geta orðið á mis-
tök eins og öðrum. Þess vegna á
„Öllum ætti að vera ljóst með hvorum frú
Vigdís tekur afstöðu. Nema auðvitað að
forsetinn hafi tekið að sér að vera blaða-
fulltrúi Li Peng um stundarsakir til að
bæta fyrir Tævanklúðrið."
kínversks alþýðufólks í huga. Kon-
urnar voru þessu hins vegar ósam-
mála og sögðust mundu fara heim
ef ósköpunum linnti ekki.
Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði
svo kvennaráðstefnuna. Þar setti
hún ofan í við konurnar fyrir að
hafa styggt kínversk yfirvöld. Um
þetta sagði Vigdís í Mbl. 10. sept-
ember: „En það sem ég sagði
þama, var aðeins, að ég er ekki
hvers og bregst við með því að
lýsa þeirri skoðun sinni að hann
væri betur kominn heima hjá sér
að setja afarkosti?
Hver er bandamaðurinn?
En forseti íslands má heldur
ekki gleyma því að hún gagnrýndi
fundarmenn á kvennaráðstefn-
unni fyrir þeirra framkomu. Á
hann að gera ráð fyrir þeim mögu-
leika og viðurkenna þau þegar í
ljós koma. Það gerir illt verra að
stinga hausnum í sandinn og láta
eins og krakki sem fær smávægi-
legar ákúrur frá foreldrum sinum.
Þorsteinn Amalds
Ur opinberri heimsókn forseta Islands til Kína.
Fræðsla á Internetinu
í síðustu kjallaragrein minni
fjallaði ég um ýmsa vankanta og
takmarkanir INTER NETsins sem
einnig hefur verið nefnt „alnetið".
Hér mun ég greina frá ýmsum
þeim möguleikum sem þaö býður
upp á.
Víðtæk fræðsla
Nýverið frétti ég af því að tveir
Bandaríkjamenn, sem efndu til
námskeiðs á alnetinu, hefðu strax
í byrjun náö þeim árangri að um
850 manns tóku þátt í því. í því
næsta var fjöldi þátttakenda á
hinn bóginn kominn upp í rúm-
lega 16.000 manns og þeir voru frá
50 löndum um allan heim!
Hvað sýnir þetta? Svarið er ein
falt. Þegar búið er að þróa gögn,
sem skýra sig að miklu leyti sjálf,
þá eru nánast engin takmörk fýrir
því hvaða afköstum er unnt að ná
í miðlun þekkingar. Og ekki þarf
endilega mikla tækni til. Góðar ít-
arlegar bækiu- koma oft að fullum
notum. Miðað við hefðbundnar að-
ferðir þar sem oftast er byggt á
kennslustundum og mikilli per-
sónulegri þjónustu kennara við
nemendur þá er ljóst að munurinn
er gríðarlegur.
Persónuleg verkstjórn
Rétt er að vekja strax athygli á
því að þetta þýöir að sjálfsögðu
ekki endalok hefðbundinna að
Kjallarinn
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur Upplýs-
ingaþjónustu Háskólans
ferða. Nauðsynlegt verður ávallt
að venja ungt fólk við nám með
verulegri persónulegri handleiðsla
kennara. Nauðsynlegt er einnig að
til komi kröftug hvatning, nokkur
verkstjórn og prófun sem ekki
verður unnt að gera sjálfvirka
nema að vissu marki.
Þetta þýðir á hinn bóginn ekki
að loku sé skotið fyrir notkun
hinna nýju möguleika. Þá má fara
að nýta í sívaxandi mæli á efri
skólastigum og eins í allri sí-
menntun. Hinir miklu möguleikar
til að lækka einingarkostnað
hljóta að leiða til þess aö mjög náið
verði hugað að hvaða leiðir séu
færar til að nýta þessa kosti í
fræðslu.
Innlend dæmi
Undirritaður hefur margoft bent
á ofangreinda möguleika og að for-
sendur í þessu sambandi séu þær
að rík áhersla sé lögð á að þjálfa
upp hæfileika og vilja fólks til
sjálfsnáms. Ennfremur að sú eðlis-
breyting verði gerð á störfum
kennara að þeim verði gert kleift
að beina hluta af vinnuframlagi
sínu að gagnagerð með því að
draga úr fjölda kennslustunda.
Um leið mætti einnig virkja
nemendur til þess að aðstoða við
þetta verk með vinnu viö gagnaöfl-
un og samningu frumdraga og ítar-
efnis. Verkefni í þessa veru, sem
undirritaður hefur staðið fyrir í
Háskóla íslands að undanfómu og
eins í MR á árunum 1963 1966,
hafa sannað þá miklu möguleika
sem felast í því að virkja nemend-
ur.
