Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 Sviðsljós Draumar karlanna rætast einn af öðrum: ■ Svona lítur Pamela út í maí, sólbrún og sæt eftir harðan vetur. Ef Madonna væri forseti Madonnu dreymir forsetadrauma. Ef Madonna væri forseti Banda- ríkjanna mundi hún greiða kennur- um hærri laun en kvikmyndastjörn- um eða körfuboltaspilurum. Svo mundi hún dæma íhaldsseggi eins og útvarpsmanninn Rush Limbaugh og þingmennina Bob Dole og Jesse Helms til ævilangrar þrælkunar. Þetta kemur fram í grein sem popp- stjarnan skrifar í nýtt tímarit Johns F. Kennedys yngri, George. Og eins og nærri má geta eru draumar hennar um forsetaembætt- ið á allt öðrum nótum en draumar og veruleiki allra frambjóðendanna sem ferðast nú um Bandaríkin þver og endilöng í framboðsleik. Safnplata með Bítlunum Aðdáendur Bítlanna hafa lengi beöið eftir heildarútgáfu laga þeirra en nú er biðin senn á enda. I nóvember er væntanlegur fyrsti pakkinn af þremur og í honum verða lög frá árunum 1958-1964 á tveimur geisladiskum. Annar og þriðji pakki koma út snemma á næsta ári, hvor þó í sínu lagi. Bróðirinn þrætirfyrir Eric Douglas, bróöir Michaels og sonur Kirks, hefur lýst sig sak- lausan af ákæru um að hafa ráð- ist á tvær flugfreyjur eftir rtfrildi um hundinn hans. Eric á yflr höfði sér tuttugu ára fangelsisvfst verði hann fundinn sekur. Eríc, sem er 36 ára, er leikari eins og Mikki bróðir og pabbi. Dís minna drauma... Var það ekki einhvern veginn svona sem textinn hljóðaði? Pamela, Pamela, Pamela Anderson, sílikonbomba og rót- tæknikrútt. Hún er draumadísin okkar allra. Karlmenn um hinn víða vestræna heim dreymir um aö geta vaknað, ef ekki við hlið hennar suma morgna þá alla vega með mynd af henni á náttboröinu eða við höfðagaflinn á hverjum einasta drottins degi, sum- ar, vetur, vor og haust. Sá draumur rætist nú senn því Pamela, eins og svo margar fagrar stúlkur á undan henni hafa mátt þola, er myndefnið á hvorki meira né minna en heilu dagatali fyrir árið 1996: Á G-strengn- um, á bíkinínbaðfotunum eða bara í engu, brosandi, eggjandi og allt þar á milli. Allir hnökrar burtmáðir, ból- urnar, misfellurnar og húðflúrið af gaddavírnum sem hún ber á upp- handlegg og sýndi á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes í vor. Allir út í búö. Pamela Anderson í september, á Evuklæðunum í vatninu. mtms ****** iœtP* Pamela á náttborði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.