Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995
Fréttir
Þúsundir tonna af þorski skipta um nafn og númer:
Sílin gómuð en stór-
laxarnir sleppa
Þegar Fiskistofa er búin að þjarma aö kvótasvíndlurunum þannig að þeir
missa kjarkinn þá tekur ekki betra viö. Menn taka til við að henda fiskinum
í sjóinn.
Kvótasvindl á íslandi er staðreynd
og það eina sem menn greinir á um
er í hversu miklum mæli það á sér
stað. Nefndar eru tölur sem leika á
bilinu 10 til 30 prósent af lönduðum
þorskafla. Það þýðir að fram hjá vigt
eða undir fölsku flaggi fara á bilinu
15 til 45 þúsund tonn árlega. Löndun
fram hjá vigt hefur átt sér stað á ís-
landi frá því vigtun afla var lögbund-
in. Þetta var þó allar götur fram á
daga kvótakerfisins í litlum mæli og
að mestu bundið viö aðrar tegundir
en þorsk. Um var að ræða tegundir á
borð við ýsu, lúðu og steinbít seín fór
á innanlandsmarkað til neyslu. Sá
fiskur sem þannig barst á land varð
hluti af neðanjarðarhagkerfi sem
aldrei kom upp á yfirborðið og skilaði
hvergi sköttum eöa gjöldum til samfé-
lagsins. Ýsa flökuð í skúrum einhvers
staðar og seld í mötuneyti og verslan-
ir án þess að viðskiptin séu skráð er
gömul og ný saga. Þá er harðfiskur,
sem verkaður er aðeins að hluta, seld-
ur ofanjarðar. Söluskattur og önnur
opinber gjöld koma þar ekki við sögu
Þetta er enn viö lýði en þó í mun
minna mæli en áður þekktist.
Laumuspil við löndun
Viö tilkomu kvótakerfisins 1983
varð til nýtt hugtak, kvótasvindl.
Niðurskurður á heimildum til þorsk-
veiða og erfiðleikar viö að ná öðrum
tegundum leiddu af sér glufu sem
margir notfærðu sér. Þeir sem höfðu
greiðan aðgang að þorski fundu fljót-
lega aö leiðin til öflugrar hagræðing-
ar lá í því að breyta þorski í ýsu.
Fyrstu árin voru aðferðimar frum-
stæðar og byggöust á laumuspili við
löndun á fiskinum og fikti í bók-
haldi, svo sem við nýtingarstuðla.
Með því að sýna meiri nýtingu en
raunverulega átti sér staö bjuggu
menn til holur sem fyllt var upp í
með umframþorski. Þá var sú aöferð
þekkt að setja þorsk eöa aðrar þær
tegundir _ sem offramboö var af í
pakkningar merktum öðrum tegund-
um. Þetta gekk í flestum tilvikum
upp því eftirlit með bókhaldi fram-
leiðslufyrirtækja var sáralítið. Þá
var lítið sem ekkert eftirlit með því
sem kom úr pakkningunum erlendis.
í örfáum tilvikum komu upp mál þar
sem ýsupakkningar innihéldu þorsk.
Þeim málum var bjargað í horn og
borið við mistökum.
Þorskurverðurýsa
Að landa fiski fram hjá vigt að
næturþeli var þekkt aðferð á árum
áður tÚ að koma þorski í hús án þess
aö skýrslur segðu til um ætternið.
Þá var einnig þekkt sú aöferð aö setja
lag af utankvótafiski ofan á þorsk og
vigta allt sem ýsu eða steinbít. Þessar
aðferðir eru í dag að mestu úreltar
enda eftirlit Fiskistofu oröið það
virkt að menn þaöan geta birst hve-
nær sem er og flett ofan af málum.
Sú aðferð sem í dag er talin vænleg-
ust er að allir séu með í ráðum, allt
frá sjómanni til framleiðenda. Þann-
ig séu allir hlekkir inni í myndinni
og birtist veiðieftirhtsmaður er allt
eðlilegt á yfirborðinu.
Vandamálin við að fela hinn svarta
flsk í birgðum fyrirtækja hafa verið
leyst á nokkra vegu. Leiðirnar eru í
sjálfu sér einfaldar en kalla á víðtækt
samstarf nokkurra aðila. Einfaldasta
leiðin hefur undanfarin ár verið fólg-
in í afla krókabáta. Afar hentugt út-
gerðarform hefur fahð í sér að fisk-
vinnsla hefur haft undir sínum hatti
Fréttaljós
Reynir Traustason
bæði krókabáta og kvótabáta. Svo
sem þekkt er voru allir krókabátarn-
ir utan kvótakerfisins með sínar
veiðar og því gafst þama gott tæki-
færi th að fara út í áhættulitlar um-
breytingar á þorski. Kvótabátarnir
hafa landað í nafni krókabátanna og
þannig hefur þorskurinn komist í
hús undir sínu eigin flaggi og engin
spor hægt aö rekja í fiskvinnsluhús-
inu. Orðrómur um misferhð hefur
víða farið á flug en öllum sönnunar-
gögnum hefur verið eytt. Þróaðri
útfærsla af þessari leiö var og er fólg-
in í því að þorskinum hefur verið
landaö á milli skipa á hafi úti. Fiski-
stofa hefur staðið krókabáta að slíkri
veiði og þar féhust menn á sátt í
málinu. Eigendur krókabátanna ját-
uöu hvorgi né neituðu en féllust á
að vera sviptir veiöileyfi í 10 daga.