Gerbreyttar forsendur
Tilkoma gagnabanka, tölvuneta
og annarrar upplýsingatækni hef-
ur á skömmum tíma gerbreytt
mörgum forsendum fyrir miðlun
þekkingar. Tækniframfarirnar
koma á hinn bóginn að litlu gagni
og þær fela ekki í sér aukinn
ávinning ef ekki er hugað að
mannlegum, skipulagslegum og fé-
lagslegum þáttum í leiðinni. Ekk-
ert stoða möguleikar til að afla
þekkingar ef hvatann skortir eða
sjálfsagann til námsins. Möguleik-
ar tækninnar til aukinnar hag-
kvæmni og sparnaðar verða held-
ur ekki nýttir fyrr en töluverð
vinna hefur verið lögð í að skrá
þekkinguna á auðskilinn hátt.
Jón Erlendsson
„Tækniframfarirnar koma á hinn bóginn
aö litlu gagni og þær fela ekki í sér auk-
inn ávinning ef ekki er hugaö að mann-
legum, skipulagslegum og félagslegum
þáttum í leiðinni.“
Með og
á móti
Sala kvóta til Flateyrar
Eðlilegt við
núverandi
kerfi
„Miðað við
núverandi
kerfi í sjávar-
útveginum er
það eðlilegur
hlutur aö kvóti
og bátar skipti
um eigendur. í
því tilfelli að
tveir bátar eru
seldir frá Kristjánsson,
Reykjanesbæ alþingsimaður
til Flateyrar ér og útgeröar-
um að ræða maður á Flat-
samstarf sem eyri.
báðir aðilar
hagnast á. Eigendur bátanna
flytja þá vestur og styrkja stöðu
sína með því enda hafa þeir und-
anfarið lagt upp aflann á Flat-
eyri. Því er ekki nema hagræð-
ing í að flytja útgerðina einnig.
Við styrkjum einnig stöðu okkar
með samstarfinu.
Það er bara vitleysa að við hér
á Flateyri njótum ríkisstuðnings
til að kaupa kvótann tfá öðrum.
Við fengum bara 50 milljónir í
víkjandi lán í þessari svokölluðu
Vestfjaröaaðstoð og þeir pening-
ar voru ekki notaðir til að kaupa
bátana.
Hér eru því bara eðlilegir hlut-
ir að gerast og hljóta alltaf að
gerast meðan heimilt er að selja
kvóta. Skip hafa alltaf gengið
kaupum og sölum og hljóta að
gera það eftirleiðis eða í það
minnsta meðan eitthvað líf er í
sjávarútveginum á íslandi.
Ef aldrei má kaupa kvóta
staðnar útvegurinn og öll hag-
ræðing er úr sögunni. Kvóta-
flutningurinn til Flateyrar er því
bara hluti af þróun sjávarútvegs-
ins í landinu."
Ríkisstyrkt
öfugþróun
„Það er i |—
sjálfu sér ekk-
ert að því að Æ
selja kvóta en M
þaö sem okkur E
hér í Reykja-
nesbæ sárnar
er að Vestfiro- I
ing amir fá að- B
stoð ríkisins Kristján Gunn-
til að flytja arsson, formað-
kvóta burt úr ur Verkalýðs-
bæjarfélaginu. og sjómannafé-
Við fórum á lags Keflavíkur.
fund ríkis-
stjórnarinnar vegna atvinnuá-
standsins hér og það fundust
peningar hjá Aðalverktökum.
Þeir fjármunir hafa ekki verið
markvisst nýttir og ekki komið
að því gagni sem vonir stóðu til.
Grátkór Vestfirðinganna fór á
fund ríkisstjórnarinnar og fékk
góðar undirtektir og peninga til
að endurskipuleggja útgerðina
og fiskvinnsluna hjá sér.
Þetta er munurinn og pening-
ana sem þeir fengu í stjómarráð-
inu nota þeir til að kaupa upp
kvótann okkar og flytja hann til
staða þar sem enginn vill búa.
Væri ekki betra að hafa fiskinn
og kvótann þar sem fólkiö vill
vera?
Svo virðist ekki vera og nú er
verið að flytja fiskinn burt frá
fólkinu. Félagsmálaráðherra vill
meira að segja flytja fólk nauö-
ungarflutningi til staða sem líf-
inu er haldið í með ríkisstyrkj-
um. Við hér i Reykjanesbæ vflj-
um bara sitja við sama borð og
aðrir hjá ríkisstjóm Davíð Odds-
sonar þar sem sólin skín á hverj-
um degi.