Aldrei var upplýst hvaða kvótabátar
komu viö sögu og rannsóknin sagði
því aðeins hálfa söguna.
Pokadýrum landað
Almennt er þorskur veiddur af
krókabátum kallaður krókafiskur u
byggðarlögum sem eiga slíka útgerð.
Hin nýja leið til að komast fram hjá
kvótanum leiddi af sér nýja nafngift:
Krókabátur sem innbyröir þorsk frá
kvótabát landar pokadýrum. Þetta
byggist á því að algengasta svindlið
er tahð felast í því að snurvoðarbátar
hafa látið krókabáta hafa þorsk. Sá
fiskur er að sjálfsögðu ekki veiddur
á króka heldur í poka og því nafngift-
in við hæfi.
Það verður aldrei hægt að kort-
leggja vandann til fuhs. Þó má gera
sér að nokkru grein fyrir honum með
því að greina þær leiöir sem færar
eru th að breyta þorski veiddum
undir kvóta á íslandsmiðum í þorsk
sem ekki er skyldaður undir kvóta.
Það þykir búmannsbragur að eiga
holur í birgðum til að fylla í með
þorski með vafasaman uppruna.
..Rússafiskur sem hingað berst af er-
lendum veiðiskipum hentar ágæt-
lega til að búa th shka holur. Málið
er tiltölulega einfalt. Landaður afh
er skráður yfir raunverulegu magni.
Hundrað tonn af Rússaþorski heita
þar með á pappírum 120 tonn og þar
með gefst færi á að fylla holuna upp
með Islandsþorski. Sama aðferð ghd-
ir varðandi Smugufisk hvort sem er
af íslenskum skipum eða erlendum.
Þar má lagfæra birgðastöðuna með
örhtlum talnaleik. Margir fiskmark-
aðir og fiskverkunarhús hafa vigtun-
arleyfi. Þaö ert þekkt aðferð að
þorskafla er náö niður, t'.d með lægri
meðalvigt og þar verður til nauðsyn-
leg glufa. Enn ein aðferð byggðist á
því að kalla fullvaxinn þorsk undir-
mál vegna þess að undirmáhð taldi
ekki nema að þriðjungi th kvóta.
Þessi leið er nú lokuð vegna þess að
búið er að afnema þetta ákvæði.
Vandi fiskistofumanna
Vandi fiskistofumanna er mikhl.
Þeir eru vart búnir að loka einni
glufu þegar sú næsta opnast. Fólk
við sjávarsíðuna er lítt ginnkeypt
fyrir því að segja frá því sem allir
sjá. Mörg byggðarlög eru búin að
missa megnið af varanlegum þorsk-
kvóta sínum og það að umskíra þors-
kinn eða breyta í pokadýr er því af
mörgum talið nauðsynlegt th að
komast af.
Nýlegt mál þar sem Fiskistofa góm-
aði fiskiskip, fiskmarkað og fisk-
vinnsluhús fyrir að umbreyta 13
tonnum af þorski í ufsa er í raun
aðeins eins og dropi í hafið miðað við
heildarumfang þessara mála. Það er
ekki ólíkleg niðurstaða að mhli 10
pg 20 prósent þorskafla kvótaskipa á
íslandsmiðum skipti um nafn og
númer á leið sinni frá veiðiskipi og
á borð neytenda.
Fiskistofa er ekki öfundsverð af
þessari baráttu því þegar árangur fer
að sjást eins og gerðist síðastliðið vor
skýtur annað og verra vandamál upp
kollinum. Þeir sem missa kjarkinn
og hætta að svindla taka til viö að
kasta fiskinum aftur í hafið. Þannig
breytist svindliö í hreina sóun og og
mál eru í margfalt verri farvegi.
Ekki sér fyrir endann á baráttu Fiski-
stofu við að uppræta vandann. Öðru
hverju eru einhverjir gómaðir en það
eru ekki stórlaxarnir. Þeir sleppa sem
fyrr en shin sitja í súpunni.
í dag mælir Dagfari
Ekki á gallabuxum
Enda þótt þingmenn séu flokkaðir
undir þjófa og þaðan af verra hyski
má ekki gleyma því að þingmenn
þjóöarinnar eru fólkið sem þjóðin
kýs og þegar búið er aö kjósa sex-
tíu og sjö almenna borgara th setu
á Alþingi er vonandi öhum ljóst að
það er ekki sama hvemig þing-
menn eru klæddir og hvemig þeir
koma fram.
Og enda þótt alþingismenn séu
kjörnir fyrir mismunandi flokka
og hafi óhkar skoðanir í stjórnmál-
um geta þeir sameinast um þá al-
mennu velsæmiskröfu að þeir séu
almennhega th fara og þeir eigi
fyrir því að vera þingmenn. Það er
af þessum ástæðum sem alþingis-
menn hafa sameinast um það hags-
munamál sitt að hækka kaupið hjá
sjálfum sér og tekiö höndum saman
um að verja þá hækkun. Þingmenn
Þjóðvaka eru undantekning frá
þeirri reglu og skýringin er einfald-
lega af annarlegum ástæðum. Þjóð-
vakahðið er aö fiska á gruggugu
vatni og veit aö það hefur efni á
að mótmæla launahækkun th sjálfs
sín af því að það fær hækkunina
hvort sem er.
Eða ætlar Þjóðvakafylkingin að
koma fram á vegum þjóðarinnar í
gahabuxum? Maður tekur ekki á
móti kóngafólki á gallabuxum,
sagði Guörún Helgadóttir, enda
hefur hún bæöi reynslu af því að
taka á móti kóngafólki og eiga ekki
fyrir öðru heldur en gallabuxum.
Það var þess vegna sem Guörún
fataði sig upp þegar hún var for-
seti þingsins og þurfti að kaupa
kjóla fyrir áttatíu þúsund krónur
þegar kóngamir komu hér um ár-
ið. Það er ekki tekið út með sæld-
inni að vera forseti þingsins.
Nei, það er dýrt að vera þingmað-
ur og fólk veit bara ahs ekki hvað
það kostar mikið aö vera þingmað-
ur og það er ekki hægt að ætlast
th að þetta fólk kaupi sín föt sjálft
og kosti sínar snyrtingar sjálft þeg-
ar það þarf að mæta í kokktehveisl-
um eða móttökum í boðum sem það
heldur sjálft. Það er ekki th of mik-
ils mælst þótt þjóöin taki þátt í
þeim kostnaði, enda hefur enginn
beðið um það að vera þingmaður.
Þingmennskan er kvöð sem lögð
er á blessaö fólkiö og það getur
enginn farið fram á það að þing-
menn borgi sjálfir fyrir það sem
þeir þurfa að borga fyrir þing-
mennskuna.
í DV í gær minntu bæöi Friðrik
Sophusson og Ragnar Amalds á að
laun,--sem greidd em th þing-
manna, væm skattfrjáls ef þing-
menn legðu fram reikninga vegna
útgjaldanna. Og hvers vegna þá að
leggja skatt á peninga sem þing-
menn fá, ef þeir gætu lagt fram
reikninga og sloppið við skatt? Af
því er einungis ónæðiog fyrirhöfn
og ósanngirni að ætlast th aö þing-
menn leggi fram reikninga fyrir
útgjöldum, sem þeir fá borgað fyrir
að verða fyrir, án þess að einhver
segi að th þessara útgjalda sé stofn-
að ef þeir fengju ekki borgað fyrir.
Svona einfalt er þetta.
Össur Skaphéöinsson er sömu-
leiðis með aðra kenningu, sem er
auðvitað miklu sterkari, og hún er
sú að launþegar ættu miklu fremur
að fagna því að alþingismenn fái
verulega hækkun á launum um-
fram almenna kjarasamninga því
það sé rökstuðningur fyrir laun-
þegana að fá hækkun á sínum eigin
launum. Með öðmm orðum, launa-
hækkun alþingismanna er í raun-
inni ahs ekki fyrir alþingismenn
heldur í þágu þeirra launamanna
sem ekki hafa fengið sams konar
launahækkun en eiga núna rétt á
henni vegna fordæmisins sem
skapast hefur með launahækkun
þingmanna.
Hér sem sagt ekki um það að
ræða að þingmenn séu að fá hækk-
un og skattfríðindi fyrir sjálfa sig
eða th að losna við að ganga í galla-
buxum í kóngaveislum, heldur th
að fórna sér í þágu alþýðunnar.
Ef þetta er rétt, sem er sosum
engin ástæða th að efast um, þá eru
þingmenn enn einu sinni að ganga
fram fyrir skjöldu á þágu lýðs og
lands og taka á sig óvinsældir og
erfiða launahækkun, th þess eins
að laun megi hækka hjá öðram.
Þessi fómfýsi er aðdáunarverð og
lýsir aldehis ótrúlegu póhtísku
þreki sem almenningur hefur ekki
áttað sig á. Það er þess vegna ómak-
legt með öllu að uppnefna þing-
menn sem þjófa og skattsvikara
vegna þess að þingmenn eru ein-
ungis aö þiggja launahækkun af
sjálfum sér og fella niöur skatta hjá
sjálfum sér, svo aðrar stéttir geti
gert hið sama.
Þetta er árangursríkasta og göf-
ugasta kjarabarátta seinni ára og í
staö þess að þingmenn verði rakk-
aðir niður af nútímafólki mun sag-
an minnast þessarar kynslóðar
þingmanna sem fórnaði gahabux-
unum til aö þegnar landsins og
kjósendur fengju þá réttlátu launa-
hækkun sem þjóðarsáttin hefur
aldrei getað framkahað. Lof sé al-
þingismönnum. Blessuð séu skatt-
fríðindi þeirra.
Dagfari